Barnaverndarnefnd

61. fundur 17. nóvember 2016 kl. 12:00 - 13:00 í Fannborg 6, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Kolbrún Þorkelsdóttir aðalmaður
  • Bragi Michaelsson aðalmaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varamaður
  • Magnús M Norðdahl varamaður
  • Signý Þórðardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir lögfræðingur
  • Anna Eygló Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir lögfræðingur
Dagskrá

1.1509724 - Barnaverndarmál

Fært í trúnaðarbók

2.1309221 - Barnaverndarmál

Fært í trúnaðarbók

3.15061118 - Barnaverndarmál

Fært í trúnaðarbók.

4.1611386 - Ofbeldisteymi barnaverndar Kópavogs

Þann 15. maí 2015 undirrituðu bæjarstjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu samstarfsyfirlýsingu um átak gegn heimilisofbeldi. Verkefnið var tilraunaverkefni til eins árs og að tímabilinu loknu var gert ráð fyrir árangursmati. RIKK, Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum er nú að ljúka úttekt sinni á verkefninu og niðurstöðu er að vænta á næstu vikum.

Frá 1. júlí 2015 til 30. júní 2016 hefur barnavernd Kópavogs komið að 71 fjölskyldu eða 118 börnum sem upplifað hafa heimilisofbeldi sem er mun meiri fjöldi en gerður var ráð fyrir í upphafi og vinnsla hvers máls er viðameiri.


Í bréfi til nefndarinnar frá ofbeldisteymi og deildarstjóra barnaverndar kemur fram að heimilisofbeldismál eru þung í vinnslu, það eru margir sem koma að þeim og þau krefjast mikils tíma. Starfsfólk barnaverndar hefur lagt sig fram um að sinna málaflokknum vel og veita öfluga og faglega aðkomu og mat starfsmanna er að árangur af þessari vinnu sé mikill. Hins vegar sé ljóst að deildin geti ekki sinnt þessari vinnu áfram með þeim fjölda starfsmanna sem heimild er fyrir í deildinni.


Barnaverndarnefnd Kópavogs er mjög meðvituð um mikilvægi verkefnisins og leggur mikla áherslu á að því sé framhaldið. Til þess að unnt sé að halda áfram þessu nauðsynlega starfi þarf að koma til aukinn stuðningur við barnaverndardeild velferðarsviðs.

Fundi slitið - kl. 13:00.