Lista- og menningarráð

66. fundur 12. janúar 2017 kl. 17:00 - 18:50 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalfulltrúi
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalfulltrúi
  • Þórunn Sigurðardóttir aðalfulltrúi
  • Björg Baldursdóttir aðalfulltrúi
  • Þuríður Backman áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Arna Schram Forstöðumaður menningarmála Kópavogsbæjar
Dagskrá

1.16091059 - Ljóðasamkeppnin Ljóðstafur Jóns úr Vör og Dagar ljóðsins.

Arndís Þórarinsdóttir, Bókasafni Kópavogs, kynnir Daga ljóðsins og undirbúning hátíðar Jóns úr Vör.
Nefndin lýsir mikilli ánægju með undirbúning að metnaðarfullri dagskrá Daga ljóðsins sem verða 21. janúar til 28. janúar.

2.1101206 - Safnanótt 2017.

Forstöðumaður menningarmála Kópavogsbæjar kynnir dagskrá Safnanætur Menningarhúsa Kópavogsbæjar og gerir grein fyrir stöðu ljósaverkefnisins.
Nefndin þakkar fyrir kynninguna og treystir forstöðumanni til að fylgja eftir spennandi dagskrá Safnanætur.

3.1510254 - Menningarmál í Kópavogi.

Forstöðumaður menningarmála í Kópavogi leggur fram yfirlitsskýrslu um starfsemi menningarmála á vegum Kópavogsbæjar árið 2016.
Nefndin þakkar fyrir greinargóða skýrslu um menningarstarf Kópavogsbæjar á árinu 2016. Starfið er fjölbreytt, metnaðarfullt og vel í takti við samþykkta menningarstefnu. Undanfarin ár hefur orðið mikil ásýndarbreyting á menningarmálum í Kópavogi til hins betra. Kristallast það í frábæru og sýnilegu starfi starfsfólks sem hefur lagt sig fram og sinnt þessum málaflokki af miklum myndarbrag undir styrkri stjórn Örnu Schram.
Arna Schram vék af fundi þegar ráðið samþykkti bókun sína

4.1510254 - Menningarfræðsla Menningarhúsa Kópavogsbæjar

Verkefnastjóri menningarfræðslu kynnir málefni barnamenningarfræðslu hjá Menningarhúsum í Kópavogi.
Nefndin þakkar Ólöfu Breiðfjörð fyrir kynningu á metnaðarfullri menningardagskrá fyrir börn og ungmenni í Kópavogi og telur að starfið sé faglega unnið og í samræmi við menningarstefnu bæjarins.

5.1312376 - Samstarfssamningur milli LHÍ og Menningarhúsa Kópavogsbæjar.

Forstöðumaður menningarmála Kópavogsbæjar kynnir tillögu að samstarfssamningi við Listaháskóla Íslands.
Nefndin lýsir yfir miklum áhuga á áframhaldandi samstarfi við Listaháskóla Íslands og felur forstöðumanni menningarmála að ganga til samninga við LHÍ til næstu þriggja ára á grundvelli fyrirliggjandi hugmynda. Þórunn Sigurðardóttir vék af fundi undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 18:50.