Skipulagsnefnd

1262. fundur 22. júní 2015 kl. 16:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Anna María Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Sigríður Kristjánsdóttir aðalfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir varafulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Þóra Jóhannesdóttir Kjarval starfsmaður nefndar
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður umhverfissviðs
  • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
  • Salvör Þórisdóttir lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval arkitekt
Dagskrá
Margrét Friðriksdóttir sat fundinn í stað Guðmundar Geirdal.

Kristinn Dagur Gissurarson og hans varamaður, Sigurbjörn T. Vilhjálmsson, boðuðu forföll.

1.1506010 - Bæjarráð - 2779. Fundur haldinn 15. júní 2015.

1506001F - Skipulagsnefnd, dags.15.júní 2015.

1261. fundur skipulagsnefnar í 18 liðum.
Lagt fram.

1503043 - Digranesvegur 18. Grenndarkynning.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1402319 - Dalaþing 4. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.


1410308 - Hlíðarvegur 43 og 45. Grenndarkynning.

Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

2.1304237 - Smárinn. Endurskoðun deiliskipulags.

Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi Smárans, vestan Reykjanesbrautar (suðursvæði Smáralindar) dags. 22.6.2015. Tillagan er sett fram í uppdrætti í mkv. 1:2000 ásamt greingargerð, skýringarmyndum og skipulagsskilmálum.
Ark Studio gerði grein fyrir tillögunni.

Lögð fram athugasemd frá Nýja Norðurturninum ehf. (NNT), dags. 29.5.2015. Þá lagt fram minnisblað bæjarlögmanns dags. 22.6.2015 vegna athugasemdar NNT ehf.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 5.8.1. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Smárans, vestan Reykjanesbrautar (suðursvæði Smáralindar) dags. 22.6.2015. Skipulagsnefnd samþykkti jafnframt að á kynningartíma verði unnin vindrannsókn með faglegum hætti á norðvesturhluta skipulagssvæðisins. Skipulagsnefnd mun hafa niðurstöðu vindrannsóknar til hliðsjónar við endanlega samþykkt deiliskipulagsins. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Hlé var gert á fundi kl. 17:15

Fundi var framhaldið kl. 17:21

Pálmi Þór Másson, bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.

3.1411143 - Auðbrekka þróunarsvæði

Lögð fram drög að deiliskipulagi Auðbrekku: Reitur 1, 2 og 3, dags. 22.6.2015. Drög að tillögu eru sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð, skýringarmyndum og skipulagsskilmálum.
Greint frá stöðu mála. Lagt fram og kynnt.

4.812106 - Þríhnúkar / Þríhnúkagígur

Lögð fram drög að skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag Þríhnúkagígs, "Deiliskipulag Þríhnúkagígs og nágrennis Kópavogs: Lýsing deiliskipulagsverkefnis og matslýsing" dags. 15.6.2015.
Frestað.

Margrét Friðriksdóttir vék af fundi kl. 18:15

5.15062180 - Glaðheimar. Bæjarlind 7-9. Byggingaráform.

Lögð fram tillaga Atelier arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 22.6.2015 að byggingaráformum fyrir Bæjarlind 7-9. Uppdráttur og skýringarmyndir í mkv. 1:200 dags. 22.6.2015.
Skipulagsnefnd telur framlögð byggingaráform vera í samræmi við viðmið sem sett voru fram í skipulagsskilmálum Glaðheimasvæðis, austurhluta og veitir lóðarhafa heimild til að skila gögnum til byggingarfulltrúa.

6.15062167 - Lundur. Lagning holræsis. Framkvæmdaleyfi.

Lagt fram erindi Byggingarfélags Gylfa og Gunnars hf., dags. 12.6.2015 þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir lagningu 200mm holræsislagnar innan Lundarsvæðis sbr. meðfylgjandi teikningum og verklýsingu Verkfræðistofunnar VSB.
Skipulagsnefnd samþykkti framkvæmdaleyfið. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

7.15062060 - Langabrekka 5. Grenndarkynning

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi Teiknivangs f.h. lóðarhafa dags. 22.6.2015. Óskað er eftir að byggja við bílskúr til suðurs á lóðinni Löngubrekku 5. Viðbygging er 2,5 x 7,5 metrar að stærð eða um 19m2 að grunnfleti. Hæð viðbyggingar verður 3,3m og er 0,5m frá lóðarmörkum við Álfhólsveg 61. Gólfkóti viðbyggingar verður 1,3m lægri en lóðin við Álfhólsveg 61 sbr. meðfylgjandi uppdrætti dags. 22.6.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Löngubrekku 3 og 7; Álfhólsvegar 59, 61 og 63.

8.15061922 - Austurkór 4 og 6. Breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi Ríkharðs Oddssonar f.h. lóðarhafa dags. 9.6.2015 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Austurkórs 4 og 6. Í breytingunni felst að í stað einbýlishúsa á tveimur hæðum verði reist tvö parhús á einni hæð á hvorri lóð. Hámarksgrunnflötur húsanna stækkar úr 250m2 í 360m2, heildarbyggingarmagn verði því 360m2 í stað 400m2. Byggingarreitir stækkaa um 3m til austurs og vesturs og 1m til suðurs. Nýtingarhlutfall lóða lækkar úr 0,43 í 0,39. Gólfkóti Austurkórs 4 hækkar um 20cm, úr 111,6 í 111,8. Gólfkóti Austurkórs 6 hækkar um 20cm, úr 112,0 í 112,2 sbr. erindi og uppdráttum dags 9.6.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Austurkórs 8, 10, 12, 14, 16, 18, 20, 22 og 24.

9.15062169 - Skólagerði 40. Grenndarkynning.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi Skipulags-, arkitekta- og verkfræðistofunnar ehf, f.h. lóðarhafa dags 28.5.2015 þar sem óskað er eftir breytingum á Skólagerði 40. Í breytingunni felst að reisa 60m2 tvöfaldan bílskúr á norðausturhorni lóðarinnar. Hæð bílskúrs verður 2,7m og grunnflötur 7,6 x 7,9m að stærð. Að auki verða byggðar 6,6m2 svalir á vesturhlið hússins á 2. hæð sbr. uppdráttum dags. 15.4.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Skólagerðis 38, 42, 47 og 49; Holtagerðis 51, 55 og 53.

10.1505724 - Vallargerði 31. Grenndarkynning.

Lagt fram að nýju erindi Teiknistofunnar H.R. ehf, f.h. lóðarhafa, vegna fyrirhugaðra breytinga að Vallargerði 31. Á fundi skipulagsnefndar 1.6.2014 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Vallargerðis 28, 29, 32, 34 og 33 ásamt Kópavogsbraut 68.

Lagt fram að nýju ásamt skriflegu samþykki fyrrnefndra lóðarhafa dags. 16.6.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Sverrir Óskarsson vék af fundi undir þessum lið.

11.15061927 - Fornahvarf 1. Fyrirspurn.

Lögð fram að nýjy fyrirspurn Kristjáns Andréssonar, dags. 10.6.2015 varðandi mögulega uppbyggingu við Fornahvarf 1. Á fundi skipulagsnefndar 15.6.2015 var málinu frestað.
Í Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 er ekki gert ráð fyrir frekari uppbyggingu á lóðinni við Fornahvarf 1. Skipulagsnefnd hafnaði innsendri fyrirspurn að svo stöddu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

12.1502349 - Vatnsendaskóli - Funahvarf 2 - Breytt deiliskipulag

Lögð fram að nýju tillaga umhverfissviðs Kópavogs að útfærslu deiliskipulags við Vatnsendaskóla hvað varðar íþróttahús, fyrirkomulag bílastæða, leiksvæða og staðsetningu færanlegra kennslustofa. Á fundi skipulagsnefndar 15.6.2015 var málinu frestað og því vísað til úrvinnslu umhverfissviðs.

Lagt fram ásamt umsögn umhverfissviðs dags. 22.6.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu dags. 22.6.2015 að breyttu deiliskipulagi Funahvarfs 2 þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir og með vísan í umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 22.6.2015. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

13.1503247 - Sæbólsbraut 40. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju erindi Guðrúnar Stefánsdóttur arkitekts f.h. lóðarhafa dags. 9.3.2015 þar sem óskað er eftir breytingum á Sæbólsbraut 40. Á fundi skipulagsnefndar 1.6.2015 var erindinu frestað.
Afgreiðslu frestað.

14.15062191 - Sunnubraut 21-45 (oddatölur). Lóðaleigusamningar.

Frá sviðsstjóra:
Lögð fram tillaga sviðsstjóra umhverfissviðs að breyttum lóðamörkum Sunnubrautar 21, 23, 25, 27, 29, 31, 33, 35, 37, 39, 41, 43 og 45 vegna endurnýjunar á lóðaleigusamningum. Uppdrættir í mkv. 1:500.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar bæjarlögmanns.

15.15062149 - Sunnubraut 30, kæra v. synjun á byggingarleyfi.

Lagt fram bréf frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála dags. 12.6.2015 vegna kæru sem barst nefndinni vegna synjunar Kópavogsbæjar á byggingarleyfi fyrir Sunnubraut 30 sbr. ákvörðun bæjarstjórnar frá 12.5.2015.
Lagt fram.

Fundi slitið.