Skipulagsnefnd

1273. fundur 18. febrúar 2016 kl. 16:30 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Sigríður Kristjánsdóttir aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Andrés Pétursson varafulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Þóra Jóhannesdóttir Kjarval starfsmaður nefndar
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval arkitekt
Dagskrá

1.1507047 - Hamraborg 3. Gistiheimili.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi Studio apartments, dags. 13.1.2015, vegna synjunar skipulagsnefndar á erindi félagsins um að breyta veitingastað að Hamraborg 3 í gistiheimili.

Lagður fram uppdráttur Alark arkitekta dags. 12.1.2016 þar sem fram koma fyrrnefndar breytingar á Hamraborg 3. Í breytingunni felst að í norðurhluta rýmisins verða tvö gistirými. Í suðurhluta rýmisins verður verslunarrými sem snýr út að Hamraborg.
Frestað.

2.1509373 - Nýbýlavegur 78. Grenndarkynning.

Frá byggingarfulltrúa:
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga VA Arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 4.11.2015 þar sem óskað er eftir breytingum að Nýbýlavegi 78. Í breytingunni felst að núverandi hús á lóðinni, byggt árið 1961, verði rifið. Þess í stað verði reist íbúðarhús með 6 íbúðum á tveimur hæðum og kjallara. Á lóð verða 6 bílastæði ásamt bílgeymslum fyrir tvo bíla sbr. teikningum dags. 4.11.2015. Á fundi skipulagsnefndar 30.11.2015 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Nýbýlavegar 56, 58, 60, 62, 64, 66, 68, 70, 72, 74, 76 og 80; Túnbrekku 2 og 4; Lundarbrekku 2 og 4. Kynningu lauk 18.1.2016. Athugasemd barst frá Halldóri Ingvarssyni og Hjördísi Ólafsdóttur, Nýbýlavegi 68, dags. 18.1.2016; frá Lundabrekku 2, 13 undirskriftir, dags. 18.11.2016; frá Nýbýlavegi 72, 4 undirskriftir, dags. 18.1.2016; frá Nýbýlavegi 76, 1 undirskrift, dags. 18.1.2016; frá Nýbýlavegi 80, 3 undirskriftir, dags. 18.1.2016; frá Túnbrekku 2, 3 undirskriftir, dags. 18.1.2016; frá Túnbrekku 4, 6 undirskriftir, dags. 18.1.2016.

Lögð fram breytt tillaga VA arkitekta fh. lóðarhafa dags. 10. febrúar 2016 þar sem dregið hefur verið úr byggingarmagni á lóð og fyrirkomulagi bílastæða breytt.
Lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 15. febrúar 2016.
Skipulagsnefnd samþykkti tillögu dags. 4.11.2015 með áorðnum breytingum ásamt umsögn dags. 10.2.2016 með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

3.1409123 - Kársnesbraut 7 (Ásbraut 1-1a). Kynning á byggingarleyfi.

Í upphafi árs 2015 fór fram grenndarkynning á íbúðarhúsnæði við Kársnesbraut 7. Kynntar voru hugmyndir lóðarhafa um tvö íbúðarhús með 9 íbúðum alls. Athugasemdir bárust við kynnta tillögu og var umsókn lóðarhafa hafnað í skipulagsnefnd 4. maí 2015. Í kjölfar höfnunar voru haldnir samráðsfundir með næstu nágrönnum, lóðarhafa Kársnesbrautar 7 og hans hönnuði. Á fundunum var farið yfir breyttar tillögur lóðarhafa þar sem komið var til móts við athugasemdir sem bárust á kynningartíma og þær athugasemdir sem komu fram á samráðsfundum.

Lagðar fram tillögur THG arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 26.11.2015 að uppbyggingu að Kársnesbraut 7. Settar eru fram þrjár tillögur (Tillögur A, B og C) með 1-2 húsum á lóðinni, allar tillögur gera ráð fyrir 6 íbúðum á lóðinni. Tillögur gera ráð fyrir nýtingarhlutfalli upp á 0,38 - 0,46 sbr. uppdráttum dags. 26.11.2015.

Í Tillögu A er gert ráð fyrir tveimur húsum með þremur íbúðum hvort og liggja húsin samsíða Kársnesbrautinni. Bílastæði eru milli húsanna tveggja og á suðurhluta lóðar. Heildarbyggingarmagn á lóð er um 702 m2 og nýtingarhlutfall er 0,40.

Í Tillögu B er gert ráð fyrir einu húsi með sex íbúðum, húsið er á norðurhluta lóðar, samsíða Kársnesbrautinni. Bílastæði eru á suðurhluta lóðar.
Heildarbyggingarmagn á lóð er um 660 m2 og nýtingarhlutfall er 0,38.

Í Tillögu C er gert ráð fyrir tveimur húsum með þremur íbúðum hvort. Syðra húsið er samsíða Ásbrautinni en nyrðra húsið er samsíða Kársnesbrautinni. Bílastæði eru á milli húsanna tveggja og undir syðra húsinu. Heildarbyggingarmagn á lóð er um 798 m2 og nýtingarhlutfall er 0,46.

Í öllum tillögum verði gert ráð fyrir hljóðvegg á norðurhluta lóðarinnar.

Greint frá samráðsfundum sem haldnir voru 26.1.2016 og 11.2.2016.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna Tillögu C fyrir lóðarhöfum Ásbrautar 2, 2a, 3, 5, 7, 7a, 9, 11 og 13; Hraunbrautar 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 12, 14 og 16; Kársnesbrautar 9, 11, 13, 15, 17, 19, 21a-d, 23 og 25; Marbakkabrautar 1, 3, 3a, 5 og 7.

4.16011467 - Kópavogsbakki 2. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Gláma-Kím arkitekta, dags. 26.1.2016, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Kópavogsbakka 2. Í breytingunni felst að 72 m2 ónýtt sökkulrými í kjallara verður tekið í notkun. Við breytinguna verður heildarstærð hússins 565,5 m2 og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,63 í 0,73 sbr. erindi dags. 26.1.2016.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kópavogsbakka 1, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 13 og 15.

5.1602243 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Vaxtamörk byggðar.

Lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040 sem tók gildi 14. júní 2015 lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 2: Vaxtamörk byggðar, dags. 3. janúar 2016.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

6.1602244 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Vatnsvernd.

Lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040 sem tók gildi 14. júní 2015 lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 3: Vatnsvernd, dags. 3. janúar 2016
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

7.1602245 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Kópavogsgöng.

Lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040 sem tók gildi 14. júní 2015 lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 4: Niðurfelling Kópavogsgangna, dags. 3. janúar 2016.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Sverrir Óskarsson, Guðmundur Geirdal, Kristinn Dagur Gissurarson og Andrés Pétursson samþykktu tillöguna.
Margrét Júlía Rafnsdóttir og Ása Richardsdóttir samþykktu ekki tillöguna.
Sigríður Kristjánsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

Bókun frá Ásu Richardsdóttur:
Ég leggst gegn því að opið svæði í Kópavogsdal, sunnan Dalvegar verði breytt í verslunar- og þjónustusvæði í breyttu aðalskipulagi Kópavogs.
Opin svæði eiga undir högg að sækja í Kópavogi og vil ég varðveita þetta opna svæði, þó Kópavogsgöng verði ekki lögð.

Margrét Júlía Rafnsdóttir tók undir bókun Ásu Richardsdóttur.

8.1602247 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Sveitarfélagsmörk.

Lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 5: Sveitarfélagamörk í þéttbýli og upplandi Kópavogs, dags. 3. janúar 2016.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

9.1602248 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Miðhverfi, skilgreining.

Lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040 sem tók gildi 14. júní 2015 lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 6: Miðhverfi skilgreining, dags. 3. janúar 2016.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

10.1602251 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Auðbrekka.

Lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 7: Auðbrekka, dags. 3. janúar 2016.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

11.1602252 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Smárinn vestan Reykjanesbrautar.

Lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 8 Smárinn vestan Reykjanesbrautar dags. 3. janúar 2016.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Sverrir Óskarsson, Sigríður Kristjánsdóttir, Guðmundur Geirdal og Andrés Pétursson samþykktu tillöguna.
Margrét Júlía Rafnsdóttir samþykkti ekki tillöguna.
Kristinn Dagur Gissurarson og Ása Richardsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Bókun frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur:
Ég get fallist á mikilvægi þess að íbúðareiningar minnki, en í stað þess að fjölga íbúðum tel ég að auka eigi opin svæði. Tel óásættanlegt að fjölga íbúðum um 140. Það mun auka umferð til muna.

Bókun frá Sverri Óskarssyni, Sigríði Kristjánsdóttur, Guðmundi Geirdal og Andrési Péturssyni:
Ekki er verið að auka byggingarmagn heldur fjölga minni íbúðum í samræmi við þverpólitískar áherslur Húsnæðisskýrslu Kópavogs.

Bókun frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur:
Gott er að leggja til aukningu á litlum íbúðum og fækka stórum en það er hægt að gera án þess að fjölga íbúðum. Hér er verið að fjölga íbúðum um 140.

12.1308275 - Vatnsendahlíð, kæra vegna deiliskipulag.

Lagður fram úrskurður frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála frá 21. janúar 2016 vegna kæru á ákvörðum bæjarstjórnar Kópavogs frá 28. maí 2013 vegna breytingar á deiliskipulagi Vatnsendahlíðar - Þing 2, 3 og 4.
Lagt fram.

13.1311203 - Kópavogsbakki 2 og 4, deiliskipulag. Kæra.

Lagður fram úrskurður frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála frá 29. janúar 2016 vegna kæru á ákvörðun bæjarstjórnar Kópavogs frá 10. september 2013 vegna breytingar á deiliskipulagi Kópavogsbakka 2 og 4.
Lagt fram.

14.1502159 - Kópavogsdalur. Endurskoðun deiliskipulags.

Tillaga frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur og Ásu Richardsdóttur:
Skipulagsnefnd Kópavogs samþykkir að vinna nýtt deiliskipulag fyrir Kópavogsdal en núgildandi skipulag er frá 1990.

Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að tryggja fjármagn og mannafla til þessarar vinnu.

Skipulagsnefnd Kópavogs vill leggja áherslu á fjölbreytta aðstöðu til útivistar fyrir almenning og græn svæði í Kópavogsdal.

Vinna þarf framtíðarsýn um Kópavogsdal, sem er í þágu allra bæjarbúa.
Margrét Júlía Rafnsdóttir, Ása Richardsdóttir, Sverrir Óskarsson og Sigríður Kristjánsdóttir samþykktu tillöguna.
Andrés Pétursson var samþykkti ekki tillöguna.
Kristinn Dagur Gissurarson og Guðmundur Geirdal sátu hjá við afgreiðslu málsins.

15.1602723 - Smiðjuvegur 44-66. Deiliskipulag.

Tillaga frá Sverri Óskarssyni:
Lagt er til að fyrri drög að deiliskipulagi Smiðjuvegar 44-66 verði lögð fram á næsta fundi skipulagsnefndar.

16.1602724 - Hækkun sjávar. Fyrirspurn frá Guðmundi Geirdal.

Fyrirspurn frá Guðmundi Geirdal:
Óskað er eftir að skipulags- og byggingardeild fari yfir hæðartölur vegna áhrifa af hækkandi stöðu sjávar.

17.1602725 - Sjórinn sem útivistarsvæði. Fyrirspurn frá Sigríði Kristjánsdóttur.

Fyrirspurn frá Sigríði Kristjánsdóttur:
Lagt er til að skoðað verði hvernig hægt sé að helga Fossvoginn til útivistanotkunar fyrir sjósund og siglingar.
Bókun frá Sverri Óskarssyni:
Frábært væri að fá stökkbretti.

Fundi slitið.