Skipulagsnefnd

1281. fundur 22. ágúst 2016 kl. 16:30 - 18:00 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Andrés Pétursson aðalfulltrúi
  • Jón Finnbogason varafulltrúi
  • Sigríður Kristjánsdóttir aðalfulltrúi
  • J. Júlíus Hafstein aðalfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður umhverfissviðs
  • Salvör Þórisdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

1.1608100 - Auðbrekka, reitur 3. Byggingaráform.

Í samræmi við gr. 4 í skipulagsskilmálum Auðbrekka - þróunarsvæði, deiliskipulag svæða 1, 2 og 3 sem tók gildi 23. maí 2016 eru lögð fram að nýju byggingaráform ASK arkitekta fyrir hönd lóðarhafa fyrir svæði 3 dags. í ágúst 2016. Í gr. 4 í skipulagsskilmálum deiliskipulags Auðbrekku kemur m.a. fram að áður en aðalteikningar eru lagðar fyrir byggingarfulltrúa til afgreiðslu þurfa hönnuðir að leggja byggingaráform sín (frumdrög) fyrir skipulagsnefnd til afgreiðslu.
Samþykkt. Skipulagsnefnd telur að framlögð byggingaráform fyrir svæði 3 vera í samræmi við þau viðmið sem sett er fram í samþykktu deiliskipulagi fyrir Auðbrekku þróunarsvæði, svæði 1, 2 og 3 sem tók gildi 23. maí 2016 og veitir lóðarhöfum heimild til að skila gögnum til byggingarfulltrúa.

Theódóra Þorsteinsdóttir, Andrés Pétursson, Jón Finnbogason, Kristinn Dagur Gissurarson og Júlíus Hafstein samþykktu tillöguna.

Sigríður Kristjánsdóttir og Ása Richardsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins. Ása lagði fram eftirfarandi bókun: "Margt í fyrirhuguðum áformum virkar mjög spennandi fyrir komandi íbúa. Þó er miður að sjá að göngu/hvíldargata, sem líkt er við Parísargötu, í gögnum málsins, mun lítt njóta sólar og virðist ekki hönnuð svo, að almenningur geti nýtt og notið. Græn og opin svæði skipta afar miklu máli, í þessu hverfi sem öðrum. Ég sit hjá við afgreiðslu málsins Ása Richardsdóttir."

Fundarhlé kl 16:40
Fundi framhaldið kl 16:45

Bókun frá Theódóru Þorsteinsdóttur, Andrési Péturssyni, Jóni Finnbogasyni, Kristni Degi Gissurarsyni og Júlíusi Hafstein: "Umræddur göngustígur er hannaður sérstaklega breiður til þess að auka birtumagn. Sitt hvorum megn við umræddan göngustíg eru sólrík torg sem hugsuð eru sem dvalarstaður."

2.1607144 - Austurkór 151. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi lóðarhafa Austurkórs 151 þar sem óskað er eftir að byggja einbýlishús á 1 hæð án kjallara, samanber meðfylgjandi skýringargögn dagsett 6. júlí 2016. Á fundi skipulagsnefndar 18. júlí 2016 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Austurkór 153, 155, 157, 159, 161, 163 og 165. Tillagan lögð fram að nýju ásamt samþykki ofangreindra lóðarhafa.
Samþykkt. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

3.15082892 - Skógarlind 2. Fjölorkustöð. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram erindi VBV verkfræðistofa Bjarna Viðarssonar ehf. fyrir hönd lóðarhafa Skógarlindar 2 um mögulega staðsetningu fjölorkustöðvar á lóðinni, drög (tillaga 1 og 2) dagsett 13. júlí 2016. Ennfremur lagt fram áhættumat VERKÍS verkfræðistofu dagsett í júlí 2016. Á fundi skipulagsnefndar 18. júlí 2016 var málinu vísað til Umhverfissviðs til umsagnar. Jón Björnsson forstjóri, Festi, gerir grein fyrir erindinu.

Erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn sviðsstjóra umhverfissviðs. Er umsögnin dags. 17. ágúst 2016.
Jón Finnbogason vék af fundi.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið með tilvísan til ofangreindrar umsagnar sviðsstjóra og með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bókun frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur: "Í ljósi þess hve margar orkustöðvar fyrir jarðefnaeldsneyti eru í nágrenninu tel ég tímaskekkju að fjölga þeim. Mikilvægt er að setja upp fleiri hraðhleðslustöðvar fyrir rafmagn."

4.1608737 - Skógarlind. Gatnamót.

Lögð fram tillaga VBV verkfræðistofu fh. Umhverfissviðs að breyttu fyrirkomulagi gatnamóta Skógarlindar við Skógarlind 2 og frárein Fífuhvammsvegar og Reykjanesbrautar. Uppdráttur í mkv. 1:200 dags. 10. ágúst 2016.
Afgreiðslu frestað.

5.1608745 - Þorrasalir 13-15. Breytt aðkoma.

Lagt fram erindi KRark f.h. lóðarhafa dags. 17. ágúst 2016 þar sem óskað er eftir breyttri aðkomu að fjölbýlishúsinu Þorraslalir 13-15 sbr. uppdrátt í mkv. 1:200 dags.
Samþykkt. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Vakin er athygli á því að lóðarhafi/umsækjandi greiðir afleiddan kostnað af framkvæmdum á bæjarlandi, s.s. niðurtekt gangstéttar, færslu ljósastaurs eða annað það sem óhjákvæmilega getur þurft að breyta í kjölfar framkvæmda á einkalóðum.

6.1607215 - Dalvegur 26. Grenndarkynning.

Frá byggingarfulltrúa:
Á fundi skipulagsnefndar 18. júlí 2016 var lögð fram tillaga TRÍPÓLÍ arkitekta dagsett 22. júní 2016 fyrir hönd lóðarhafa þar sem að óskað er eftir að breyta hluta atvinnuhúsnæðis að Dalvegi 26 í gistiheimili í notkunarflokki 4 samanber uppdrætti í mælikvaraðnum 1:500 og 1:100. Í erindinu kemur fram m.a. að ráðgert er að í gistiheimilinu verði gistipláss fyrir 40 manns og 2-3 starfsmenn ásamt móttöku. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu málsins og ákvað að kynna sér aðstæður á vettvangi. Sú vettvangferð var farin mánudaginn 15. ágúst 2016.

Lagt fram að nýju.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga þar sem það varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

7.1606655 - Álmakór 4. Hækkun á þaki. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Gríma arkitekta fh. lóðarhafa að breytingu á skipulagsskilmálum Álmakórs 4 sbr. erindi dags. 12. júní 2016. Í breytingunni felst hækkun á þaki á götuhlið hússins um 43 sm. sbr. uppdrátt í mkv. 1:100 dags. 12. júní 2016. Á fundi skipulagsnefndar 2016 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Álmakórs 1, 2, 3, 5 og 6. Kynningartíma lauk 22. ágúst 2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Samþykkt. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

8.1605419 - Faldarhvarf 8, 10 og 12. Sólskálar. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi frá A2 arkitektum, dags. 10.5.2016, f.h lóðarhafa þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Faldarhvarfs 8, 10 og 12. Í breytingunni felst að byggðir verði sólskálar við suðurhlið húsanna, hvor um sig 16 m2 að stærð. Byggingarreitur hvers skála er 3,5 m x 4,6 m og hámarkshæð þeirra verður 3,2 m sbr. uppdráttum dags. 10.5.2016. Á fundi skipulagsnefndar 30. maí 2016 var með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Faldarhvarfs 2, 4, og 6; Faxahvarfi 1, 2, 4, 5, 8 og 10. Kynningartíma lauk 22. ágúst 2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Samþykkt. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 18:00.