Skipulagsnefnd

1227. fundur 02. júlí 2013 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Jóhann Ísberg aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Vilhjálmur Einarsson aðalfulltrúi
  • Hreggviður Norðdahl aðalfulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður nefndar
  • Steingrímur Hauksson starfsmaður nefndar
  • Helga Elínborg Jónsdóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Birgir Hlynur Sigurðsson
Dagskrá

1.1306126 - Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015 - 2040

Á fundi bæjarráðs þann 06.06.2013 var óskað eftir umsögn skipulagsnefndar og umhverfis- og samgöngunefndar um Verkefnalýsingu Svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2015-2040.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við framlagða verkefnalýsingu Svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2015 - 2040 en áskilur sér rétt til að koma með athugasemdir á seinni stigum málsins.

2.1202610 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024

Greint frá stöðu mála.

3.1306002 - Bæjarráð - 2690. Fundur haldinn 30.5.2013.

1305012F - Skipulagsnefnd, 27. maí. 1226. fundur
Lagt fram.
Skipulagsstjóri sat fundinn undir þessum lið.

1102243 - Kópavogsbakki 2-4. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

4.1305018 - Bæjarstjórn - 1078. Fundur haldinn 28.5.2013.

1202610 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024
Tillaga að Aðalskipulagi Kópavogs 2012 - 2024, dags. 12. apríl 2013, greinargerð, umhverfisskýrsla, þéttbýlisuppdráttur í mkv. 1:10.000 og sveitarfélagsuppdráttur í mkv. 1:50.000.
Skipulagsnefnd samþykkti að framlögð tillaga að Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024, greinargerð, umhverfisskýrsla, þéttbýlisuppdráttur í mkv. 1:10.000 og sveitarfélagsuppdráttur í mkv. 1:50.000 dags. 12. apríl 2012 verði auglýst í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.
Bæjarstjórn frestaði afgreiðslu málsins á síðasta fundi sínum.
Lögð fram lögfræðiálit sem óskað var eftir á síðasta fundi bæjarstjórnar.
Gunnar Ingi Birgisson og Aðalsteinn Jónsson drógu til baka breytingartillögu um að núgildandi deiliskipulag í Stapaþingi verði ekki fellt út úr Aðalskipulagi 2012 - 2024, sem lögð var fram á síðasta fundi og lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Undirritaðir samþykkja að tillaga að Aðalskipulagi Kópavogs fari í auglýsingu, en eru á móti því að deiliskipulag á svokölluðum Bolabás verði fellt út. Ástæður þessarar afstöðu er að í fyrsta lagi rýrnar eignastaða Kópavogsbæjar og einnig er að okkar mati uppi lögfræðileg álitamál um þessa aðgerð.
Gunnar Ingi Birgisson, Aðalsteinn Jónsson"
Bæjarstjórn samþykkir einróma að tillaga að Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024, greinargerð, umhverfisskýrsla, þéttbýlisuppdráttur í mkv. 1:10.000 og sveitarfélagsuppdráttur í mkv. 1:50.000 dags. 12. apríl 2012 verði auglýst í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.


1301183 - Vatnsendahlíð. Tillaga að breyttu deiliskipulagi.
Tillögunni var frestað á síðasta fundi bæjarstjórnar. Tekið fyrir að nýju.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu einróma.


1203144 - Dalvegur - hringtorg, breytt deiliskipulag
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu. Lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi fyrir Dalveg austan Fífuhvammsvegar að Dalvegi 30. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu dags. 7. maí 2013 ásamt umsögn og vísaði tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir með átta atkvæðum tillögu að breyttu deiliskipulagi á Dalvegi austan Fífuhvammsvegar. Þrír bæjarfulltrúar sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun f.h. bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar:
"Undirrituð fulltrúar Samfylkingarinnar sitja hjá og telja að fremur hefði átt að setja hringtorg við Dalveg nr. 18 en slíkt hefði betur tryggt öryggi vegna forgangsaksturs og útkalls lögreglu. Á þetta hefur lögreglan m.a. margoft bent á.
Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson, Pétur Ólafsson"

1202248 - Kosningar í skipulagsnefnd
Helga Jónsdóttir kjörin aðalmaður í stað Guðmundar Arnar Jónssonar í skipulagsnefnd. Tjörvi Dýrfjörð kjörinn varamaður í stað Helgu Jónsdóttur.

5.1306002 - Bæjarráð - 2690. Fundur haldinn 6.6.2013.

1306126 - Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015 - 2040.
Frá svæðisskipulagsnefnd, tillaga að verkefnislýsingu svæðisskipulags hbsv. 2015 - 2040, sem kynnt var á fundi nefndarinnar þann 24. maí, sbr. lið 3 í fundargerð.
Bæjarráð vísar tillögunni til umsagnar skipulagsnefndar og umhverfis- og samgöngunefndar.

6.1306004 - Bæjarstjórn - 1079. Fundur haldinn 11.6.2013.

1102243 - Kópavogsbakki 2-4. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir með sjö samhljóða atkvæðum með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa tillöguna. Fjórir bæjarfulltrúar sátu hjá.

1211244 - Grænatún 20. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu ásamt umsögn dags. 23. maí 2013. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir einróma framlagða breytingartillögu.

1305465 - Birkigrund 60. Lóðarstækkun.
Hafnað. Umrætt svæði er sameiginleg lóð lóðarhafa við Reynigrund 56-74 þar sem fyrirhuguð eru bílastæði fyrir framangreindar lóðir.
Vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar erindinu með sjö samhljóða atkvæðum. Fjórir bæjarfulltrúar sátu hjá.

7.1305014 - Víðihvammur 38. Kynning á byggingarleyfi.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi K.J. Hönnunar ehf., f.h. lóðarhafa. Í breytingunni felst að einbýlishúsi verði skipt í tvær sjálfstæðar íbúðir með sér inngöngum. Núverandi aðalinngangur á suðurhlið verður eftir breytingu eingöngu fyrir íbúð á 2. hæð. Nýjum inngangi verður bætt við á vesturhlið hússins fyrir íbúð á 1. hæð. Sagað verður úr glugga á vesturhlið 1. hæðar og sett verður hurð úr stofu og út í garð. Tvö bílastæði eru á lóð sbr. uppdráttum dags. 23.4.2013 í mkv. 1:100 og 1:500. Á fundi skipulagsnefndar 7.5.2013 var samþykkt með vísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum við Víðihvamm 29, 34 og 36; Reynihvamm 34, 36, 38 og 40. Kynningu lauk 19.6.2013. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

8.1305579 - Breiðahvarf 6. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Sveins Ívarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa. Óskað er eftir að byggja ofan á tvennar svalir, annars vegar fyllt inn í steypta ramma sem fyrir eru með gleri og set glerþak ofan á, hins vegar byggt ofan á svalir úr gleri og timbri, þak úr gleri. 27.5.2013. byggingarmagn eykst um 64,5m2 sbr. teikningum dags. 27.5.2013. Á fundi skipulagsnefndar 27.5.2013 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Breiðahvarfs 4, 8, 15, 17 ásamt Faxahvarfi 3 og 12. Kynningu lauk 2.7.2013. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

9.1303299 - Hlaðbrekka 4. Kynning á byggingarleyfi.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Jeannot A. Tsirenge, arkitekts, f.h. lóðarhafa. Sótt er um að stækka íbúðarhúsið um 34,5 m2 á norður- og vesturhlið þess sbr. uppdráttum í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 20.2.2013. Á fundi skipulagsnefndar 16.4.2013 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Hlaðbrekku 1, 2, 3, 5 og 6 ásamt Nýbýlavegi 102 og 104. Kynningu lauk 4.6.2013. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

10.1205197 - Öldusalir/Örvasalir. Stígar. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Skipulags- og byggingardeildar að breyttu fyrirkomulagi stígtenginga í Smalaholti. Í tillögunni felst að í stað þriggja stígtenginga frá Öldusölum og Örvasölum við aðalstíg milli byggðarinnar og golvallarins verður um eina tenginu að ræða. Stígtenginar milli Öldusala 3-5 og Örvasala 22 og 24 verða samkvæmt tillögunni feldar út en stígtengingin úr miðju hverfinu við aðalstíginn verður óbreytt. Uppdráttur í mkv. 1:1000 dags. í apríl 2013. Á fundi skipulagsnefndar 16.4.2013 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Örvasali og Öldursali. Kynningu lauk 7.6.2013. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Jóni Ögmundssyni, Öldusölum 1, dags. 3.6.2013; frá Gunnari Stefánssyni og Helgu Ágústu Sigurjónsdóttur, Örvarsölum 9, dags. 6.6.2013.

Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 2.7.2013.

Skipulagsnefnd samþykkir ofangreinda tillögu að breyttu fyrirkomulagi stígtenginga frá Öldusölum og Örvasölum við aðalstíg milli byggðarinnar og golfvallarins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt með tilvísan í kynnta tillögu að breyttu deiliskipulagi að gefa viðkomandi lóðarhöfum  kost á stækkun lóða enda verði greitt fyrir stækkunina sbr. gjaldskrá. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

11.1304187 - Gnitaheiði 4-6. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Sveins Ívarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi fyrir Gnitaheiði 4-6. Í breytingunni felst að fyrirhuguð bygging fer út úr byggingarreit sbr. framlagðar teikningar í mkv. 1:100 dags. í apríl 2013. Á fundi skipulagsnefndar 16.4.2013 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Gnitaheiði 1, 2, 3, 8, 8a, 10, 10a, 12, 12a, 14, 14a, Heiðarhjalla 9, 13, 15, og 17, Hólahjalla 11 og 12. Kynningu lauk 10.6.2013. Athugasemdir og ábendingar bárust frá: Þóri Sigfússyni, Hólahjalla 11, dags. 9.6.2013; Kristínu Hjaltadóttur og Bjarna Gunnarssyni, Gnitaheiði 5, dags. 6.6.2013; Hannesi Eyvindssyni, Gnitaheiði 1, dags. 8.6.2013; Herði Jónssyni og Ólínu Klöru Jóhannsdóttur, Gnitaheiði 3, dags. 10.6.2013; Sigurði H. Stefnissyni og Heklu Ívarsdóttur, Digranesheiði 18, dags. 10.6.2013; Gunnari Jónssyni og Kristínu Þórisdóttur, Hólahjalla 12, dags. 6.6.2013; Herði Jónssyni, Ólínu Klöru Jóhannsdóttur, Ásdísi Kr. Smith og Jóni Páli Björnssyni, Gnitaheiði 3, dags. 10.6.2013; Tryggva Þóri Ólafssyni og Brynhildi Baldursdóttur, Gnitaheiði 8, dags. 9.6.2013.

Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 2.7.2013.

Vilhjálmur Einarsson vék af fundi undir þessum lið.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi við Gritaheiði 4 og 6. Vísað til afgeiðslu bæjarráðs.

12.1002159 - Útikennslusvæði í Kópavogi

Lögð fram greinargerð, dagsett í febrúar 2013, um Náttúrustofur í Kópavogi, endurskoðun og kynning á nýjum svæðum. Einnig lagt fram minnisblað umhverfisfulltrúa, dags. 22.02.2013. Á fundi skipulagsnefndar 16.4.2013 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga að grenndarkynna tillögu að útikennslusvæðum (náttúrustofum) við:
a) Lindaskóla fyrir lóðarhöfum við Kópalind 1-12 og Jörfalind 2-16
b) Dimmu, Dimmuhvarf 6 fyrir lóðarhöfum Dimmuhvarfi 2, 4, 8, 10 og Fornahverfi 1 og 3
c) Hádegismóa fyrir lóðarhöfum Fjallalindar 129-145 og sóknarnefnd Lindakirkju
d) Álfatún fyrir lóðarhöfum Álfatúns 2-20 (sléttar tölur). Kynningu lauk 12.6.2013. Athugasemdir bárust frá:
Vegna Hádegishóla: frá Birni Kristinssyni og Laufeyju Árnadóttur, Fjallaind 133, dags. 9.6.2013;
Vegna Dimmuhvarfs: frá Arnari Hrafnssyni og Dagnýju Laxdal, Dimmuhvarfi 8, dags. 11.6.2013.
Vegna Álfatúns: frá Olgu Stefánsdóttur, Álfatúni 10, dags. 11.6.2013; frá Kristjáni Eldjárn Magnússyni, Björk Baldvinsdóttur, Valþóri Hlöðverssyni og Guðrúnu Gunnarsdóttur, Álfatúni 8 og 8a, dags. 11.6.2013; frá Höllu Ósk Halldórsdóttur, Álfatúni 10a, dags. 6.6.2013; frá Guðmundi Ingvari Jónssyni, Álfatúni 5; Hjalta Péturssyni og Sigríði Rúnu Gísladóttur, Álfatúni 6; Árna Sverrissyni og Önnu Elínu Marteinsdóttur, Álfatúni 5; Ragnheiði Guðjónsdóttur, Álfatúni 6; Snorra Þórissyni og Erlu Friðriksdóttur, Álfatúni 4; Ólöfu Friðfinnsdóttur, Álfatúni 5; Elínborgu Sigurðardóttur, Álfatúni 9; Birki Erni Arnarssyni, Álfatúni 9; Margréti Hjálmarsdóttur, Álfatúni 7; Margréti Sigurjónsdóttur, Álfatúni 7; Rósu Halldórsdóttur, Álfatúni 7; Sigríði Guðrúnu Suman, Álfatúni 7; Guðmundu Ásgeirsdóttur, Álfatúni 7; Björk Baldvinsdóttur, Álfatúni 8; Kristjáni Eldjárn, Álfatúni 8; Bjarka Eldjárn Kristjánssyni, Álfatúni 8; Hildigunni Sól Eldjárn Kristjánsdóttur, Álfatúni 8; Guðrúnu Gunnarsdóttur, Álfatúni 8a; Valþóri Hlöðverssyni, Álfatúni 8a; Huldu Jakobsdóttur, Álfatúni 11; Jóni Árna Rúnarssyni, Álfatúni 11; Ólafi Ingimarssyni, Álfatúni 15; Guðmundi Ólafi Hreiðarssyni, Álfatúni 17; Þórunni Ósk Sölvadóttur, Álfatúni 17; Björk Erlingsdóttur, Álfatúni 17; Jóhanni Eysteinssyni, Álfatúni 19; Þóru Sigurðardóttur, Álfatúni 19; Jóni Agli Bragasyni, Álfatúni 19; Auði Hauksdóttur, Álfatúni 13; Ingibjörgu Fjölnisdóttur, Álfatúni 11; Brynjari Kvaran, Álfatúni 11; Höllu Ósk Halldórsdóttur, Álfatúni 10a; Tómasi Zoega, Álfatúni 10a; Stígi Zoega, Álfatúni 10a; Geir Atla Zoega; Álfatúni 10a; Olgu Stefánsdóttur, Álfatúni 10; Dagnýju Gylfadóttur, Álfatúni 10; Reyni Zoega, Álfatúni 10; Eiði Steingrímssyni, Álfatúni 12; Brynhildi Hermannsdóttur, Álfatúni 14; Sigríði Sverrisdóttur, Álfatúni 14; Heiði Hrund Jónsdóttur, Álfatúni 18; Dagmar Völu Hjörleifsdóttur, Álfatúni 18; Sigríði Snæbjörnsdóttur, Álfatúni 20; Sigurði Guðmundssyni, Álfatúni 20, dags. 6.6.2013.

Skipulagsnefnd samþykkir ofangreindar tillögur að útikennslusvæðum við Lindarskóla, Dimmu og í Hádegismóum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Skipulagsnefnd felur Skipulags- og byggingardeild að endurvinna tillögu að staðsetningu útikennslustofu við Álfatún. Í því sambandi vill nefndin benda á erindi skólastjórnanda í Fossvogsskóla dags. 21. júlí 2013.

13.1306550 - Melgerði 20-22. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Rafns Kristjánssonar f.h. lóðarhafa Melgerðis 20 og 22. Sótt er um að byggja ofan á svalir á 2. hæð að leggja af núverandi býslag á suðurhlið hússins. Gluggum verður bætt við á vestur- og austurhlið sbr. uppdráttum dags. 3.6.2013 í mkv. 1:100.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna umrædd breytingu fyrir lóðarhöfum Melgerðis 18, 19, 21, 24 Borgarholtsbrautar 35, 37 og 39.

14.1302688 - Ennishvarf 27. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Haralds Ingvarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa. Í breytingunni felst að lóðinni við Ennishvarf 27 er skipt í tvær sjálfstæðar lóðir. Lóð nr. 27a verður 844m2, lóð nr. 27b verður 792m2 og byggingarmagn á hvorri lóð fyrir sig verður 250m2 auk möguleika á 50m2 innbyggðri bílageymslu. Þrjú bílastæði verða á hvorri lóð sbr. uppdráttum dags. 4.3.2012. Á fundi skipulagsnefndar 5. mars 2013 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Ennishvarf 14, 16, 18, 20, 21, 23, 25 og 29. Kynningu lauk 5. apríl 2013. Athugasemd barst frá Kristni Kristinssyni, Ennishvarfi 23, dags. 5.4.2013.

Lagt fram að nýju ásamt umsögn skiplags- og byggingardeildar dags. 11.4.2013.

Enn fremur lögð fram samantekt +Arkitekta dags.25. júní 2013.

Frestað. Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að boða til fundar með aðilum máls.

15.1307076 - Álfhólsvegur 22a og 22b. Þakhæð og fjölgun íbúða.

Lögð fram tillaga Kjartans Sigurðssonar ES teiknistofu f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir heimild skipulagsnefndar til að reisa inndregna þakhæð á fyrirhugaða nýbyggingu að Álfhólsvegi 22a og 22b og fjölga íbúðum um 2 þannig þ.e. úr 16 í 18. Uppdrætti í mkv. 1:200 og 1:500 dags. 1. júlí 2013.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að senda tillöguna í genndarkynningu til lóðarhafa Álfhólsvegar 16, 16A, 18, 18A, 20, 20A, 24, 24A, 26, 26A, 28, 28A, 29, 30, 30A, 31, 33, 35, Hávegar 1, 3, 5, 7, 9, 11, 13 og 15.

16.1305507 - Selbrekka 25. Lóðarstækkun.

Lagt fram erindi lóðarhafa Selbrekku 25 þar sem óskað er eftir lóðarstækkun til vesturs sem nemur 19m x 1,2m að stærð eða 22,8 m2 sbr. meðfylgjandi uppdrátt í mkv. 1:500 dags.6. maí 2013.

Skipulagsnefnd telur umrædda breytingu ekki hafa grenndaráhrif og samþykkir hana með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

17.1307075 - Perlukór 10, stækkun byggingarreits og bygging bílgeymslu.

Lögð fram tillaga Kjartans Rafnssonar, K.J. Hönnun ehf. þar sem sótt er um að stækka byggingarreit til austur við Perlukór 10 og byggja þar auka bílskúr. Samþykki aðliggjandi lóðarhafa, Perlukór 12 liggur fyrir.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að senda tillöguna í genndarkynningu til lóðarhafa Perlukórs 3 a, b, c, d og 12.

18.1306855 - Austurkór 63. Fjölgun íbúða

Lagt fram erindi Kristins Ragnarssonar, arkitekts fh. lóðarhafa dags. 27. júní 2013 þar sem óskað er eftir að fjölga íbúðum í Austurkór 63 um tvær sbr. uppdrátt í mkv. 1:500 ásamt skýringarmyndum.

Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna tillöguna fyrir Austurkór 59, 61 og Auðnukór 1.

19.1208451 - Hjóla- og göngubrú yfir Fossvog

Lagt fram bréf frá Ungmennasambandi Kjalarnesþings dags. 15. maí 2013 þar sem fram koma áhyggjur vegna fyrirhugaðrar byggingu brúar yfir Fossvog og hvaða áhrif brúargerðin geti haft á siglingaklúbba á svæðinu.

Lagt fram.

20.1212182 - Nýbýlavegur 1, breytt deiliskipulag

Lagt fram bréf frá Einari Benediktssyni, forstjóra Olíuverzlunar Íslands hf., dags. 29.5.2013 þar sem óskað er eftir viðræðum við skipulagsyfirvöld Kópavogsbæjar um uppbyggingu á lóðinni.

Skipulagsnefnd felur formanni skipulagsnefndar, sviðsstjóra umhverfissviðs og skipulagsstjóra að funda með forsvarsmönnum Olíuverslunar Íslands.

21.1305239 - Café Dix. Skilti á gangstétt.

Lagt fram að nýju erindi frá Café Dix um uppsetningu þriggja útiskilta á gangstétt fyrir utan kaffihús. Skiltin eru 2,45m x 1,28m að stærð. Fyrirhugað er að hafa útiborð innan þess svæðis sem skilti/skilrúm mynda á gangstétt. Á fundi nefndarinnar 27. maí 2013 var afgreiðslu málsins frestað og óskað eftir umsögn húsfélags Hamraborgar 10.
Þá lagt fram erindi Sævars Geirssonar form. Húsfélags Hamraborgar 10 dags. 24. maí 2013 ásamt undirskrift þorra eiganda Hamraborgar 10.

Skipulagsnefnd samþykkir að heimila rekstaraðila Café Dix að settir verði upp tveir skjólveggir til reynslu á gangstétt bæjarins sunnan við kaffihúsið til áramóta 2014-2015. Staðsetning og útfærsla þeirra skal vera unnin í samráði við Skipulags- og byggingardeild og má ekki skerða aðgengi að húsinu Hamraborg 10 eða almennar gönguleiðir við húsið. Allur kostnaður við gerð, uppsetningu og viðhald skiltanna skal vera bænum að kostnaðarlausu og á ábyrgð rekstraraðila Café Dix. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Fjórir nefndarmenn voru með, tveir á móti.

22.1306632 - Dimmuhvarf 29. Óviðunandi geymsla á hrossataði.

Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis dags. 31.5.2013 vegna óviðunandi umgengni og geymslu á hrossataði á lóð Dimmuhvarfs 29.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra og byggingarfulltrúa að boða lóðarhafa Dimmuhvarf 29 til fundar og ítreka þá skilmála er gilda fyrir hesthús í Vatnsenda. Skipulagsnefnd mun taka málið upp aftur á næsta fundi nefndarinnar ef úrbætur hafa ekki verið gerðar á umgengni og geymslu hrossataðs á íbúðarlóð við Dimmuhvarf 29.

23.1306634 - Nýi Lundur. Breytt aðkoma.

Lagt fram erindi Magnúsar Gylfa Guðjónssonar dags. 31. maí 2013 f.h. lóðarhafa Nýja Lundar vegna breyttrar aðkomu inn á lóðina.

Frestað.

24.1304233 - Grunnskólar skilmálar í deiliskipulagi.

Á fundi skipulagsnefndar 16. apríl 2013 var langt fram bréf frá Skipulagsstofnun dags. 8.4.2013 varðandi skipulagsskilmála fyrir grunnskóla í deiliskipulagi. Bent er á að skv. bréfi frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 19.2.2013, skal koma fram í skipulagsskilmálum ef grunnskólar sveitafélags skulu aðeins þjónusta ákveðna árganga grunnskólabarna. Skipulagsstofnun beinir því til skipulagsyfirvalda að breyta skipulagsskilmálum deiliskipulags ef fyrrgreint á við.
Erindinu var vísað til umsagnar menntasviðs og skólanefndar.
Lögð fram umsögn menntasviðs dags. 21. júní 2013 og fundargerð skólanefndar frá 24. júní 2013 þar sem tekið er undir umsögn menntasviðs.

Lagt fram.

25.1201100 - Hundaleikvöllur í Kópavogi

Á fundi skipulagsnefndar 18. september 2012 voru lagðar fram hugmyndir að hundaleikvöll í Kópavogi. janúar 2012.

Skipulagsnefnd fól Skipulags- og byggingardeild að kanna hvort og þá hvernig væri hægt að starfrækja í tilraunaskyni hundaleikvöll á hluta skeiðvallarins við Glaðheima þegar athafnasvæði hestamannafélagsins Gusts hefur verið aflagt á svæðinu.
Lögð fram tillaga að afmörkun hundagerðis hluta skeiðvallarins við Álalind.

Skipulagsnefnd óskar eftir því að Umhverfissvið kanni mögulegan kostanað við að koma upp afgirtu svæði á vesturhluta gamla skeiðvallarins við Glaðheima og eða á öðrum völdum svæðum sem gæti orðið vísir að hundaleikvelli.

26.1306829 - Sandskeið. Viðbygging við klúbbhús Svifflugfélags Íslands.

Lagt fram erindi Kristjáns Sveinbjörnssonar, form. Svifflugfélags Íslands dags. 21. júní 2013 þar sem óskað er eftir heimild til að stækka klubbhús félagsins á Sandskeiði.

Afgreiðslu frestað.

27.1306822 - Þróunarsvæði.

Í nýju aðalskipulagi fyrir Kópavogs sem mun gilda til ársins 2024 eru skilgrein fimm þróunarsvæði: vesturhluti Kársness og hafnarsvæðið; Auðbrekka/Nýbýlavegur; Smiðjuhverfi; Dalvegur og Glaðheimar/Smárinn. Á fundi skipulagsnefndar 7. maí 2013 var skipulags- og byggingardeild falið að koma á laggirnar verkefnahóp til að vinna drög að endurskoðuðu deiliskipulagi í Smáranum og í Glaðheimum.

Greint frá stöðu mála varðandi þróunarsvæði vestast á Kársnesi og í Glaðheimum og Smáranum.

28.1306633 - Sveitarfélagið Ölfus. Kynning á skipulagslýsingu.

Lagt fram erindi skipulags- og byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Ölfuss dags. 11. júní 2013 varðandi skipulagslýsingu fyrir framkvæmdi OR á Hellisheiði.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við framlögð áform um að vinna skipulagslýsingu fyrir fyrirhugaðar framkvæmdir á Hellisheiði.

Kópavogur áskilur sér rétt til að gera athugasemdir ef/þegar umrædd skipulagslýsing verður kynnt með formlegum hætti á síðari stigum.

Fundi slitið - kl. 18:30.