Skipulagsnefnd

1256. fundur 23. mars 2015 kl. 16:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Anna María Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Sigríður Kristjánsdóttir aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður nefndar
  • Þóra Jóhannesdóttir Kjarval starfsmaður nefndar
  • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval arkitekt
Dagskrá

1.1503579 - Vettvangsferð skipulagsnefndar

Vegna Vinnuskóla Kópavogs við Fífuhvamm 20 og Dalsmára 9-13.

2.1304237 - Smárinn. Endurskoðun deiliskipulags.

Kynning frá arkitektastofunni Ark Studio á uppbyggingu á suðursvæði Smáralindar "Smárabyggð: Miðborg með iðandi mannlíf - alltaf."
Kynnt.

3.1503575 - Reykjanesbraut - Þverun við Smáralind/Glaðheima

Kynning frá verkfræðistofunni Mannvit á drögum að greinargerð "Reykjanesbraut - Þverun við Smáralind/Glaðheima. Frumathugun" dags. 3.3.2015.
Kynnt.

4.1503347 - Fífuhvammur 20. Vinnuskólinn - aðkoma.

Lögð fram að nýju tillaga umhverfissviðs að breyttri aðkomu að Vinnuskólanum við Fífuhvamm 20. Gerð verður ný tenging við malarbílastæði við Dalsmára til að minnka umferð vinnutækja Vinnuskólans um Hvammana. Tengingu verður lokað utan vinnutíma Vinnuskólans. Á fundi skipulagsnefndar 16.3.2015 var málinu frestað.
Frestað.

5.1409123 - Ásbraut 1 og 1a. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju erindi THG arkitekta f.h. lóðarhafa. Á fundi skipulagsnefndar 3.11.2014 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kársnesbrautar 9, 11, 13 og 15; Hraunbraut 1, 2, 2a, 3 og 4; Ásbraut 3, 5, 7, 9, 11, 13, 15, 17, 19 og 21; Marbakkabraut 1, 3, 5 og 7; Helgubraut 2 og 4. Bent var á að skila þyrfti gögnum inn til byggingarfulltrúa áður en grenndarkynning færi af stað. Málið var afgreitt frá byggingarfulltrúa 8.1.2014.

Kynningu lauk 2.3.2015. Athugasemdir bárust frá: Kristjáni Kristjánssyni, Ásbraut 7, dags. 10.2.2015; Frá íbúum og eigendum í nágrenni við Kársnesbraut 7 (Ásbraut 1), dags. 24.2.2015; Sigríði Ævarsdóttur, Hraunbraut 4, dags 28.2.2015; Inga Vali Jóhannssyni, dags. 1.3.2015.
Frestað. Skipulagsnefnd fól skipulags- og byggingardeild að vinna áfram að málinu.

6.1208451 - Fossvogur. Brú fyrir vistvænar samgöngur.

Lögð fram drög að skipulagslýsingu "Brú fyrir vistvænar samgöngur yfir Fossvoginn" dags. 16.3.2015 sem unnin er í samstarfi við Reykjavíkurborg.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkti að drögin verði unnin áfram.

"Til að hægt sé að réttlæta eins umfangsmikla og dýra framkvæmd sem þessa brú, þurfa að liggja fyrir upplýsingar um að hún sé veruleg samgöngubót fyrir vistvænar samgöngur. Í fyrirliggjandi skýrslu eru einungis upplýsingar um fjölda gangandi og hjólandi á hverjum degi við botn Fossvogs, þ.e. 500-1000 manns og nokkuð ljóst að brúin styttir ekki þeirra leið.
Undirrituð óskar eftir útreikningum á styttingu göngu- og hjólaleiða sem brúin skapar frá botni Kópavogs (Kópavogsleirum) til LSH, HR, HÍ og Lækjartorgs og hve margir gangandi og hjólandi eru á þessum leiðum."
Margrét Júlía Rafnsdóttir

7.1410079 - Þverbrekka 8. Breytt notkun húsnæðis.

Lögð fram að nýju lýsing fyrir breytingu á verslunar- og þjónustusvæði við Þverbrekku 8 dags. 3.11.2014. Kynningu lauk 18.12.2014. Athugasemdir og ábendingar bárust. Á fundi skipulagsnefndar 19.1.2015 var erindinu frestað.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024. Breytingin nær til reits VÞ-7 (Þverbrekka 8) þar sem breyta á verslun og þjónustu í íbúðarbyggð. Breyta á núverandi húsnæði að Þverbrekku 8 þannig að einni hæð verður bætt ofan á núverandi hús og í því verði 12 íbúðir, hver um 70m2 að stærð. Bílastæði verða að hluta í bílakjallara. Uppdráttur í mkv. 1:10.000 ásamt greinargerð dags. í mars 2015.
Skipulagsnefnd samþykkti að ofangreind tillaga að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ef ekki berast verulegar athugasemdir við efni kynningarinnar verður tillagan í framhaldinu send bæjarstjórn til afgreiðslu sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, og síðan send til Skipulagsstofnunar til athugunar fyrir auglýsingu.

Nú fer í hönd forkynning á tillögu að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd leggur til að frestur til athugasemda við efni tillögunnar verði til kl. 15:00 mánudaginn 20. apríl 2015. Að forkynningu lokinni verður tillagan lögð fram að nýju í skipulagsnefnd svo fremi sem efnislegar athugasemdir verði verulegar. Að því loknu er tillagan lögð til afgreiðslu bæjarstjórnar sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þá mun tillögunni verða vísað til Skipulagsstofnunar. Bæjaryfirvöld munu í kjölfar þess kynna tillöguna skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

8.1503327 - Naustavör 7 og 22-30. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Archus f.h. lóðarhafa dags. 16.3.2015 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Naustavarar 7 og 22-30. Í breytingunni felst að byggingarreitur við Naustavör 22-30 færist um 1,5m til suðurs og íbúðir í húsinu verða 23 í stað 30. Heildarbyggingarmagn Naustavarar 22-30 minnkar um ca. 325m2. Í Naustavör 7 verður íbúðum fjölgað um 5 og verða því 17 í stað 12. Heildarbyggingarmagn Naustavarar 7 eykst um 325m2. Gluggi á vesturhlið hússins fer 1m út fyrir byggingarreit til vesturs. Að öðru leyti er húsið innan byggingarreits sbr. uppdráttum dags. 4.3.2015.

Lagt fram minnisblað frá Conís verkfræðiráðgjöf dags. 19.3.2015 um gólfkóta bygginga.
Einnig lagðar fram sneiðingar dags. 19.3.2015 af Naustavör 7 og 22-30 sem sýna hámarkshæð bygginga og gólfkóta.
Skipulagsnefnd taldi framlagða breytingu ekki varða hagsmuni annara en sveitarfélagsins og lóðarhafa og samþykkti því tillöguna með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

9.1503554 - Gulaþing 25. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Púkk arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 19.3.2015 að breyttu deiliskipulagi Gulaþings 25. Í breytingunni felst að byggingarreitur breytist og færist til á lóð. Reist verður íbúðarhús á einni hæð ásamt stakstæðum bílskúr á einni hæð á norðvesturhluta lóðarinnar og vinnustofu á einni hæð á suðausturhluta lóðarinnar sbr. uppdrætti dags. 23.3.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Gulaþings 11, 13, 15, 17, 18, 19, 21, 23, 64, 66, 68 og 70 ásamt lóðarhöfum Dalaþings 30.

10.1503576 - Austurkór 12. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga lóðarhafa Austurkórs 12, Árna Kristins Gunnarssonar, að breyttu deiliskipulagi Austurkórs 12. Í breytingunni felst að svalir fara 1,1m út fyrir byggingarreit á vesturhlið hússins. Að auki fer einhalla þak 30cm upp fyrir byggingarreit á norðurhlið hússins sbr. uppdráttum.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Austurkórs 10, 14, 44 og 46.

11.1501561 - Urðarhvarf 4. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi ASK arkitekta dags. 15.1.2015, f.h. lóðarhafa, þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Urðarhvarfs 4. Á fundi skipulagsnefndar 19.1.2015 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Kynningu lauk 23.3.2015. Athugasemd barst frá Ólafi Páli Snorrasyni, Urðarhvarfi 2, dags. 18.3.2015; frá Hjörleifi Kvaran, hdl., f.h.lóðarhafa Urðarhvarfs 2, dags. 23.3.2015.
Frestað. Skipulagsnefnd fól skipulags- og byggingardeild að vinna áfram að málinu.

12.1502424 - Kópavogsbraut 115. Kynning á byggingarleyfi.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi frá Teiknistofunni Tröð dags. 10.2.2015 þar sem óskað er eftir breytingum á innra skipulagi og ytra útliti Kópavogsbrautar 115. Á fundi skipulagsnefndar 16.2.2015 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kópavogsbrautar 104, 106 og 113; Þinghólsbrautar 80 og 82. Kynningu lauk 23.3.2015. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

13.1411142 - Dimmuhvarf 11. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi GINGI Teiknistofu, dags. 15.10.2014, f.h. lóðarhafa Dimmuhvarfs 11 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi lóðarinnar. Á fundi skipulagsnefndar 17.11.2014 var samþykkt tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Kynningu lauk 23.3.2015. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Fundi slitið.