Skipulagsnefnd

1274. fundur 21. mars 2016 kl. 16:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Anna María Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Sigríður Kristjánsdóttir aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður umhverfissviðs
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Þóra Jóhannesdóttir Kjarval starfsmaður nefndar
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Jóhannes Pétursson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval arkitekt
Dagskrá

1.1602022 - Bæjarráð - 2811. Fundur haldinn 3. mars 2016.

1602012F - Skipulagsnefnd, dags. 18. febrúar 2016.
1273. fundur skipulagsnefndar í 17. liðum.
Lagt fram.

1602243 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Vaxtamörk byggðar.
Frá skipulagsstjóra, dags. 23. febrúar, lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040, sem tók gildi 14. júní 2015, lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 2: Vaxtamörk byggðar, dags. 3. janúar 2016. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 25.02.2016. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1602244 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Vatnsvernd.
Frá skipulagsstjóra, dags. 23. febrúar, lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040, sem tók gildi 14. júní 2015, lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 3: Vatnsvernd, dags. 3. janúar 2016. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 25.02.2016. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1602245 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Kópavogsgöng.
Frá skipulagsstjóra, dags. 23. febrúar, lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040, sem tók gildi 14. júní 2015, lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 4: Niðurfelling Kópavogsgangna, dags. 3. janúar 2016. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 25.02.2016. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1602247 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Sveitarfélagsmörk.
Frá skipulagsstjóra, dags. 23. febrúar, lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 5: Sveitarfélagamörk í þéttbýli og upplandi Kópavogs, dags. 3. janúar 2016. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 25.02.2016. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1602248 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Miðhverfi, skilgreining.
Frá skipulagsstjóra, dags. 23. febrúar, lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040 ,sem tók gildi 14. júní 2015, lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 6: Miðhverfi skilgreining, dags. 3. janúar 2016. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 25.02.2016.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1602251 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Auðbrekka.
Frá skipulagsstjóra, dags. 23. febrúar, lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 7: Auðbrekka, dags. 3. janúar 2016. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 25.02.2016. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1602252 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Smárinn vestan Reykjanesbrautar.
Frá skipulagsstjóra, dags. 29. febrúar, lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 8 Smárinn vestan Reykjanesbrautar dags. 3. janúar 2016. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 25.02.2016. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1509373 - Nýbýlavegur 78. Grenndarkynning.
Frá skipulagsstjóra, dags. 23. febrúar, lögð fram að nýju að lokinni kynningu, frá byggingarfulltrúa, tillaga VA Arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 4.11.2015 þar sem óskað er eftir breytingum að Nýbýlavegi 78. Í breytingunni felst að núverandi hús á lóðinni, byggt árið 1961, verði rifið. Þess í stað verði reist íbúðarhús með 6 íbúðum á tveimur hæðum og kjallara. Á lóð verða 6 bílastæði ásamt bílgeymslum fyrir tvo bíla sbr. teikningum dags. 4.11.2015. Á fundi skipulagsnefndar 30.11.2015 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Nýbýlavegar 56, 58, 60, 62, 64, 66, 68, 70, 72, 74, 76 og 80; Túnbrekku 2 og 4; Lundarbrekku 2 og 4. Kynningu lauk 18.1.2016. Athugasemd barst Nýbýlavegi 68, Lundabrekku 2, Nýbýlavegi 72, Nýbýlavegi 76, Nýbýlavegi 80 og Túnbrekku 2, 4 og 6. Lögð fram breytt tillaga VA arkitekta fh. lóðarhafa dags. 10. febrúar 2016 þar sem dregið hefur verið úr byggingarmagni á lóð og fyrirkomulagi bílastæða breytt. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 15. febrúar 2016.
Skipulagsnefnd samþykkti tillögu dags. 4.11.2015 með áorðnum breytingum ásamt umsögn dags. 10.2.2016 með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 25.02.2016. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1502159 - Kópavogsdalur. Endurskoðun deiliskipulags.
Tillaga sem samþykkt var í skipulagsnefnd Kópavogs um að vinna nýtt deiliskipulag fyrir Kópavogsdal. Bæjarráð vísar tillögunni til gerðar fjárhagsáætlunar næsta árs.

2.1603003 - Bæjarstjórn - 1133. Fundur haldinn 8. mars 2016.

1602022F - Bæjarráð, dags. 3. mars 2016.
2811. fundur bæjarráðs í 32. liðum.

1602243 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Vaxtamörk byggðar.
Frá skipulagsstjóra, dags. 23. febrúar, lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040, sem tók gildi 14. júní 2015, lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 2: Vaxtamörk byggðar, dags. 3. janúar 2016. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 25.02.2016. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjónar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1602244 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Vatnsvernd.
Frá skipulagsstjóra, dags. 23. febrúar, lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040, sem tók gildi 14. júní 2015, lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 3: Vatnsvernd, dags. 3. janúar 2016. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 25.02.2016. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1602245 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Kópavogsgöng.
Frá skipulagsstjóra, dags. 23. febrúar, lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040, sem tók gildi 14. júní 2015, lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 4: Niðurfelling Kópavogsgangna, dags. 3. janúar 2016. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 25.02.2016. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Ása Richardsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ég leggst gegn því að opið svæði í Kópavogsdal, sunnan Dalvegar verði breytt í verslunar- og þjónustusvæði í breyttu aðalskipulagi Kópavogs.
Opin svæði eiga undir högg að sækja í Kópavogi og vil ég varðveita þetta opna svæði, þó Kópavogsgöng verði ekki lögð.
Ása Richardsdóttir"

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ég tel þetta eina bestu lóðina á höfuðborgarsvæðinu til að þétta byggð.
Ármann Kr. Ólafsson"

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með átta atkvæðum gegn tveimur. Ólafur Þór Gunnarsson greiddi ekki atkvæði. Atkvæði með greiddu Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Gísli Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir, Sverrir Óskarsson og Birkir Jón Jónsson, en atkvæði á móti greiddu Pétur Hrafn Sigurðsson og Ása Richardsdóttir.

1602247 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Sveitarfélagsmörk.
Frá skipulagsstjóra, dags. 23. febrúar, lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 5: Sveitarfélagamörk í þéttbýli og upplandi Kópavogs, dags. 3. janúar 2016. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 25.02.2016. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1602248 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Miðhverfi, skilgreining.
Frá skipulagsstjóra, dags. 23. febrúar, lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040 ,sem tók gildi 14. júní 2015, lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 6: Miðhverfi skilgreining, dags. 3. janúar 2016. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 25.02.2016. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1602251 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Auðbrekka.
Frá skipulagsstjóra, dags. 23. febrúar, lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 7: Auðbrekka, dags. 3. janúar 2016. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 25.02.2016. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1602252 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Smárinn vestan Reykjanesbrautar.
Frá skipulagsstjóra, dags. 29. febrúar, lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 8 Smárinn vestan Reykjanesbrautar dags. 3. janúar 2016. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 25.02.2016. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með níu atkvæðum. Birkir Jón Jónsson og Ólafur Þór Gunnarsson greiddu ekki atkvæði.

1509373 - Nýbýlavegur 78. Grenndarkynning.
Frá skipulagsstjóra, dags. 23. febrúar, lögð fram að nýju að lokinni kynningu, frá byggingarfulltrúa, tillaga VA Arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 4.11.2015 þar sem óskað er eftir breytingum að Nýbýlavegi 78. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu dags. 4.11.2015 með áorðnum breytingum ásamt umsögn dags. 10.2.2016 með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 25.02.2016. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1602012F - Skipulagsnefnd, dags. 18. febrúar 2016.
1273. fundur skipulagsnefndar í 17. liðum.
Lagt fram.

Ólafur Þór Gunnarsson tekur undir bókanir Margrétar Júlíu Rafnsdóttur undir liðum 7 og 11 í fundargerð skipulagsnefndar.

3.1603465 - Boðaþing 11-13. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi Boðaþings 11-13. Í breytingunni felst að hjúkrunarrýmum er fjölgað úr 60 í 64 og heildarbyggingarmagn hjúkrunarheimilis eykst um 200 m2 en hvert hjúkrunarrými minnkar í samræmi við viðmiðunarreglugerð sbr. uppdrætti dags. 15.3.2016.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingu með tilvísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

4.1603657 - Gnitaheiði 8 og 8a. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Ólafs V. Björnssonar, f.h. lóðarhafa, dags. 7.3.2016, þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Gnitaheiðar 8 og 8a. Í breytingunni felst að lóðarhafar Gnitaheiðar 8 geri sér 3 bílastæði innan eigin sérafnotaflatar og að lóðarhafar Gnitaheiði 8a bæti við einu bílastæði innan eigin sérafnotaflatar sbr uppdrætti og erindi dags. 7.3.2016. Fyrir liggur skriflegt samþykki lóðarhafa Gnitaheiðar 10-14.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Gnitaheiðar 1, 3, 4a, 4b, 5, 6a og 6b.

5.1603467 - Austurkór 163 og 165. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Benjamíns Magnússonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 18.2.2016 að breyttu deiliskipulagi Austurkórs 163-165. Í breytingunni felst að í stað parhúss á tveimur hæðum verði heimilt að reisa parhús á einni hæð. Farið er 1 m út fyrir byggingarreit á austurhlið (götuhlið). Grunnflötur hvors húss verður 160,4 m2 sbr. uppdráttum og erindi dags. 18.2.2016.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Austurkórs 151, 153, 161, 167, og 169.

6.1410207 - Askalind 1. Breytt deiliskipulag

Lögð fram að nýju tillaga Jóns Hrafns Hlöðverssonar, byggingafræðings, dags. 24.11.2015 um breytt deiliskipulag Askalindar 1. Athugasemdir bárust við kynnta tillögu. Á fundi skipulags- og byggingardeildar 15.2.2016 var málinu frestað og því vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

Lagt fram ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 21.3.2016.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu dags. 24.11.2015, ásamt umsögn dags. 21.3.2015, með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

7.1511761 - Álftröð 1. Grenndarkynning.

Lagt fram að nýju erindi Hildar Bjarnadóttur, arkitekts, dags. 25.11.2015, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breytingum á Álftröð 1. Tillagan var grenndarkynnt og athugasemdir bárust á kynningartíma. Á fundi skipulagsnefndar 15.2.2016 var málinu frestað og vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

Lagt fram ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 21.3.2016.
Skipulagsnefnd hafnaði stækkun bílskúrs/bílskúra og fjölgun bílastæða á lóð. Skipulagsnefnd samþykkti hins vegar stiga og anddyri á austurhlið og svalir á suðurhlið með tilvísan í umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 21.3.2015 og með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

8.1603975 - Bláfjöll. Deiliskipulag skíðasvæðis / húsnæðismál skíðagöngufólks.

Lagt fram erindi Skíðagöngufélagsins Ulls dags. 6.3.2016 vegna aðstöðu skíðagöngufólks í Bláfjöllum.
Skipulagsnefnd lagði til að erindi skíðagöngufélagsins Ulls verði tekið inn í þá vinnu sem nú stendur yfir við endurskoðun deiliskipulags Þríhnúka og Bláfjalla.

9.1510546 - Breiðahvarf 15. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi lóðarhafa Breiðahvarfs 15 dags. 22.11.2015 þar sem óskað er eftir að breyta deiliskipulagi Breiðahvarfs 15. Í breytingunni felst að breyta hesthúsi í gistirými. Á fundi skipulagsnefndar 14.12.2015 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Breiðahvarfs 4, 4a, 6, 13 og 17. Kynningu lauk 11.3.2016. Athugsemdir bárust frá Gunnari Vali Guðbrandssyni, Breiðahvarfi 13, dags. 29.2.2016; frá Bjarna Þór Bjarnasyni, Logos lögfræðistofu, f.h. lóðarhafa Breiðahvarfs 17, dags. 8.3.2016: frá Sigurbirni Bárðarsyni og Fríðu Steinarsdóttur, Breiðahvarfi 4.
Frestað. Vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

10.16031145 - Fróðaþing 44. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi TAG teiknistofu f.h. lóðarhafa, dags. 2.3.2016, þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Fróðaþings 44. Í breytingunni felst að húsið hækkar um 30 cm, götukóti hækkar úr 95,00 í 95,30 sbr. uppdráttum dags. 2.3.2016. Samþykki aðliggjandi lóðarhafa liggur fyrir.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

11.1507047 - Hamraborg 3. Gistiheimili.

Lagt fram að nýju erindi Studio apartments þar sem óskað er eftir að breyta hluta Hamraborgar 3 í gistiheimiili sbr. uppdrætti dags. 12.1.2016. Á fundi skipulagsnefndar var málinu frestað.
Hlé var gert á fundi kl. 17:05
Fundi var framhaldið kl. 17:09

Kristinn Dagur Gissurarson lagði til að framlagðri tillögu yrði hafnað.
Kristinn Dagur Gissurarson, Ása Richardsdóttir og Margrét Júlía Rafnsdóttir voru samþykk höfnun.
Sverrir Óskarsson, Anna María Bjarnadóttir, Guðmundur Geirdal og Sigríður Kristjánsdóttir voru andvíg höfnun.

Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til. 44. gr. skipulagslaga að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hamraborgar 1 og 5.
Sverrir Óskarsson, Anna María Bjarnadóttir, Guðmundur Geirdal og Sigríður Kristjánsdóttir voru samþykk því að grenndarkynna tillöguna.
Kristinn Dagur Gissurarson, Ása Richardsdóttir og Margrét Júlía Rafnsdóttir voru andvíg því að grenndarkynna tillöguna.

Bókun frá Kristni Degi Gissurarsyni:
Fulltrúi Framsóknarflokksins harmar ósamkvæmni í störfum skipulagsnefndar í þessu máli og lýsir hryggð yfir stefnuleysi meirihlutans.

12.1510610 - Hamraendi 25. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Sveins Ívarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa, dags. 20.10.2015, þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Hamraenda 25. Í breytingunni felst að byggingarreitur stækkar um 2m til suðurs og lóð stækkar um 81 m2 til suðurs. Gert er ráð fyrir fjórum bílastæðum við snúningshaus sbr. uppdrætti dags. 20.10.2015. Á fundi skipulagsnefndar 15.2.2016 var málinu frestað.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hamraenda 24, 26, 28, 30 og 32.

13.1509372 - Hafnarbraut 9, 13-15 og Bakkabraut 10. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar Tröð fh. lóðarhafa, dags. 25.9.2015, að breyttu deiliskipulagi Hafnarbrautar 9 og 13-15 og Bakkabrautar 10. Á fundi skipulagsnefndar 15.2.2015 var málinu frestað og vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar. Lagður fram breyttur uppdráttur þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir dags. 19.2.2016.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi dags. 25.9.2015 með áorðnum breytingum dags. 19.2.2016. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Guðmundur Gísli Geirdal vék af fundi undir þessum lið.

14.1511040 - Melgerði 34. Grenndarkynning.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Hugsjón arkitekta f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breytingum við Melgerði 34. Á lóðinni í dag stendur íbúðarhús á einni hæð. Í breytingunum felst að byggð verður hæð ofan á núverandi hús, anddyri stækkað og byggð verður sólstofa við suðurhlið hússins. Ný íbúð verður á efri hæð og húsið verður því tvíbýli eftir breytingu. Heildarbyggingarmagn verður 220,1 m2 eftir breytingu sem er aukning um 121,3 m2. Nýtingarhlutfall lóðar hækkar úr 0,12 í 0,275 sbr. uppdráttum dags. 23.10.2015. Á fundi skipulagsnefndar 9.11.2015 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Melgerðis 27, 29, 30, 31, 32, 33, 36, 38; Borgarholtsbrautar 45, 47, 49 og 51. Kynningu lauk 21.12.2015. Athugasemdir bárust frá Stefáni Eydal, Melgerði 32, dags. 12.12.2015; frá Karen Birnu Guðjónsdóttur, Borgarholtsbraut 49, dags. 16.12.2015.

Lagt fram ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 21.3.2016.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 21.3.2016. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

15.1502167 - Rjúpnahæð: opin svæði, stígar og sparkvöllur. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga umhverfissviðs að stígakerfi og staðsetningu leiksvæða í Rjúpnahæð dags. 16.1.2015. Tillagan var auglýst í júní 2015. Athugasemdir bárust við kynnta tillögu. Á fundi skipulagsnefndar 17.8.2015 var málinu frestað og vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.
Skipulagsnefnd samþykkti að skipulags- og byggingardeild boði til fundar með íbúum um mögulega útfærslu á leiksvæði og sparkvelli.

16.1410344 - Smalaholt, leiksvæði. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga umhverfissviðs að breyttri staðsetningu leiksvæðis í Smalaholti. Á fundi skipulagsnefndar 17.8.2016 var málinu frestað og vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.
Skipulagsnefnd samþykkti að skipulags- og byggingardeild boði til fundar með íbúum um mögulega útfærslu á leiksvæði.

17.1509217 - Markavegur 2-9. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga umhverfissviðs, dags. 14.9.2015, að breyttu deiliskipulagi Markarvegar 2-9. Á fundi skipulagsnefndar 9.11.2015 var málinu frestað og vísað til úrvinnslu bæjarlögmanns.

Lagt fram að nýju ásamt minnisblaði lögfræðisviðs dags. 26.11.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna nýja tilllögu í samræmi við minnisblað lögfræðisviðs dags. 26.11.2015.

18.1601641 - Selbrekka 20. Grenndarkynning.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi KRark, dags. 30.11.2015, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að breyta Selbrekku 20 úr einbýlishúsi í tvíbýlishús. Á fundi skipulagsnefndar 18.1.2015 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Selbrekku 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24 og 26. Kynningu lauk 11.3.2016. Athugasemd barst frá Helga Magnússyni og Sigríðir Jóhannsdóttur, Selbrekku 18, dags. 8.3.2016.
Frestað. Vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

19.1602594 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010 - 2030, miðborgin

Lögð fram verklýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í febrúar 2016, vegna breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem felst í að samræma götuhliðar, göngugötur og torg og almenn markmið um miðborgina.
Lagt fram og kynnt.

20.904223 - Skógarhjalli hraðahindranir / Dalvegur gangbraut

Frá umhverfis- og samgöngunefnd:
Lagt fram erindi Sigurðar Arnars Sigurðssonar varðandi úrbætur á gatnamótum Dalvegar og Hlíðarhjalla dags. 29.2.2016.
Skipulagsnefnd lagði til að sett verði upp ljósastýring á gatnamótum Dalvegar og Hlíðarhjalla. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

21.16031031 - Smárinn, kæra og krafa um stöðvun framkvæmda.

Frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála:
Lögð fram til kynningar kæra og stöðvunarkrafa vegna breytinga á deiliskipulagi Smárans, vestan Reykjanesbrautar, dags. 14.3.2016.
Lagt fram.

22.16031099 - Skipulagsdagur barna - frábært umhverfi. Tillaga frá Sverri Óskarssyni.

Skipulag og umhverfi skiptir okkur öll máli. Það er mikilvægt að við hlúum vel að umhverfi okkar og skiljum ólíkar leiðir við að móta umhverfið, bæta það og byggja upp til framtíðar.

Mikilvægt er að börn fái aukna fræðslu og innsýn inn í það hvernig umhverfið tekur breytingum og hvernig má skipuleggja það á ólíka vegu. Það er gott að skilja og skynja hvernig ákvarðanir um breytingar geta til dæmis haft áhrif á velferð íbúa, öryggi, umhverfisvernd, gæði vatns, leiksvæði, verslunarþjónustu, skólaumhverfi, sorp og annað sem skiptir okkur máli daglega. Það eru ákveðnir þættir sem einkenna gott hverfi og mikilvægt að börn fái tæki og tól til að ræða það og vinna frekar.

Í byrjun verði stigin einföld og lítil skref sem byggja á því að bjóða grunnskólum Kópavogs aðstoð og verkefni til notkunar við kennslu sem gæti verið styðjandi við fræðslu um sitt nánasta umhverfi, eigið hlutverk gagnvart umhverfinu, vangaveltur um þróun bæjarfélagsins og mögulegar siðferðisklemmur. Þess má geta að Kópavogsbær býr yfir margvíslegu efni og verkefnum sem nýst geta skólum. Þar má nefna bókina ?Þar á ég heima? um náttúru og umhverfi Kópavogs.
Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna og vísaði henni til umsagnar hjá skólanefnd.

Fundi slitið.