Skipulagsnefnd

1275. fundur 11. apríl 2016 kl. 16:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Sigríður Kristjánsdóttir aðalfulltrúi
  • J. Júlíus Hafstein aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Andrés Pétursson aðalfulltrúi
  • Helga Elínborg Jónsdóttir varafulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður umhverfissviðs
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Þóra Jóhannesdóttir Kjarval starfsmaður nefndar
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval arkitekt
Dagskrá
Helga Elínborg Jónsdóttir sat fundinn í stað Ásu Richardsdóttur.

1.1603011 - Bæjarstjórn - 1134. Fundur haldinn 22. mars 2016.

1406251 - Kosningar í skipulagsnefnd 2014-18
Bæjarstjórn felur bæjarráði að kjósa í skipulagsnefnd á fundi bæjarráðs þann 31. mars nk. með ellefu atkvæðum.

2.1603020 - Bæjarráð - 2815. Fundur haldinn 31. mars 2016.

1602018F - Skipulagsnefnd, dags. 21. mars 2016.

1274. fundur skipulagsnefndar í 22. liðum.
Lagt fram.

1410207 - Askalind 1. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 22. mars, lögð fram að nýju tillaga Jóns Hrafns Hlöðverssonar, byggingafræðings, dags. 24.11.2015 um breytt deiliskipulag Askalindar 1. Athugasemdir bárust við kynnta tillögu. Á fundi skipulags- og byggingardeildar 15.2.2016 var málinu frestað og því vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar. Lagt fram ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 21.3.2016. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu dags. 24.11.2015, ásamt umsögn dags. 21.3.2015, með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1511761 - Álftröð 1. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 22. mars, lagt fram að nýju erindi Hildar Bjarnadóttur, arkitekts, dags. 25.11.2015, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breytingum á Álftröð 1. Tillagan var grenndarkynnt og athugasemdir bárust á kynningartíma. Á fundi skipulagsnefndar 15.2.2016 var málinu frestað og vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar. Lagt fram ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 21.3.2016. Skipulagsnefnd hafnaði stækkun bílskúrs/bílskúra og fjölgun bílastæða á lóð. Skipulagsnefnd samþykkti hins vegar stiga og anddyri á austurhlið og svalir á suðurhlið með tilvísan í umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 21.3.2015 og með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1603465 - Boðaþing 11-13. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 22. mars, lögð fram tillaga umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi Boðaþings 11-13. Í breytingunni felst að hjúkrunarrýmum er fjölgað úr 60 í 64 og heildarbyggingarmagn hjúkrunarheimilis eykst um 200 m2 en hvert hjúkrunarrými minnkar í samræmi við viðmiðunarreglugerð sbr. uppdrætti dags. 15.3.2016. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingu með tilvísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

16031145 - Fróðaþing 44. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 22. mars, lagt fram erindi TAG teiknistofu f.h. lóðarhafa, dags. 2.3.2016, þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Fróðaþings 44. Í breytingunni felst að húsið hækkar um 30 cm, götukóti hækkar úr 95,00 í 95,30 sbr. uppdráttum dags. 2.3.2016. Samþykki aðliggjandi lóðarhafa liggur fyrir. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1509372 - Hafnarbraut 9, 13-15 og Bakkabraut 10. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 22. mars, lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar Tröð fh. lóðarhafa, dags. 25.9.2015, að breyttu deiliskipulagi Hafnarbrautar 9 og 13-15 og Bakkabrautar 10. Á fundi skipulagsnefndar 15.2.2015 var málinu frestað og vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar. Lagður fram breyttur uppdráttur þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir dags. 19.2.2016. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi dags. 25.9.2015 með áorðnum breytingum dags. 19.2.2016 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1511040 - Melgerði 34. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 22. mars, lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Hugsjón arkitekta f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breytingum við Melgerði 34. Á lóðinni í dag stendur íbúðarhús á einni hæð. Í breytingunum felst að byggð verður hæð ofan á núverandi hús, anddyri stækkað og byggð verður sólstofa við suðurhlið hússins. Ný íbúð verður á efri hæð og húsið verður því tvíbýli eftir breytingu. Heildarbyggingarmagn verður 220,1 m2 eftir breytingu sem er aukning um 121,3 m2. Nýtingarhlutfall lóðar hækkar úr 0,12 í 0,275 sbr. uppdráttum dags. 23.10.2015. Á fundi skipulagsnefndar 9.11.2015 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Melgerðis 27, 29, 30, 31, 32, 33, 36, 38; Borgarholtsbrautar 45, 47, 49 og 51. Kynningu lauk 21.12.2015. Athugasemdir bárust frá Stefáni Eydal, Melgerði 32, dags. 12.12.2015; frá Karen Birnu Guðjónsdóttur, Borgarholtsbraut 49, dags. 16.12.2015. Lagt fram ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 21.3.2016. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 21.3.2016 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

0904223 - Skógarhjalli hraðahindranir/Dalvegur gangbraut.
Frá skipulagsstjóra, dags. 22. mars, lagt fram frá umhverfis- og samgöngunefnd, erindi Sigurðar Arnars Sigurðssonar varðandi úrbætur á gatnamótum Dalvegar og Hlíðarhjalla dags. 29.2.2016. Skipulagsnefnd lagði til að sett yrði upp ljósastýring á gatnamótum Dalvegar og Hlíðarhjalla og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar umsögn skipulagsnefndar til umhverfis- og samgöngunefnar til úrvinnslu.

3.1406251 - Kosningar í skipulagsnefnd 2014-18

Frá bæjarráði:
Á fundi bæjarstjórnar þann 22. mars sl. fól bæjarstjórn bæjarráði að kjósa í skipulagsnefnd á fundi sínum þann 31. mars.

Kosnir voru:

Af A-lista
Aðalmenn:
Theódóra Þorsteinsdóttir
Andrés Pétursson
Guðmundur Gísli Geirdal
Sigríður Kristjánsdóttir
Júlíus Hafstein

Til vara:
Ármann Kr. Ólafsson
Jón Finnbogason
Margrét Friðriksdóttir
Anna María Bjarnadóttir
Hreiðar Oddsson

Af B-lista
Aðalmenn:
Kristinn Dagur Gissurarson
Ása Richardsdóttir

Áheyrnarfulltrúi:
Margrét Júlía Rafnsdóttir

Varamenn:
Helga Jónsdóttir
Sigurbjörn Trausti Vilhjálmsson

Varaáheyrnarfulltrúi:
Arnþór Sigurðsson
Theódóra S. Þorsteinsdóttir var einróma kosin formaður skipulagsnefndar.

Guðmundur Gísli Geirdal var einróma kosinn varaformaður skipulagsnefndar.

4.1512566 - Aflakór 23. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Tangram arkitekta, f.h. lóðarhafa, dags. 16.12.2015 vegna breytts deiliskipulags Aflakórs 23. Á fundi skipulagsnefndar 18.1.2016 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Aflakórs 20 og 21; Akrakórs 14; Almannakórs 8 og 11. Kynningu lauk 14.3.2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust við kynnta tillögu.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

5.1603467 - Austurkór 163 og 165. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga Benjamíns Magnússonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 18.2.2016 að breyttu deiliskipulagi Austurkórs 163-165. Á fundi skipulagsnefndar 21.3.2016 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Austurkórs 151, 153, 161, 167, og 169.

Lagt fram ásamt skriflegu samþykki allra tilgreindra lóðarhafa.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

6.1510546 - Breiðahvarf 15. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi lóðarhafa Breiðahvarfs 15 dags. 22.11.2015 þar sem óskað er eftir að breyta deiliskipulagi Breiðahvarfs 15. Athugasemdir bárust við kynnta tillögu. Á fundi skipulagsnefndar 21.3.2016 var málinu frestað og því vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.
Frestað. Skipulagsnefnd fól skipulagsstjóra að funda með aðilum málsins.

7.1603657 - Gnitaheiði 8 og 8a. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Ólafs V. Björnssonar, f.h. lóðarhafa, dags. 7.3.2016, þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Gnitaheiðar 8 og 8a. Á fundi skipulagsnefndar 21.3.2016 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Gnitaheiðar 1, 3, 4a, 4b, 5, 6a og 6b.

Lagt fram ásamt skriflegu samþykki allra tilgreindra lóðarhafa.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

8.1403473 - Gunnarshólmi. Oddfellowblettur. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Hjalta Steinþórssonar hrl. dags. 18.3.2014,f.h., Konráðs Adolphssonar. Í erindi er óskað eftir heimild skipulagsnefndar til að leggja inn tillögu að deiliskipulagi Oddfellowbletts við Hólmsá. Í tillögu fælist að reisa íbúðarhús ásamt hesthúsi á lóðinni.
Hafnað. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

9.1604345 - Oddfellowblettur við Hólmsá.

Lagt fram erindi Konráðs Adolphssonar til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 30.3.2016.
Lagt fram.

10.1502119 - Hafnarbraut 12. Breytt deiliskipulag

Lögð fram útfærsla Arkís að breyttu deiliskipulagi Hafnarbrautar 12, dags. 11.4.2016, sbr. meðfylgjandi greinargerð dags. 11.4.2016.
Arnar Þór Jónsson, frá Arkís, gerði grein fyrir bygginaráformum.

Skipulagsnefnd taldi framlögð byggingaráform vera í samræmi við þau viðmið sem sett voru fram í samþykktu deiliskipulagi fyrir Hafnarbraut 12 og veitir lóðarhafa heimild til að skila gögnum til byggingarfulltrúa.

Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

11.1411143 - Auðbrekka þróunarsvæði

Í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með tilvísan í erindi Skipulagsstofnunar dags. 24. febrúar 2016 er tillaga skipulags- og byggingardeildar Kópavogs að deiliskipulagi fyrir hluta þróunarsvæðis Auðbrekku, svæði 1, 2 og 3 lagt fram að nýju og hafa eftirfarandi leiðréttingar verið gerðar á framlögðum gögnum; Skipulagsuppdrætti, greindargerð skipulagsskilmálum, skýringarhefti og umsögn.
1. Afmörkun deiliskipulags hefur verið samræmt afmörkun deiliskipulags Hafnarfjarðarvegar - Skeljabrekku og Nýbýlavegar.
2. Á skipulagsuppdrætti hafa verið teknar út fyrirhugaðar breytingar sbr. skipulagslýsingu þróunarsvæðis Auðbrekku.
3. Þau hús sem fyrirhugað er að fjarlægja eru auðkennd á skýringarmyndum.
4. Leiðbeinandi lína hæðarskila er auðkennd í skýringum en tákn um manir tekið út.
5. Texti í greinargerð og skilmálum um viðmið, skilti og gerð húsagatna, vistgötur,
torg og þróunarsvæði hefur verið lagfærður.

Með breyttri tillögu Auðbrekku var einnig lagt fram á fundi skipulagsnefndar breytt mörk deiliskipulags Hafnarfjarðarvegar - Skeljabrekku og Nýbýlavegar samþykkt í bæjarstjórn 14. september 2004.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

12.1604224 - Hafnarfjarðarvegur, Skeljabrekka og Nýbýlavegur. Breytt deiliskipulag.

Með vísan í erindi Skipulagsstofnunar dags. 24. febrúar 2016 er lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi Hafnarfjarðarvegar - Skeljabrekku - Nýbýlavegar dags. 11.4.2016. Í tillögunni felst að mörkum deiliskipulagssvæðisins er breytt í samræmi við ný mörk deiliskipulags þróunarsvæðis Auðbrekku.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

13.1602444 - Hófgerði 2. Grenndarkynning.

Frá byggingarfulltrúa:
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Péturs Örns Björnssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 1.2.2016 þar sem óskað er eftir breytingum á bílskúr við Hófgerði 2. Á fundi skipulagsnefndar 15.2.2016 var samþykkt með tilvísan til. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hófgerðis 4; Holtagerðis 1 og 3. Kynningu lauk 31.3.2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

14.16011467 - Kópavogsbakki 2. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Gláma-Kím arkitekta, dags. 26.1.2016, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Kópavogsbakka 2. Á fundi skipulagsnefndar 18.2.2016 var samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kópavogsbakka 1, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 13 og 15. Kynning lauk 11.4.2016. Athugasemdir bárust frá Jónasi Haraldssyni, Kópavogsbakka 9, dags. 11.3.2016; frá Birni Inga Sveinssyni, Kópavogsbakka 8, dags. 14.3.2016; frá Jóni Daða Ólafssyni, Kópavogsbakka 7, dags. 1.4.2016; frá Páli Kristjánssyni, Kópavogsbakka 1, dags. 6.4.2016.
Frestað. Vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

15.1604201 - Kambavegur / Turnahvarf / Tónahvarf. Spennistöðvar.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi Vatnsendahvarfs - athafnasvæði, svæði IV. Í breytingunni felst að stofnuð er ný lóð fyrir dreifistöð OR á bæjarlandi. Tillagan er sett fram í deiliskipulagsuppdrætti ásamt greinargerð dags. 11.4.2016 í mkv. 1:1000.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

16.1502167 - Rjúpnahæð: opin svæði, stígar og sparkvöllur. Breytt deiliskipulag.

Greint frá vettvangsferð starfsmanna umhverfissviðs. Lögð fram útfærsla umhverfissviðs dags. 11.4.2016 að staðsetningu sparkvallar við Austurkór í samræmi við gildandi deiliskipulag.

Athugasemdir og ábendingar sem bárust við kynnta tillögu lagðar fram að nýju.
Það er mat skipulagsnefndar með tilvísan í framkomnar athugasemdir og með tilvísan í tillögu umhverfissviðs að falla frá kynntum tillögum að breyttri staðsetningu sparkvallar í Rjúpnahæð. Skipulagsnefnd felur skipulags- og byggingardeild að kynna nánari útfærslu á sparkvelli fyrir hlutaðeigandi.

Frestað.

17.1410344 - Smalaholt, leiksvæði. Breytt deiliskipulag.

Greint frá vettvangsferð starfsmanna umhverfissviðs. Lögð fram útfærsla umhverfissviðs dags. 11.4.2015 að leiksvæði í Smalaholti í samræmi við gildandi deiliskipulag.
Það er mat skipulagsnefndar með tilvísan í framkomnar athugasemdir og með tilvísan í tillögu umhverfissviðs að falla frá kynntum tillögum að breyttri staðsetningu leiksvæðis í Smalaholti. Skipulagsnefnd felur skipulags-og byggingardeild að kynna nánari útfærslu á leiksvæði fyrir hlutaðeigandi.

Frestað.

18.15062191 - Sunnubraut 21-45 (oddatölur). Lóðaleigusamningar.

Greint frá samráðsfundi sem haldinn var 7.4.2016 með lóðarhöfum Sunnubrautar 21-45.
Greint frá stöðu mála.

19.1002115 - Fífuhvammsland vesturhluti, breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi Fífuhvammslands vesturhluta. Í breytingunni felst breikkun Lindarvegar um eina akrein frá Bæjarlind að Fífuhvammsvegi. Lega göngustíga og hljóðmana / hljóðveggja breytist. Á fundi skipulagsnefndar 18.1.2016 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu og vísaði erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar sem staðfesti heimild til auglýsingar. Tillagan var auglýst í Fréttablaðinu og Lögbirtingarblaðinu 20.2.2016. Tillagan ásamt umhverfisskýrslu var send Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis og Skipulagsstofnun til umsagnar. Dreifibréf þar sem vakin var athygli á auglýstri tillögu var sent í hverfið. Kynningu lauk 11.4.2016. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Eiríki Mörk íbúa í Galtalind, dags. 17.2.2016; frá Skipulagsstofnun dags. 1.3.2016.
Frestað. Vísað til úrvinnslu umhverfissviðs.

20.1603975 - Bláfjöll. Deiliskipulag skíðasvæðis / húsnæðismál skíðagöngufólks.

Lagt fram erindi skíðagöngufélagsins Ullar dags. 5.4.2016. Þá lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis dags. 8.4.2016.
Frestað. Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn Stjórnar skíðasvæða höfðuborgarsvæðisins, Umhverfisstofnunar og Skipulagsstofnunar.

21.1505366 - Nordic Built Cities. Hugmyndasamkeppni. Kársnes

Greint frá stöðu mála.
Kynnt.

22.1407321 - Laxalind 15, kæra vegna breytt deiliskipulag.

Lagður fram til kynningar úrskurður frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna máls nr. 74/2014 þar sem kærð var ákvörðun bæjarstjórnar Kópavogs frá 10. júní 2014 um breytt deiliskipulag Laxalindar 15.
Lagt fram og kynnt.

Fundi slitið.