Skipulagsnefnd

1225. fundur 07. maí 2013 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Jóhann Ísberg aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Vilhjálmur Einarsson aðalfulltrúi
  • Hreggviður Norðdahl aðalfulltrúi
  • Tryggvi Magnús Þórðarson varafulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður nefndar
  • Steingrímur Hauksson starfsmaður nefndar
  • Helga Elínborg Jónsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval
Dagskrá

1.1304016 - Bæjarráð - 2682. Fundur haldinn 18. apríl 2013.

1304001F - Skipulagsnefnd, 16. apríl.1224. fundur.
Lagt fram. Skipulagsstjóri sat fundinn við framlagningu fundargerðarinnar.

1302683 - Gnitakór 5. Breytt deiliskipulag
Skipulagsnefnd hafnar framlagða tillögu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1301684 - Álmakór 1, 3 og 5. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1206417 - Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030
Skipulagsnefnd staðfestir umsögn skipulagsstjóra. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1212238 - Oddfellowblettur við Hólmsárbrú, deiliskipulag.
Skipulagsnefnd hafnar framlagða tillögu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1106529 - Lindasmári 20, breytt notkun húsnæðis
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1304209 - Þrúðsalir 2. Grindverk á lóðamörkum.
Skipulagsnefnd hafnar erindinu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1104204 - Jórsalir 2, breytt deiliskipulag
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu ásamt umsögn skipulags- og byggingadeildar. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

2.1304019 - Bæjarstjórn - 1076. Fundur haldinn 23. apríl 2013.

1304016F - Bæjarráð, 18. apríl.
2682. fundur. Lagt fram.

1302683 - Gnitakór 5. Breytt deiliskipulag
Skipulagsnefnd hafnar framlagða tillögu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar tillögunni með tíu samhljóða atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

1301684 - Álmakór 1, 3 og 5. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir tillöguna með tíu samhljóða atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

1206417 - Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030
Skipulagsnefnd staðfestir umsögn skipulagsstjóra. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með níu samhljóða atkvæðum. Tveir bæjarfulltrúar sátu hjá.

1212238 - Oddfellowblettur við Hólmsárbrú, deiliskipulag.
Skipulagsnefnd hafnar framlagða tillögu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar tillögunni með tíu samhljóða atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

1106529 - Lindasmári 20, breytt notkun húsnæðis
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir tillöguna með tíu samhljóða atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

1304209 - Þrúðsalir 2. Grindverk á lóðamörkum.
Skipulagsnefnd hafnar erindinu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar erindinu með tíu samhljóða atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

1104204 - Jórsalir 2, breytt deiliskipulag
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu ásamt umsögn skipulags- og byggingadeildar. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar samhljóða með átta greiddum atkvæðum. Þrír bæjarfulltrúar sátu hjá.

3.1304186 - Fróðaþing 14. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Guðmunds Gunnlaugssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa um breytt deiliskipulag að Fróðaþingi 14. Í breytingunni felst að byggt verði einbýlishús á einni hæð og farið er 1m út fyrir byggingarreit á norðurhlið þess sbr. uppdráttum í mkv. 1:100 og 1:200 dags. 11.4.2013. Þá lagt fram samþykki frá lóðarhöfum Fróðaþings 9, 11, 12, 13 og 16, ásamt Frostaþing 13 og 15 dags. 15. apríl 2013. Á fundi skipulagsnefndar 16.4.2013 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Fróðaþings 9, 11, 12, 13 og 16 ásamt Frostaþingi 13 og 15. Samþykki ofangreindra lóðarhafa liggur fyrir.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

4.1206159 - Selbrekka 8. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningur er lagt fram að nýju erindi Argos arkitekta ehf. f.h. lóðarhafa. Í breytingunni felst að byggja nýjan sólskála í stað þess sem brann. Nýi skálinn stækkar í grunnfleti um 5,7m2 og hækkar um 0.94m á suðurhlið og 1,69m á norðurhlið. Þá er sótt um að reisa 2m háa girðingu á lóðamörkum við Álfhólsveg 89 sbr. uppdráttum dags. 7.2.2013. Á fundi skipulagsnefndar 5.3.2013 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Selbrekku 6 og 10, ásamt Álfhólsveg 85, 87, 89, 91 og 93. Kynningu lauk 17.4.2013. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Hreggviður Norðdahl vék af fundi undir þessum lið.

5.1302745 - Brekkutún 13. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi ASK arkitekta f.h. lóðarhafa Brekkutúns 13. Í breytingunni felst að byggja 21,8m2 skála á vesturhlið íbúðarhússins. Einnig er stækkað við húsið á þremur öðrum stöðum og glerþak kemur ofan á viðbætur sem samtals eru 14,4m2. Heildarstækkun er því 36,1m2 og hækkar nýtingarhlutfall úr 0,52 í 0,6 sbr. uppdráttum dags 19.2.2013. Á fundi skipulagsnefndar 5.3.2013 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Brekkutún 9, 11, 15, 17, 19, 21 og 23 ásamt Álfatún 37. Kynningu lauk 18.4.2013. Athugasemd barst frá Hallveigu Thordarson og Emil B. Karlssyni, Brekkutúni 11, dags. 15.4.2013.

Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 7. maí 2013.

Frestað. Skipulagsnefnd felur skipulags- og byggingardeild að vinna áfram að málinu í samráði við málsaðila.

6.1305014 - Víðihvammur 38. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi K.J. Hönnunar ehf., f.h. lóðarhafa. Í breytingunni felst að einbýlishúsi verði skipt í tvær sjálstæðar íbúðir með sér inngöngum. Núverandi aðalinngangur á suðurhlið verður eftir breytingu eingöngu fyrir íbúð á 2. hæð. Nýjum inngangi verður bætt við á vesturhlið hússins fyrir íbúð á 1. hæð. Sagað verður úr glugga á vesturhlið 1. hæðar og sett verður hurð úr stofu og út í garð. Tvö bílastæði eru á lóð sbr. uppdráttum dags. 23.4.2013 í mkv. 1:100 og 1:500.

Skipulagsnefnd samþykkir með vísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum við Víðihvamm 29, 34 og 36; Reynihvamm 34, 36, 38 og 40.

7.1211244 - Grænatún 20. Breytt deiliskipulag.

Greint frá samráðsfundum sem haldnir voru 22.4. og 6.5.2013 í Fannborg 6 með lóðarhöfum Grænatúns 22 og Grænatúns 18.

Lögð fram ný tillaga að breytingum að Grænatúni 20 dags. 7.5.2013.

Frestað. Skipulagsnefnd felur skipulags- og byggingardeild að vinna áfram að málinu í samráði við málsaðila.

8.1305011 - Kópavogbraut 1a-c, Kópavogstún 3, 5, 7 og 9. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Ask arkitekta ehf., f.h. lóðarhafa, að breyttu deiliskipulagi. Á lóðinni Kópavogstún 1a-c er hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð og tvö fjölbýlishús með þjónustuíbúðum fyrir eldri borgara. Tillagan gerir ráð fyrir að annars vegar sé hægt að stækka/hækka núverandi byggingar og hins vegar að byggja viðbyggingu á allt að 4 hæðum sem tengist núverandi byggingu. Þá er lagt til að lóðinni Kópavogstún 3, 5, 7 og 9 verði skipt í þrjár lóðir á eftirfarandi hátt:
Lóðin Kópavogstún 3-5 verði fjölbýlishúsalóð með tveimur 6 hæða húsum, 27 íbúðir í hvoru húsi, efsta hæðin inndregin. Bílastæðakrafan er 1 stæði/íbúð í bílakjallara og 0,6 stæði/íbúð á landi.
Lóðin Kópavogstún 7 verði þjónustumiðstöð fyrir aldraða á einni hæð og skal aðlaga sig að landinu. Kjallari er leyfður. Bílastæðakrafan er 1 stæði á 75 m2.
Lóðin Kópavogstún 9 verði fjölbýlishúsalóð með húsi á fimm hæðum, 16 íbúðum og efsta hæðin inndregin. Bílastæðakrafan er 1 stæði/íbúð í bílakjallara og 0,6 stæði/íbúð á landi.
Breyting frá samþykktu skipulagi: Heildarfjöldi Íbúða í fjölbýlishúsunum þremur er óbreyttur, heildarbyggingarmagn í fjölbýlishúsum er óbreytt en bílastæðakrafan er minnkuð úr 2,3 í 1,6 fyrir öll fjölbýlishúsin. Íbúðum í Kópavogstúni 3 og 5 er fjölgað úr 24 í 27 íbúðir í húsi og 6. hæðin er nú inndregin. Kópavogstún 9 er minnkað, íbúðum fækkað úr 22 í 16 og húsið lækkað um eina hæð. Uppdráttur dags. í maí 2013.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

9.1203144 - Dalvegur - hringtorg, breytt deiliskipulag

Lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi fyrir Dalveg austan Fífuhvammsvegar að Dalvegi 30. Á fundi skipulagsnefndar 5.3.2013 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa tillöguna. Kynningu lauk 7.5.2013 kl. 15:00.

Lagðar fram athugasemdir frá:
1. Skeljungi dags. 23.4.2013
2. Listakaup hf. dags. 28.4.2013.
3. Dalvegi 22 ehf. dags 6.5.2013.
4. Málningu hf. dags. 6.5.2013.

Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar um framkomnar athugasemdir dags. 7.5.2013.

Enn fremur lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 7. maí 2013 þar sem fram kemur breytt afmörkun deiliskipulagssvæðisins við Dalveg. Breytingin felur í sér að mörk deiliskipulagssvæðisins til austur verði við vesturmörk lóðarinnar nr. 18 við Dalveg (Málning).

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu dags. 7. maí 2013 ásamt umsögn og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Með tilvísan í framkomnar athugasemdir og ábendingar felur skipulagsnefnd skipulags- og byggingardeild að vinna eystri hluta deiliskipulagssvæðisins við Dalveg áfram í samráði við lóðarhafa Dalvegar 18, 20, 22, 24, 26 og 28.

Helga Jónsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

10.1301183 - Vatnsendahlíð. Tillaga að breyttu deiliskipulagi.

Lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 15. janúar 2013 um breytt deiliskipulag fyrir Vatnsendahlíð.

Á fundi skipulagsnefndar 5.2.2013 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 12.2.2013 var afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest. Tillagan var auglýst í Fréttablaðinu 18.2.2013 og í Lögbirtingarblaðinu 26.2.2013. Á kynningartíma var tillagan jafnframt til sýnis á skrifstofu skipulags- og byggingardeildar Kópavogs og á heimasíðu bæjarins. Kynningu lauk 12.4.2013. Athugasemd barst frá Sigurbirni Þorbergssyni, f.h. Þorsteins Hjaltested dags. 12.4.2013. Á fundi skipulagsnefndar 16.4.2013 var málinu frestað og óskað var eftir umsögn um framkomnar athugasemdir.

Lagt fram að nýju ásamt umsögn Lögmannstofunnar LEX dags. 4.5.2013.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu ásamt umsögn. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Guðjón Ármannsson, hrl. frá lögmannsstofunni Lex sat fundinn undir þessum lið.

11.1208451 - Hjóla- og göngubrú yfir Fossvog

Lagt fram bréf frá Siglingasambandi Íslands dags. 22.4.2013.

Lagt fram. Skipulagsnefnd óskar eftir því að Umhverfissvið fundi með fulltrúum Siglingasambands Íslands um efni bréfsins.

12.1304237 - Smárar, Glaðheimar. Endurskoðun deiliskipulags.

Lögð fram að nýju drög að markmiðum, leiðum og hugmyndafræði vegna endurskoðunar á deiliskipulagi svæðiskjarna höfuðborgarsvæðisins í Smáranum og Glaðheimum.

Greint frá stöðu mála.

Skipulagsnefnd felur skipulags- og byggingardeild að koma á laggirnar verkefnahóp til að vinna drög að endurskoðuðu deiliskipulagi svæðiskjarna höfuðborgarsvæðisins í Smárunum og í Glaðheimum.

13.1304472 - Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðissins 2001-2024. Breytingartillögur.

Lagt fram erindi SSH dags. 23.4.2013 um breytingartillögur á svæðisskipulagi hbsv. sem samþykktar voru á fundi svæðisskipulagsnefndar 19.4.2013 og óskað eftir staðfestingu sveitarfélaga fyrir 21.5. nk.

Lögð fram bókun bæjarráðs dags. 2.5.2013 þar sem breytingartillögur á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins voru staðfestar.

Skipulagsnefnd tekur undir bókun bæjarráðs Kópavogs og samþykkir breytingartillögur SSH. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

14.705018 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Endurskoðun aðalskipulagsins 2001-2024. Verkefnalýsing skipulags

Með vísan til 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru drög að tillögu að nýju aðalskipulagi Reykjavíkur, ásamt umhverfimati og öðrum fylgigögnum, lögð fram til kynningar og umsagnar. Áformað er að kynna tillöguna á opnum fundi í lok maí og samþykkja í auglýsingu, samkvæmt 31. gr. skipulagslaga, í byrjun júní nk.

Til að auðvelda og stytta umsagnarferlið eru fulltrúar Reykjavíkurborgar tilbúnir að kynna tillöguna á fundi, þar sem lögð yrði áhersla á þau atriði sem varða viðkomandi umsagnaraðila sérstaklega.

Óskað er eftir því að umsögn um tillöguna liggi fyrir sem allra fyrst og eigi síðar en 30. maí nk.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við framlögð drög að tillögu að nýju aðalskipulagi Reykjavíkur en áskilur sér rétt til að að gera athugasemdir við aðalskipulagið þegar það verður kynnt á síðari stigum.

15.1001088 - Hávaðakort og kort yfir stóra vegi.

Kynnt drög að aðgerðaráætlun dags. apríl 2013.

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 6.5.2013 var óskað eftir umsögn skipulagsnefndar um aðgerðaráætlunina.

Lagt fram og kynnt. Skipulags- og byggingardeild falið að vinna umsögn um aðgerðaráætlunina.

16.1202610 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Tillaga.

1. Lagt fram bréf frá Minjastofnun Íslands dags. 18. apríl 2013.

2. Lagt fram bréf frá Veðurstofu Íslands dags. 22. apríl 2013. Ekki eru gerðar athugasemdir við verkefnislýsingu vegna endurskoðunar Aðalskipulags Kópavogsbæjar.

3. Lagt fram bréf frá skipulags- og byggingarráði Hafnarfjarðar dags. 5. apríl 2013

4. Lagt fram bréf frá skipulags- og byggingarráði Hafnarfjarðar dags. 23. apríl 2013.

5. Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis dags. 23. apríl 2013 þar sem eftirfarandi samþykkt var gerð: "Heilbrigðisnefnd leggur til að í kafla um umhverfisþætti sem lagðir verða til grundvallar við umhverfismati áætlunar verði tekin inn viðmið vegna vatnafars, lög nr. 36/2011 um stjórn vatnsmála."

6. Lögð fram fundargerð umhverfis- og samgöngunefndar frá 15. apríl 2013 fram kemur að umhverfis- og samgöngunefnd gerir ekki athugasemd við að framlögð tillaga að aðalskipulagi bæjarins, Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024 ásamt fylgigögnum, verði kynnt í samræmi við 30. gr. laga nr. 123/2010 og laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Umhverfis- og samgöngunefnd áskilur sér rétt til að koma með athugasemdir á seinni stigum málsins.

7. Lögð fram tillaga að Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024, dags. 12. apríl 2013, greinargerð, umhverfisskýrsla, þéttbýlisuppdráttur í mkv. 1:10.000 og sveitarfélagsuppdráttur í mkv. 1:50.000.

Skipulagsnefnd samþykkir að framlögð tillaga að Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024, greinargerð, umhverfisskýrsla, þéttbýlisuppdráttur í mkv. 1:10.000 og sveitarfélagsuppdráttur í mkv. 1:50.000 dags. 12. apríl 2012 verði auglýst í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Guðjón Ármannsson, hrl. frá lögmannsstofunni Lex sat fundinn undir þessum lið.

Jóhann Ísberg og Helga Jónsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Önnur mál:

Café Dix. Skilti.

Fundi slitið - kl. 18:30.