Skipulagsnefnd

1181. fundur 17. ágúst 2010 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundargerð ritaði: Guðmundur G. Gunnarsson
Dagskrá
Formaður bar í upphafi fundar upp tillögu um að bæta við erindi á fundinn er varðar Álfhólsveg 81, skipulagsnefnd samþykkti tillöguna. Er mál nr. 20 í fundargerð.

1.1007118 - Skráning gamalla húsa.

Á fundi skipulagsnefndar 6. júlí 2010 var rædd skráning gamalla húsa. Sviðsstjóri greindi frá því að nokkur hús standa enn af fyrstu byggð í Kópavogi. Þau eru lítil einlyft hús, sum hver með risi, flest bárujárnsklædd eða forskölluð timburhús. Þessi hús eru að hverfa og týnast og lítið er gert til að varðveita sögu þeirra.
Skipulagsnefnd samþykkir að fela Skipulags- og umhverfissviði að taka saman upplýsingar um íbúðarhúsnæði í Kópavogi sem byggt var fyrir 1950.
Á fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2010 var málið til umfjöllunar á ný ásamt framlögðum lista yfir hús í Kópavogi, byggð árið 1950 og fyrr.

Skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að yfirfara framlagðan lista yfir gömul hús í Kópavogi, með tilvísan í varðveislu-, menningarsögulegs- og/eða umhverfislegs gildis þeirra. 

2.1007054 - Svæðisskipulag, óveruleg breyting. Sjúkrahús Mosfellsbæ.

Á fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2010 var lagt fram erindi Mosfellsbæjar dags. 1. júlí 2010. Erindið var til umfjöllunar á fundi bæjarráðs 8. júlí 2010 og vísað til skipulagsnefndar. Erindið varðar breytingu á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins skv. 2. mgr. 14. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Breytingartillagan er vegna áforma um að reisa sérhæfða heilbrigðisstofnun og hótel í tengslum við hana. Á árinu 2009 var kynnt tillaga að breytingu á Svæðisskipulaginu af sömu ástæðu og er sú tillaga nú dregin til baka. Breyting felst í því að tillagan gerir ráð fyrir að á tímabilinu 1998 - 2024 aukist atvinnuhúsnæði í Mosfellsbæ í 338.000 m² í stað 306.000 m², aukning um 32.000 m² sbr. gildandi töflu 3.2 í greinargerð Svæðisskipulagsins.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdi við erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

3.1007143 - Hjallabrekka 16, viðbygging

Á fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2010 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 12. júlí 2010 varðandi nr. 16 til Hjallabrekku. Erindið varðar leyfi til byggingar 28 m² geymslu vestan íbúðarhússins.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir dags. 23. júní ´10 í mkv. 1:500 og 1:100

Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 til lóðarhafa Hjallabrekku 12, 13, 14, 15, 17, 18, 19. Lyngbrekku 5, 7, 9.

4.1008055 - Austurkór 92

Á fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2010 var lagt fram erindi Bjarna G. Jóhannssonar dags. 23. apríl 2010. Erindið varðar leyfi til þess að breyta þeirri lóð í tvær einbýlishúsalóðir.

Skipulagsnefnd hafnar erindinu, þar sem það samræmist ekki gildandi deiliskipulagi og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.

5.1008087 - Nýbyggingarsvæði í Kópavogi, endurskoðun deiliskipulags.

Á fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2010 var lögð fram tillaga sviðsstjóra Skipulags- og umhverfissviðs dags. 12. ágúst 2010. Varðar heimild til að hefja endurskoðun á gildandi deiliskipulagi á nýbyggingarsvæðum bæjarins.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og vísar til afgreiðslu bæjarráðs. Skipulagsnefnd óskar jafnframt eftir upplýsingum um eignarhald og stöðu umræddra svæða.

6.1008101 - Akurhvarf 16, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2010 er lagt fram erindi lóðarhafa nr. 16 við Akurhvarf dags. 12. ágúst 2010. Erindið varðar leyfi til byggingar 15,8 m² laufskála norðan íbúðarhússins.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir dags. 29. júl.´10 í mkv. 1:100 og 1:500.

Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu samk. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 til  lóðarhafa Akurhvarfs 1, 14. Álfkonuhvarfs 19, 21.

7.701100 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2008-2020

Á fundi skipulagsnefndar 6. júlí 2010 var endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs á dagskrá. Sviðsstjóri greindi stuttlega frá stöðu við endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs.
Skipulagsnefnd samþykkir að á næsta fundi skipulagsnefndar verði ítarleg kynning á endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs.
Á fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2010 er málið á dagskrá á ný og greint frá stöðu þess.

Sviðsstjóri gerði grein fyrir tímaáætlun vinnu við endurskoðun Aðalskipulagsins.

8.1008125 - Álfhólsvegur 81, fjölgun íbúða og bílageymsla.

Á fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2010 er lagt fram erindi byggingarfulltrúa vegna nr. 81 við Álfhólsveg dags. 17. ágúst 2010. Erindið varðar, að lyfta þaki, fjölga íbúðum úr þremur í fjórar og byggingu bílageymslu.
Meðfylgjandi: skýringaruppdrættir dags. 10. ág.´10 í mkv. 1:100 og 1:500.

Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 til lóðarhafa Álfhólsvegi 60, 62, 64, 66, 68, 70, 72, 74, 76, 77, 79a, 79b, 79c, 79d, 83, 85. Lyngbrekku 20. Selbrekku 2, 4, 6. Enda liggi fyrir samþykki meðeiganda.

9.1007004 - Bæjarráð - 2556, 8. júlí 2010.

Skipulagsnefnd 6. júlí 2010:

1004260 - Elliðahvammur, starfsleyfi.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar

0904140 - Álaþing 5, stækkun lóðar.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

1004001 - Engjaþing 5 - 7, breytt deiliskipulag.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

1006213 - Kópavogsbraut 6, bílskúr og stúdíóíbúð.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar erindinu.

1006494 - Kópavogsbær - Kópavogshæli.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsfndar.

10.812063 - Skíðasvæðið í Bláfjöllum, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2010 var erindið lagt fram á ný. Sviðsstjóri Skipulags- og umhverfissviðs mun skýra frá stöðu málsins.

Sviðsstjóri Skipulags- og umhverfissviðs gerði grein fyrir stöðu málsins.

11.1002115 - Fífuhvammsland vesturhluti, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 16. febrúar 2010 var lögð fram tillaga Skipulags- og umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi Fífuhvammslands, vesturhluta. Atvinnu- og íbúarsvæði sunnan Fífuhvammsvegar sem samþykkt var í bæjarstjórn 21. desember 1994 m.s.br. samþykkt í bæjarstjórn 11. apríl 1995. Í tillögunni felst að Lindarvegur breikkar um eina akrein við gatnamót Fífuhvammsvegar og Lindarvegar. Lega göngustíga og mana/ hljóðveggja breytist. Lögð fram drög að umhverfisskýrslu og matslýsingu.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi skipulagsnefndar 16. mars 2010 er lögð fram umhverfismatsskýrsla dags. mars 2010.
Skipulagsnefnd samþykkti umhverfismatsskýrslu dags. mars 2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi bæjarráðs 18. febrúar 2010 var samþykkt að tillagan verði auglýst.
Tillagan var auglýst 30. mars til 4. maí 2010, með athugasemdafresti til 18. maí 2010. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 18. maí 2010 var tillagan lögð fram á ný ásamt athugasemdum.
Skipulagsnefnd fól Skipulags- og umhverfissviði að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 6. júlí 2010 var tillagan lögð fram á ný.
Frestað. Skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að halda fund með fulltrúum íbúa, sem sendu inn athugasemdir við tillöguna.
Á fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2010 var tillagan lögð fram á ný ásamt fundargerðum funda með fulltrúum íbúa, sem sendu inn athugasemdir og drög að umsögn Skipulags- og umhverfissviðs dags. 17. ágúst 2010.

Frestað. Skipulagsnefnd óskar eftir því að Skipulags- og umhverfissvið boði íbúa og hagsmunaaðila til samráðsfunda, þar sem m.a. verði farið yfir stöðu málsins og mögulegar úrlausnir ræddar.

12.910464 - Götureitur Kópavogsbraut, Kópavör, Þinghólsbraut, Suðurvör.

Á fundi skipulagsnefndar 3. nóvember 2009 var lagt fram erindi Ingibjargar Baldursdóttur fh. eigenda nr. 69 við Kópavogsbraut. Í erindi felst að óskað er eftir heimild til að skipta lóðinni í tvær lóðir, með annað hvort parhúsi eða tveimur einbýlishúsum.
Meðfylgjandi: Skýringarmyndir.
Skipulagsnefnd samþykkti að fela Skipulags- og umhverfissviði að vinna deiliskipulagstillögu fyrir götureitinn milli Kópavarar, Kópavogsbrautar, Þinghólsbrautar og Suðurvarar.
á fundi skipulagsnefndar 15. desember 2009 var tillaga varðandi götureitinn lögð fram. Í tillögu skipulags- og umhverfissviðs dags. 4. desember 2009, kemur fram m.a. umfang skráðra bygginga í götureitnum, fjöldi íbúða, hæð byggingar og stærð lóða. Einnig eru sýndar hugmyndir að nýjum og breyttum byggingarreitum ásamt nýtingarhlutfalli hverrar lóðar.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að leita eftir áliti hlutaðeigandi lóðarhafa á skipulagssvæðinu sbr. framlagða hugmynd.
Haldinn var kynningarfundur með hlutaðeigandi 28. janúar 2010, þar sem óskað var eftir hugmyndum lóðarhafa í götureitnum.
Í bréfi dags. 29. janúar 2010 til viðkomandi lóðarhafa var gefinn frestur til að skila erindum til 15. febrúar 2010.
Á fundi skipulagsnefndar 16. mars 2010 var erindið lagt fram á ný ásamt tillögu að deiliskipulagi reitsins dags. 12. mars 2010.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Fulltrúar Samfylkingarinnar bóka: ""Fögnum því að barátta okkar í skipulagsnefnd fyrir bættum vinnubrögðum hafi borið árangur og hér eftir verði götureitir í ódeiliskipulögðum hverfum að jafnaði skipulagðir sem ein heild.""
Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks ""mótmælum því harðlega að ekki hafi verið ástunduð góð vinnubrögð við vinnu að skipulagsmálum í Kópavogi, hvort sem er í skipulagsnefnd eða á Skipulags- og umhverfissviði.""
Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna ""fagnar því skrefi sem nú hefur verið stigið í átt til þess að deiliskipuleggja heila götureiti í stað einstakra lóða í ódeiliskipulögðum hverfum bæjarins.""
Fulltrúar Samfylkingar bóka: ""Samfylkingin harmar að meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna skuli velja að snúa út úr okkar orðum með því að draga starfsmenn Skipulags- og umhverfissviðs inn í umræðuna. Við erum á engan hátt að saka starfsmenn Skipulags- og umhverfissviðs um ófagleg vinnubrögð. Hér er um að ræða pólitískan ágreining um framkvæmd skipulags, og hefur m.a. Úrskurðarnefnd skipulagsmála fellt úrskurð í samræmi við okkar sjónarmið.""
Á fundi bæjarráðs 18. mars 2010 var samþykkt að tillagan væri auglýst.
Tillagan var auglýst 30. mars til 4. maí 2010, með athugasemdafresti til 18. maí 2010. Athugasemdir og ábendingar bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 18. maí 2010 var tillagan lögð fram á ný ásamt athugasemdum og ábendingum.
Skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 6. júlí 2010 var tillagan lögð fram á ný.
Skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2010 var tillagan lögð fram á ný ásamt umsögn dags. 17. ágúst 2010.

Frestað.

 

 

 

13.903151 - Kársnesbraut 78-84, Vesturvör 7 og göng undir Vesturvör að bryggjuhverfi, deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa varðandi nr. 78 við Kársnesbraut dags. 17. mars 2009. Erindið varðar leyfi til þess að byggja bílskúr á norðurhluta lóðarinnar.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur í mkv. 1:100 dags. 10. feb. ´09.
Skipulagsnefnd samþykkir að vísa erindinu til umsagnar bæjarskipulags.
Á fundi skipulagsnefndar 15. september 2009 var erindið lagt fram á ný ásamt umsögn bæjarskipulags dags. 15. september 2009.
Frestað. Skipulagsnefnd fól skipulagsstjóra að vinna að gerð deiliskipulags fyrir Kárnesbraut 78, bæjarland við Kárnesbraut 76-80 og undirgöng undir Vesturvör að Bryggjuhverfi.
Á fundi skipulagsnefndar 19. janúar 2010 var erindið lagt fram á ný og staða málsins kynnt.
Skipulagsnefnd fól skipulagsstjóra að kynna framlagða hugmynd lóðarhöfum Kársnesbraut 76, 78, 80, 82, 82a, 84 og Vesturvör 7.
Haldinn var kynningarfundur með hlutaðeigandi um skipulagsvinnuna 10. febrúar 2010. Í bréfi dags. 11. febrúar 2010 var gefinn frestur til að koma að ábendingum eða tillögum til 12. apríl 2010. Engar ábendingar eða tillögur bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 16. mars 2010 er erindið lagt fram á ný ásamt tillögu að deiliskipulagi reitsins dags. 12. mars 2010.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi bæjarráðs 18. mars 2010 var samþykkt að tillagan verði auglýst.
Tillagan var auglýst 30. mars til 4. maí 2010, með athugasemdafresti til 18. maí 2010. Ábendingar og athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 18. maí 2010 var tillagan til umfjöllunar á ný ásamt ábendingum og athugasemdum.
Skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 6. júlí 2010 var tillagan til umfjöllunar á ný.
Skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2010 var tillagan, breytt 17. ágúst 2010, til umfjöllunar á ný ásamt umsögn dags. 17. ágúst 2010 og bréfi lóðarhafa Kársnesbraot 80a dags. 13. ágúst 2010.

Skipulagsnefnd samþykkir umsögn Skipulags- og umhverfissviðs dags. 17. ágúst 2010, erindi dags. 14. desember 2009 og breytt 17. ágúst 2010, þar sem komið hefur verið til móts við innsendar athugasemdir og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

14.1005061 - Vesturvör 26, tímabundin afnot lands.

Á fundi skipulagsnefndar 18. maí 2010 var lagt fram erindi Járn og blikk ehf. dags. 24. mars 2010, lóðarhafa nr. 26 við Vesturvör. Erindið varðar ósk um afnot af landi norðan lóðarinnar til skamms tíma.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins og óskar eftir umsögn Framkvæmda- og tæknisvið.
Á fundi skipulagsnefndar 6. júlí 2010 var erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn Framkvæmda- og tæknisviðs dags. 5. júlí 2010.
Frestað, skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að skoða mögulega útfærslu, til þess að geta orðið við erindinu.
Á fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2010 var erindið lagt fram á ný ásamt bréfi frá Járn og blikk dags. 22. júlí 2010 er varðar öryggi lagna í jörðu, lagningu göngustígs og kostnað.

Frestað. Greint frá stöðu málsins.

15.1006138 - Sunnubraut 46, bílageymsla.

Á fundi skipulagsnefndar 6. júlí 2010 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 25. maí 2010. Erindið varðar ósk um leyfi til að byggja bílageymslu við austurhlið hússins nr. 46 við Sunnubraut.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir dags. 20. maí 2010 í mkv. 1:100
Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu skv. 7. mgr. 43. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, til lóðarhafa Sunnubraut 41, 42, 43, 44, 45, 47, 48. Þinghólsbraut 39, 41, 43, 45.
Kynning fór fram 13. júlí til 16. ágúst 2010. Engar athugasemdir bárust
Á fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2010 var erindið lagt fram á ný.

Skipulagsnefnd hefur kynnt erindið í grenndarkynningu og vísar því til afgreiðslu byggingarnefndar. 

16.1006448 - Grundarsmári 16, stækkun húss

Á fundi skipulagsnefndar 6. júlí 2010 var lagt fram erindi lóðarhafa nr. 16 við Grundarsmára dags. 25. júní 2010. Erindið varðar leyfi til stækkunar hússins til vesturs um 5 m² og tengja stækkunina við sólhýsi á suðurhlið.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir dags. 5. júní 2010 í mkv. 1:100
Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu skv. 2. mgr. 26. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, til lóðarhafa Grundarsmára 11, 13, 14, 15, 17, 18, 20. Grófarsmára 27, 29, 31, 33, 35.
Kynning fór fram 15. júlí til 16. ágúst 2010. Engar athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2010 var erindið lagt fram að nýju.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

 

17.1007018 - Breiðahvarf 6, hesthús

Á fundi skipulagsnefndar 6. júlí 2010 var lagt fram erindi lóðarhafa nr. 6 við Breiðahvarf og varðar leyfi til byggingar hesthúss á lóðinni.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur dags. 1. júli 2010 í mkv. 1:100 og 1:500
Skipulagsnefnd samþykkir skv. 2. mgr. 26. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, að senda erindið í kynningu til lóðarhafa Breiðahvarfi 2, 4, 7, 8, 9, 10, 11, 12, 13, 15, 17. Faxahvarf 3, 12. Fákahvarf 13, 18.
Kynning fór fram 14. júlí til 16. ágúst 2010. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2010 var erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.

Frestað. Skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.

18.1006315 - Björtusalir 17, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 6. júlí 2010 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa vegna nr. 17 við Björtusali dags. 21. júní 2010. Erindið varðar leyfi til að þegar reist 5,3 m² útigeymsla fái að standa á suður hluta lóðarinnar.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur dags. 14. júní ´10 í mkv. 1:100
Frestað. Skipulagsnefnd samþykkir að fela Skipulags- og umhverfissviði að ræða við lóðarhafa.
Á fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2010 var erindið lagt fram að nýju.

Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu samk. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 til  allra lóðarhafa Björtusala.

19.1005072 - Vallakór 1-3, aðkoma

Á fundi skipulagsnefndar 6. júlí 2010 var lagt fram erindi frá bæjarráði dags. 16. júní 2010. Erindið varðar skoðun á breyttri aðkomu að Kórnum og afmörkun bílastæða íbúðarhúsa við Vallakór.
Frestað. Skipulagsnefnd vísar erindinu til Skipulags- og umhverfissviðs.
Á fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2010 var erindið lagt fram að nýju.

Frestað. Skipulagsnefnd óskar umsagnar umferðarnefndar.

20.912630 - Dalvegur 6 - 8, gegnum akstur.

Á fundi skipulagsnefndar 6. júlí 2010 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 22. júní 2010. Í erindinu felst að óskað er álits skipulagsnefndar á því hvort forsendur um umferðarkvöð hafi breyst, vegna breyttra forsendna í skipulagi.
Frestað. Skipulagsnefnd óskar eftir tillögum Skipulags- og umhverfissviðs.
Á fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2010 var erindið lagt fram að nýju, þar sem lagt var til að ekki verði fallið frá kvöð um gegnum akstur.

Skipulagsnefnd tekur undir tillögu Skipulags- og umhverfissviðs og vísar erindinu til byggingarnefndar.

Fundi slitið - kl. 18:30.