Skipulagsnefnd

1284. fundur 03. október 2016 kl. 16:00 - 19:20 í Siglingaklúbbnum Ými Vesturvör
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Andrés Pétursson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Sigríður Kristjánsdóttir aðalfulltrúi
  • J. Júlíus Hafstein aðalfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

1.1605924 - Kársnesbraut 123. Viðbygging. Grenndarkynning.

Frá byggingarfulltrúa:
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi VSB verkfræðistofu, dags. 28.4.2016, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir heimild fyrir breytingum á Kársnesbraut 123. Í breytingunni felst að byggt verði við húsið á norðvestur horni þess, tæpa 36 m2 viðbyggingu. Nýtt mænisþak verður sett ofan á núverandi þakflöt. Hæsti punktur nýs mænisþak verður 1,6 metrum hærri en núverandi þak sbr. uppdráttum dags. 28.4.2016. Á fundi skipulagsnefndar 30. maí 2016 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kársnesbrautar 121 og 125; Holtagerðis 66, 68 og 70. Kynningartíma lauk 5. september 2016. Athugasemdir bárust frá Halldóru Aradóttur og George L. Claassen, Holtagerði 70, dags. 5.9.2016. Með bréfi dags. 26.9.2016 draga framangreind athugasemd sína til baka.
Lagt fram að nýju.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

2.1609380 - Kársnes. Hverfisáætlun. Þróunarsvæði.

Staða málsins kynnt.

3.1505366 - Nordic Built Cities. Hugmyndasamkeppni. Kársnes

Undir liðnum önnur mál leggur Ása Richardsdóttir til að skipulagsnefnd samþykki að halda rýnifund með þátttakendum úr fyrsta og öðru þrepi samkeppninnar Kársneshöfn sjálfbær líftaug. Dómnefnd keppninnar verði falið að undirbúa fundinn í samræmi við hugmyndafræði Arkitektafélags Íslands um rýnifundi.

Skipulagsnefnd hafnar tillögu Ásu Richardsdóttur með 4 atkvæðum Theódóru Þorsteinsdóttur, Sigríðar Kristjánsdóttur, Andrésar Péturssonar og Júlíusar Hafstein og hjásetu Guðmundar Geirdal og Kristins Dags Gissurarsonar. Ása Richardsdóttir greiddi atkvæði með tillögunni.

Bókun frá Ásu Richardsdóttur:
„Það er mjög miður að ítrekaðar beiðnir um rýnifund allra keppenda í samkeppni Kársneshöfn- sjálfbær líftaug, séu hundsaðar. Slíkur fundur yrði öllum aðilum til góðs, Kópavogsbæ, fagfólki og nefndarfólki hans, keppendum og íbúum bæjarins. Það er von mín að nefndin endurskoði afstöðu sína.“

Bókun frá Theódóru Þorsteinsdóttur, Sigríði Kristjánsdóttur, Andrési Péturssyni, Júlíusi Hafstein, Guðmundi Geirdal og Kristni Degi Gissurarsyni: „Arkitektafélaginu sem og öðrum fagfélögum er frjálst að standa fyrir rýnifundi um Kársnessamkeppnina. Arkitektafélagið er ekki samstarfsfélagi í Nordic Built keppninni en það kemur ekki í veg fyrir að það haldi rýnifund um það sem því hentar án þess að Kópavogsbær komi þar að, öll gögn eru opin í Nordic Built og við gætum hjálpast að við að stilla upp.“

Bókun frá Ásu Richardsdóttur:
„Það er eðlilegt Kópavogsbær eigi frumkvæði að rýnifundi um eigin keppni.“

Fundi slitið - kl. 19:20.