Skipulagsnefnd

1189. fundur 19. apríl 2011 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundargerð ritaði: Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
Dagskrá

1.1103022 - Bæjarráð - 2589. 17. mars 2011.

1010192 - Rjúpnahæð vesturhluti, breytt aðalskipulag.
Bæjarráð vísaði tillögunni til bæjarstjórnar.

1010193 - Rjúpnahæð vesturhluti, breytt deiliskipulag.
Bæjarráð frestaði afgreiðslu skipulagsnefndar.

1103084 - Lundur 86-92. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð staðfesti afgreiðslu skipulagsnefndar.

2.1103013 - Bæjarstjórn - 1034. 22. mars 2011.

1010192 - Rjúpnahæð vesturhluti, breytt aðalskipulag.
Bæjarstjórn samþykkti framlagða tillögu að breyttu aðalskipulagi Rjúpnahæðar vesturhluta dags. 19. október 2010 ásamt umsögn dags. 15. mars 2011 um athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma.

3.1103092 - Nónhæð. Erindi stjórnar Betri Nónhæðar

Farið yfir fund með stjórn íbúasamtakanna Betri Nónhæð sem haldinn var 31. mars 2011.

Lagt fram minnisblað frá fundinum dags. 14. apríl 2011.

4.1007118 - Skráning gamalla húsa.

Lagt fram erindi Húsafriðunarnefndar dags. 15. mars 2011 þar sem fram kemur að nefndin hefur ákveðið að veita styrk úr sjóðnum að upphæð kr. 700.000,- til að vinna: Byggða- og húsakönnun fyrir íbúðarhúsnæði þar sem byggingarár er skráð 1950 og fyrr.

Skipulagsnefnd þakkar Húsafriðunarnefnd veittan stuðning við verkefnið.

5.1102013 - Smiðjuvegur 48 og 50. Óskað heimildar til gera bílastæði austan við lóð

Lögð fram að nýju tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að breyttu deiliskipulagi austan Smiðjuvegar 48-66. Í tillögunni kemur fram aðkoma, fyrirkomulag bílastæða, lóðamörk, stígar, lagnir og gróður.
Greint frá samráðsfundi sem haldinn var með lóðarhöfum 10. mars 2011. Einnig lögð fram erindi lóðarhafa þar sem fram kemur samþykki fyrir umræddri breytingu.

Skipulagsnefnda samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.

6.1011345 - Friðlýsing Skerjafjarðar

Gerð grein fyrir tillögugerð Skipulags- og byggingardeildar í samvinnu við Umhverfisstofnun að friðlýsingu Skerjafjarðar. Lögð fram fundargerð samráðsfundar fulltrúa sveitarfélags umhverfis Skerjafjörð sem haldinn var á Umhverfisstofnun 11. mars 2011. Í niðurstöðu fundarins kemur m.a. fram að fundarmenn voru sammála um mikilvægi þess að sveitarfélögin stilli sig saman og að tenging verði milli samráðshóps um friðlýsingu og fulltrúa sveitarfélaga í starfshópi SSH um svæðisskipulag.

Staða málins kynnt.

7.1103280 - Grundarhvarf 2a, breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi lóðarhafa dags. 26. janúar 2011 að útfærslu deiliskipulags á lóðinni nr. 2a við Grundarhvarf. Í útfærslunni felst að fyrirhugaðar svalir á austurgafli hússins fara að hluta út úr samþykktum ytri byggingarreit. Uppdrættir Sveins Ívarssonar arkitekts í mkv. 1:100.

Með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er það mat skipulagsnefndar að umrædd breyting á deiliskipulagi við Grundarhvarf 2a hafi ekki grenndaráhrif og samþykkir því erindið.

 

Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

8.905237 - Borgarholtsbraut 15. Ósk um breytt aðgengi.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að breyttu aðgangi lóðarinnar nr. 15. við Borgarholtsbraut. Lögð fram fundargerð umhverfis- og samgöngunefndar frá 21. mars 2011. Þá lögð fram drög að endurnýjum lóðarleigusamningi fyrir lóðina sem tekur mið af afmörkun lóðarinnar samanber gildandi deiliskipulag sem samþykkt var í bæjarráði 24. maí 2002 og útgefið í B-deild Stjórnartíðinda 19. júmí 2002. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir og ábendingar: Jón Guðlaugur Magnússon, dags. 28. mars 2011, Valgerður Benediktsdóttir, dags. 29. mars 2011, Árni Björn Jónsson og Guðrún Ragnarsdóttir, dags. 29. mars 2011. Lögð verður fram umsögn umhverfis- og samgöngunefndar 15. apríl 2011.

Athugasemdir og ábendingar kynnta.

Frestað.

9.1102243 - Kópavogsbakki 2- 4 og 6,breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi við Kópavogsbakka 2 og 4 í mkv. 1:2000 dags. 15. febrúar 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir og ábendingar: Björg Gísladóttir, Ásdís Ólafsdóttir, Sverrir Matthíasson, Magnús V. Jóhannsson, Árni Þorsteinsson, Guðmundur Jóhann Jónsson, Gunnar Freyr Sverrisson, Logi Kristjánsson, Jónas Haraldsson og Katrín Gísladóttir, dags. 6. mars 2011, Björn Ingi Sveinsson, dags. 14. mars 2011.

Athugasemdir og ábendingar lagðar fram.

Frestað.

 

10.1011215 - Tunguheiði 8, þakhýsi.

Lagt fram að nýju erindi lóðarhafa Tunguheiðar 8 þar sem óskað er eftir leyfi fyrir þakhús á hluta húseignarinnar.
Meðfylgjandi: Uppdrætti ásamt skýringarmyndum GINGI Garðastræti 17 mkv. 1.100 og 1:500 dags. 9. júlí 2010.
Ennfremur lögð fram umsögn Skipulags- og byggingardeildar um athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma. Er umsögnin dags. 12. apríl 2011.

Guðmundur Örn Jónsson vék af fundi.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að ræða við lóðarhafa Tunguheiði 12 og Skálaheiðar 5 og 7.

Frestað.

11.1103344 - Lækjarbotnaland 35, stækkun

Lagt fram erindi Jóns Ágústs Guðmundssonar og Ágúst Þórs Ormssonar, lóðarhafar Lækjarbotnalands 35 dags. 5. nóvember 2010 auk tölvupósts dags. 21. febrúar 2011 þar sem óskað er eftir því að leigulandið Lækjarbotnarland 35 nái einnig yfir Lækjarbotnaland 36, koma fyrir 4 íbúðargámaeiningum á lóðinni og setja þak yfir, byggja sólpalla, setja niður rotþró, laga veg og fá jafnframt heimild til að taka inn vatn og rafmagn. Meðfylgjandi loftmynd, ljósmyndir og teikning ódags.

Hafnað.

Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

12.1103073 - Kársneshöfn. Athafnasvæði. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Björn Jónssonar f.h. OK Hull ehf dags. 1. mars 2011 þar sem óskað er eftir lóð undir hafnsækna starfsemi. Ennfremur lögð fram tillaga Skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi hafnarsvæðisins á Kársnesi. Í tillögunni er gert ráð fyrir nýrri athafnalóð norðan Vesturvarar 34 og 36, Vesturvör 38. Uppdráttur 1:1000 dags. í mars 2011.

Skipulagsnefnd samþykkir að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi hafnarsvæðisins verði auglýst í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

13.1103366 - Álfhólsvegur 81, breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 15. mars 2011 varðandi erindi lóðarhafa við Álfhólsveg 81. Í erindinu felst ósk lóðarfhafa Agnars Georgs Guðjónssonar um að byggja bílskúr á lóðinni, hækka hús og fjölga íbúðum úr 3 í 5. Uppdrætti í mkv. 1:500 og 1:100 dags. í september 2010. Samþykki meðeiganda Halldórs Kristins Björnssonar liggur fyrir.

Skipulagsnefnd vísar tillögunni frá þar sem framlögð gögn eru ófullnægjandi.

14.1103373 - Dalsmári 9-11, útisvæði

Lagt fram erindi KRark f.h. lóðarhafa að Dalvegi 9-11 þar sem óskað er eftir afnotum af hluta opins svæðis sunnan við eystri skemmu Sporthússins. Uppdrættir í mkv. 1:500 dags. í apríl 2011.

Með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er það mat skipulagsnefndar að umrædd breyting á deiliskipulagi við Dalsmára 9-11 hafi ekki grenndaráhrif og samþykkir því erindið.

Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

15.1103343 - Lausar lóðir apríl 2011

Frá skrifstofustjóra Umhverfissviðs.
Lagður fram list yfir lausar lóðir á nýbyggingarsvæðum Kópavogs dags. apríl 2011.

Skipulagsnefnd þakkar framlögð gögn og hvetur til þess að gert verði átak í að auglýsa lausar lóðir til úthlutunar.

Málinu vísað til bæjarráðs.

16.1104016 - Ósk um útikennslusvæði

Lagt er fram erindi frá Vatnsendaskóla og leikskólanum Sólhvörfum dags. 23. mars 2011 þar sem óskað er eftir því að fá til umráða svæði til útikennslu. Einnig eru lagðar fram hugmyndir umhverfissviðs um staðsetningu svæðisins.

Skipulagsnefnd samþykkir að unnið verði áfram að málinu í samráði við skólayfirvöld og ábúenda Vatnsendabýlisins.

17.1104026 - Kópavogsbraut 79, breytt deiliskipulag

Lögð er fram tilaga ES. teiknistofunnar dags. 4. apríl 2011 að breyttu deiliskipulagi að Kópavogsbraut 79. Í tillögunni felst breytt staðsetning bílgeymslu í fyrirhugaðri nýbyggingu. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 4. apríl 2011.

Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til lóðarhafa við Kópavogsbraut 76, 77, 78 og 80 og við Þingholtsbraut 40, 42 og 44.

 

18.1104044 - Skólagerði 3, deiliskipulag

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 19. apríl 2011. Í erindinu er óskað heimildar skipulagsnefndar til að reisa 54 m2 viðbyggingu á einni hæð við suðurhlið hússins. Uppdrættir í mkv. 1:100

Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til lóðarhafa við Skólagerði 1, 5 og 7 og Borgarholtsbraut 40 og 42.

19.1104204 - Jórsalir 2, breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi lóðarhafa að Jórsölum 2 dags. 15. apríl 2011 þar sem óskað er heimildar skipulagsnefndar til að setja skyggni yfir bílastæði, sbr. uppdrætti KRark dags. 15. apríl 2011.

Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til lóðarhafa við Jórsali 1, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 10, 12, 14, 16 og 18.

20.1104206 - Hæðarendi 6-8, breytt deiliskipulag

Lagt er fram erindi Sveinn Ívarssonar arkitekts f.h. lóðarhafa Hæðarenda 6-8 dags. 14. apríl 2011. Óskað er eftir hækkun á hámarkshæð mænis um 42 sentimetra og hækkun á vegghæð um 22 sentimetra. Uppdrættir í mkv. 1:100.Samþykkir lóðarhafa við Hæðarenda 1-3,4, 5,12 og Hlíðarenda 5, 9 og 11 liggur fyrir.

Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til lóðarhafa við Hæðarenda 1-3, 2-4, 5-7, 10-12, og Hlíðarenda 1-3, 5-7 og 9-11.

21.1104212 - Skautahöll við Dalsmára.

Lagt er fram erindi Vilhelm Patrick Bernhöft dags. 15. apríl 2011 f.h. Skautafélagsins Fálkar. Í erindinu er kynnt hugmynd að staðsetningu skautahallar í Kópavogsdal austan Dalsmára 9-11.

Frestað.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að ræða við erindishafa.

22.1104228 - Kastalagerði 4, deiliskipulag

Lagt er fram erindi frá lóðarhafa dags. 13. apríl 2011. Í erindinu er óskað eftir leyfi til að byggja við kjallara hússins. Uppdrættir í mkv.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til lóðarhafa við Kastalagerði nr. 6, Urðarbraut nr. 5 og 7 og Borgarholtsbraut nr. 18.

23.1104038 - Sólvallaland Mosfellsbæ - Breyting á svæðisskipulagi.

Lagt er fram erindi frá Skipulagsstofnun dags. 25. mars 2011 varðandi staðfestingu á óverulegri breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Breytingin varðaði blandaðan byggingarreit í landi Sólvalla í Mosfellsbæ.

Lagt fram.

24.1004032 - Endurskoðun Aðalskipulags Grindavíkur 2010-2030.

Lagt er fram erindi Grindavíkurbæjar dags. 11. apríl 2011 varðandi endurskoðuna aðalskipulags Grindavíkur 2010-2030. Óskað er umsagnar frá Kópavogsbæ fyrir 5. maí 2011.

Með tilvísan til greinargerðar bæjarlögmanns Kópavogs dags. 18. apríl 2011 mótmælir skipulagsnefnd Kópavogs eindregið skilgreiningu bæjaryfirvalda í Grindavík hvað varðar afmörkun lögsögumarka Grindavíkur, sem ganga inn yfir staðarmörk Kópavogs í afrétti Seltjarnarhrepps hins forna við Stóra Kóngsfell.

Grindavík Aðalskipulag 2010-2030. Dreifbýlisuppdráttur í mkv. 1:50.000 dags. 8. apríl 2011. Vinnustofan Þverá ehf. Uppdráttur Landsforms ehf. í mkv. 1:50.000 dags. 11. apríl 2011.

 

25.1104034 - 5.tl.ákvæðis til bráðabirgða í skipulagslögum nr.123/2010

Lagt fram erindi frá Skipulagsstofnun dags. 25. mars 2011 varðandi afrit af deiliskipulagsuppdráttum sem samþykktir hafa verið af sveitarstjórn fyrir 1998 og hafa ekki verið auglýstir, hlotið staðfestingu ráðherra eða samþykktar af skipulagsstjóra ríkisins samkvæmt eldri lögum og reglugerðum settum þeim samanber 5. tl. ákvæðis til bráðabirgða í skipulagslögum nr. 123/2010. Sveitarstjórn skal senda umrædda uppdrætti Skipulagsstofnun til vörslu.

Lagt fram.

26.701100 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2000-2012

Lagt fram vinnurit skipulagsstjóra dags. 15. apríl 2011: Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2000-2012. Verkefnalýsing skipulagsgerðar og umhverfismats, sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 6. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Enn fremur lögð fram drög að kynningu og samráði við skipulagsgerðina gagnvart íbúum bæjarins og öðrum hagsmunaaðilum. Stefnt er að því að almennur kynningarfundur verði haldinn í Hörðuvallaskóla 5. maí 2011 kl. 17:00 til 18:30.

Samþykkt.

Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Önnur mál:
Lagt fram bréf frá Gunnari Þóri Gíslasyni og Sólveigu Ingólfsdóttur dags. 18. apríl 2011 vegna Kópavogsbakka 2. Skipulagsnefnd óskar eftir áliti Skipulagsstofnunar vegna verklags varðandi afhendingu gagna.

Fundi slitið - kl. 18:30.