Skipulagsnefnd

1239. fundur 20. maí 2014 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Jóhann Ísberg aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Vilhjálmur Einarsson aðalfulltrúi
  • Hreggviður Norðdahl aðalfulltrúi
  • Helga Elínborg Jónsdóttir aðalfulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður nefndar
  • Steingrímur Hauksson starfsmaður nefndar
  • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
  • Arnþór Sigurðsson varamaður
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval arkitekt
Dagskrá

1.1405360 - Skemmuvegur 48. Stækkun.

Lagt fram erindi Brjáns Guðjónssonar, framkvæmdarstjóra S.Helgasonar ehf., dags. 13.5.2014 vegna hugsanlegrar stækkunar húsnæðis S.Helgasonar við Skemmuveg 48. Óskað er eftir að kaupa lóð nr. 50 við Skemmuveg. Mefylgjandi eru hugmyndir að útfærslu nýbyggingar.

Frestað. Skipulagsnefnd lítur jákvætt á uppbyggingu.

2.1405381 - Skíðasvæði. Bláfjöll. Færsla á dómarahúsi.

Lögð fram tillaga Landslags ehf., f.h. Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins að færslu dómarahúss í Kóngsgili í Bláfjöllum. Uppdrættir í mkv. 1:50.000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 9.5.2014.

Samþykkt með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

3.1403264 - Langabrekka 2. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Fagsmíðar ehf., dags. 13.3.2014, að breyttu deiliskipulagi Löngubrekku 2. Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað um tvær frá samþykktu deiliskipulagi og verða fimm í heildina. Á lóð verða 10 bílastæði, tvö þeirra með aðkomu frá Löngubrekku en átta frá Laufbrekku. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,7. Á fundi skipulagsnefndar 18.3.2014 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Löngubrekku 1, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 11 og 13; Laufbrekku 1, 1a og 3; Lyngbrekku 1, 1a og 2. Kynningu lauk 2.5.2014. Athugsemdir bárust frá: Orkuveitu Reykjavíkur dags. 28.3.2014; Frá íbúum við Löngubrekku, Hjallabrekku, Lyngbrekku og Laufbrekku, alls 25 undirskriftir dags. 2.5.2014; Frá Kristjáni Kristjánssyni, Löngubrekku 5, dags. 30.4.2014.

Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Tveir nefndarmenn sitja hjá við afgreiðslu málsins.

4.1402523 - Grænatún 20. Byggingarleyfi. Grenndarkynning.

Lagt fram að nýju erindi Einars V. Tryggvasonar arkitekts, f.h. lóðarhafa Grænatúns 20. Í gildi er byggingarleyfi samþ. 25. maí 1989 fyrir tveggja hæða tvíbýli með tvöfaldri stakstæðri bílgeymslu. Í framlögðu erindi kemur meðal annars fram að einnar hæðar hús sem stendur á lóðinni verður rifið og tveggja hæða parhús reist í stað þess. Heildarbyggingarmagn verður 430m2, grunnflötur parhússins verður 250m2 og nýtingarhlutfall verður 0,47 sbr. uppdrætti dags. 13.2.2014. Umrædd breyting var kynnt í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá og með 24. september til 5. nóvember 2013. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma.

Hvað varðar fyrirhugaðar breytingar að Grænatúni 20 voru þær til umfjöllunar á síðasta ári. Þá var vísað til þess að verið væri að kynna breytingu á samþykktu deiliskipulagi sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga þar sem kveðið er á um breytingar á samþykktu deiliskipulagi. Umrædd breyting var kynnt með tilvísan í deiliskipulagsuppdrátt frá 1968: Ástúnsland og umhverfi. Í ljós hefur komið við lokaafgreiðslu málsins að umrætt deiliskipulag telst ekki vera í gildi þó svo að hús við Grænatún og Ástún hafi verið byggð samkvæmt því, nú síðast Ástún 6. Þá má jafnframt benda á að umrætt deiliskipulag er á skipulagssjá Skipulagsstofnunar auðkennt sem deiliskipulagt svæði þ.m.t. Grænatún 20. Sú villa hefur nú verið leiðrétt.

Á fundi skipulagsnefndar 18.2.2014 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir lóðarhöfum Grænatúns 16, 18, 22 og 24, Álfatúns 1, 3 og Nýbýlavegi 100, 102 og 104.

Kynningu lauk 28.3.2013. Athugasemdir bárust frá íbúum, undirskriftalisti, dags. 25.3.2014. og mótt. 28.3.2014.

Á fundi skipulagsnefndar 15.4.2014 var framlaögð tillaga samþykkt ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 15.4.2014 og málinu vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 22.4.2014 var erindinu vísað aftur til skipulagsnefndar

Lögð fram ný og breytt tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 20.5.2014. Í tillögu er miðað við að dregið sé úr byggingarmagni og byggingarreitir færðir til á lóð sbr. uppdráttum dags. 20.5.2014 í mkv. 1:500 ásamt skýringarmyndum.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarráð og bæjarstjórn að samþykkja tillögu dags. 20. maí 2014 þar sem dregið hefur verið úr byggingarmagni og byggingarreitir færðir til á lóð miðað við kynnta tillögu sem afgreidd var í skipulagsnefnd 15. apríl 2014. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Einn nefndarmaður sat hjá við afgreiðslu málsins.

 

Birgir H. Sigurðsson vék af fundi undir þessum lið.

5.1401073 - Vesturvör 12. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju erindi Einars V. Tryggvasonar, arkitekts, dags. 16.12.2013, f.h. lóðarhafa að breytingum að Vesturvör 12. Óskað er eftir að að rífa hluta af eldra húsnæði eða samtals 225m2 og byggja nýja 604m2 lagerbyggingu á vesturhluta lóðarinnar. Heildarbyggingarmagn fyrir breytingu er 4456 m2 en verður 4835m2 eftir breytingar, aukning um 379m2. Nýtingarhlutfall lóðar hækkar úr 0,39 í 0,42 sbr. uppdráttum í mkv. 1:500 dags. 16.12.2013. Kynningu lauk 25.3.2014. Athugasemd barst frá lóðarhöfum Vesturvarar 13 dags. 25.3.2014.

Á fundi skipulagsnefndar 15.4.2014 var afgreiðslu málsins frestað og óskað eftir umsögn skipulags- og byggingardeildar.

Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 20.5.2014.

Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

6.1402210 - Gulaþing 2. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Jakobs Líndal dags. 4.2.2014 f.h. Kópavogsbæjar að breyttu deiliskipulagi Gulaþings 2. Í breytingunni felst að lóðin stækkar úr 5000m2 í 5650m2, lega og stærð byggingarreits breytist og göngustígur sunnan við lóð mjókkar. Í stað leikskóla á einni hæð verður hann á einni hæð og kjallara. Lögun manar til vesturs breytist sem og lega göngustígs sbr. uppdrætti dags. 2.2.2014. Á fundi skipulagsnefndar 18.2.2014 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Gulaþings 2-26, Hafraþings 1-3, 5-7, 9-11, Dalaþings 1 og 2. Kynnngu lauk 28.3.2014. Athugasemdir bárust frá Ófeigi Fanndal, Dalaþingi 2, dags. 28.3.2014; frá Silfurtunglu ehf., Gulaþingi 4, dags. 28.3.2014.

Á fundi skipulagsnefndar 15.4.2014 var afgreiðslu málsins frestað og óskað eftir umsögn skipulags- og byggingardeildar.

Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 20.5.2014.

Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

7.1402401 - Sæbólsbraut 34. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi frá Studio Strik arkitektum, f.h. lóðarhafa dags. 12.2.2014. Óskað er eftir heimild til að stalla hæðir hússins líkt og gert hefur verið í húsi nr. 34a í stað þess að húsið sé hæð og ris (séð frá götu). Þannig verður húsið fullar tvær hæðir. Byggingarreitur, hámarkshæð og þakform breytast ekki sbr. uppdrætti dags. 10.2.2014. Á fundi skipulagsnefndar 18.2.2014 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Sæbólsbrautar 33, 34a, 35, 36, 37, 39, 41, 43, 45. Kynningu lauk 9. apríl 2014. Athugasemd barst frá Birgi Ómari Haraldssyni, Sæbólsbraut 36, dags. 30.3.2014.

Á fundi skipulagsnefndar 15.4.2014 var afgreiðslu málsins frestað og óskað eftir umsögn skipulags- og byggingardeildar.

Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 20.5.2014.

Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

8.1311396 - Auðbrekka 3. Viðbygging.

Frá bæjarráði:
Lagt fram að nýju erindi Onyx ehf., dags. 27.11.2013, f.h. lóðarhafa Auðbrekku 3. Sótt er um að stækka við jarðhæð hússins sem nemur 3,5m x 14,8m eða 51,8m2 sbr. uppdráttum dags. í október 2013 í mkv. 1:100 og 1:500. Á fundi skipulagsnefndar 21. janúar 2014 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða breytingartillögu fyrir lóðarhöfum Auðbrekku 1, 5 og Skeljabrekku 4. Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír fundarmenn sátu hjá. Kynningu lauk 27. febrúar 2014. Athugasemd barst á kynningartíma frá Svell ehf. dags. 1.2.2014. Á fundi skipulagsnefndar 18.3.2014 var erindinu frestað og skipulags- og byggingardeild falið að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir. Á fundi skipulagsnefndar 15.4.2014 var málinu hafnað og því vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar var samþykkt að vísa málinu aftur til skipulagsnefndar.

Við nánari skoðun er það mat skipulagsnefndar að fyrirhuguð viðbygging rýrir ekki aðkomu eða sameiginlega nýtingu bílastæða á lóð. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Einn nefndarmaður sat hjá við afgreiðslu málsins.

9.1402319 - Dalaþing 4. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Stefáns Þ. Ingólfssonar, arkitekts, dags. 13.2.2014 f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Dalaþings 4. Þak hússins er í dag 70cm hærra en skilmálar leyfa. Í breytingunni felst að þak lækkar um 48cm og fer því 22cm upp fyrir samþykktan byggingarreit sbr. uppdrætti dags. 13.2.2014. Á fundi skipulagsnefndar 18.2.2014 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Dalaþings 1, 2, 3, 5, 6, 7, 8, 9, Hafnaþing 5, 6, 8, 7, 8, 9, 10, 11, 12. Kynningu lauk 5.5.2014. Athugsemd barst frá Ófeigi Fanndal Birkissyni, Dalaþingi 2 dags. 5.5.2014.

Frestað. Vísað til umsagnar bæjarlögmanns.

10.1403199 - Laxalind 15. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Tómasar Þorvaldsonar hdl. dags. 17. mars 2014 f.h. lóðarhafa Laxalindar 15 að breyttu deiliskipulagi Laxalindar 15. Einnig lagður fram lóðaruppdráttur fyrir Laxalind 15 dags. 10. mars þar sem kemur fram girðing á lóðarmörkum, opin grillskáli og hjólageymlsa á lóðarmörkum. Með erindinu fylgir uppdráttur dags. 2. jan. 2014 með árituðu samþykki lóðarhafa Laxalindar 8, 12 og 13, vottorð Matthíasar Péturssonar og Matthíasar Matthíassonar auk bréf Péturs Guðmundssonar, hrl., dags. 16. nóvember 2012 f.h. lóðarhafa Laxalindar 17. Meðfylgjandi uppdrættir dags. 10. mars 2014. Á fundi skipulagsnefndar 18.3.2013 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Laxalindar 6, 8, 13, 17 og 19 ásamt Mánalind 12. Athugsemdir bárust frá Pétri Guðmundssyni, hrl., f.h. lóðarhafa Laxalindar 17, 19 og 10 (efri hæð) dags. 12.5.2014. Þá lagt fram mat á brunahættu vegna garðhýsa frá Eflu dags. 13.5.2014.

Frestað. Vísað til umsagnar bæjarlögmanns.

11.1405034 - Þrymsalir 1. Breytt deiliskipulag. Breyta einbýli í tvíbýli.

Lagt fram að nýju erindi lóðarhafa þar sem óskað er eftir að breyta þegar byggðu einbýlishúsi að Þrymsölum 1 í tvíbýli sbr. uppdráttum dags. 3.2.2014.
Lagt fram erindi Arinbjarnar Snorrasonar dags. 14. apríl 2014 þar sem óskað er endurupptöku á erindi varðandi breytingu á deiliskipulagi Þrymsala 1 þar sem einbýli verði breytt í tvíbýli.

Skipulagsnefnd staðfestir bókun sína frá 18. febrúar 2014 um að hafna tillögu þess efnis að breyta Þrymsölum 1 úr einbýli í tvíbýli. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

12.1308322 - Þinghólsbraut 63. Viðbygging.

Lagt fram að nýju erindi arkitektastofunnar Kurt og Pí f.h. lóðarhafa. Í breytingunni felst að byggð er bílageymsla á norð-vestur horni hússins og svalir þar framan við, sem tengjast núverandi svölum. Núverandi stigi niður í garð er endurgerður. Innbyggð sorpgeymsla er á austurhlið bílageymslu. Undir bílageymslu er geymsla með dyrum til suðurs en einnig er innangengt í hana úr núverandi geymslu. Jafnframt er gluggum breytt á vesturhlið. Allur frágangur og efnisval viðbyggingar er í samræmi við núverandi hús sbr. uppdráttum í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 30.7.2013. Á fundi skipulagsnefndar 27. ágúst 2013 var samþykkt með vísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Þinghólsbrautar 61, 62, 64, 65 og 66. Kynningu lauk 10. október 2013. Athugsemdir og ábendingar bárust. Lagt fram ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 5. nóvember 2013. Á fundi skipulagsnefndar 5.11.2013. var málinu frestað.

Skipulagsnefnd samþykkir tillögu dags. 20.5.2014 þar sem komið er til móts við framkomnar athugasemdir. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

 

Helga Jónsdóttir greiddi atkvæði gegn tillögunni.

13.1212132 - Ný rétt fyrir afrétt Seltjarnarneshrepps hins forna í lögsagnarumdæmi Kópavogs

Lagt fram erindi Sigurbjörns Þorbergssonar, f.h. stjórnar Sauðfjáreigendafélags Kópavogs og Fjáreigendafélags Reykjavíkur, dags. 6.12.2014. Í erindinu er óskað eftir að Lögbergsrétt verði flutt norður fyrir Suðurlandsveg við Heiðbrúnarkvísl sbr. uppdrátt dags. 20.5.2014.

Frestað.

14.1311250 - Svæðisskipulag 2015-2040

Lagt fram minnisblað skipulagsstjóra vegna tillögu að Svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins 2015-2040.

Lagt fram.

15.1405257 - Taðlosun á Kjóavöllum

Lagt fram erindi Félags hesthúsaeigenda á nýbyggingarsvæði Spretts dags. 7.5.2014 þar sem óskað er eftir að setja 1100 lítra kör fyrir framan hvert hesthús fyrir tað. Þá lagt fram minnisblað frá samötkunum Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs (GFF) dags. 20.5.2014.

Lagt fram. Afgreiðslu frestað.

16.1404476 - Frumvarp til laga um skipulagslög (bótaákvæði o.fl.), 512. mál

Frá nefndasviði Alþingis, dags. 15.4.2014, óskað umsagnar um frumvarp til laga um skipulagslög (bótaákvæði o.fl.), 512. mál.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við framkomið frumvarp.

17.1311393 - Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2024

Lagt fram bréf frá skipulagsstjóra dags. 7.4.2014 varðandi kynningu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2023.

Lagt fram.

18.1404016 - Bæjarstjórn - 1095. Fundur haldinn 22.4.2014.

1403021F - Skipulagsnefnd - 1238
1238. fundargerð í 25 liðum.
Lagt fram.

1404352 - Vallakór 6-8 (áður nr. 10)og Vallakór 1-3. Breytt deiliskipulag.
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 18.3.2014, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi við Vallakór 6-8 (áður nr. 10) og Vallakór 1-3.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkv. og tveimur hjásetum að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 43. gr. skipulagslaga.

14011091 - Hlíðarhjalli 16. Kynning á byggingarleyfi
Lagt fram erindi Random-ark ehf. dags. 23.1.2014 f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Hlíðarhjalla 16. Í breytingunni felst að byggja 27m2 sólskála á suðurhlið hússins, svalir verða á þaki sólskálans.
Bæjarstjórn samþykkir einróma afgreiðslu skipulagsnefndar.

1309251 - Laufbrekka 8. Viðbygging.
Lagt fram að nýju erindi Árna Friðrikssonar, arkitekts, dags. 27.11.2013, að breyttu deiliskipulagi Laufbrekku 8. Í breytingunni felst að byggð verður 34m2 viðbygging við vesturhlið íbúðarhússins.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar með 8 atkv. og þremur hjásetum.

1311396 - Auðbrekka 3. Viðbygging.
Lagt fram að nýju erindi Onyx ehf., dags. 27.11.2013, f.h. lóðarhafa Auðbrekku 3. Sótt er um að stækka við jarðhæð hússins sem nemur 3,5m x 14,8m eða 51,8m2 sbr. uppdráttum dags. í október 2013 í mkv. 1:100 og 1:500.
Bæjarstjórn samþykkir einróma að vísa málinu aftur til skipulagsnefndar.

1402523 - Grænatún 20. Byggingarleyfi. Grenndarkynning.
Lagt fram að nýju erindi Einars V. Tryggvasonar arkitekts, f.h. lóðarhafa Grænatúns 20. Í gildi er byggingarleyfi samþ. 25. maí 1989 fyrir tveggja hæða tvíbýli með tvöfaldri stakstæðri bílgeymslu. Í framlögðu erindi kemur meðal annars fram að einnar hæðar hús sem stendur á lóðinni verður rifið og tveggja hæða parhús reist í stað þess.
Bæjarstjórn samþykkir einróma að vísa málinu aftur til skipulagsnefndar.

1312013 - Álfhólsvegur 64. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Lögð fram að nýju tillaga Jóns Hrafns Hlöðverssonar, f.h. lóðarhafa að nýbyggingu við Álfhólsveg 64.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar með 10 atkv. og einni hjásetu.

1404313 - Geirland. Malarvinnsla. Endurnýjun starfsleyfis.
Lagt fram erindi Braga Sigurjónssonar dags. 9.4.2014. þar sem óskað er umsagnar skipulagsnefndar vegna umsóknar um framlengingu starfsleyfis hjá Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, vegna rekstrar á flokkunarvél, lager og söluaðstöðu jarðefna að Geirlandi við Suðurlandsveg.
Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að framkvæmdaleyfi fyrir malarvinnslu við Geirland verði framlengt í fjögur ár, með 10 atkv. og einni hjásetu.

14021052 - Sjóvarnir á Kársnesi og frágangur á opnum svæðum.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 31.3.2014 var tekið fyrir mál vegna sjóvarna og frágangs á opnum svæðum á Kársnesi. Nefndin gerði ekki athugasemd við tillöguna og vísaði henni til afgreiðslu skipulagsnefndar.
Bæjarstjórn samþykkir að unnið verði deiliskipulag af umræddu svæði og það kynnt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga, með 10 atkv. og einni hjásetu.

1212211 - Hagasmári 1, Smáralind, auglýsingarskilti
Lögð fram að nýju fyrirspurn G. Odds Víðissonar, arkitekts fh. Eignarhaldsfélags Smáralindar ehf. dags. 13.12.2012 þar sem óskað er álits skipulagsnefndar á áformum eiganda um að staðsetja flettiskilti á lóð Smáralindar.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar með 6 atkv. gegn einu atkv. Fjórir sitja hjá.

1311250 - Svæðisskipulag 2015-2040
Lagt fram bréf frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 24. mars þar sem óskað er eftir umsögnum og athugasemdum vegna kynningar á tillögu að nýju svæðisskipulagi hbsv. 2015-2040. Skipulagsnefnd óskar eftir því að boðað verði til sérstaks samráðsfundar skipulagsnefndar, umhverfis- og samgöngunefndar og bæjarstjórnar þar sem fulltrúar SSH kynni framlagða vinnutillögu að nýju svæðisskipulagi.
Lagt fram.

0903113 - Glaðheimar. Endurskoðun deiliskipulags.
Lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 6. desember 2013 um breytt deiliskipulag fyrir Glaðheima - Austurhluta.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi Glaðheima austurhluta uppdráttur í mkv. 1:1000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð, skipulagsskilmálum dags. 6. desember 2013 og umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 18. mars 2014 um framkomnar athugasemdir og ábendingar. Bæjarstjórn samþykkir jafnframt breytta afmörkun deiliskipulags Fífuhvammslands frá 9. desember 1993.
Samþykkt með 10 atkv. og einni hjásetu.

19.1403263 - Kópavogsgerði 5-7. Breytt deiliskipulag.

Í breytingunni felst að staðsetning fyrirhugaðs fjölbýlishúss er færð 3m til suðurs og 2,7m til austurs. Íbúðum fjölgar um 4 í kjallara hússins og verða því alls 22 íbúðir. Bílastæðum fjölgar úr 36 í 44 stæði og þar af 20 í bílageymslu. Byggingarreitur bílageymslu er breikkaður um 2m og færður til norðurs sem nemur 0,5m. Rampur við austurhlið bílageymslu er felldur út og í hans stað kemur byggingarreitur fyrir sérgeymslur íbúða og fyrir hjól og vagna. Aðkoma að bílageymslu er breytt þannig að hún verður frá Kópavogsgerði frá suðri milli húsana 1-3 og 5-7.
Miðað við gildandi byggingarreit þá breikkar reiturinn um 0,5-1,0 m að hluta til norðurs og suðurs, 1,0m. Útbyggingum á austur- og vesturgöflum, auk þess er gert ráð fyrir byggingareit fyrir einnar hæðar anddyrirsbyggingu á fyrstu hæð og innskotum í austur og vesturhluta fjórðu hæðar. Heildarbyggingarmagn hússins verður 3.900m² eftir breytingu og n.h. verður 1,35. Nýtingarhlutfall samkvæmt gildandi deiliskipulagi er 1,8.
Að öðru leyti gilda sömu skilmálar. Á fundi skipulagsnefndar 18.3.2014 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Kópavogsgerðis 1-3, Kópavogstúns 10-12 og Líknardeild Landspítalans. Einn nefndarmaður sat hjá. Kynningartími er til 18. júní 2014 en fyrir liggur skriflegt samþykki þeirra lóðarhafa sem grenndarkynning var send til dags. 19.5.2014.

Samþykkt með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

20.1404286 - Vogatunga 15. Kynning á byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi Sigurðar Hafsteinssonar, byggingatæknifræðings fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir heimild skipulagsnefndar til að reisa sólskála við Vogatundu 15. Uppfrætti í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 3. apríl 2014. Á fundi skipulasgnefndar 15.4.2014 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 44. gr. skipulagslaga fyrir lóðarhöfum Vogatungu 11 og 13. Kynningartíma lýkur 16.6.2014 en fyrir liggur skriflegt samþykki þeirra lóðarhafa sem grenndarkynning var send til dags. 3.4.2014.

Samþykkt með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

21.1312175 - Melahvarf 5. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Sveins Ívarssonar, arkitekts, dags. 5.12.2013 f.h. lóðarhafa. Óskað er eftir að breyta hesthúsi í tvö gistirými sbr. uppdráttum dags. 5.12.2013 í mkv. 1:100 og 1:500. Erindinu var frestað á fundi skipulagsnefndar 10.12.2013. Á fundi skipulagsnefndar 18.3.2014 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Melahvarf 1, 2, 4, 5, 6, 7 og 8 ásamt Grundarhvarf 6, 8 og 10. Kynningu lauk 6.5.2014. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

22.1309369 - Lundur 8-18. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Guðmundar Gunnlaugssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Lundar 8-18. Skipulagsnefnd frestaði erindinu þann 24.9.2013 og 10.12.2013 og óskaði eftir frekari gögnum. Á fundi skipulagsnefndar 21.1.2014 var samþykkt með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 28.1.2014 var afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest.

Tillagan var auglýst frá 10.3.2014-28.4.2014, auglýst í Fréttablaðinu 7.4.2014 og í Lögbirtingi 10.3.2014. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.

Samþykkt með fyrirvara um lóðamörk. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

23.1402453 - Nýbýlavegur 26. Ný íbúð.

Lagt fram að nýju erindi Jakobs Líndal, arkitekts, dags. 4.2.2014, f.h. lóðarhafa. Óskað er er eftir að breyta vinnusal á eystri helming 2. hæðar hússins í íbúð. Svalir verða á norðurhlið hússins, nýtingarhlutfall og heildarbyggingarmang helst óbreytt sbr. uppdrætti dags. 4.2.2014. Á fundi skipulagsnefndar 18.2.2014 var erindinu frestað.

Samþykkt. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

24.1405260 - Sunnubraut 30. Kynning á byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi Péturs Björnssonar, arkitekts, dags. 26.4.2014 f. h. lóðarhafa að breytingum að Sunnubraut 30. Í breytingunni felst að núverandi íbúðarhús verði rifin og þess í stað reist 2. hæða parhús. Mænishæð fyrirhugaðrar nýbyggingar verður sú sama og er á núverandi íbúðarhúsi sbr. uppdráttum í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 26.4.2014.

Frestað. Óskað eftir ítarlegri gögnum.

25.1405033 - Kársnesbraut 7. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Freys Frostasonar, arkitekts, dags. 5.5.2014 f.h. lóðarhafa að breyttu skipulagi lóðarinnar við Kársnesbraut 7. Í breytingunni felst að á lóðinni verðir byggð tvö þriggja hæða hús með inndreginni efstu hæð að hluta með 10 íbúðum alls. Íbúðirnar eru um 85m2, 3ja herbergja íbúðir með 2 stærri íbúðum á efstu hæðum sem eru 125m2 hvor. Geymslur eru í kjallara og bílastæði eru 1,5 bílastæði á íbúð á lóð. Hluti bílastæða er í bílskýli undir húsinu sem er í suðurhluta lóðar. Heildarbyggingarmagn er ráðgert 930m2 og nýtinhgarhlutfall 0,53 sbr. erindi dags. 5.5.2014.

Frestað.

26.1405359 - Hlégerði 8. Kynning á byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi Sigurðar Hafsteinssonar, byggingartæknifræðings, dags. 6.5.2014 f.h. lóðarhafa Hlégerðis 8. Óskað er eftir leyfi til að byggja 20,4m2 sólskála á vesturhlið íbúðarhússins sbr. uppdráttum dags. 6.5.2014. Samþykki lóðarhafa Hlégerðis 6 og Hlégerðis 10 liggur fyrir sbr. bréf dags. 7. maí 2014.

Samþykkt með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulaglagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

27.1405432 - Ísalind 5. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Sigurðar Hafsteinssonar, byggingartæknifræðings, dags. 19.5.2014, f.h. lóðarhafa um breytt deiliskipulag Ísalindar 5. Í breytingunni felst að reisa 18m2 geymsluhús á norðvestur hlið lóðarinnar, á lóðamörkum Ísalindar 7. Byggingarreitur geymsluhúss verður 3x6m að stærð og vegghæð 2,4m sbr. uppdrætti og erindi dags. 19.5.2014.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Ísalind 7, Jöklalind 4, 6 og 8.

28.1405447 - Faxahvarf 10. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Sigurðar Hafsteinssonar, byggingartæknifræðings, dags. 20.5.2014, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Faxahvarfs 10. Í breytingunni felst að byggja þak yfir geymsluport þannig að þak íbúðarhúss verði framlengt yfir núverandi geymsluport sbr. uppdráttum í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 20.5.2014

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Faxahvarfs 1, 3, 12, Fákahvarfs 9, 11 og 13.

29.1404593 - Þinghólsbraut 55. Viðbygging og stækkun bílskúrs.

Lagt fram erindi Davíðs Pitt, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 6.5.2014. Í breytingunni felst að stækkað er við bílskúr á norðvestur horni lóðar um 32m2 og þak bílskúrs hækkað. Við breytingu detta þrjú bílastæði innan lóðar út. Á suðvestur horni íbúðarhúss er kjallari stækkaður um 4 metra til suðurs eða 20m2. Ofan á stækkun verða svalir. Einnig er sótt um að reisa 120m2 vinnustofu á suðvestur hluta lóðar, 3 metra frá lóðamörkum Þinghólsbrautar 57 sbr. uppdrætti dags. 6.5.2014. Fyrir liggur skriflegt samþykki sumra aðliggjandi nágranna fyrir breytingum á bílskúr.

Frestað.

30.1403171 - Settjörn við Fornahvarf

Lögð fram tillaga að breyttri staðsetningu settjarnar við Fornahvarf sbr. uppdrætti dags. 20.5.2014 í mkv. 1:2000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 18:30.