Skipulagsnefnd

1192. fundur 19. júlí 2011 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundargerð ritaði: Birgir H. Sigurðsson skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.1106011 - Bæjarráð - 2599

Bæjarráð 16. júní 2011.
1104206 - Hæðarendi 6-8, breytt deiliskipulag
Bæjarráð samþykkir erindið.

1105633 - Þrúðsalir 7, deiliskipulag
Bæjarráð samþykkir erindið.

1104044 - Skólagerði 3, deiliskipulag
Bæjarráð samþykkir erindið.

 

2.701100 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2000-2012

Lögð fram umsögn Umhverfisstofnunar dags. 4. júlí 2011 varðandi verkefnalýsingu og tillögu að matslýsingu. Enn fremur lögð fram greinargerð umhverfis- og samgöngunefndar vegna vinnu við endurskoðun Staðardagskrár 21 dags. 16. júní 2011.

Lagt fram.

3.1005063 - Þríhnúkagígur. Mat á umhverfisáhrifum.

Drög að tillögu að matsáætlun voru auglýst 6. júní 2011 og gefinn tveggja vikna frestur til ábendinga og athugasemda.
Lagt fram minnisblað VSÓ ráðgjöf dags. 27. júní 2011: Þríhnúkagígur. Mat á umhverfisáhrifum. Ábendingar og athugasemdir við drög að tillögu að matsáætlun og tillaga að viðbrögðum.

Lagt fram.

Skipulagsnefnd leggur áherslu á að í Bláfjallafólkvangi verði engar framkvæmdir eða starfsemi sem geta ógnað vatnsvernd og vatnsbólum höfuðborgarsvæðisins.

Skipulagsnefnd telur jafnframt mikilvægt að hraðað verði úttekt SSH á stöðu vatnsverndar á höfuðborgarsvæðisins.

4.1103082 - Austurkór 92. Breytt deiliskipulag

Lagt fram að nýju erindi lóðarhafa Austurkórs 92 (104) dags. 2. mars 2011 og varðar breytingu á deiliskipulagi við Austurkór 92,- kynningargögn: Rjúpnahæð vestur. Austurkór 92, breytt deiliskipulag, dags. 23. mars 2011. Í breytingunni felst að byggingarreit fyrirhugaðs fjölbýlishúss er snúið, afmörkun lóðarinnar er breytt og hún stækkar, auk þess sem 6 stakstæðir bílskúrar verði á lóðinni í stað 2ja innbyggðra bílskúra. Athugasemdir og ábendingar bárust frá lóðarhöfum Austurkórs 163-165 Hirti Sigurjóni Bjarnasyni og Bjarna Hermanni Halldórssyni sbr. bréf dags. 13. maí 2011, lóðarhafa að Austurkór 90 Jóhannesi Ragnarssyni sbr. bréf dags. 16. maí 2011 og Ivon Stefáni Cilia f.h. lóðarhafa að Austurkór 161 sbr. bréf dags. 18. maí 2011.

Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar við athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma. Er umsögnin dags. 14. júní 2011.

Einnig er lagt fram erindi lóðarhafa Austurkórs 92 til formanns skipulagsnefndar dags. 24. júní 2011 ásamt fylgiskjölum. Þá lögð fram tillaga lóðarhafa Austurkór 92 merkt 4a. Tillögunni fylgja skýringarmyndir Hauks Ásgeirssonar dags. 31. maí 2011.

Lagðir fram minnispunktar Skipulags- og byggingardeildar frá samráðsfundum með málsaðilum sem haldnir voru 7. og 14. júlí 2011.

Lagðir fram tölvupóstar frá lóðarhöfum að Austurkór 163 og 165 dags. 13. júlí 2011 og Ásgeiri Ásgeirssyni, arkitekt f.h. lóðarhafa að Austurkór 161 dags. 13. júlí 2011.

Lagt fram erindi lóðarhafa Austurkórs 92 dags. 15. júlí 2011 ásamt fylgiskjölum.

Skipulagsnefnd hafnar kynntri tillögu að breyttu deiliskipulagi við Austurkór 92 á grundvelli ofangreindrar umsagnar Skipulags- og byggingardeildar og framkominna athugasemda.

Jóhann Ísberg situr hjá við afgreiðslu málsins.

Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

5.1107129 - Austurkór 90, breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi lóðarhafa Austurkórs 90 (102) dags. 14. júlí 2011 þar sem óskað er heimildar skipulagsnefndar til að lengja byggingarreit á langhlið um 4 m (1 m í suður og 3 m í norður), byggja 6 stakstæða bílskúra sunnan aðkomugötu og stækka jafnframt lóð til suðurs (undir fyrirhuguðum bílskúrum). Meðfylgjandi skýringaruppdráttur Jóns Hrafns Hlöðverssonar, byggingafræðings ásamt greinargerð ódags.

Frestað.

6.1106077 - Ný reglugerð um framkvæmdaleyfi. Umsögn.

Lögð fram drög skipulagsstjóra að umsögn um nýja reglugerð um framkvæmdaleyfi. Er umsögnin dags. 27. júní 2011.

Samþykkt.

7.1106206 - Kópavogsbraut 1D, breytt deiliskipulag

Lagt fram að nýju erindi KrArk ehf. fyrir hönd lóðarhafa Kópavogsbrautar 1D dags. 14. júní 2011 ásamt deiliskipulagsuppdrætti í mkv. 1:500, greinargerð og skýringarmyndum. Í breytingunni felst að fallið er frá að rífa núverandi hús að Kópavogsbraut 1d og í þess stað yrði það gert upp, heimilt yrði að hækka rishæð hússins, fella niður fyrirhugaða bílgeymslu við húsið og breyta lögun og stærð byggingarreitar. Í breytingunni felst jafnframt að miðað við gildandi deiliskipulag þá yrðu í húsinu 30 íbúðir í stað 45 og húsið yrði 4 hæðir auk kjallara í stað 6 hæða auk kjallara.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu fyrir Sunnuhlíð, lóðarhöfum Kópavogsbrautar 2, 4, 6, 8, 10 og 12, lóðarhafa Kópavogstúns 2-4 og lóðarhöfum Kópavogstúns 6-8.

8.1104090 - Lausar kennslustofur.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Umhverfissvið dags. 17. maí 2011 um lausar kennslustofur á lóð leikskólans við Álfkonuhvarf, sbr. uppdrátt í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 24. maí 2011; við leikskólann Rjúpnasölum sbr. uppdrátt í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 24. maí 2011 og á lóð Hörðuvallaskóla sbr. uppdrátt í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 25. maí 2011. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma.

Samþykkt. Vísað til bæjarráðs.

9.1010057 - Ferðamál. Stefnumótun.

Lagðar fram niðurstöður stefnumótunarfundar í ferðamálum sem haldinn var á vegum Menningar- og þróunarráðs Kópavogsbæjar 8. júní 2011.

Lagt fram.

Vísað til endurskoðunar aðalskipulags.

10.1106427 - Dimmuhvarf 11. Skipta lóð í tvær lóðir

Lögð fram tillaga Gingi - arkitekta f.h. lóðarhafa að skiptingu lóðarinnar nr. 11 við Dimmuhvarf 11 í tvær lóðir. Uppdráttur ásamt greinargerð og skýringarmyndum ódags.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Dimmuhvarfs 9, 9a, 11a, 10, 12, 13, 14, 25, 27 og 29.

11.1106231 - Hlíðarvegur 6, umsókn um byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa.
Lögð fram tillaga Verkfræðistofu Suðurnesja f.h. lóðarahafa um heimild til að byggja bílgeymslu austan við íbúðarhúsið að Hlíðarvegi 6. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 1. maí 2011. Enn fremur lagt fram samþykki lóðarhafa að Hlíðarvegi 8 dags. 14. júlí 2011.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hlíðarvegi 2, 3, 5, 5a og 8 og Hlíðarhvammi 12.

12.1106527 - Breiðahvarf, Ennishvarf og Brekkuhvarf. Lóðamörk og framkvæmdir við opið svæði.

Lögð fram mæliblöð, loftmynd og ljósmyndir er sýna frágang lóðar við opið svæði milli Breiðahvarfs, Ennishvarfs og Brekkuhvarfs. Gögnin sýna að við nokkrar lóðir við framangreindar götur hafa framkvæmdir farið út fyrir lóðamörk samkvæmt mæliblöðum og lóðarleigusamningum.

Vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

13.1106529 - Lindasmári 20, ósk um rekstur hársnyrtistofu.

Lagt fram erindi Lex lögmannsstofu f.h. lóðarhafa Lindasmára 20 dags. 12. júlí 2011. Erindið varðar umsókn um starfsleyfi fyrir hársnyrtistofu. Erindinu fylgja ljósmyndir af umræddu íbúðarhúsi og næsta nágrenni; yfirlitsuppdráttur af íbúðarreitnum Lindasmára 2-54; grunnmynd af neðrihæð hússins þar sem sýnd er hársnyrtistofa inn af anddyri. Auk þess fylgdu erindinu ljósrit af lögum og reglugerðum er málið varðar.
Lagt fram erindi Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis dags. 31. maí 2010 til byggingarfulltrúa Kópavogs þar sem óskað er eftir upplýsingum hvort umræddur rekstur sé í samræmi samþykkta notkun fasteingar.
Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 29. júní 2011 til Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis þar sem m.a. kemur fram að hársnyrtistofa samrýmist ekki skipulagi svæðisins.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum á reitnum Lindasmári 2-54.

14.705018 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Endurskoðun aðalskipulagsins 2001-2024. Verkefnalýsing skipulags

Lagt fram erindi Skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar dags. 1. júlí 2011 varðandi endurskoðun Aðalskipulags Reykjavíkur 2001-2024,- verkefnalýsing skipulagsgerðar og umhverfismats dags. 20. júní 2011.

Ekki eru gerðar athugasemdir við framlagða verkefnalýsingu skipulagsgerðar og umhverfismats.

Kópavogsbær áskilur sér rétt til að gera athugasemdir við aðalskipulagstillöguna þegar hún kemur til formlegrar kynningar á síðari stigum. 

15.705018 - Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024. Breytingartillögur vegna endurskoðunar aðalskipulags

Lagt fram erindi framkvæmdastjóra SSH. dags. 28. júní 2011 varðandi Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024. Breytingartillögur vegna endurskoðunar aðalskipulags Reykjavíkur. Verkefnalýsing skipulagsgerðar og umhverfismats.
Ofangreind verkefnalýsing var samþykkt á fundi svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins 3. júní 2011, sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana. Lýsingin er m.a. send aðildarsveitarfélögum svæðisskipulagsins til umsagnar.

Ekki eru gerðar athugasemdir við framlagða verkefnalýsingu skipulagsgerðar og umhverfismats.

Kópavogsbær áskilur sér rétt til að gera athugasemdir við svæðisskipulagstillöguna þegar hún kemur til formlegrar kynningar á síðari stigum. 

16.1103073 - Kársneshöfn. Athafnasvæði. Vesturvör 32-38. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi hafnarsvæðisins á Kársnesi, Vesturvör 32-38. Í breytingunni er gert ráð fyrir nýrri athafnalóð norðan Vesturvarar 34 og 36 þ.e. Vesturvör 38. Samkvæmt tillögunni verður lóðin tæplega 11.000 m2 að flatarmáli þar sem byggja má allt að 6000 m2 byggingu á 1-2 hæðum með vegghæð að hámarki 10 m og mænishæð 12 m. Aðkoma verður frá Vesturvör. Í tillögunni er einnig gert ráð fyrir aðstöðu til að sjóseta báta norðan lóðarinnar. Uppdráttur 1:2000 dags. í mars 2011.

Einnig lagt fram erindi skipulagsstjóra dags. 26. maí 2011 til lögboðinna umsagnaraðila; Mílu, Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, Siglingastofnun Íslands, Isavia ohf. og Skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar. Umsögn barst frá Isavia dags. 9. júlí 2011 og Siglingastofnun dags. 12. júlí 2011.

Kynningartíma lauk 18. júlí 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir og ábendingar: Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkurborgar dags. 15. júlí 2011, Ævar Guðmundsson fh. K-102 Vesturvör 36, dags. 18. júlí 2011; Kári Pálsson fh. Hamars ehf, Vesturvör 36, dags.18. júlí 2011; Þórarinn Þór fh. Kynnisferða, Vesturvör 34, dags.18. júlí 2011; Kári Pálsson og Davíð Þór Sigurbjartsson fh. Idea ehf. Vesturvör 36 dags.18. júlí 2011. Eftir að kynningartíma lauk bárust athugasemdir og ábendingar dags. 19. júlí 2011 frá Örnu Harðardóttur f.h. íbúasamtakanna Betri byggð á Kársnesi.

Athugasemdir og ábendingar kynntar.

Frestað.

17.1102013 - Smiðjuvegur 48 og 50. Óskað heimildar til gera bílastæði austan við lóð

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga að breyttu deiliskipulagi við Smiðjuveg 48-66. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Smiðjuveg 44 - 66. Deiliskipulagssvæðið afmarkast að helgunarsvæði Reykjanesbrautar í austur, Skemmuvegi í suður, lóðamörkum Smiðjuvegar 44 - 66 í vestur og lóðamörkum Smiðjuvegar 42 og 44 í norður. Í breytingunni er gert ráð fyrir nýrri húsagötu austan húsa við Smiðjuveg 44 - 66, nýrri aðkoma að húsunum, breytingu á lóðamörkum þar sem framangreindar lóðir stækka til austurs og fyrirkomulagi bílastæða er breytt.
Kynningartíma lauk 18. júlí 2001. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir og ábendingar: Sveinbjörn Árnason fh. Bílamarkaðarins, Smiðjuvegi 46 ódags. en móttekið 18. júlí 2011; Sigurður Jóhann Lövdal fh. Einkabíla ehf. Smiðjuvegi 46e dags. 15. júlí 2011.

Athugasemdir og ábendingar kynntar.

Frestað.

18.1107047 - Ný reglugerð um landsskipulagsstefnu. Beiðni um umsögn

Lagt fram erindi Umhverfisráðuneytisins dags. 4. júlí 2011 þar sem fram kemur að nú liggi fyrir drög að reglugerð um landskipulagsstefnu. Óskað er eftir umsögn um drögin fyrir 15. ágúst nk.

Ekki eru gerðar athugasemdir við framlagða reglugerð.

19.1107093 - Grundarhvarf 5, breytt deiliskipulag.

Lögð fram f.h. lóðarhafa tillaga Erlings G. Pedersen, arkitekt að viðbyggingu við Grundarhvarf 5. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 8. júlí 2011 ásamt greinargerð og samþykki lóðarhafa Grundarhvarfs 7.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Grundarhvarfs 1-3, 7, 9-11, 13-13a og við Brekkuhvarf 2-4, 6-8, 10-12 og 14-16.

20.1107110 - Almannakór 9, breytt deiliskipulag

Lögð fram f.h. lóðarhafa tillaga Guðmundar Gunnlaugssonar, arkitekts að breyttu deiliskipulagi við Almannakór 9. Í breytingunni felst að hámarks vegghæð á norðurhlið og yfir inngangi á suður hlið hússins verði 6,8 m í stað 6,3 m. Uppdrætti í mkv. 1:100 ásamt skýringarmyndum dags. 8. júlí 2011.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum við Almannakór 4, 5, 6, 7, 8, 11, Arakór 8, 10, Akrakór 7, 14 og Aflakór 23.

21.1107101 - Örvasalir 20, deiliskipulag

Lagt fram erindi lóðarhafa Örvasala 20 þar sem óskað er heimildar skipulagsnefndar til að byggja einbýli á einni hæða alls 203,8 m2 í stað 190.0 m2 eins og fram kemur í skipulagsskilmálum lóðarinnar.

Með tilvísan í 3. mgr. 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er það mat skipulagsnefndar að umrædd breyting á deiliskipulagi við Örvasali 20 hafi ekki grenndaráhrif og samþykkir því erindið.

 

Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

22.1008156 - Kópavogsbraut 115, bensínstöð Atlantsolíu.

Lagt fram erindi Huga Hreiðarssonar f.h. Atlantsolíu dags. 13. júlí 2011 þar sem óskað er eftir að skipulagsnefnd fjalli sérstaklega um ósk fyrirtækisins um að aðalskipulagi bæjarins verði breytt til samræmis við starfsemi á lóðinni.

Skipulagsnefnd ítrekar bókun nefndarinnar frá 15. febrúar 2011 en þá var erindi Atlantsolíu frestað og vísað til endurskoðunar aðalskipulags bæjarins. Fyrirhugað er að tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi liggi fyrir á árinu 2012. Skipulagsnefnd leggur til við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis að gefið verði út bráðabrigðastarfsleyfi fyrir Atlantsolíu þar til niðurstaða liggur fyrir í endurskoðuðu aðalskipulagi.

23.1107107 - Laxalind 13-15, byggja yfir svalir.

Lögð fram tillaga Ragnheiðar Sveinsdóttur, arkitekts f.h. lóðarhaf þar sem óskað er eftir heimild skipulagsnefndar til að byggja yfir svalir. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 8. júlí 2011.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum við Laxalind 4, 6, 8, 10, 12, 9-11, 17-19, Mánalind  10 og 12.

24.1107124 - Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2010-2030 (endurskoðun á AS 2002-2024)

Lagt fram erindi skipulagsstjóra Mosfellsbæjar dags. 11. júlí 2011 varðandi endurskoðun Aðalskipulags Mosfellsbæjar 2002-2024,- verkefnalýsing maí 2011. Óskað er eftir umsögn um verkefnalýsinguna berist fyrir mánaðamótin júlí-ágúst.

Með tilvísan í ofangreinda verkefnalýsingu vill skipulagsnefnd Kópavogs árétta úrskurð Hæstaréttar frá 29. október 2009 mál nr. 685/2008 (um þjóðlendur) varðandi skilgreiningu á lögsögumörkum Kópavogs og Mosfellsbæjar við Suðurlandsveg og Sandskeið.

 

Kópavogsbær áskilur sér rétt til að gera athugasemdir við aðalskipulagstillöguna þegar hún kemur til formlegrar kynningar á síðari stigum. 

25.1107173 - Austurkór 88, 90 og 92, (verða 100, 102 og 104) breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Skipulags- og byggingardeildar um breytt deiliskipulag fyrir Austurkór 100, 102 og 104.
Í breytingunni felst m.a. að komið er fyrir stakstæðum bílageymslum í norðurhluta lóðanna. Lögun, stærð og hæðarlega lóða breytist sem og hæðarlega húsagötu innan lóða. Fyrirkomulag bílastæða og hæð byggingarreita breytist.

Skipulagsnefnd samþykkir á grundvelli 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að senda erindið í kynningu til lóðahafa Austurkórs nr. 86, 88, 90, 92, 149-157, 161, 163 og 165

Fundi slitið - kl. 18:30.