Skipulagsnefnd

1280. fundur 15. ágúst 2016 kl. 16:30 - 19:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Anna María Bjarnadóttir varafulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Sigríður Kristjánsdóttir aðalfulltrúi
  • J. Júlíus Hafstein aðalfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

1.1607014 - Bæjarráð - 2832

1607162 - Naustavör 5, 5a, 7, 9, 28-34.
Frá skipulagsstjóra, dags. 19. júlí, lögð fram tillaga Archus teiknistofu f.h. lóðarhafa dags. 16. júlí 2016, að breyttu deiliskipulagi Naustavarar 5, 7, 9 og 28 til 34 en auk þess er stofnuð ný lóð Naustavör 5a undir háspennistöð. Að öðru leyti er vísað í gildandi skilmála og deiliskipulagsuppdrátt m.s.br. 14. apríl og í september 2015. Í breytingunni felst eftirfarandi: Naustavör 5; Byggingarreitur fjölbýlishúss að Naustavör 5 er felldur út. Naustavör 1 og 3 verður eftir breytinguna Naustavör 1, 3 og 5. Í stað fyrirhugaðs fjölbýlishúss er gert ráð fyrir opnu svæði og legu göngu- og hjólastígar. Þeim íbúðum sem gert hafði verið ráð fyrir í Naustavör 5 verða komið fyrir í Naustavör 9 og 28 til 34. Naustavör 5a; Stofnuð er ný lóð fyrir smáspennistöð austanvert við Naustavör 7. Lóðin verður 4x4 metrar. Naustavör 7; Í breytingunni felst að lóð er stækkuð til suðurs um 3 metra. Naustavör 9; Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað úr 12 í 18 íbúðir. Heildarbyggingarmagn eykst um 348 m2. Aðkoma að bílakjallara breytist. Bílastæðum fjölgar og verða 34 stæði á lóð þar af 9 í kjallara og 16 fyrir Naustavör 9 á lóðinni. Naustavör 28 til 34; Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað úr 42 í 44 íbúðir. Heildarbyggingarmagn eykst um 295 m2. Hámarkshæð húss hækkar um 0.45 metra og hluti byggingarreitar sem skilgreindur er 3 hæðir og kjallari verður 4 hæðir og kjallari. Aðkoma og fjöldi bílastæða breytist og verða 45 stæði á lóð og 43 stæði í kjallara. Skipulagsnefnd samþykkti framlagðar tillögur með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með fimm atkvæðum.

2.1608046 - Smáralind. Kynning.

Kynntar þær breytingar sem nú standa yfir í Smáralind. Ennfremur kynntar fyrirhugaðar breytingar á lóð Smáralindar.
Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri gerir grein fyrir málinu.
Bókun frá Ásu Richardsdóttur:
"Ég óska eftir að fá kynningu á og aðgang að skýrslu Smáralindar um hjólandi og gangandi umferð".

3.1608100 - Auðbrekka, reitur 3. Byggingaráform.

Í samræmi við gr. 4 í skipulagsskilmálum Auðbrekka - þróunarsvæði, deiliskipulag svæða 1,2 og 3 eru lögð fram byggingaráform ASK arkitekta fyrir svæði 3 dags. í ágúst 2016.
Frestað.

4.1608351 - Hafnarbraut 9. Byggingaráform.

Lögð fram tillaga Teiknistofunnar Traðar fh. lóðarhafa að útfærslu deiliskipulags að Hafnarbraut 9 dags. í ágúst 2016 sbr. meðfylgjandi greinargerð og skýringarmyndum.
Skipulagsnefnd taldi framlögð byggingaráform vera í samræmi við þau viðmið sem sett voru fram í samþykktu deiliskipulagi fyrir Hafnarbraut 9, 13-15 og Bakkabraut 10 og veitir lóðarhafa heimild til að skila gögnum til byggingarfulltrúa.

5.16051122 - Álftröð 1. Stækkun Bílskúrs.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Hildar Bjarnadóttur, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 20. maí 2016 þar sem óskað er eftir breytingum á bílskúrum við Álftröð 1. Í breytingunni felst að stækka núverandi bílskúra um 39,5 m2. Eftir breytingu verður bílskúrinn 107,8 m2 að stærð. Nýtingarhlutfall lóðar hækkar úr 0,29 í 0,33 sbr. uppdráttum dags. 23.3.2016. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Álftraðar 3, 5 og 7; Skólatraðar 2, 4, 6 og 8. Kynningu lauk 25. júlí 2016. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Guðrúnu Elvu Hjörleifsdóttur, Áfltröð 3 sbr. erindi dags. 24. og 25. júlí 2016 og Þórhöllu Kristjánsdóttur, Skólatröð 2 sbr. erindi dags. 20. júlí 2016.


Afgreiðslu frestað. Vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

6.16041208 - Eskihvammur 2. Grenndarkynning.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram að nýju erindi Benjamíns Magnússonar, dags. 31.3.2016, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er heimildar til að breyta einbýlishúsi í tvíbýli. Ein íbúð verður á hvorri hæð, bílskúr verður hluti af íbúð á neðri hæð. Á lóð verða fjögur bílastæði sbr. uppdráttum dags. 31.3.2016. Skipulagsnefnd samþykkti 2. maí 2016 með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Eskihvamms 4; Víðihvamms 21, 23 og 25; Birkihvamms 21, 22; Reynihvamms 24 ásamt Orkuveitu Reykjavíkur. Kynningunni lauk 27. júní 2016. Athugasemdir bárust frá Hrafnkatli Gíslasyni og Björgu Eysteinsdóttur, Eskihvammi 4, dags. 23.06.2016 og Sigurjóni Arasyni, Víðihvammi 23, dags. 27.06.2016. Ennfremur lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar um athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma. Er umsögnin dags. 15. ágúst 2016.
Með tilvísan í umsögn, framkomnar athugasemdir og ábendingar hafnar skipulagsnefnd erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

7.16041207 - Fagraþing 2. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að lokinni kynningu tillaga Verkfræðistofu Hauks Ásgeirssonar, dags. í janúar 2016, f.h. lóaðarhafa, að breyttu deiliskipulagi Fagraþings 2. Í breytingunni felst að breyta núverandi húsi á lóðinni úr einbýli í tvíbýli. Ein íbúð verður í hvorum helming hússins með sér inngangi. Bílskýli suðvestan-megin á 1. hæð og verönd norðaustan-megin á 1. hæð verður breytt í bílgeymslur. Svölum suðvestan- og norðaustan-megin á 2. hæð verður lokað og verða hluti af íbúðum. Þremur svölum er bætt við á suðausturhlið hússins, allar 1,6 m á dýpt. Aukning á heildarbyggingarmagni er 190,6 m2 og verður húsið 539,2 m2 eftir breytingu sbr. uppdráttum dags. í jan. 2016. Á fundi skipulagsnefndar 2. maí 2016 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Fagraþings 1, 2a, 3, 4, 5, 6, 8, 10, 12 og 14. Kynningartíma lauk 11. júlí 2016. Athugasemdir og ábendingar bárust frá íbúum Fagraþings 4, 6, 8, 10, 10a, 12 og 14 dagsett 5. júlí 2016, 6. júlí 2016 og 10. júlí 2016. Ennfremur lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar um athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma. Er umsögnin dags. 15. ágúst 2016.
Með tilvísan í framkomnar athugasemdir og ábendingar hafnar skipulagsnefnd erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

8.16041193 - Dalaþing 3. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Sigurðar Hafsteinssonar, byggingatæknifræðings fh. lóðarahafa. Í tillögunni er gert ráð fyrir breyttri staðsetningu bílskúrs og hestagerðis á lóðinni. Uppdráttur í mkv. 1:500 dags. 21. júní 2016. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Frostaþings 2, 2a, 4; Dalaþings 1, 2, 4 og 5. Kynningu lauk 29. júlí 2016. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Valbirni Höskuldssyni og Krístínu Ýr Hrafnkelsdóttur, Frostaþingi 2 sbr. erindi dags. 6. júlí 2016.
Afgreiðslu frestað. Vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

9.16061112 - Bakkabraut 12 A (Nesvör 1). Spennistöð.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi skipulags og byggingardeildar um breytt deiliskipulag Kársneshafnar sem sem samþykkt var í bæjarstjórn 23. janúar 1990 og skipulagsstjóra ríkisins 23. mars 1990 m.s.br. samþykkt í bæjarstjórn 12. apríl 2016 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 23. maí 2016. Í tillögunni felst að komið verður fyrir spennistöð á bæjarlandi við Nesvör. skv. teikningum frá OR dags. 27. júní 2016. Grunnföltur spennistöðvar er 2,5 x 3 metrar og lóðarstæðr 4x4 metrar. Tillagan var grenndarkynnt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hafnarbrautar 13-15, 17 og Bakkabrautar 10 og 12. Kynningartíma lauk 15. ágúst 2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Frestað.

10.1608511 - Jórsalir 12. Breytt deiliskipulag.

Frá byggingarfulltrúa:
Lögð fram tillaga Guðmundar Gunnlaugssonar arkitekts fyrir hönd lóðarhafa Jórsala 12 þar sem óskað er eftir að setja kvist í þak í norður og byggja við þak á vesturgafl. Uppdrættir í mælikvarðanum 1:500 og 1:100, dagsett 15. júní 2011.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Jórsölum 6, 8, 10, 14 og Logasölum 9.

11.1607342 - Boðaþing 14-16 og 18-20. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga THG arkitekta dags. 2. ágúst 2016 þar sem óskað er heimildar til að fjölga íbúðum á þakhæðum Boðaþings 14-16 og 18-20 þannig að í stað tveggja íbúða í hvorum stigagangi verði íbúðirnar þrjár. Eftir breytinguna yrðu því 36 íbúðir í stað 34 eins og gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir í hvoru húsi fyrir sig. Heildarumfang og stærð húsanna breytist ekki. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 27. júlí 2016.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 framlagða tillögu og vísar erindinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

12.1608101 - Þverbrekka 6. Breytt afmörkun lóðar.

Lögð fram til kynningar tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttum lóðamörkum Þverbrekku 6. Austurmörk lóðarinnar breytist og mun hún stækka úr 1.484,4 m2 skv. Fasteignaskrá í um 1.700 m2. Uppdráttur í mkv. 1:500 dags. í júlí 2016.
Lagt fram og kynnt. Afgreiðslu frestað.

13.16051144 - Austurkór 177. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Stefáns Ingólfssonar arkitekts fyrir hönd lóðarhafa um að reisa einbýlishús á einni hæð án kjallara á lóðinni Austurkór 177 auk þess að lækka botnplötu um 27 cm, samanlagt 205 m2 að grunnfletri. Uppdrættir í mælikvarða 1:100 og 1:500 dags. 20 maí 2016.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum við Austurkór 157, 167, 169, 171, 173, 175, 179, 181, 183, 185.

14.1608168 - Kársnesbraut 19. Byggingaráform.

Lögð fram áform lóðarhafa um að reisa tvílyft fjórbýlishús með 8 bílastæðum á lóðinni Kársnesbraut 19 í stað einbýlishúss byggt 1946 og bílskúrs sem byggður var 1967, samanlagt 118,4 m2 að grunnfleti. Núverandi nýtingarhlutfall lóðarinnar er 0,13 miðað við lóðarstærð 889,0 m2. Áætlað byggingarmagn fyrirhugaðs húss er 418 m2 og nýtingarhlutfall því áætlað 0,47.
Skipulagsnefnd lítur jákvætt á framlögð byggingaráform og að þau verði unnin áfram í samræmi við 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

15.1509217 - Markavegur 1-9. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfissviðs, dags. 21.3.2016, að breyttu deiliskipulagi Markavegar 1-9. Á fundi skipulagsnefndar 21.3.2016 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna nýja tillögu í samræmi við minnisblað lögfræðisviðs dags. 26.11.2015. Kynning var send lóðarhöfum Markavegar 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8 og 9; Hæðarenda 1, 2 og 3 ásamt Kórnum. Kynningu lauk 20.5.2016. Athugasemd barst frá Kristjáni Erni Þorvaldssyni, Gulaþingi 42, dags. 22.5.2016; frá Jónasi Fr. Jónssyni, hdl., f.h. lóðarhafa Markavegar 1. Ennfremur lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 15. ágúst 2016. Þá lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að breytingu á kynntri tillögu er nær til lóðarinnar nr. 1 við Markaveg. Í tillögunni er leitast við að koma til móts við athugasemdir og ábendingar lóðarhafa Markavegi 1. Er breytingartillagan dags. 15. ágúst 2016.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingu dags. 15. ágúst 2016 og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

16.1607215 - Dalvegur 26. Grenndarkynning.

Frá byggingarfulltrúa:
Á fundi skipulagsnefndar 18. júlí 2016 var lögð fram tillaga TRÍPÓLÍ arkitekta dagsett 22. júní 2016 fyrir hönd lóðarhafa þar sem að óskað er eftir að breyta hluta atvinnuhúsnæðis að Dalvegi 26 í gistiheimili í notkunarflokki 4 samanber uppdrætti í mælikvaraðnum 1:500 og 1:100. Í erindinu kemur fram m.a. að ráðgert er að í gistiheimilinu verði gistipláss fyrir 40 manns og 2-3 starfsmenn ásamt móttöku. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu málsins og ákvað að kynna sér aðstæður á vettvangi.
Frestað.

Fundi slitið - kl. 19:30.