Skipulagsnefnd

1162. fundur 31. mars 2009 kl. 16:30 - 17:30 í fundarherb. 3. hæð
Fundargerð ritaði: Guðmundur G. Gunnarsson
Dagskrá

1.712080 - Vallakór 10. Breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 19. desember 2007 er lagt fram erindi Gláma Kím arkitekta f.h. lóðarhafa nr. 10 við Vallakór, dags. 12. desember 2007. Í erindinu felst að óskað er eftir að hámarksflatarmál turns verði aukið úr 4800 m² í 6480 m² og að hámarksflatarmál húss án bílakjallara verði aukið úr 8200 m² í 9000 m². Gert er ráð fyrir að íbúðum fjölgi úr 36 í 70 íbúðir í byggingunni.Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.Á fundi bæjarráðs 28. desember 2007 er afgreiðslu frestað.Á fundi skipulagsnefndar 19. febrúar 2008 er erindið lagt fram að nýju, frestað og óskað eftir umsögn tæknideildar.Jón Júlíusson vék af fundi við afgreiðslu málsins.Á fundi skipulagsnefndar 4. mars 2008 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn tæknideildar.Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.Helga Jónsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.Á fundi bæjarráðs 6. mars 2008 er málinu vísað á ný til skipulagsnefndar og óskaði bæjarráð eftir umsögn sviðsstjóra Framkvæmda- og tæknisviðs.Á fundi skipulagsnefndar 12. ágúst 2008 er málið lagt fram að nýju ásamt umsögn sviðsstjóra Framkvæmda- og tæknisviðs og umferðar skýrslu frá Almennu verkfræðistofunni.Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.Jón Júlíusson vék af fundi við afgreiðslu málsins. Á fundi bæjarráðs 14. ágúst 2008 er samþykkt að tillagan verði auglýst. Tillagan var auglýst 26. ágúst til 23. september 2008, með athugasemdafresti 7. október 2008. Athugasemdir bárust. Á fundi skipulagsnefndar 7. október 2008 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.Jón Júlíusson vék af fundi við afgreiðslu málsins. Frestað. Skipulagsnefnd samþykkir að fela bæjarskipulagi að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.Á fundi skipulagsnefndar 21. október 2008 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 21. október 2008.Jón Júlíusson vék af fundi við afgreiðslu málsins.Skipulagsnefnd samþykkir framlagt erindi, ásamt umsögn dags. 21. október 2008 og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.Á fundi bæjarstjórnar 28. október 2008 er samþykkt að vísa tillögunni til skipulagsnefndar að nýju, til frekari úrvinnslu.Á fundi skipulagsnefndar 17. febrúar 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt mæliblaðsgrunni. Skipulagsnefnd óskar eftir gögnum sem sýna ásýnd Vallakórs 10 séða frá Hörðukór 1, 3 og 5 fellda inn í ljósmynd af svæðinu.Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er erindið lagt fram á ný.Frestað.Á fundi skipulagsnefndar 31. mars 2009 er erindið lagt fram á ný ásamt drögum að umsögn dags. 31. mars 2009 og tölvugerðum þrívíddarmyndum sem sýna ásýnd svæðisins frá fjölbýlishúsunum við Hörðukór 1 og 5 fyrir og eftir fyrirhugaða breytingu.
<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Frestað.</DIV&gt;<DIV&gt;<BR&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

2.903116 - Kríunes, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er lögð fram tillaga Ívars Arnar Guðmundssonar arkitekts, dags 13. febrúar 2009. Í tillögunni er óskað eftir að byggja við núverandi byggingar á Kríunesi til suðvesturs. Byggja á við kjallara hússins alls um 131,6 m2, viðbygging er því að hluta niðurgrafin. Í tillögunni er einnig gert ráð fyrir að byggingarreitur á vesturhluta lóðarinnar þar sem ráðgert var að byggja hesthús verði breytt í íbúðarhús, byggingarreitur áætlaður um 122 m2 að grunnfleti. Einnig er gert ráð fyrir 10 nýjum bílastæðum.Skipulagsnefnd samþykkir að lóðarhafi vinni deiliskipulagstillögu og jafnframt er þeim hluta erindis, sem gerir ráð fyrir að byggingarreitur á vesturhluta lóðarinnar verði nýttur fyrir íbúðarhús í stað hesthúss, vísað til endurskoðunar Aðalskipulags Kópavogs.Á fundi skipulagsnefndar 31. mars 2009 er erindið lagt fram á ný.
<DIV&gt;Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið til kynningar lóðarhafa Vatnsendabletts nr. 1a, V19,V20, V740, &nbsp;V714, V715, V716, V717, V718, V719, V235, V237a, V237, 247, 510 og Fagraness.</DIV&gt;

3.802210 - Kópavogsbrún 2-4. Breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 19. febrúar 2008 er lagt fram erindi KR-ark f.h. lóðarhafa lóða nr. 2-4 við Kópavogsbrún. Vísað er í gildandi skipulagsskilmála fyrir Kópavogstún. Í erindinu er óskað eftir að stækka byggingarreit úr 282 m² í 365 m² á hvorri lóð. Hámarks flatarmál húsa fer úr 564 m² í 730 m² á hvorri lóð .Byggingarmagn eykst úr 564 m² í 730 m² sem gerir 166 m² stækkun. Auk þess er óskað eftir lyftu í byggingunum en flatarmál stiga og lyftuhúss er um 35-40 m² sem sneiðist af húsunum.Á fundi skipulagsnefndar 19. febrúar 2008 er erindið lagt fram. Frestað. Skipulagsstjóra falið að ræða við lóðarhafa um það sem fram kom á fundinum.Á fundi skipulagsnefndar 4. mars 2008 er erindið lagt fram að nýju.Skipulagsnefnd samþykkir að lóðarhafi láti vinna deiliskipulagstillögu fyrir umrædda lóð þar sem fram kemur útlit og sneiðingar.Á fundi skipulagsnefndar 15. apríl 2008 er erindið lagt fram að nýju.Skipulagsstjóra falið að ræða við lóðarhafa um aukið byggingarmagn.Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.Á fundi bæjarráðs 17. apríl 2008 er samþykkt að tillagan verði auglýst.Tillagan var auglýst 29. apríl til 27. maí 2008 með athugasemdafresti til 10. júní 2008. Athugasemdir bárust.Á fundi skipulagsnefndar 16. júní 2008 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum. Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir. Á fundi skipulagsnefndar 20. janúar 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt breyttri útfærslu hönnuðar dags. 16. janúar 2009, þar sem gert er ráð fyrir að íbúðum fjölgi úr 8 í 9 íbúðir og að gólfkóti á vestari hluta byggingar hækki um 0.5 metra. Bílageymsla stækkar til austurs en minnkar til suðurs. Bílastæðum fjölgar úr 16 í 18. Jafnframt er erindi dags. 19. febrúar 2008 dregið til baka.Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.Á fundi bæjarráðs 22. janúar 2009 var samþykkt að tillagan verði auglýst.Tillagan var auglýst 10. febrúar til 10. mars 2009 með athugasemdafresti til 24. mars 2009. Athugasemdir bárust.Á fundi skipulagsnefndar 31. mars 2009 er erindið lagt fram áð nýju ásamt athugasemdum.
<DIV&gt;Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir.</DIV&gt;

4.901090 - Þorrasalir 1- 15, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 20. janúar 2009 er lagt er fram erindi K. R-ark fh. lóðarhafa nr. 1 - 15 við Þorrasali dags. 7. janúar 2009. Visað er í gildandi deiliskipulags fyrir Þorrasali 1-15 samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs 26. febrúar 2008. Erindið varðar ósk um fjölgun íbúða á lóðunum Þorrasalir 5 – 7 og 9 – 11 úr 32 íbúðum í 35 íbúðir. Þorrasalir 13 – 15 úr 32 íbúðum í 38 íbúðir. Byggingarreitir færast til suðurs og austurs og byggingarreitir niðurgrafinna bílageymslna stækka til norðurs. Hæð fjölbýlishúsa Þorrasala 5-7 og 9-11 hækkar um eina hæð í suðurhluta byggingarreits úr 15 metrum í 17. 8 metra. Húsin hækka ekki í landi. Hæð fjölbýlishússins að Þorrasölum 13-15 hækkar um 2 hæðir í suðurhluta byggingarreits úr 15 metrum í 20.5 metra. Húsið hækkar ekki í landi. Hámarks byggingarmagn að meðtöldum kjöllurum án bílageymslu eykst úr 3500 m2 í um 3900 m2 á lóð nr 1-3 úr 3500 m2 í um 4300 m2 á lóðunum nr. 5-7 og 9-11 og úr 3500 m2 í um 4500 m2 á lóð nr. 13-15. Bílastæðum fjölgar um 16.Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur í mkv. 1:1000 dags. 16. des. ´08.Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.Á fundi bæjarráðs 22. janúar 2009 var samþykkt að tillagan verði auglýst.Tillagan var auglýst 10. febrúar til 10. mars 2009 með athugasemdafresti til 24. mars 2009. Athugasemdir bárust.Á fundi skipulagsnefndar 31. mars 2009 er erindið lagt fram áð nýju ásamt athugasemdum.
Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.

5.711394 - Austurkór 64. Breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 4. desember 2007 er lagt fram erindi Gunnars Páls Kristinssonar arkitekts dags. 27. nóvember 2007 fh. lóðarhafa nr. 6 við Austurkór. Í erindi felst að óskað er eftir breyttri aðkomu að bílageymslu. Heildarflatarmál húss aukist um 95 m2. Bygging fer að verulegu leiti út fyrir byggingarreit á suður, vestur, norður og austurhlið. Einnig fer bygging upp úr byggingarreit vestan og austan megin. Sótt er um stækkun lóðar.Meðfylgjandi: Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 22. nóvember 2007 .Frestað. Skipulagsstjóra falið að ræða við lóðarhafa um það sem fram kom á fundinum. Á fundi skipulagsnefndar er erindið lagt fram að nýju og samþykkt að senda það í kynningu til lóðarhafa Austurkórs 56, 58, 60, 62, 66, 68 og 70. Kynningartími stóð frá 14. janúar til 15. febrúar 2008. Á fundi skipulagsnefndar 19. febrúar 2008 er erindið lagt fram að nýju ásamt innsendum athugasemdum. Frestað og bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir.Á fundi skipulagsnefndar 4. mars 2008 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn bæjarskipulags dags. 4. mars 2008.Frestað. Skipulagsstjóra falið að halda fund með aðilum málsins.Á fundi skipulagsnefndar 20. janúar 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt breyttri tillögu dags. 19. janúar 2009. Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Austurkórs 56, 58, 60, 62, 66, 68 og 70.Kynnig fór fram 23. febrúar til 24. mars 2009. Athugasemdir bárust.Á fundi skipulagsnefndar 31. mars 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.
Frestað. bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir.

6.903073 - Auðbrekka 20, breytt deiliskipulag.

á fundi skipulagsnefndar 31. mars 2009 er lagt fram erindi lóðarhafa 3.hæð nr. 20 við Auðbrekku. Í erindi felst að óskað eftir að skilgreiningu húsnæðis verði breytt úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði.
<DIV&gt;Skipulagnefnd samþykkir að bæjarskipulag vinni tillögu að deiliskipulagi fyrir Auðbrekku 16 til 20 og 22 til 32.</DIV&gt;

7.903204 - Hlégerði 14, kynning sbr.7.mgr.43.gr.laga 73/97.

Á fundi skipulagsnefndar 31. mars 2009 er lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 24. mars 2009 varðandi nr. 14 við Hlégerði. Í erindinu er óskað eftir leyfi til að byggja sólstofu og anddyri norðaustan hússins, alls 40,5 m². Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 23. mars 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Hlégerði 2, 4, 6, 8, 10, 12, 16, 18 og 20. Borgarholtsbraut 65, 67, 69 og 71.

8.903248 - Sæbólsbraut 40, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 31. mars 2009 er lögð fram tillaga Guðrúnar Stefánsdóttur arkitekts að breytt deiliskipulagi lóðar nr. 40 við Sæbólsbraut dags. 30. mars 2009. Um er að ræða tillögu að einnar hæðar einbýlishúsi, grunnflötur 240 m² með hámarkshæð um 5,0 m.Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir.
<DIV&gt;Frestað. </DIV&gt;

9.701100 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2008-2020

Á fundi skipulagsnefndar 20. maí 2008 er lagt fram erindi skipulagsstjóra varðandi sameiginlegan fund aðal- og varamanna skipulagsnefndar, umhverfisráðs og byggingarnefndar um endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs. Fundur verður haldinn miðvikudaginn 28. maí 2008 og hefst stundvíslega kl. 16.30. Ekið verður um byggðasvæði Kópavogs. Skipulagsstjóri kynnti fyrirhugaðan fund um endurskoðun Aðalskipulags 28. maí nk. Fundur skipulagsnefndar 28. maí 2008 og kynningarferð um byggðasvæði Kópavogs tókst í alla staði vel og fundarmenn voru hvattir til þess að koma ábendingum til bæjarskipulagsins um atriði er varðar stefnumótun aðalskipulags.Á fundi skipulagsnefndar 3. júní 2008 er erindið á dagskrá á ný. Farið yfir árangur fundarins 28. maí 2008 og næstu skref.Áfram verði unnið skv. tímaáætlun, m.a. með undirbúningi íbúafunda. Á fundi skipulagsnefndar 20. janúar 2009 er erindið lagt fram að nýju.Sviðstjóri skýrði málið og lagði m.a. fram yfirlit yfir stöðu verkefnisins, drög að stefnumörkun Aðalskipulagsins, matslýsingu og minnisblað um tímaáætlun. Áætlað er að tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi liggi fyrir til kynningar í lok mars 2009.Á fundi skipulagsnefndar 17. febrúar 2009 er erindið lagt fram að nýju.Sviðsstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins. Á fundi skipulagsnefndar 3. mars 2009 er erindið lagt fram að nýju.Sviðsstjóri og Rúnar Bjarnason Mannvit hf. kynna stöðu málsins. Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er erindið lagt fram að nýju.Sviðsstjóri og Rúnar Bjarnason Mannvit hf. kynna stöðu málsins.Á fundi skipulagsnefndar 31. mars 2009 er erindið lagt fram að nýju.
<DIV&gt;<DIV&gt;Sviðsstjóri og Rúnar Bjarnason Mannvit hf. kynna stöðu málsins og leggja fram drög að greinargerð Aðalskipulags dags. 31. mars 2009 ,,Forsendur og markmið." Einnig eru lögð fram drög dags. 31. mars 2009 að ,,Umfjöllun um uppbyggingarkosti íbúðarhúsnæðis í Kópavogi."</DIV&gt;<DIV&gt;Skipulagsnefnd stefnir að því að næsta umfjöllun um endurskoðun Aðalskipulagsins verði vinnufundur nefndarinnar.</DIV&gt;<DIV&gt;<br /&gt;</DIV&gt;<DIV&gt;<br /&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

Fundi slitið - kl. 17:30.