Skipulagsnefnd

1165. fundur 19. maí 2009 kl. 16:30 - 17:45 í fundarherb. 3. hæð
Fundargerð ritaði: Guðmundur G. Gunnarsson
Dagskrá

1.905002 - Bæjarráð - 2503

Skipulagsnefnd 5. maí 2009.
0903113 - Glaðheimar, breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
0807096 - Vatnsendablettur 72, nýtt hesthús.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
0903122 - Aðalskipulag Álftaness.
Bæjarráð samþykkir tillögu að athugasemdum.
0904269 - Leikskólinn Kjarrið Dalsmári 21, laus kennslustofa.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
0810390 - Vatnsendablettur 134, breytt deiliskipulag.
Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar.
0701106 - Vatnsendablettur 241a, aðal- og deiliskipulag breyting.
Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar.

Lagt fram til kynningar.

2.904166 - Fundargerðir bæjarstjórnar

0811286 - Skógrækt og uppgræðsla í selfjalli í Lækjarbotnalandi, framkvæmdaleyfi.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna.
0807093 - Vatnsendablettur 72, breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna.
0903113 - Glaðheimar, deiliskipulag.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu, hún verði auglýst og felur skipulagsstjóra að auglýsa sbr. 25. br. skipulags- og byggingarlaga 73/1997.
Lagt fram til kynningar.


3.712080 - Vallakór 10. Breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 19. desember 2007 er lagt fram erindi Gláma Kím arkitekta f.h. lóðarhafa nr. 10 við Vallakór, dags. 12. desember 2007. Í erindinu felst að óskað er eftir að hámarksflatarmál turns verði aukið úr 4800 m² í 6480 m² og að hámarksflatarmál húss án bílakjallara verði aukið úr 8200 m² í 9000 m².
Gert er ráð fyrir að íbúðum fjölgi úr 36 í 70 íbúðir í byggingunni.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi bæjarráðs 28. desember 2007 er afgreiðslu frestað.
Á fundi skipulagsnefndar 19. febrúar 2008 er erindið lagt fram að nýju, frestað og óskað eftir umsögn tæknideildar.
Jón Júlíusson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Á fundi skipulagsnefndar 4. mars 2008 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn tæknideildar.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Helga Jónsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.
Á fundi bæjarráðs 6. mars 2008 er málinu vísað á ný til skipulagsnefndar og óskaði bæjarráð eftir umsögn sviðsstjóra Framkvæmda- og tæknisviðs.
Á fundi skipulagsnefndar 12. ágúst 2008 er málið lagt fram að nýju ásamt umsögn sviðsstjóra Framkvæmda- og tæknisviðs og umferðar skýrslu frá Almennu verkfræðistofunni.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Jón Júlíusson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Á fundi bæjarráðs 14. ágúst 2008 er samþykkt að tillagan verði auglýst.
Tillagan var auglýst 26. ágúst til 23. september 2008, með athugasemdafresti 7. október 2008. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 7. október 2008 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.
Jón Júlíusson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Frestað. Skipulagsnefnd samþykkir að fela bæjarskipulagi að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 21. október 2008 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 21. október 2008.
Jón Júlíusson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagt erindi, ásamt umsögn dags. 21. október 2008 og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Á fundi bæjarstjórnar 28. október 2008 er samþykkt að vísa tillögunni til skipulagsnefndar að nýju, til frekari úrvinnslu.
Á fundi skipulagsnefndar 17. febrúar 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt mæliblaðsgrunni.
Skipulagsnefnd óskar eftir gögnum sem sýna ásýnd Vallakórs 10 séða frá Hörðukór 1, 3 og 5 fellda inn í ljósmynd af svæðinu.
Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er erindið lagt fram á ný.
Frestað.
Á fundi skipulagsnefndar 31. mars 2009 er erindið lagt fram á ný ásamt drögum að umsögn dags. 31. mars 2009 og tölvugerðum þrívíddarmyndum sem sýna ásýnd svæðisins frá fjölbýlishúsunum við Hörðukór 1, 3 og 5 fyrir og eftir fyrirhugaða breytingu.
Frestað.
Á fundi skipulagsnefndar 5. maí 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 4. maí 2009.
Þá lögð fram tillaga að breytingu á auglýstri tillögu að deiliskipulagi að Vallakór 10. Í breytingartillögunni felst að dregið er úr byggingarmagni, sem nemur 1000 m² og fyrirhuguð bygging lækkar um tvær hæðir, úr 12 í 10 hæðir.
Jón Júlíusson víkur sæti við umfjöllun og afgreiðslu tillögunnar.
Frestað.
Á fundi skipulagsnefndar 19. maí 2009 er erindið lagt fram að nýju.


Skipulagsnefnd samþykkir erindið, svo breytt, ásamt umsögn dags. 4. maí 2009 og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

4.903149 - Vatnsendablettur 39, breytt deiliskipulag.

Á fundi Skipulagsnefndar 17. mars 2009 er lagt fram erindi byggingarfulltrúa varðandi nr. 39 við Vatnsendablett dags. 17. mars 2009. Erindið varðar leyfi til að byggja geymslu á suðurhluta lóðarinnar, 21 m².
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur í mkv. 1:50 og 1:500 deags. 25. feb. ´09.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Vatnsenda. Fellahvarfi 25, 27, 34 og 36. Vatnsendablettur 18, 20 og 723. Fákahvarfi 2, 4, 6, 8, 10 og 12.
Kynning fór fram 6. apríl til 7. maí 2009. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 19. maí 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.

Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir.

5.903148 - Grundarsmári 16, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er lagt fram erindi Gunnars P. Kristinssonar arkitekt dags. 16. mars 2009 fh. lóðarhafa nr. 16 við Grundarsmára. Erindi varðar beiðni lóðarhafa um að byggja viðbyggingu á tveimur hæðum á vesturhlið og útbyggðan glugga á norðurhlið, ásamt því að byggja skyggni yfir svalir og framlengja svalir á norðurhlið.
Viðbygging yrði 24,8 m² á efri hæð og 17,2 m² á neðri hæð, alls 42,0 m² Útbyggður gluggi 8,6 m² stækkun á svölum 1,2 m til norðurs. Hús er nú 256,8 m² og verður eftir breytingar 307,4 m².
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir í mkv. 1:100 dags. 13. mars 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Grundarsmára 11, 13, 14, 15, 17, 18 og 20. Grófarsmára 21, 23, 25, 27, 29, 31, 33 og 35.
Kynning fór fram 27. mars til 27. apríl 2009. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 5. maí 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.
Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsenndar athugasemdir.
á fundi skipulagsnefndar 19. maí 2009 er erindið lagt fram á ný ásamt umsögn dags. 19. maí 2009.

Frestað. Skipulagsstjóra falið að ræða við lóðarhafa um minnkun byggingarmagns.

6.902153 - Hlíðarvegur 29, kynning sbr.7.mgr.43.gr.laga 73/97..

Á fundi skipulagsnefndar 17. febrúar 2009 er lagt fram erindi byggingarfulltrúa varðandi nr. 29 við Hlíðarveg dags. 16. desember 2008. Erindið varðar beiðni um leyfi til að breyta atvinnuhúsnæði í þrjár íbúðir. Samþykkir meðeigenda liggur fyrir dags. 2. desember 2008. Erindið er í samræmi við Aðalskipulags Kópavogs staðfest af umhverfisráðherra 23. apríl 2002
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur í mkv. 1:100 dags. 2. desember 2009 .
Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Hlíðarvegar 22, 23, 24, 25, 26, 27, 28, 29a, 30, 31, 32, 33, 33a og 34. Hrauntungu 10 og 42. Grænatungu 8.
Kynning fór fram 19. mars til 20. apríl 2009. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.
Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 19. maí 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 19. maí 2009.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindis og óskar eftir því að skipulagsstjóri boði til fundar með viðkomandi.


7.903204 - Hlégerði 14, kynning sbr.7.mgr.43.gr.laga 73/97.

Á fundi skipulagsnefndar 31. mars 2009 er lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 24. mars 2009 varðandi nr. 14 við Hlégerði. Í erindinu er óskað eftir leyfi til að byggja sólstofu og anddyri norðaustan hússins, alls 40,5 m².
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 23. mars 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Hlégerði 2, 4, 6, 8, 10, 12, 16, 18 og 20. Borgarholtsbraut 65, 67, 69 og 71.
Kynning fór fram 8. apríl til 14. maí 2009. Engar athugasemdir bárust.
á fundi skipulagsnefndar 19. maí 2009 er erindið lagt fram að nýju.

Skipulagsnefnd hefur kynnt erindið í grenndarkynningu og vísar því til afgreiðslu byggingarnefndar.

8.903133 - Ásaþing 1 - 11, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 17.mars 2009 er lagt fram erindi Teiknistofunnar ehf. arkitektar f.h. lóðarhafa nr. 1 - 11 við Ásaþing, dags. 2. mars 2009. Erindið varðar breytingu á deiliskipulagi, að hverju raðhúsi verði breytt í tvær íbúðir, hver íbúð 120 m² Umfang byggingar er óbreytt og innan gildandi deiliskipulags.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir í mkv. 1:400 og 1:200 dags. 3.mars 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi bæjarráðs 19. mars 2009 er samþykkt að tillagan verði auglýst.
Tillagan var auglýst 31. mars til 5. maí 2009, með athugasemdafresti til 19. maí 2009. Athugasemdir bárust.
á fundi skipulagsnefndar 19. maí 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.


Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir.


 

9.812078 - Skjólbraut 18, deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 16. desember 2008 er lagt fram erindi byggingarfulltrúa varðandi nr. 18 við Skjólbraut dags. 19. nóvember 2008. Erindið varðar beiðni lóðarhafa um leyfi til að byggja bílskúr með kjallara, sem tengdur væri húsinu, um 70 m². Aðkoma frá Skjólbraut. Með bílskúr austan megin kæmu nýjar tröppur að íbúðarhúsinu. Ofan á bílskúr er gert ráð fyrir þakgarði.
Meðfylgjandi: Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500, dags. 1. nóv.´08.
Frestað. Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að leita eftir áliti lóðarhafa nærliggjandi lóða um breytt heildarskipulag götureits samanber ofangreint.
Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er erindið lagt fram á ný.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi bæjarráðs 19. mars 2009 er samþykkt að tillagan verði auglýst.
Tillagan var auglýst 31. mars til 5. maí 2009, með athugasemdafresti til 19. maí 2009. Engar athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 19. maí 2009 er erindið lagt fram að nýju.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

10.811098 - Lundur 2,4 og 6. Breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 18. nóvember 2008 er lagt fram erindi Guðmundar Gunnlaugssonar arkitekts fh. lóðarhafa nr. 2, 4 og 6 við Lund dags. 20. október 2008. Í erindinu felst að húsi nr. 4 verði snúið um 90° til vesturs, hús nr. 2 verði „týpa F2 í stað F3.“ Íbúðafjöldi og húsahæðir verði óbreyttar. Bílastæði á lóð og í bílakjallara verði jafnmörg og í gildandi deiliskipulagi.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur í mkv. 1:1000 og 1:2000 dags. 14. okt. ´08.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi bæjarráðs 20. nóvember 2008 er samþykkt að tillagan verði auglýst.
Tillagan var auglýst 2. desember 2008 til 6. janúar 2009 með athugasemdafresti til 20. janúar 2009. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 20. janúar 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.
Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir.
á fundi skipulagsnefndar 19. maí 2009 er lagt fram nýtt erindi lóðarhafa dags. 14. maí 2009 með nýrri útfærslu, þar sem dregið er úr umfangi byggingar miðað við fyrri tillögu dags. 20. október 2008. Með nýrri tillögu kemur lóðarhafi til móts við innsendar athugasemdir.

Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn með tilliti til nýrrar útfærslu lóðarhafa.

11.903248 - Sæbólsbraut 40, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 31. mars 2009 er lögð fram tillaga Guðrúnar Stefánsdóttur arkitekts fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðar nr. 40 við Sæbólsbraut dags. 30. mars 2009.
Um er að ræða tillögu að einnar hæðar einbýlishúsi, grunnflötur 240 m² með hámarkshæð um 5,0 m.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir.
Frestað.
Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er erindið lagt fram að nýju.
Lögð eru fram eftirfarandi gögn vegna Sæbóls: Ljósmyndir, uppmæling á húsi, lýsing á húsi og innra fyrirkomulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir að lóðarhafi leggi fram tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar.
Á fundi skipulagsnefndar 19. maí 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt deiliskipulagstillögu.

Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst sbr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.

12.903073 - Auðbrekka 20, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 31. mars 2009 er lagt fram erindi lóðarhafa 3.hæð nr. 20 við Auðbrekku. Í erindi felst að óskað eftir að skilgreiningu húsnæðis verði breytt úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði.
Skipulagnefnd samþykkir að bæjarskipulag vinni tillögu að deiliskipulagi fyrir Auðbrekku 16 til 20 og 22 til 32.
Á fundi skipulagsnefndar 19. maí 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt deiliskipulagstillögu og samþykki hlutaðeigandi.

Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst sbr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.

13.904081 - Skemmuvegur 2a, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er lagt fram erindi lóðarhafa nr. 11 við Hlíðarsmára. Erindið varðar ósk um að á lóðinni megi rísa sjálfsafgreiðslustöð fyrir bensín og olíur.
Meðfylgjandi. Skýringaruppdrættir Teiknistofunnar Tröð ehf. dags. 20. mars 2009.

Skipulagsnefnd samþykkir að lóðarhafi vinni tillögu að breyttu deiliskipulagi.
Á fundi skipulagsnefndar 19. maí 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt deiliskipulagstillögu.




Skipulagsnefnd samþykkir að óska eftir umsögn Heilbrigðiseftirlits og samþykkir að tillagan verði auglýst sbr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.


Fulltrúar Samfylkingar eru mótfallnir erindinu. sjá ekki ástæðu til fjölgunar bensínstöðva á svæðinu.

14.904140 - Álaþing 5, stækkun lóðar.

Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er lagt fram erindi lóðarhafa nr. 5 við Álaþing dags. 17. apríl 2009. Erindið varðar leyfi til stækkunar lóðar til vesturs um 4 metra.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 17. apríl 2009.
Skipulagsnefnd óskar umsagnar sviðsstjóra skipulags og umhverfissviðs og framkvæmda- og tæknisviðs.
Á fundi skipulagsnefndar 19. maí 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn sviðsstjóranna.


Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs fór yfir málið. Skipulagsnefnd samþykkir að erindið verði kynnt lóðarhöfum Álaþingi 1, 16, 18, 20 og 22. Skipulagsnefnd vekur athygli á samningum um lóðargjöld.



15.902198 - Gulaþing 1, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 17. febrúar 2009 er lagt fram erindi Úti – Inni arkitektar f.h. lóðarhafa nr. 1 við Gulaþing dags. 13. febrúar 2009. Erindið varðar innra skipulag hússins.
Óskað er eftir leyfi til þess að skipta eigninni í tvær íbúðir í stað einnar. Að aukaíbúð verði leyfð á neðri hæð hússins.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur í mkv. 1:100 dags. 12. feb. 2009.
Frestað. Skipulagsnefnd samþykkir að lóðarhafi vinni deiliskipulagstillögu fyrir umrædda lóð.
Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er lögð fram deiliskipulagstillaga Úti og Inni arkitekta dags. 13. mars 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Gulaþingi 1, 3, 5, 7, 9, 11, 13, 46, 48, 50, 52, 54, 56, 58 og 60. Hólmaþingi 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 12, 13, 14, 15 og 16. Heiðaþingi 1, 2, 3, 4, 5, 6 og 8.
Kynning fór fram 7. apríl til 7. maí 2009. Engar athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 19. maí 2009 er erindið lagt fram að nýju.


Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.


Fulltrúar Samfylkingar sitja hjá við afgreiðslu málsins.

16.710027 - Hátröð 8, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 2. október 2007 er lagt fram erindi K.R ark ehf. f.h. lóðarhafa dags. 1. október 2007 um að skipulagsnefnd heimili að fjarlægja skuli núverandi hús og reisa þess í stað parhús á einni hæð auk nýtanlegs ris með aðkomu frá Hátröð og Bjarnhólastíg.
Meðfylgjandi: Uppdráttur í mkv 1:200 og 1:500 dags. 6. júlí 2007.
Skipulagsnefnd biður um lang- og þversneiðingar þar sem afstaða nágrannahúsa kemur fram og önnur deiliskipulagsgögn.
Skipulagsstjóri vék af fundi við umfjöllun um málið.
Á fundi skipulagsnefndar 16. október 2007 er erindið lagt frá að nýju ásamt umbeðnum gögnum.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi bæjarráðs 18. október 2007 er tillagan samþykkt og að hún verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Tillagan var auglýst frá 30. október til 4. desember, með athugasemdafresti til 18. desember 2007. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 19. desember 2007 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.
Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 5. febrúar 2008 er málið lagt fram að nýju.
Skipulagsstjóri vék af fundi við umfjöllun um málið. Lagt fram ásamt umsögn bæjarskipulags dags. 5. feb. 2008.
Frestað. Aðstoðarskipulagsstjóra falið að vinna að málinu eins og fram kom á fundinum.
Lagt fram að nýju ásamt nýjum uppdrætti dags. 3. apríl 2008 þar sem hús er lækkað um ½ meter dregið úr byggingarmagni í risi og þaki breytt.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Skipulagsstjóri vék af fundi við umfjöllun um málið.
Á fundi bæjarráðs 17. apríl 2008 er samþykkt að tillagan verði auglýst.
Tillagan var auglýst 29. apríl til 27. maí 2008 með athugasemdafresti til 10. júní 2008. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 16. júní 2008 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.
Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir.
Fulltrúar Samfylkingarinnar óska eftir skriflegu áliti skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs og Skipulagsstofnunnar um lögmæti deiliskipulags – almennt á einni lóð í hverfum þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Á fundi skipulagsnefndar 12. ágúst 2008 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 12. ágúst 2008.
Frestað. Sviðsstjóra falið að vinna að málinu eins og fram kom á fundinum.
Á fundi skipulagsnefndar 17. febrúar 2009 er erindið lagt fram að nýju þar sem komið hefur verið til móts við innsendar athugasemdir og byggingarreitur minnkaður og bílageymslur fjarlægðar.
Skipulagsstjóri vék af fundi við umfjöllun um málið.
Frestað: Skipulagsnefnd felur bæjarskipulagi að gera umsögn um innsendar athugasemdir á grundvelli breyttrar tillögu.
Á fundi skipulagsnefndar 19. maí 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt tölvuskeyti lóðarhafa dags. 14. maí 2009.


Skipulagsstjóri vék af fundi við umfjöllun um málið.


Skipulagsnefnd hafnar erindinu og vísar því til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

17.904249 - Hófgerði 2,kynning sbr.7.mgr.43.gr.laga 73/97.

Á fundi skipulagsnefndar 5. maí 2009 er lagt fram erindi byggingarfulltrúa varðandi nr. 2 við Hófgerði dags. 30. apríl 2009. Erindið varðar beiðni um að breyta þakformi hússins með óbreyttri mænishæð, setja 4 m² svalir á efri hæð sunnan megin og að reisa 6,1 m² glerskála sunnan við húsið.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir í mkv. 1:100 og
1:500 dags. 28. apr.´09.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Hófgerði 1, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9 og 10. Hraunbraut 44 og 47. Holtagerði 1, 3, 5 og 7 og að jafnframt verði gerð húsakönnun fyrir svæðið.
Kynning fór fram 11. maí og var fyrirhuguð til 12. júní 2009. Þar sem samþykki allra þeirra sem grenndarkynninguna fengu barst bæjarskipulagi 19. maí 2009, er grenndarkynnningunni lokið.
Skipulagsnefnd hefur kynnt erindið í grenndarkynningu og vísar því til afgreiðslu byggingarnefndar.

18.905149 - Gulaþing 15, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 19. maí 2009 er lagt fram erindi Guðna Pálssonar arkitekts fh. lóðarhafa dags. 4. maí 2009. Erindið varðar breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar hvað varðar breytt þakform í flatt þak í stað mænisþaks. Veggir fari 0,9 m upp fyrir byggingarreit á suðurhlið og 0,4 m á norðurhlið hússins. Hæð hússins yrði 0,3 m undir hámarki skv. skipulagsskilmálum.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdættir í mkv. 1:100 dags. 25. júní og 5. ágúst 2008.

Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið til kynningar til lóðarhafa Gulaþingi 9, 11, 13, 17, 19, 21, 23 og 25.

19.802152 - Aksturstenging Gnípuheiðar og Gnitaheiðar. Breytt deiliskipulag

á fundi skipulagsnefndar 19. maí 2009 er lagt fram erindi lóðarhafa Gnitaheiði 5 dags. 7. febrúar 2008 er varðar beiðni um skoðun á aksturstengingu á milli Gnitaheiði og Gnípuheiði, auk annarra ábendinga.

Skipulagsnefnd hafnar erindinu og vísar því til bæjarráðs.

20.801295 - Hafnarfjarðarvegur. Auglýsingaskilti

Á fundi skipulagsnefndar 19. maí 2009 er lögð fram tillaga Skipulags- og umhverfissviðs dags. 19. maí 2009 að staðsetningu flettiskiltis á bæjarlandi við Nýbýlaveg.
Meðfylgjandi: Skýringarmyndir og afstöðumynd.



Skipulagsnefnd samþykkir að óska eftir umsögnum umferðarnefndar, umhverfisráðs og Vegagerðarinnar og samþykkir að tillagan verði auglýst sbr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.

21.707103 - Digranesheiði 13, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 21. ágúst 2007 var lagt fram erindi Eddu Einarsdóttur arkitekt dags. 2. júlí 2007 varðandi stækkun hússins nr. 13 við Digranessheiði, til vesturs. Lóðin er 675 m². Núverandi húsnæði er 158 m² og mun stækka í 248 m² á tveimur hæðum.
Frestað.
Á fundi skipulagsnefndar 4. september 2007 var erindið lagt fram að nýju.
Frestað. Óskað er umsagnar byggingarfulltrúa.
Á fundi skipulagsnefndar 18. september 2007 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn byggingarfulltrúa.
Skipulagsnefnd óskar eftir ítarlegri gögnum frá hönnuði og heimilar lóðarhafa að kynna deiliskipulagsuppdrátt af umræddri lóð.
Á fundi skipulagsnefndar 16. október er erindið lagt fram að nýju ásamt ítarlegri gögnum.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi bæjarráðs 18. október 2007 er tillagan samþykkt og að hún verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Tillagan var auglýst frá 30. október til 4. desember, með athugasemdafresti til 18. desember 2007. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 19. desember 2007 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.
Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir.
Lagt fram að nýju ásamt umsögn bæjarskipulags dags. 14. janúar 2008.
Frestað. Skipulagsstjóra falið að vinna að málinu eins og fram kom á fundinum.
Á fundi skipulagsnefndar 19. maí 2009 er erindið lagt fram að nýju.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að ganga eftir samkomulagi milli lóðarhafa Digranesheiði 11 og 13.

22.905202 - Kópavogsgerði 1, 3, 5 og 7, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 19. maí 2009 er lagt fram erindi lóðarhafa nr. 1, 3, 5 og 7 við Kópavogsgerði. Erindið varðar breytingu á deiliskipulagi lóðanna 1, 3, 5 og 7 við Kópavogsgerði. Í breytingunni felst:
1) Sameiginlegri lóð skipt niður í þrjár lóðir, þar sem lóðirnar fyrir nr. 3 og 5 verði sérlóðir og lóð fyrir hús nr. 1 og 7 verði sameiginleg. Gert verði ráð fyrir bílageymslum á lóðunum nr. 1, 5 og 7.
2) Aðkoma að húsunum verði tvískipt. Annars vegar að nr. 1 og 7 og hins vegar að nr. 3 og 5, sem þjónar jafnframt aðkomu að nr. 9 og bílageymslum nr 1 og 7.
3) Farið er fram á fjölgun íbúða nr. 5 um tvær íbúðir í því augnamiði að fella húsin betur að landi.
4) Byggingarreitir húsanna verða einfaldaðir og leyft verði að byggja hluta svala út fyrir byggingarreit.
5) Afmörkun lóða breytist.

Gögn lögð fram, frestað.


23.905234 - Gulaþing 66, tröppur.

Á fundi skipulagsnefndar 19. maí 2009 er lagt fram erindi lóðarhafa nr. 66 við Gulaþing. Erindið varðar grenndarkynningu á stiga, sem þegar hefur verið byggður.

Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið til kynningar til lóðarhafa Gulaþingi 19, 21, 23, 64 og 68.

24.905240 - Öldusalir 3, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 19. maí 2009 er lagt fram erindi K.Rark arkitekta fh. lóðarhafa nr. 3 við Öldusali dags. 15. maí 2009. Erindið varðar leyfi til að breyta deiliskipulagi lóðarinnar með því að stækka byggingarreit um 1 meter á austurhlið og um 1 m á suðurhlið. Heildargólfflötur verði alls um 251 m².
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir í mkv. 1:500 og 1:2000 dags. 15. maí 2009.

Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið til kynningar til lóðarhafa Öldusölum 1, 2, 4, 5, 6, 7, 8 og 9.

25.905270 - Þinghólsbraut 65, kynning sbr.7.mgr.43.gr.laga 73/97.

Á fundi skipulagsnefndar 19. maí 2009 er lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 19. maí 2009 varðandi nr. 65 við Þinghólsbraut. Í erindi lóðarhafa er óskað eftir leyfi til að byggja viðbyggingu, þ.e. forstofu, gang og vinnustofu, alls 122,7 m².
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur í mkv. 1:100 dags. 14. maí ´09.


Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið til kynningar til Lóðarhafa Þinghólsbraut 57, 58, 59, 60, 61, 62, 63, 64, 66, 67, 68, 69, 70, 71, 72, 73 og 74.


Fulltrúar Samfylkingar leggjast gegn afgreiðslunni, á þeirri forsendu að ekki sé um að ræða minniháttar breytingu.

Fundi slitið - kl. 17:45.