Skipulagsnefnd

1193. fundur 23. ágúst 2011 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundargerð ritaði: Birgir H. Sigurðsson skipulagsstjóri
Dagskrá

1.1108165 - Vatnsendablettur 241a. Breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 7. febrúar 2006 var lagt fram erindi Sigurbjörns Þorbergssonar hdl. dags. 6. janúar 2006 fh. landeiganda varðandi leyfi til að skipta lóðinni nr. 241a við Vatnsendablett upp í tvær lóðir. Meðfylgjandi: Hnit settur uppdráttur dags. 5. apríl 2005. Afgreiðslu frestað. Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn bæjarlögmanns.

Á fundi skipulagsnefndar 5. september 2006 var erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn bæjarlögmanns dags. 30. ágúst 2006. Þá lögð fram tillaga bæjarskipulags að breyttu deiliskipulagi Vatnsendabletts 241 a. Í tillögunni felst að íbúðarlóð sem skilgreind er innan leigulandsins er stækkuð úr 1,477 m2 í um 2,200 m2. Í tillögunni er enn fremur gert ráð fyrir að í stað einbýlishúss á einni hæð og risi verði byggt tveggja hæða einbýlishús með mögulegum kjallara. Hámarksgrunnflötur hússins er fyrirhugaður 250 m2 og hámarks gólfflötur allt að 750 m2. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:500 ásamt greinargerð dags. 4. ágúst 2006. Skipulagsnefnd samþykkti framlagað tillögu, hún verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarráðs Kópavogs 7. september 2006 var erindið samþykkt og vísað til bæjarstjórar. Á fundi bæjarstjórnar Kópavogs 12. september 2006 var skipulagsstjóra falið að auglýsa tillögunar í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Tillagan var auglýst frá 19. september 2006 til 17. október 2006 með athugasemdafresti til fimmtudagsins 31. október 2006. Athugasemdir bárust.

Á fundi skipulagsnefndar 7. nóvember 2006 er erindið lagt fram að nýju ásamt áður nefndum athugasemdum. Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir.

Á fundi skipulagsnefndar 5. desember 2006 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn bæjarskipulags dags. 1. des. 2006. Hafnað á grundvelli umsagnar bæjarskipulags dags. 29. nóvember 2006 og innsendra athugasemda.

Á fundi skipulagsnefndar 16. janúar 2007 er erindið lagt fram að nýju. Skipulagsnefnd samþykkir að fela bæjarskipulagi að gera tillögu að aðalskipulagi að umræddri lóð. Tillagan verði í samræmi við yfirstandandi skipulagsvinnu um græn svæði við Elliðavatn.

Á fundi skipulagsnefndar 6. febrúar 2007 er erindið lagt fram á ný. Frestað.

Á fundi skipulagsnefndar 21. október 2008 er erindið lagt fram að nýju. Frestað. Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að vinna að því sem fram kom á fundinum.

Á fundi skipulagsnefndar 18. nóvember 2008 er erindið lagt fram að nýju. Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25 gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.

Á fundi bæjarráðs 20. nóvember 2008 var afgreiðslu tillögunnar frestað.

Á fundi skipulagsnefndar 16. desember 2008 er erindið lagt fram að nýju þar sem fram kemur fjarlægð frá vatni að íbúðarlóð verður að jafnaði 50m. Í tillögunni felst að afmörkun leigulandsins að Vbl. 241a er breytt, þannig að það stækkar í suður að Elliðahvammsvegi og í vestur að laxatanga. landinu er skipt upp í tvö leigulönd, Vatnsendablett 241a sem verður um 2000 m2 að flatarmáli og Vatnsendablett 241b sem verður um 2100 m2 að flatarmáli. Inni í leigulöndunum eru skilgreindar tvær íbúðarlóðir þ.e. ein í hvoru leigulandi. Áætluð stærð íbúðarlóðar á Vbl. 241 a er um 600 m2 og á Vbl. 241b um 650 m2. Fyrirhugaðar íbúðarlóðir innan leigulandanna eru að jafnaði um 50 m2 frá Elliðavatni sbbr. gr. 4.15.2 í skipulagsreglugerð nr. 400/1998 og deiliskipulag ""Milli vatns og vegar"" birt í B-deild Stjórnartíðinda 27. júní 2001. Á hvorri þessara nýju íbúðarlóða eru skilgreindir byggingarreitir sem eru fyrir Vbl. 241a 15x17 metrar og fyrir Vbl. 241b 14x17 metrar að flatarmáli fyrir einbýli á einni hæð auk kjallara. Miðað er við 3 bílastæði á lóð og bílgeymslu í kjallara. Byggingarreiti eru með bundinni byggingarlínu í átt að Elliðavatni. Hámarksgrunnflötur húss að Vbl. 241a er 250 m2 og heildarbyggingarmagn er 500 m2. Hámarksgrunnflötur húss að Vbl. 241b er 235 m2 og heildarbyggingarmagn er 470 m2. Hámarkshæð húsa er 6.6 mfrá kjallara og 3.8 frá fyrstu hæð.

Skipulagsnefnd samþykkti að ofangreind tillaga, uppdráttur í mkv. 1:1000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 10. desember 2008, verði auglýst í samræmi við 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.

Á fundi bæjarráðs 18. desember 2008 er samþykkt að tillagan verði auglýst. Tillagan var auglýst 27. janúar til 24. febrúar 2009, með athugasemdafresti til 10. mars 2009. Athugasemdir bárust.

Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er erindið lagt fram ásamt athugasemdum. Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir.

Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 21. apríl 2009.
Sviðsstjóri vék sæti við umfjöllun um erindið. Frestað til næsta fundar skipulagsnefndar.

Á fundi skipulagsnefndar 5. maí 2009 er erindið lagt fram að nýju. Tillaga Gunnsteins Sigurðssonar: ,,Undirritaður leggur til að tillaga að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs, sem tekur til lóðarinnar nr. 241a við Vatnsenda og lögð var fyrir skipulagsnefnd 21. október 2008 sem og breyting á deiliskipulagi Vatnsendabletts 241a sem lögð var fyrir skipulagsnefnd 7. febrúar 2009, verði hafnað. Í framhaldi af því verði teknar upp viðræður við landeiganda með það að markmiði að Kópavogsbær eignist umrætt land sem og Vatnsendablett 134. Undirritaður telur afar mikilvægt að Kópavogsbær eignist umrætt land til að tryggja sem best aðgengi bæjarbúa að vatninu, sem og gönguleið umhverfis vatnið."" Skipulagsnefnd samþykkir tillögu Gunnsteins og hafnar erindinu.

Bæjarráðs 7. maí 2009, afgreiðslu frestað, en sviðsstjórum framkvæmda- og tæknisviðs, skipulags- og umhverfissviðs og bæjarlögmanni falið að vinna umsögn um málið fyrir næsta fund ráðsins.

Bæjarráð 14. maí 2009. Mæta sviðsstjórarnir og lögmaðurinn skv. ákvörðun síðasta fundar bæjarráðs. Gerðu þeir grein fyrir stöðu málsins. Bæjarráð felur ofangreindum að ganga til viðræðna við landeiganda varðandi Vatnsendablett 241a og 134 og gera bæjarráði grein fyrir viðræðunum á fundi bæjarráðs 4. júní nk.
Bæjarráð 4. júní 2009, gerir sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs grein fyrir framgangi málsins.

Bæjarráð 12. nóvember 2009, vísar tillögunni til skipulagsnefndar til úrvinnslu að nýju.

Tillagan dags. 10. desember 2008 lögð fram að nýju.

Frestað.

2.1108167 - Vatnsendablettur 241a, breytt aðalskipulag og verkefnalýsing.

Á fundi skipulagsnefndar 21. október 2008 er lögð fram tillaga bæjarskipulags að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2000 - 2012. Skipulagssvæðið tekur til lóðarinnar nr. 241a við Vatnsendablett. Í tillögunni felst ósk um breytta afmörkun landnotkunar. Í gildandi aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem íbúðarsvæði og óbyggt svæði. Breytingin felst í því að skilgreint íbúðarsvæði minnkar úr 1425 m2 í 1243 m2 og óbyggt svæði stækkar samsvarandi. Mörk íbúðarsvæðis færast fjær Elliðavatni og verða að jafnaði í um 50 m fjarlægð frá vatninu sbr. gr. 4.15.2 í skipulagsreglugerð nr. 400/1998. Jafnframt færast mörk íbúðarsvæðis til norðurs að Laxatanga og til suðurs að Elliðahvammsvegi. Innan íbúðarsvæðisins er gert ráð fyrir tveimur lóðum 600 og 650 m2 fyrir einbýlishús á einni hæð auk kjallara. Nýtingarhlutfall verður um 0.8. Kvaðir um gönguleið meðfram Elliðavatni og aðgengi að bátaskýli (Vbl. 47a) við vatnið fylgja lóðunum.
Meðfylgjandi: uppdráttur í mkv. 1:10.000 dags. desember 2008. Frestað. Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að vinna að því sem fram kom á fundinum.

Á fundi skipulagsnefndar 18. nóvember 2008 er erindið lagt fram að nýju. Skipulagsnefnd samþykkti að tillagan verði auglýst í samræmi við 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 19. desember 2008 er samþykkt að tillagan verði auglýst.
Tillagan var auglýst 27. janúar til 24. febrúar 2009, með athugasemdafresti til 10. mars 2009. Athugasemdir bárust.

Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er erindið lagt fram ásamt athugasemdum. Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir.

Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 21. apríl 2009.
Sviðsstjóri vék sæti við umfjöllun um erindið.
Frestað til næsta fundar skipulagsnefndar.

Á fundi skipulagsnefndar 5. maí 2009 er erindið lagt fram að nýju.
Tillaga Gunnsteins Sigurðssonar: ,,Undirritaður leggur til að tillaga að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs, sem tekur til lóðarinnar nr. 241a við Vatnsenda og lögð var fyrir skipulagsnefnd 21. október 2008 sem og breyting á deiliskipulagi Vatnsendabletts 241a sem lögð var fyrir skipulagsnefnd 7. febrúar 2009, verði hafnað. Í framhaldi af því verði teknar upp viðræður við landeiganda með það að markmiði að Kópavogsbær eignist umrætt land sem og Vatnsendablett 134. Undirritaður telur afar mikilvægt að Kópavogsbær eignist umrætt land til að tryggja sem best aðgengi bæjarbúa að vatninu, sem og gönguleið umhverfis vatnið.""
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu Gunnsteins og hafnar erindinu.

Tillagan, uppdráttur í mkv. 1:10.000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. í desember 2008 lögð fram að nýju í samræmi við bókun bæjarráðs frá 12. nóvember 2009. Enn fremur lögð fram, í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillaga Skipulags- og byggingardeildar að verkefnalýsingu að breytingu á aðalskipulagi Kópavogs fyrir Vatnsendablett 241a. dags. 23. ágúst 2011.

Frestað.

3.1108364 - Skipulag á Kársnesi. Fyrirspurn

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að ræða við handhafa byggingarréttar á nýlega skipulögðum svæðum í vesturbæ Kópavogs, þ.e.a.s. bryggjuhverfið við Vesturvör, Bakkabraut og Hafnarbraut/Vesturvör( reiti 4 og 7)um að dregið verði úr byggingamagni á umræddum svæðum.

 Samþykkt. Jóhann Ísberg og Óttar Felix sitja hjá við afgreiðlsu málsins

4.1107006 - Bæjarráð - 2603

Bæjarráð 21. júlí 2011.
1103082 - Austurkór 92. Breytt deiliskipulag
Skipulagsnefnd hafnar erindinu og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar. Gunnar Ingi Birgisson situr hjá við afgreiðslu málsins.

1106077 - Ný reglugerð um framkvæmdaleyfi. Umsögn.
Frá skipulagsstjóra, dags. 20/7, umsögn skipulagsnefndar um reglugerð um framkvæmdaleyfi, sem óskað var eftir í bæjarráði 9/6 sl.
Staðfest.

1104090 - Lausar kennslustofur.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til nánari umfjöllunar leikskólanefndar.
Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks óska eftir að skoðað verði sérstaklega hvort staðlar varðandi leiksvæði utandyra séu uppfylltir.

0705018 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Endurskoðun aðalskipulagsins 2001-2024. Verkefnalýsing skipulagsgerðar og umhverfismats.
Frá skipulagsstjóra, dags. 20/7, umsögn um verkefnalýsingu skipulagsgerðar og umhverfismats varðandi endurskoðun Aðalskipulags Reykjavíkur 2001-2024.
Staðfest.

1107047 - Ný reglugerð um landsskipulagsstefnu. Beiðni um umsögn
Frá skipulagsstjóra, dags. 20/7, umsögn um reglugerð um landsskipulagsstefnu, sem óskað var eftir í bæjarráði 7/7.
Samþykkt.

1107101 - Örvasalir 20, deiliskipulag
Skipulagsnefnd samþykkir erindi lóðarhafa og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

1107124 - Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2010-2030 (endurskoðun á AS 2002-2024)
Frá skipulagsstjóra, umsögn um endurskoðun Aðalskipulags Mosfellsbæjar 2002-2024,sbr. lið 24 í fundargerð skipulagsnefndar 19/11.
Samþykkt.

5.1103073 - Kársneshöfn. Athafnasvæði. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi hafnarsvæðisins á Kársnesi, Vesturvör 32-38. Í breytingunni er gert ráð fyrir nýrri athafnalóð norðan Vesturvarar 34 og 36 þ.e. Vesturvör 38. Samkvæmt tillögunni verður lóðin tæplega 11.000 m2 að flatarmáli þar sem byggja má allt að 6000 m2 byggingu á 1-2 hæðum með vegghæð að hámarki 10 m og mænishæð 12 m. Aðkoma verður frá Vesturvör. Í tillögunni er einnig gert ráð fyrir aðstöðu til að sjóseta báta norðan lóðarinnar. Uppdráttur 1:2000 dags. í mars 2011.

Einnig lagt fram erindi skipulagsstjóra dags. 26. maí 2011 til lögboðinna umsagnaraðila; Mílu, Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, Siglingastofnun Íslands, Isavia ohf. og Skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar. Umsögn barst frá Isavia dags. 9. júlí 2011 og Siglingastofnun dags. 12. júlí 2011.

Kynningartíma lauk 18. júlí 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir og ábendingar: Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkurborgar dags. 15. júlí 2011, Ævar Guðmundsson fh. K-102 Vesturvör 36, dags. 18. júlí 2011; Kári Pálsson fh. Hamars ehf, Vesturvör 36, dags.18. júlí 2011; Þórarinn Þór fh. Kynnisferða, Vesturvör 34, dags.18. júlí 2011; Kári Pálsson og Davíð Þór Sigurbjartsson fh. Idea ehf. Vesturvör 36 dags.18. júlí 2011. Eftir að kynningartíma lauk bárust athugasemdir og ábendingar dags. 19. júlí 2011 frá Örnu Harðardóttur f.h. íbúasamtakanna Betri byggð á Kársnesi.
Á fundi skipulagsnefndar 19. júlí voru athugasemdir og ábendingar kynntar. Erindinu var frestað og skipulags- og byggingardeild falið að gera umsögn um innsendar athugasemdir.
Lögð fram tillaga Skipulags- og byggingardeildar dags. 23. ágúst 2011 að umsögn um athugasemdir og ábendingar er bárust er ofangreind tillaga að breyttu deiliskipulagi var auglýst.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu ásamt umsögn.

Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

6.1102013 - Smiðjuvegur 48 og 50. Óskað heimildar til gera bílastæði austan við lóð

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga að breyttu deiliskipulagi við Smiðjuveg 48-66. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Smiðjuveg 44 - 66. Deiliskipulagssvæðið afmarkast að helgunarsvæði Reykjanesbrautar í austur, Skemmuvegi í suður, lóðamörkum Smiðjuvegar 44 - 66 í vestur og lóðamörkum Smiðjuvegar 42 og 44 í norður. Í breytingunni er gert ráð fyrir nýrri húsagötu austan húsa við Smiðjuveg 44 - 66, nýrri aðkoma að húsunum, breytingu á lóðamörkum þar sem framangreindar lóðir stækka til austurs og fyrirkomulagi bílastæða er breytt.
Kynningartíma lauk 18. júlí 2001. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir og ábendingar: Sveinbjörn Árnason fh. Bílamarkaðarins, Smiðjuvegi 46 ódags. en móttekið 18. júlí 2011; Sigurður Jóhann Lövdal fh. Einkabíla ehf. Smiðjuvegi 46e dags. 15. júlí 2011.
Á fundi skipulagsnefndar 19. júlí 2011 voru innsendar athugasemdir og ábendingar kynntar. Erindinu var frestað og skipulagsdeild var falið að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.

Lögð fram tillaga Skipulags- og byggingardeildar dags. 23. ágúst 2011 að umsögn um athugasemdir og ábendingar er bárust er ofangreind tillaga að breyttu deiliskipulagi var auglýst.

Frestað.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að boða til fundar með lóðarhöfum Smiðjuvegi 48-66 þar sem farið yrði yfir fyrirhugaðar framkvæmdir á svæðinu og kostnað.

7.1103082 - Austurkór 92. Breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi lóðarhafa Austurkórs 92 (104) dags. 15. ágúst 2011 þar sem óskað er frekari rökstuðningi vegna neitunar á erindi Eignarhaldsfélagsins Akralindar ehf. sbr. 1192. fund skipulagsnefndar 19. júlí 2011 mál nr. 4.

Frestað.

8.1101196 - Fjallalind 108, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 18. janúar 2011 var lagt fram erindi lóðarhafa nr. 108 við Fjallalind dags. 7. janúar 2011. Í erindi felst að óskað er eftir því að lóðarmörk verði færð 0,42 m til norðausturs. Á lóðarmörkum er stoðveggur, sem aðhald vegna göngustígs meðfram lóðinni. Auk þessa óskar lóðarhafi eftir því að fá leyfi til að reisa bílskúr eða bílskýli á lóðinni.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur dags. 14. jan. 2011.
Á fundi skipulagsnefndar 17. maí 2011 var erindi frestað.
Á fundi skipulagsnefndar 14. júní 2011 er erindi lagt fram að nýju ásamt samantekt skipulagsstjóra.

Eftirfarandi fært til bókar:
Ljóst er að framkvæmd við byggingu hússins að Fjallalind 108 er í nokkrum veigamiklum atriðum í ósamræmi við samþykktar byggingarnefndarteikningar frá 25. júlí 1997. Nefna má eftirtalin atriði:
a) stoðveggur á norðvestur mörkum lóðarinnar nær út fyrir lóðarmörk við stíg.
b) steypt mannvirki, veggir og plata norðvestan við húsið bendir til þess að verið sé að byggja geymslu við þá hlið hússins (bílskúr),- framkvæmd sem ekki er heimild fyrir.
c) gluggar hafa verið gerðir á ""óútgrafið"" rými undir suðausturhluta hússins sem bendir til þess að rýmið eða hluti þess hafi verið tekið í notkun.
d) svalir eru ekki í samræmi við samþykktar teikningar hvað varðar umfang og súlur.
e) skúr efst í lóðinni og ""framkvæmd"" við suðausturhorn hússins eru ekki á samþykktum teikningum.

Skipulagsnefnd samþykkti að áður en málið verður tekið fyrir til afgreiðslu í nefndinni þá liggi fyrir úttekt byggingarfulltrúa m.a. á ofangreindum atriðum eða þar sem fram koma frávik hvað varðar framkvæmdir við Fjallalind 108 frá samþykktum byggingarnefndarteikningum frá 25. júlí 1997, 13. janúar og 26. maí 1998. Enn fremur óskar nefndin eftir greinargerð lóðarhafa hússins um málið.

Lögð fram greinargerð lóðarhafa Fjallalindar 108 dags. 5. ágúst 2011 ásamt greinargerð byggingarfulltrúa 11. ágúst 2011 um ólöglegar byggingarframkvæmdir við húsið að Fjallalind 108.

Þá lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 17. ágúst 2011 þar sem fram koma upplýsingar um að ekki hafa verið lagðar fram teikningar af nýtingu á óútgröfnu rými í kjallara eða af stækkun svala við Fjallalind 108.

Frestað.

Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn lögmanns Umhverfissviðs meðal annars með tilliti til fordæmis.

9.1106427 - Dimmuhvarf 11. Skipta lóð í tvær lóðir

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Gingi - arkitekta f.h. lóðarhafa að skiptingu lóðarinnar nr. 11 við Dimmuhvarf 11 í tvær lóðir. Uppdráttur ásamt greinargerð og skýringarmyndum ódags. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Dimmuhvarfs 9, 9a, 11a, 10, 12, 13, 14, 25, 27 og 29. Athugasemd barst frá Steinbergi Finnborgarsyni hdl. f.h. lóðarhafa Dimmuhvarfi 29 sbr. bréf dags. 23. ágúst 2011.

Hafnað.

Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

10.1106206 - Kópavogsbraut 1D, breytt deiliskipulag

Lagt fram að nýju erindi KrArk ehf. fyrir hönd lóðarhafa Kópavogsbrautar 1D dags. 14. júní 2011 ásamt deiliskipulagsuppdrætti í mkv. 1:500, greinargerð og skýringarmyndum. Í breytingunni felst að fallið er frá að rífa núverandi hús að Kópavogsbraut 1d og í þess stað yrði það gert upp, heimilt yrði að hækka rishæð hússins, fella niður fyrirhugaða bílgeymslu við húsið og breyta lögun og stærð byggingarreitar. Í breytingunni felst jafnframt að miðað við gildandi deiliskipulag þá yrðu í húsinu 30 íbúðir í stað 45 og húsið yrði 4 hæðir auk kjallara í stað 6 hæða auk kjallara. Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu fyrir Sunnuhlíð, lóðarhöfum Kópavogsbrautar 2, 4, 6, 8, 10 og 12, lóðarhafa Kópvogstúns 2-4 og lóðarhöfum Kópavogstúns 6-8. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Jóhanni Árnasyni fh. Sunnuhliðar sbr. bréf dags. 22. ágúst 2011 og Sigríði Ástu Árnadóttir og Rúnari J. Aðalsteinssyni, Kópavogsbraut 8 sbr. bréf dags. 22. ágúst 2011.

Lögð fram umsögn Skipulags- og byggingardeildar um framkomnar athugasemdir og ábendingar. Er umsögnin dags. 23. ágúst 2011.

Þá lagt fram eftirfarandi samkomulag milli Sunnuhlíðar og lóðarhafa Kópavogsbakka 1D dags. 23. ágúst 2011:

1. Tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Kópavogsbakka 1D verður breytt þannig að fallið verði frá sameigninlegri götu á lóðamörkum (Kópavogsbrautar 1D og 1B)
2. Í greinargerð og á skipulagsuppdrætti verði þess getið að samnýting verði á 5 bílastæðum (á lóð Kópavogsbrautar 1 með Sunnuhlíð) og þau tilgreind.
3. Lóðamörkum (Kópavogsbrauta 1d og 1b) verði ekki breytt og settar verði kvaðir um aðkomu á deiliskipulagsuppdrátt.

Einnig er lagt til að skipulagsyfirvöld skoði vel nýtingu lóðar Sunnuhlíðar með það í huga að bæta aðkomu og fjölga bílastæðum.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum dags. 23. ágúst 2011 ásamt framangreindri umsögn.

Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

11.1107110 - Almannakór 9, breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lögð fram f.h. lóðarhafa tillaga Guðmundar Gunnlaugssonar, arkitekts að breyttu deiliskipulagi við Almannakór 9. Í breytingunni felst að hámarks vegghæð á norðurhlið og yfir inngangi á suður hlið hússins verði 6,8 m í stað 6,3 m. Uppdrætti í mkv. 1:100 ásamt skýringarmyndum dags. 8. júlí 2011. Tillagan var grenndarkynnt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum við Almannakór 4, 5, 6, 7, 8, 11, Arakór 8, 10, Akrakór 7, 14 og Aflakór 23. Þá lagður fram kynningaruppdráttur með árituðu þeirra ofangreindara lóðarhafa sem ekki gera athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd að Almannakór 9.

Samþykkt.

Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

12.701100 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2000-2012

Farið yfir stöðu mála.
Lagt fram minnisblað skipulagsstjóra um næstu skref í endurskoðun aðalskipulagsins og Sd. 21 með dagsetningum um framhald samráðsfunda vegna endurskoðunar aðalskipulagsins; samráðsfund með umhverfis- og samgöngunefnd um Sd-21 og skipulagstölur fyrir Kópavogs sem miðast við 2010/11.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagt minnisblað.

13.1106116 - Þinghólsbraut 76, viðbygging

Frá byggingarfulltrúa.
Lögð fram að nýju tillaga Baark - arkitekta að viðbyggingu við Þinghólsbraut 76. Uppdrættir í mkv. 1:100 ásamt skýringarmyndum. Á fundi skipulagsnefndar 14. júní var óskað eftir ítarlegri gögnum í málinu m.a. ljósmyndum af húsinu og næst nágrenni og samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar þ.e. Þinghólsbrautar 78.

Lögð fram umbeðin gögn m.a. samþykki lóðarahafa Þinghólbrautar 78 dags. 23. ágúst 2011.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagað tillögu fyrir lóðarhöfum Kópavogsbrautar 107, 109 og 111 og Þinghólsbrautar 73, 74, 75, 77 og 78.

14.1007118 - Skráning gamalla húsa.

Greint frá stöðu mála.

15.1011337 - Ennishvarf 9, breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi Jóhannesar Alberts Sævarssonar hrl. dags. 4. júlí 2011 f.h. Jóhönnu Erlu Guðmundsdóttur Ennishvarfi 9 þar sem óskað er upplýsinga um á hvaða forsendum umsókn umbjóðenda hans um breytt deiliskipulag var vísað frá á fundi skipulagsnefndar 15. mars 2011.

Lögð fram greinargerð formanns skipulagsnefndar dags. 23. ágúst 2011 þar sem fram koma nánari upplýsingar um frávísun málsins í skipulagsnefnd 15. mars 2011.

Samþykkt.

Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

16.1108100 - Ennishvarf 6, breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi Einars V. Tryggvasonar fh. lóðarhafa Ennishvarfi 6, dags. 19. júlí 2011, þar sem óskað er eftir heimild til að stækka lóðina sem nemur um 300 m2 til austur sbr. meðfylgjandi uppdrátt í mkv. 1:500.

Frestað.

 

17.1010057 - Tjaldsvæði - möguleg staðsetning.

Lagðar fram hugmyndir Skipulags- og byggingareildar að staðsetningu tjaldsvæðis á Kópavogstúni og í Kópavogsdal. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð með samanburði kosta dags. 23. ágúst 2011.

Frestað.

Skipulagsnefnd óskað umsagnar, íþróttaráðs, menningar- og þróunarráðs og umhverfis- og samgögnunefndar.

18.705208 - Vatnsendablettur 134, skipting lóðar.

Á fundi skipulagsnefndar 21. október 2008 er lagt fram erindi skipulags og umhverfissviðs dags. 21. október 2008 varðandi breytt deiliskipulag á lóð nr. 134 við Vatnsendablett. Í tillögunni felst að lóðinni að Vatnsendabletti 134 er skipt í fjórar lóðir. Landnotkun verður í samræmi við gildandi aðalskipulag staðfest að umhverfisráðherra 16. apríl 2008. Aðkoma verður að hverri lóð frá Elliðahvammsvegi. Gönguleiðir liggja um deiliskipulagssvæðið og eru þær hluti af stærra heildarskipulagi stíga í Vatnsenda. Kvaðir um gönguleiðir eru sýndar á deiliskipulagsuppdrætti.
Meðfylgjandi: Deiliskipulagsuppdráttur í mkv 1:100 og 1:500 dags. 21. október 2008. Frestað. Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að vinna að því sem fram kom á fundinum hvað varðar uppdeilingu á landinu í skika.

Á fundi skipulagsnefndar 18. nóvember 2008 er erindið lagt fram að nýju. Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan að skiptingu leigulandsins Vbl. 134 í fjórar lóðir sbr. uppdrátt í mkv. 1:1000 og 1:2000 ásamt greinargerð dags, 18. nóvember 2008, verði auglýst í samræmi við 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.

Á fundi bæjarráðs 18. desember 2008 var samþykkt að tillagan væri auglýst. Tillagan var auglýst 13. janúar til 10. febrúar 2009 með athugasemdafresti til 24. febrúar 2009. Athugasemdir bárust.

Á fundi skipulagsnefndar 3. mars 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum. Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir.

Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 17. mars 2009.
Sviðsstjóri víkur af fundi við umfjöllun um erindið.
Skipulagsnefnd samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins og vísa því til umsagnar eftirtaldra aðila: Heilbrigðiseftirlits, Umhverfisstofnunar, Fiskistofu, handhafa veiðiréttar í Elliðavatni og annarra hagsmunaaðila, sem málið varða.

Á fundi skipulagsnefndar 5. maí 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögnum frá Heilbrigðiseftirliti og Fiskistofu.

Tillaga Gunnsteins Sigurðssonar:
,,Undirritaður leggur til að tillaga að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs, sem tekur til lóðarinnar nr. 241a við Vatnsenda og lögð var fyrir skipulagsnefnd 21. október 2008 sem og breyting á deiliskipulagi Vatnsendabletts 241a sem lögð var fyrir skipulagsnefnd 7. febrúar 2009, verði hafnað. Í framhaldi af því verði teknar upp viðræður við landeiganda með það að markmiði að Kópavogsbær eignist umrætt land sem og Vatnsendablett 134. Undirritaður telur afar mikilvægt að Kópavogsbær eignist umrætt land til að tryggja sem best aðgengi bæjarbúa að vatninu, sem og gönguleið umhverfis vatnið."" Skipulagsnefnd samþykkir tillögu Gunnsteins og hafnar erindinu.

Bæjarráð 7. maí 2009, er afgreiðslu frestað, en sviðsstjórum framkvæmda- og tæknisviðs, skipulags- og umhverfissviðs og bæjarlögmanni falið að vinna umsögn um málið fyrir næsta fund ráðsins.

Bæjarráð 14. maí 2009, mæta sviðsstjórarnir og lögmaðurinn skv. ákvörðun síðasta fundar bæjarráðs. Gerðu þeir grein fyrir stöðu málsins. Bæjarráð felur ofangreindum að ganga til viðræðna við landeiganda varðandi Vatnsendablett 241a og 134 og gera bæjarráði grein fyrir viðræðunum á fundi bæjarráðs 4. júní nk.

Bæjarráð 4. júní 2009, gerir sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs grein fyrir framgangi málsins.

Bæjarráð 12. nóvember 2009, bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar og óskar eftir umsögn bæjarstjóra.

Tillagan, dags. 18. nóvember 2008 lögð fram að nýju.

Skipulagsnefnd samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

 

Bókun meirihluta.

?Tillagan er lögð fram til að efna ?eignarnámssátt? sem fyrri meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gerði við landeiganda á Vatnsenda og var unnin var án nokkurs samráðs við skipulagsnefnd Kópavogsbæjar þrátt fyrir að hún fari með skipulagsmál samkvæmt lögum.

Tillagan er í mikilli andstöðu við stefnu núverandi meirihluta, sem vill standa vörð um lífríki Elliðavatnas og tryggja aðgengi íbúa bæjarins að bakka vatnsins.  Vegna eignarnámssáttarinnar frá 30. janúar 2007 sjáum við okkur knúin til að samþykkja að tillagan verði auglýst og til að standa vörð um fjárhagslega hagsmuni Kópavogsbæjar. Þá er rétt að árétta að fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna lögðust gegn þeim samningi og bentu meðal annars á þær skipulagslegu forsendur sem bundnar voru í samninginn sem sviptu bæjarbúa þeim lýðræðislega rétti sínum að hafa áhrif  á
umhverfi sitt og skipulag. Með óbragð í munni vísum við allri ábyrgð þessa gjörnings á fyrri meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Undirrituð leggja áherslu á að tryggt verði aðgengi að opnu svæði fyrir almenning eins og getið er um í núverandi aðalskipulagi. ?

 

Guðný Dóra Gestsóttir, Guðmundur Örn Jónsson, Vilhjálmur Einarsson og Helgi Helgason

Fundi slitið - kl. 18:30.