Skipulagsnefnd

1210. fundur 06. júní 2012 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Birgir Hlynur Sigurðsson sviðsstjóri
  • Smári Magnús Smárason skipulagsstjóri
  • Guðný Dóra Gestsdóttir aðalfulltrúi
  • Jóhann Ísberg aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Hreiðar Oddsson varafulltrúi
  • Einar Ingvarsson aðalfulltrúi
  • Þóra Hrönn Ólafsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Birgir H. Sigurðsson skipulagsstjóri
Dagskrá

1.1006434 - Skoðunarferð skipulagsnefndar um Kópavog

Á fundi skipulagsnefndar 6. júní 2012 var farin skoðunarferð um Kópavog allt frá Kársnesi að Elliðavatni.

2.1204151 - Hófgerði 10, umsókn um byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa:
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Jakobs E. Líndal, arkitekts f.h. lóðarhafa að 21. fermetra viðbyggingu að Hófgerði 10. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 16. apríl 2012.
Skipulagsnefnd samþykkti 26. apríl 2012 með tilvísan í gr. 44. skipulagslaga nr. 123/2012 að kynna erindið fyrir lóðarhöfum Hófgerðis 7, 8, 9, 12a og Holtagerðis 11, 13. Þá lögð fram kynningargögn með áritun ofangreindra lóðarhafa, þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd að Hófgerði 10.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

3.1103073 - Kársneshöfn. Athafnasvæði. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi athafnasvæðsins við Vesturvör. Tillagan, sem er breyting á deiliskipulagi, Kársnes - hafnarsvæði, Vesturvör 32-38, samþykkt í bæjarráði 25. ágúst 2011 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 5. október 2011, nær til lóðarinnar við Vesturvör 38 og bæjarlandsins norðan og vestan umræddrar lóðar.

Í tillögunni er gert ráð fyrir að skipta upp lóðinni að Vesturvör 38 í tvær lóðir ca. 5.000 m2 að flatarmáli hvor fyrir sig og breyta núverandi byggingarreit þannig að gerðir verði tveir byggingarreitir 32 x 65 metrar að stærð. Mænishæð þeirra lækkar úr 12 í 10 metra og vegghæð verður 8 metrar í stað 10 metra. Heildarbyggingarmagn hvers byggingarreits er áætlað 3.000 m2 að stærð og hámarks grunnflötur er áætlaður 2.000 m2.

Á bæjarlandi vestan við hús nr. 32 til 38 við Vesturvör, sem er skilgreint í aðalskipulagi sem hafnsækið svæði, er gert ráð fyrir að stofnaðar verði þrjár nýjar athafnalóðir með möguleika á allt að 6 nýjum húsum.

Ný lóð að Vesturvör 40 er áætluð 11.700 m2 að flatarmáli og rúmar byggingarreit fyrir athafnahús með mænishæð allt að 13.5 metrar á þremur hæðum með 11.5 metra vegghæð. Hámarks flatarmál þess er 6000 m2 og grunnflötur 4500 m2.

Ný lóð að Vesturvör 42 til 48 er áætluð um 11.700 m2 að stærð og byggingarreitir hennar rúmar 2 til 4 byggingarreiti sem eru allt að 12 metrar að hæð á þremur hæðum með 10 metra vegghæð. Gert er ráð fyrir 2-4 innri byggingarreitum með mænisstefnur í austur - vestur. Samanlagt byggingarmagn á lóðinni er áætlað er 6000 m2 og hámarksgrunnflötur allra innri byggingarreita er 4000 m2.

Ný lóð að Vesturvör 50 er áætluð um 2000 m2 að flatarmáli og byggingarreitur hennar rúmar hús sem er með hámarks mænishæð 9 metrar. Fjöldi hæða 1-2. Vegghæð er óbundin og ekki er gerð krafa um mænisstefnu en mælst er til þess að þak sé flatt. Hámarks flatarmál fyrirhugaðs húss er áætlað um 1500 m2 og grunnflötur 1000 m2.

Á bæjarlandi sunna lóðarinnar nr. 40 er gert ráð fyrir aðstöðu til að sjósetja báta og viðlegukannt. Reiknað er með stálþili á um 50 m kafla og verður hæð á landi og útfærslu hafnarmannvirkis og varnargarðs ákveðin í samvinnu við Siglingastofnun. Kvöð er gerð um umferðarrétt með báta frá lóðamörkum Vesturvarar 40 að sjósetningarsvæði.

Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 6. júní 2012.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Guðný Dóra Gestsdóttir situr hjá.

Fundi slitið - kl. 18:30.