Skipulagsnefnd

1177. fundur 20. apríl 2010 kl. 16:30 - 18:30 Fannborg 6, 2.hæð
Fundargerð ritaði: Hólmfríður Þorsteinsdóttir Umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.1003014 - Bæjarráð 18. mars 2010. Bæjarstjórn 23. mars 2010.

Skipulagsnefnd 1176, 16. mars 2010.
Bæjarráð 2542, 18. mars 2010.
0910464 - Götureitur v. Kópavogsbraut.
Bæjarráð samþykkir að tillagan verði auglýst.
1002115 - Fífuhvammsland vesturhl. br. deiliskipulag.
Bæjarráð samþykkir umhverfismatsskýrslu mars 2010.
0911402 - Austurkór 35 -47, breytt deiliskipulag.
Bæjarráð samþykkir erindið.
0908067 - Hafnarbraut 11, breytt deiliskipulag.
Bæjarráð samþykkir erindið.
0903151 - Kársnesbr. 78-84, Vesturvör 7 og göng.
Bæjarráð samþykkir að tillagan verði auglýst.

Bæjarstjórn 1013, 23. mars 2010.
1003047 - kjörinn var nýr formaður skipulagsnefndar Sigurjón Örn Þórsson.
0912700 - Gulaþing 3, breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn hafnar erindinu.

2.812063 - Skíðasvæðið í Bláfjöllum, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 16. desember 2008 var lagt fram erindi stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins dags. 25. nóvember 2008. Lögð voru fram drög að breytingum á deiliskipulagi á skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Á fundi skipulagsnefndar 14. júlí var lögð fram tillaga að deiliskipulagi, greinargerð, uppdráttur í mkv 1:5000, skilmálar og matslýsing. Dags. í júlí 2009.
Frestað. Skipulagsnefnd vísaði erindinu til umsagnar umhverfisráðs og Heilbrigðiseftirlits og fól skipulagsstjóra að hafa samráð við Skipulagsstofnun um feril málsins.
Á fundi skipulagsnefndar 20. apríl 2010 er erindið dags. í mars 2010 lagt fram að nýju ásamt umhverfisskýrslu dags. í mars 2010

Halldóra Narfadóttir frá Landslagi ehf. kynnti málið. Óskað er upplýsinga um áhrif vatnstöku á vatnsból höfuðborgarsvæðisins, aukið álag á svæðið og aukna vatnsþörf á höfuðborgarsvæðinu.  Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.

3.812081 - Kársnesbraut 106, deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 16. desember 2008 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa varðandi nr. 106 við Kársnesbraut dags. 28. nóvember 2008. Erindið varðaði beiðni um leyfi til að breyta skrifstofuhúsnæði í 10 íbúðir. Fyrir lá samþykki annarra eigenda á uppdrætti dags. 14. apríl 2008.
Meðfylgjandi: Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:200, dags. 14. apr.´08 og 18. nóv.´08.
Frestað. Skipulagsnefnd óskaði eftir umsögn byggingarfulltrúa um stærðir og innra skipulag íbúða.
Á fundi skipulagsnefndar 20. janúar 2009 var erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn byggingarfulltrúa 6. janúar 2009.
Skipulagsnefnd samþykkti að lóðarhafi vinni deiliskipulagstillögu fyrir umrædda lóð og gerði húsakönnun í samræmi við 23. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Á fundi skipulagsnefndar 17. febrúar 2009 var erindið lagt fram að nýju.
Skipulagsnefnd samþykkti að tillagan yrði auglýst í samræmi við 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 enda liggi fyrir upplýsingar um fjölda bílastæða á lóð og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi bæjarráðs 19. febrúar 2009 var samþykkt að tillagan verði auglýst.
Tillagan var auglýst 3. mars til 31. mars 2009 með athugasemdafresti til 21. apríl 2009.
Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 var erindið lagt fram að nýju.
Skipulagsnefnd samþykkti erindið og vísaði því til afgreiðslu bæjarráðs.
Erindið var samþykkt á fundi bæjarráðs 21. apríl 2009.
Á fundi skipulagsnefndar 20. apríl 2010 var erindið lagt fram að nýju ásamt bréfi Skipulagsstofnunar dags.28. ágúst 2009 og 24. mars 2010. Í breyttu erindi dags. 28. janúar 2010 var texta í greinargerð breytt á þann hátt að umrætt svæði er skilgreint sem blandað svæði athafna og íbúðasvæðis og viðmiðunarmörk hljóðstigs sett samkvæmt því. Í greinargerð var einnig bætt texta sem gerir ráð fyrir að samkomulagi allra framkvæmdaraðila og lóðarhafa Kárnesbrautar 106 náist um umfang breytinga og framkvæmdir innan lóðarinnar, framfylgni og tímasetningu framkvæmda. Samkomulagið skal ákveða um m.a. reglur um vinnutíma atvinnureksturs á svæðinu, viðhald húsa, staðsetningu gáma á lóð, staðsetningu skilta á lóð og húsum, ákvæði um umhirðu og umgengni og skiptingu kostnaður framkvæmda á lóð og húsum milli eistakra lóðarhafa. Bílastæðum var breytt.

Skipulagsnefnd samþykkir breytt erindi dags. 28. janúar 2010 og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarráðs.

 

4.1002027 - Lyngbrekka 3,kynning sbr.7.mgr.43.gr.laga 73/97.

Á fundi skipulagsnefndar 16. febrúar 2010 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 16. febrúar 2010 og varðar byggingarleyfisumsókn lóðarhafa nr. 3 við Lyngbrekku. Í erindi lóðarhafa fólst að óskað var eftir leyfi til að gera herbergi í viðbyggingu til norðurs 12,2 m².
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir dags. 31. október 2009 í mkv. 1:500 og 1:100.
Skipulagsnefnd samþykkti að senda erindið í kynningu til lóðarhafa Lyngbrekku 1, 1a, 5 og 7. Hjallabrekku 8, 10, 12, 14, 16 og 18.
Kynning fór fram 1. mars til 30. mars 2010. Engar athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 20. apríl 2010 er erindið lagt fram á ný.

Skipulagsnefnd hefur kynnt erindið í grenndarkynningu og vísar því til afgreiðslu byggingarnefndar.

5.912691 - Akurhvarf 16, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 19. janúar 2010 var lagt fram erindi Finns Björgvinssonar arkitekts fh. lóðarhafa. Í erindinu var óskað eftir að gera viðbygginu og laufskála við íbúarhúsið.
Vísað er í skipulagsskilmála og deiliskipulag Vatnsenda - norðursvæði samþykkt í bæjarráði Kópavogs þann 26. júlí 2002.
Í tillögu að breyttu deiliskipulagi felst að byggingarreitur íbúðarhúss stækkar til suðvestur um 2 metra og skilgreindur er byggingarreitur í suðurhluta lóðar fyrir viðbyggingu við núverandi íbúðarhús. Hesthús færist í norðvestur hluta lóðar. Aðkoma og bílastæði breytast og fjölgar bílastæðum um 12. Stærð lóðar er óbreytt. Nýtingarhlutfall verður eftir stækkun 0,56.
Þegar hafa verið gerðar breytingar skv. samþykktri útfærslu deiliskipulags samþykkt í bæjarráði 23. október 2003 er lúta að stækkun íbúarhúss, fjölgun bílastæða og færslu hesthúss með samþykkt lóðarhafa Akurhvarfs 1, 8. 10, 12 og 14 Asparhvarfs 7, 9, 11, 13, 15, 14, 16 og 17.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur dags. 19. jan.´10 í mkv. 1:1000.
Skipulagsnefnd samþykkti að senda erindið í kynningu til lóðarhafa Akurhvarfi 1, 8, 10, 12 og 14. Asparhvarfi 7, 9, 11, 13, 14, 15, 16, 17 og 18. Álfkonuhvarfi 19 og 21.
Kynning fór fram 3. febrúar til 9. mars 2010. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 16. mars 2010 var erindið lagt fram á ný ásamt athugasemdum.
Frestað. Bæjarskipulagi var falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 20. apríl 2010 er lögð fram umsögn Skipulags- og umhverfissviðs dags. 20. apríl 2010 og breytt erindi dags. 20. apríl 2010 þar sem hæð fyrirhugaðrar viðbyggingar er lækkuð um 1,2 metra.

Skipulagsnefnd samþykkir breytt erindi dags. 20. apríl 2010 þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir og fyrirhuguð viðbygging er lækkuð í sömu hæð og núverandi íbúðarhús. Skipulagsnefnd vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

6.1002050 - Kastalagerð 8,kynning sbr.7.mgr.43.gr.laga 73/97.

Á fundi skipulagsnefndar 16. febrúar 2010 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 16. febrúar 2010 um byggingarleyfisumsókn lóðarhafa nr. 8 við Kastalagerði. Í erindinu var óskað eftir gera herbergi í viðbyggingu til suðurs um 28 m².
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur dags. 1. febrúar 2010 í mkv. 1:100.
Formaður vék sæti við afgreiðslu erindisins. Skipulagsnefnd samþykkti að senda erindið í kynningu til lóðarhafa Kastalagerði 1, 3, 4, 5, 6, 9, 11 og 13. Borgarholtsbraut 14, 16 og 18. Fulltrúar Samfylkingar sátu hjá við afgreiðslu erindisins og vísuðu til bókunar í máli 6. á fundinum.
Kynning fór fram 1. mars til 30. mars 2010. Engar athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 20. apríl 2010 er erindið lagt fram á ný.

Skipulagsnefnd hefur kynnt erindið í grenndarkynningu og vísar því til afgreiðslu byggingarnefndar. Fulltrúar Samfylkingarinnar sitja hjá og vísa til afstöðu þeirra að deiliskipuleggja skuli götureiti í eldri hverfum í heild sinni.

7.1003112 - Þrymsalir 13, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 16. mars 2010 var lagt fram erindi lóðarhafa nr. 13 við Þrymsali dags. 11. mars 2010. Byggt verði hús á lóðinni 12,4 m² umfram grunnflöt skv. skipulagsskilmálum, sem er 200 m². Leyft verði að hækka húsið um 0,825 m á 6,315 m kafla á austurhlið hússins, sem nemur lengd bílageymslu.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir dags. mars 2010 í mkv. 1:100.
Skipulagsnefnd samþykkti að senda málið í kynningu til lóðarhafa Þrymsölum 6, 8, 9, 10, 11, 12, 14, 15, 16 og 17. Einnig verði Garðabæ sent erindið til kynningar.
Fulltrúar Samfylkingar sátu hjá við afgreiðsluna og óskuðu eftir ítarlegri gögnum um breytingar deiliskipulags lóða í hverfinu.
Erindið var kynnt frá 18. mars 2010 til 21. apríl 2010. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 20. apríl 2010 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.

Skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.

8.1002067 - Asparhvarf 12, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 16. febrúar 2010 var lagt fram erindi lóðarhafa nr. 12 við Asparhvarf dags. 5. febrúar 2010. Í erindinu var óskað eftir að lóðarmörkum á milli Asparhvarfs 12 og 12a verði breytt og byggingarreitur á nr. 12 stækki. Sami eigandi er að lóðunum báðum.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur.
Skipulagsnefnd samþykkti að senda erindið í kynningu til lóðarhafa Asparhvarfi 6, 8, 10, 14, 16, 18 og 20.
Erindið var kynnt frá 18. mars 2010 til 21. apríl 2010. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 20. apríl 2010 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.

Skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.

9.1001054 - Efstihjalli 3, athugasemd vegna breytinga.

Á fundi skipulagsnefndar 19. janúar 2009 var lagt fram erindi íbúa Efstahjalla 3 dags. 11. janúar 2010, þar sem kvartað var vegna breytinga á húsnæði. Í húsinu eru skv. samþykktri byggingarnefndarteikningu 6 íbúðir, geymslur, barnavagna- og reiðhjólageymsa, þvottahús, þurrkherbergi og gufubað. Geymslu í kjallara hefur verið breytt í íbúðarrými. Í erindinu var óskað aðstoðar bæjarfélagsins.
Frestað. Skipulagsnefnd samþykkir að óska eftir umsögn byggingarfulltrúa fyrir næsta fund skipulagsnefndar.
Á fundi skipulagsnefndar 20. apríl 2010 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn byggingarfulltrúa.

Skipulagsnefnd vísar erindinu til úrlausnar byggingarfulltrúa.

 

 

10.1003003 - Arnarsmári 36, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 16. mars 2010 var lagt fram erindi lóðarhafa nr. 36 við Arnarsmára dags. 3. mars 2010. Erindið varðaði tillögu að breyttu skipulagi Nónhæðar. Einnig var lagt fram bréf lóðarhafans dags.
8. mars 2010.
Meðfylgjandi: skýringaruppdráttur dags. 15. febrúar 2010 í mkv. 1:500.
Erindið kynnt, skipulagsnefnd óskaði eftir umsögn Skipulags- og umhverfissviðs.
Á fundi skipulagsnefndar 20. apríl 2010 er erindið lagt fram að nýju.

 Lagt fram og rætt.

11.1002135 - Kópavogsbakki 2, stoðveggur.

Á fundi skipulagsnefndar 16. mars 2010 var lagt fram erindi lóðarhafa Kópavogsbakka 1 og 3 dags. 11. febrúar 2010. Erindið varðaði fyrirspurn vegna lóðarstækkunar Kópavogsbakka 2.
Á fundi skipulagsnefndar 20. apríl 2010 er erindið lagt fram að nýju ásamt tillöguuppdrætti KR ark af stoðvegg á vesturmörkum lóðarinnar dags. 19. apríl 2010 ásamt skýringarmyndum Skipulags- og umhverfissviðs dags. 20. apríl 2010.
Skipulagsnefnd fól skipulagsstjóra að taka saman umsögn um erindið.

Skipulagsnefnd samþykkir að vísa framlagðri tillögu að útfærslu stoðveggjar á vesturmörkum lóðarinnar nr. 2 við Kópavogsbakka til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

12.1002114 - Ögurhvarf 6, fyrirspurn

Á fundi skipulagsnefndar 16. febrúar 2010 var lagt fram erindi Arkís arkitekta dags. 11. febrúar 2010 fh. lóðarhafa nr. 6 við Ögurhvarf. Erindið var fyrirspurn, um álit á því hvort setja megi á lóðina sjálfvirka bensínafgreiðslu og auglýsingaskilti.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur dags. 11. feb.´10 í mkv. 1:500 og 1:200
Skipulagsnefnd samþykkti að fela skipulagsstjóra að afla frekari upplýsinga og skila greinargerð á næsta fund skipulagsnefndar.
Á fundi skipulagsnefndar 16. mars 2010 var lög fram greinargerð skipulagsstjóra dags. 12. mars 2010 ásamt bréfi Heilbrigðiseftirlits dags. 8. mars 2010.
Frestað. Skipulagsnefnd óskaði eftir ítarlegri umsögn Skipulags- og umhverfissviðs varðandi hugsanlega mengunarhættu.
Á fundi skipulagsnefndar 20. apríl 2010 er umsögn Skipulags- og umhverfissviðs dags. 16. apríl 2010 lögð fram um hugsanlega mengunarhættu ásamt minnisblaði frá verkfræðistofunni Mannviti dags. 30. mars 2010 og greinargerð um rekstur og fyrirkomulaga mengunarvarna frá Ólafi Jónssyni f.h Skeljungs. dags. 8. apríl 2010.

Með tilvísan til nálægðar lóðarinnar að Ögurhvarfi 6 og Elliðaáa hafnar skipulagsnefnd framlögðu erindi. Nefndin bendir á að Elliðaárnar er einstök náttúruperla sem ekki má stofna í hættu. Með bensínstöð svo nálægt ánum gæti umhverfi og lífríki árinnar spillst.

13.1002202 - Skógarlind 2 deiliskipulag, fyrirspurn um framvindu.

Á skipulagsnefndarfundi 16. mars 2010 var lagt fram bréf Péturs Valdimarssonar dags. 18. febrúar 2010 með fyrirspurn er varðar framvindu tillagna að breyttu deiliskipulagi Skógarlind 2.
Skipulagsnefnd fól skipulagsstjóra að taka saman umsögn vegna erindisins.
Á fundi skipulagsnefndar 20. apríl 2010 er umsögn skipulagsstjóra dags. 20. apríl 2010 lögð fram.

Skipulagsnefnd samþykkir umsögn dags. 20. apríl 2010 felur skipulagsstjóra að svara fyrirspurn.

14.1003032 - Greiðsla kostnaðar við gerð aðalskipulags

Á fundi bæjarráðs 25. mars 2010 var lagt fram erindi Skipulagsstofnunar dags. 16. mars 2010 og varðar greiðslu kostnaðar vegna aðalskipulags var erindinu vísað til skipulagsnefndar.

Lagt fram.

15.1004001 - Engjaþing 5 - 7, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 20. apríl 2010 er lagt fram erindi lóðarhafa nr. 5 - 7 við Engjaþing. Í erindi felst að óskað er eftir því að breyta parhúsi í sambýlishús með fjórum tveggja herbergja íbúðum. Byggingarmagn minnkar úr 468 m² 300 m² miðað við samþykktar byggingarnefndarteikningar. Bílastæðum fjölgi úr 4 í 6.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur dags. 18. mars´10 í mkv. 1:500

Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu til lóðarhafa Fróðaþings 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8 og Engjaþings 1 og 3 og Frostaþings 1, 2, 2a og 3.

16.1004032 - Endurskoðun Aðalskipulags Grindavíkur 2010-2030.

Á fundi skipulagsnefndar 20. apríl 2010 er lagt fram erindi Grindavíkurbæjar dags. 8. apríl 2010. Erindið varðar ósk um umsögn vegna endurskoðunar aðalskipulags Grindavíkurbæjar 2010 - 2030. Þess er óskað að umsögn berist eigi síðar en 19. apríl 2010.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við erindið.

17.801003 - Skotfélag Kópavogs, ósk um æfingasvæði

Á fundi skipulagsnefndar 20. apríl 2010 er lagt fram erindi Skotfélags Kópavogs dags. 11. mars 2010. Erindið var á dagskrá bæjarráðs 8. apríl 2010 og vísað til umsagnar sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs.
Meðfylgjandi erindinu eru gögn, sem Skotfélagið hefur látið vinna: Hjóðmælingar og Matslýsing.

Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn skólanefndar, umhverfisráðs, íþrótta- og tómstundaráðs og Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.

Fulltrúi Samfylkingarinnar (KSJ) telur að skotsvæði á umræddum stað sé ósamrýmanlegt þeirri starfsemi sem nú þegar er á svæðinu.

18.1004260 - Elliðahvammur, starfsleyfi fyrir eggja- og kjúklingabú

Á fundi skipulagsnefndar 20. apríl 2010 er lagt fram erindi Heilbrigðiseftirlits dags. 14. apríl 2010. Erindið varðar umsókn Hvamms ehf. um endurnýjun á starfsleyfi fyrir eggja- og kjúklingaframleiðslu í Elliðahvammi í landi Vatnsenda. Óskað er "umsagnar Skipulags- og umhverfissviðs Kópavogs um forsendur skipulags vegna starfseminnar og nálægð hennar við íbúðasvæði."

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins og felur Skipulags- og umhverfissviði að taka saman umsögn um stöðu máls í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.

Fundi slitið - kl. 18:30.