Skipulagsnefnd

1264. fundur 24. ágúst 2015 kl. 16:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Anna María Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Sigríður Kristjánsdóttir aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Þóra Jóhannesdóttir Kjarval starfsmaður nefndar
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður umhverfissviðs
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Salvör Þórisdóttir lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval arkitekt
Dagskrá

1.1502119 - Hafnarbraut 12. Breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Atelier arkitekta, f.h. lóðarhafa, dags. í apríl 2015 að breyttu deiliskipulagi Hafnarbrautar 12. Á fundi skipulagsnefndar 4.5.2015 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Kynning stóð frá 26.5.2015 til 9.7.2015. Engar athugasemdir bárust við kynnta tillögu.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Sverrir Óskarsson vék af fundi undir þessum lið.

2.15061205 - Nýbýlavegur 20. Grenndarkynning.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Hildar Bjarnadóttur, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 10.2.2015. Á fundi skipulagsnefndar var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Laufbrekku 16, 18, 20 og 22. Kynningu lauk 14.8.2015. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

3.1508166 - Glaðheimar. Bæjarlind 5. Byggingaráform.

Lögð fram að nýju tillaga Hornsteina f.h. lóðarhafa dags. 13.8.2015 að byggingaráformum fyrir Bæjarlind 5. Uppdráttur og skýringarmyndir í mkv. 1:200 dags. 13.8.2015
Skipulagsnefnd telur framlögð byggingaráform vera í samræmi við viðmið sem sett voru fram í skipulagsskilmálum Glaðheimasvæðis, austurhluta og veitir lóðarhafa heimild til að skila gögnum til byggingarfulltrúa.

4.1312426 - Austurkór 63, símahús og mastur.

Lagt fram að nýju erindi Fjarskipta hf, Skútuvogi 2, 104 Reykjavík dags. 26.2.2015 þar sem óskað er eftir heimild skipulagsnefndar til uppsetningar fjarskiptabúnaðar á húsinu Austurkór 63. Kynningu lauk 8.6.2015. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Lagt fram minnisblað lögfræðisviðs dags. 21.8.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

5.1403473 - Gunnarshólmi. Oddfellowblettur. Breytt deiliskipulag.

Greint frá stöðu mála.
Skipulagsstjóri gerði grein fyrir stöðu mála.

6.1411225 - Huldubraut 7. Grenndarkynning.

Að lokinnni kynningu er lagt fram að nýju erindi Einars Tryggvasonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 24.11.2014. Óskað var eftir að rífa núverandi hús og byggja þess í stað fjórbýli á tveimur hæðum ásamt 34,5m2 sérbílskúrum og geymslum í kjallara.

Á kynningartíma kom í ljós að villur eru í útsendum gögnum. Hæðarkótar eru rangir og ekki er rétt farið með nýtingarhlutfallstölur. Hæðir húsa eru ekki réttar auk þess sem svalir húsa eru ekki sýndar.

Vegna rangfærslna í útsendum gögnum telst því grenndarkynning dags. 3. júní 2015 ógild.
Skipulagsnefnd samþykkti að ógilda grenndarkynningu dags. 3.6.2015.

7.1503337 - Kríunes. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Nexus arkitekta, dags. 13.3.2015, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Kríuness. Á fundi skipulagsnefndar 20.4.2015 var samþykkt samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Greint frá samráðsfundi sem haldinn var með íbúum í nágrenni Kríuness 1.7.2015 og lögð fram fundargerð.

Kynningu lauk 4.8.2015. Athugasemdir bárust frá Magnúsi Indriðasyni og fjölskyldu, Fagraholti og Erlingi Bjarnasyni og fjölskyldu, Fagranesi, dags. 2.7.2015; frá Óskari Veturliða Sigurðssyni, Vatnsendabletti 711, dags. 27.5.2015; frá íbúum í nágrenni Kríuness, 5 undirskriftir, dags. 3.8.2015. Að auki eru ítrekaðar þær athugasemdir sem komu fram á samráðsfundi 1.7.2015.

Þá lögð fram greinargerð eiganda Kríuness dags. 31.7.2015.
Frestað. Vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

8.1503247 - Sæbólsbraut 40. Grenndarkynning.

Lagt fram að nýju erindi Guðrúnar Stefánsdóttur arkitekts f.h. lóðarhafa dags. 9.3.2015 þar sem óskað er eftir breytingum á Sæbólsbraut 40.

Lagt fram minnisblað skipulagsstjóra dags. 14.8.2015.
Frestað. Vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

9.15082227 - Austurkór 42 og 44. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Byggvír ehf., f.h. lóðarhafa, dags. 17.8.2015 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Austurkórs 42 og 44. Í breytingunni felst að vegghæð húsanna á vesturhlið og að hluta til á suður- og norðurhlið hækkar úr 6,3m í 7,5m sbr. uppdrætti dags. 13.8.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Austurkórs 12, 14, 16, 40, 46 og 48.

10.1508151 - Austurkór 89. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Úti Inni arkitekta, f.h. lóðarhafa, dags. 24.8.2015, þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Austurkórs 89. Í breytingunni felst að farið er 2,7 metra út fyrir byggingarreit á austurhlið húsanna. Lóðin skiptist í tvær lóðir, Austurkór 89a sem verður 438,6 m2 og Austurkór 89b sem verður 448,6 m2 að stærð. Heildarbyggingarmagn hvors húss verður 144m2 (samtals 288 m2) og nýtingarhlutfall um 0,3 pr. lóð sbr. uppdráttum dags. 6.5.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Austurkórs 87, 91 og 93.

11.15082679 - Naustavör 32-42 og 44-50. Bílastæði.

Lögð fram tillaga Archus f.h. lóðarhafa dags. 14.8.2015 þar sem óskað er eftir breyttu fyrirkomulagi bílastæða og aðkomum að bílageumslum við Naustavör 32-42 og 44-50 sbr. uppdráttum dags. 14.8.2015.
Skipulagsnefnd telur umrædda breytingu á fyrirkomulagi bílastæða og aðkoma að bílgeymslum ofangreindra lóða ekki varða hagsmuni annarra en lóðarhafa og samþykkir því breytinguna með tilvísan í 3. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

12.1507047 - Hamraborg 3. Gistiheimili.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi Alark arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 19.6.2015. Í erindi er óskað eftir að breyta veitingahúsi á 1. hæð í gistiheimili með þremur sjálfstæðum gistieiningum sbr. uppdrætti dags. 10.7.2015.
Frestað.

13.15082229 - Kársnesbraut 93. Grenndarkynning.

Lagt fram erindi KRark, f.h. Kársnes 93 ehf., þar sem óskað er eftir að skipta matshluta 0103 á 1. hæð Kársnesbrautar 93 í tvö eignarhluta og breyta þeim í tvær íbúðir sbr. uppdráttum dags. 1.6.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kársnesbrautar 91 og 95.

14.1507317 - Reiðvegir á Vatnsendaheiði - tengingar í Heiðmörk

Lagt fram erindi frá Reiðveganefnd Spretts, dags. 12.6.2015 vegna reiðleiða á Vatnsendaheiði. Á meðfylgjandi uppdrætti og skýringarmyndum kemur fram hvernig reiðveganefnd Spretts telur æskilegt að reiðleiðir liggi um svæðið.
Farið er fram á eftirfarandi:
Framhald reiðleiðar frá Kjóavöllum um Grunnvatnsskarð og Grunnuvötn liggi hjá Grunnvatni-syðra á Vatnsendaheiði, NV við Vatnsendaborg. Framhald reiðleiðar þaðan yrði ofan Þverhjalla og í Hjalladal, tengdist reiðvegi ofarlega í Hjalladal. Farið er fram á staðsetningu áningahólfs NV við Vatnsendaveg við Vatnsendaborg (U gerði). Þá er einnig farið fram á að tveir vegslóðar (reiðleiðir) tengist inn á þessa fyrirhuguðu reiðleið, annars vegar slóði frá trjálundi við austanvert Arnarbæli og hinsvegar slóði sem liggur hjá tilraunaborholum á Vatnsendaheiði.
Vísað til endurskoðunar aðalskipulags Kópavogs.

15.15082873 - Smiðjuvegur 3a. Smádreifistöð OR.

Lagt fram erindi Orkuveitu Reykjavíkur þar sem óskað er eftir að stofna nýja lóð að Smiðjuvegi 3a fyrir smádreifistöð. Lóðin verður 4x4 m að stærð og gert er ráð fyrir bílastæði fyrir þjónustubíl innan lóðarinnar sbr. uppdráttum frá Argos arkitektum dags. 21.6.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Smiðjuvegar 1, 3 og 5; Vallhólma 22, 24.

16.15082225 - Víðihvammur 26. Grenndarkynning.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi Stáss arkitekta, f.h. lóðarhafa, dags. 3.7.2015 þar sem óskað er eftir breytingum á Víðihvammi 26. Í breytingunni felst að núverandi útbygging á vesturhlið verði rifin og í stað hennar reist rúmlega 8 m2 viðbygging. Þak viðbyggingar verður nýtt sem svalir. Hæð viðbyggingar verður 5,3m. Að auki stækkar kvistur á norðurhlið hússins sbr. uppdráttum dags. 3.7.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Víðihvamms 23 og 28; Fífuhvamms 33 og 35.

17.1411101 - Bakkabraut 5 og 7. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Sigurjóns Á. Einarssonar dags. 10.6.2015 vegna afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi dags. 18.5.2015 á umsókn um breytt deiliskipulag Bakkabrautar 5 og 7.
Lagt fram.

18.1502354 - Fífuhvammur 25. Grenndarkynning.

Lagt fram bréf Hauks Guðmundssonar hdl., f.h. lóðarhafa Fífuhvamms 25 dags. 16.7.2015.

Greint frá stöðu mála.
Sviðsstjóri umhverfissviðs gerði grein fyrir stöðu mála. Frestað.

19.15082892 - Skógarlind 2. Fjölorkustöð. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspur frá Festi ehf. þar sem óskað er eftir að reisa sjálfsafgreiðslustöð á bílastæði við Skógarlind 2. Sjálfsafgreiðslustöðin er hugsuð fyrir bensín en einnig aðra orkugjafa s.s. rafmagn. Í fyrirspurn eru nefndar tvær tillögur, annars vegar á austurhluta bílastæðis en hins vegar við suðurenda þess. Bílastæðum fækkar um 21-28 verði stöðin reist sbr. erindi og uppdráttum dags. 6.8.2012
Lagt fram og kynnt.

20.1411143 - Auðbrekka þróunarsvæði

Greint frá stöðu mála.
Skipulagsstjóri gerði grein fyrir stöðu mála.

21.1403302 - Furugrund 3. Breyting á aðalskipulagi

Lögð fram að að lokinni kynningu tillaga skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024. Breytingin nær til reits VÞ-5 (Furugrund 3) þar sem breyta á verslun og þjónustu í íbúðarsvæði. Verslun- og þjónusta auk geymslna fyrir íbúðir verður í u.þ.b. 1/3 hluta húsnæðisins (kjallara) en íbúðir í u.þ.b. 2/3 hluta (1-2 hæð). Breyta á núverandi húsnæði að Furugrund 3 þannig að byggð verður hæð ofan á núverandi hús. Eftir breytingu verður húsið um 1.700 m2 að samanlögðum gólffleti með allt að 14 íbúðum. Tillagan, er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:10.000 ásamt greinargerð dags. 20. apríl 2015. Forkynningu á tillögunni skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lauk 13. apríl 2015. Skipulagsnefnd samþykkti 20. apríl að ofangreind tillaga að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 Furugrund 3 verði kynnt í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 28. apríl 2015 var ofangreind afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest. Tillagan var kynnt frá og með 18. júní 2015 með athugasemdafrest til 18. ágúst 2015.

Athugasemdir bárust frá Viðari Snæ Sigurðssyni, Furugrund 60, dags. 13.8.2015; frá Óðni Þórissyni, Furugrund 71, dags. 17.8.2015; frá Maríu Guðmundsdóttur, Furugrund 71, dags. 17.8.2015; frá Hulda Herjólfsdóttur Skogland og Maximilian Conrad, Birkigrund 29, dags. 17.8.2015; frá Jónu Bjarnadóttur, Reynigrund 39, dags. 17.8.2015; frá Sigdísi Þóru Sigþórsdóttur, Furugrund 73, dags. 18.7.2015; frá Söndru Fairbairnd, Birkigrund 3, dags. 18.8.2015; frá Elínu Þórðardóttur, Reynigrund 69, dags. 18.8.2015.
Frestað. Vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

22.1410079 - Þverbrekka 8. Breyting á aðalskipulagi

Lögð fram að lokinni kynningu tillaga skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024. Breytingin nær til reits VÞ-7 (Þverbrekka 8) þar sem breyta á verslun og þjónustu í íbúðarbyggð. Breyta á núverandi húsnæði að Þverbrekku 8 þannig að einni hæð verður bætt ofan á núverandi hús og í því verði 12 íbúðir, hver um 70m2 að stærð. Bílastæði verða að hluta í bílakjallara. Tillagan, er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:10.000 ásamt greinargerð dags. 20. mars 2015. Forkynningu á tillögunni lauk 20.4.2015.
Forkynningu á tillögunni skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lauk 20. apríl 2015. Skipulagsnefnd samþykkti 4. maí 2015 að ofangreind tillaga að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024, Þverbrekka 8, verði kynnt í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 18. maí 2015 var ofangreind afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest. Tillagan var kynnt frá og með 18. júní 2015 með athugasemdafrest til 18. ágúst 2015. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 og með tilvísan til 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

23.15083425 - Fundargerðir skipulagsnefndar

Sverrir Óskarsson óskar eftir að starfsmenn skipulags- og byggingardeildar athugi hvort hægt sé að gera gögn sem lögð eru fyrir skipulagsnefnd Kópavogs aðgengileg almenningi á heimasíðu bæjarins.

Fundi slitið.