Skipulagsnefnd

1196. fundur 15. nóvember 2011 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Birgir Hlynur Sigurðsson embættismaður
  • Smári Magnús Smárason embættismaður
  • Guðný Dóra Gestsdóttir formaður
  • Guðmundur Örn Jónsson aðalfulltrúi
  • Vilhjálmur Einarsson aðalfulltrúi
  • Jóhann Ísberg aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson áheyrnarfulltrúi
  • Margrét Björnsdóttir aðalfulltrúi
  • Gísli Norðdahl embættismaður
Fundargerð ritaði: Birgir H. Sigurðsson skipulagsstjóri
Dagskrá

1.1110011 - Bæjarráð - 2613

Bæjarráð 20. október 2011.
1107107 - Laxalind 13 og 15, umsókn um byggingarleyfi.
Frá skipulagsstjóra, umsögn um Laxalind 13-15, breytt deiliskipulag, ásamt bókun skipulagsnefndar frá 17/10 þar sem erindinu er hafnað og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar erindinu.

2.1110012 - Bæjarstjórn - 1044

Bæjarstjórn 25. október 2011.
1110006F - Skipulagsnefnd 17/10 1195. fundur
Bæjarstjórn tekur undir bókun skipulagsnefndar undir lið 18. Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

1107107 - Laxalind 13 og 15, umsókn um byggingarleyfi.
Umsögn um erindi vegna Laxalindar 13-15, sbr. lið 2 í fundargerð skipulagsnefndar 17/10, þar sem erindinu er hafnað og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar erindinu með tíu samhljóða atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

1102013 - Smiðjuvegur 48 og 50. Óskað heimildar til gera bílastæði austan við lóð
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu. Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með sex samhljóða atkvæðum. Fimm bæjarfulltrúar sátu hjá.

1110193 - Hagasmári 2, breytingar á húsnæði og útfærsla lóðar. Erindi varðandi breytingar á húsnæði Hagasmára 2 og fyrirkomulag lóðar.
Bæjarstjórn samþykkir erindið einróma.

3.1103073 - Vesturvör 38. Frumdrög byggingar og lóðar.

Lögð fram frumdrög Tark - arkitekta að hönnun byggingar og lóðar við Vesturvör 38 sbr. ákvæði í greinargerð deiliskipulags fyrir lóðina. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. í nóvember 2011. Ásgeir Ásgeirsson, arkitekt kynnti frumdrögin.

Lagt fram og kynnt.

4.1111215 - Vesturvör 32b, breytt deiliskipulag

Lögð fram tillaga Vektors - hönnunar og ráðgjafar að breyttri aðkomu húss og lóðar að Vesturvör 32B. Í tillögunni er jafnframt gert ráð fyrir að lóð hússins verði að hluta girt af með 2 m hárri girðingu. Uppdrættir í mkv. 1:200 og 1:500 dags. 8. nóvember 2011.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Vesturvarar 30a, 30b, 30c, 32a, 32b, 34 og 36.

5.804120 - Vatnsendablettur 25a, (nú við Fornahvarf) deiliskipulag

Lagður fram úrskurður USB frá 6. júlí 2010 mál 42/2008 þar sem tekin var fyrir kæra vegna afgreiðslu skipulagsnefndar frá 3. júní 2008 á beiðni um breytt deiliskipulag við Fornahvarf.

Skipulagsnefnd ítrekar afgreiðslu nefndarinnar frá 3. júní 2008 þar sem hafnað var að taka 2897 m2 spildu milli Fornahvarfs 4 og 6 (Vatnsendablettur 25a) inn á skipulag. Umrædd spilda er skilgreind í aðalskipulagi bæjarins sem opið óbyggt svæði og er innan 50 m2 helgunarsvæðis Elliðavatns. Í gildandi deiliskipulagi svæðisins "Milli vatns og vegar" frá 2001 er miðað við að ekki séu búnar til lóðir (spildur) sem eru að jafnaði ekki nær vatnsbakka Elliðavatns en 50 m.

Vísað til bæjarstjórnar.

6.810390 - Vatnsendablettur 134, breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi Sigurbjörns Þorbergssonar hrl dags. 21. október 2011 varðandi bókanir skipulagsnefndar 23. ágúst 2011 og 17. október 2011.

Meirihluti skipulagsnefndar vill  árétta að í bókun nefndarinnar frá 23. ágúst sl. fólst á engan óvild í garð eigenda Vatnsenda.  Umrædd bókun laut  að efnisatriðum þeirrar eigarnámssáttar sem undirrituð var hinn 30. janúar 2007 að því leyti sem hún snertir lóðina að Vatnsendabletti 134.  Skipulagsnefnd vinnur nú að því að efna umrædda sátt en með bókuninni vildu undirrituð vekja athygli á því að ábyrgð á efni  sáttarinnar hvílir á fyrrum meirihluta. Vísast að öðru leyti í  umrædda bókun frá 23. ágúst sl.

7.1110361 - Borgarholtsbraut 37, umsókn um byggingarleyfi. Kynning.

Frá byggingarfulltrúa:
Lögð fram tillaga Sigþórs Aðalsteinssonar, arkitekts fh. lóðarhafa að byggingu svala að Borgarholtsbraut 37. Uppdrætti í mkv. 1:100 og 1.500 dags. dags. 25. ágúst 2011.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Borgarholtsbrautar 35 og 39 og melgerði 18, 20, 22 og 24.

8.802164 - Hrauntunga 51. Aðkoma.

Lagt fram erindi Óttars Ólafssonar, Hrauntungu 51 dags. 23. október 2011 þar sem fram kemur ósk um að draga til baka erindi það sem hann sendi skipulagsnefnd dags. 16. september 2011. En á fundi skipulagsnefndar 20. september 2011 var erindinu vísað til umsagnar lögmanns Umhverfissviðs.

Lagt fram.

9.1104204 - Jórsalir 2, breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi lóðarhafa Jórsala 2 þar sem óskað er heimildar skipulagsnefndar til að setja skyggni yfir bílastæði við húsið sbr. uppdrætti Krark dags. 15. apríl 2011.
Athugasemdir og ábendingar bárust frá Óskari H. Valtýssyni og G. Rannveigu Jónsdóttur Jórsölum 18, sbr. bréf 5. október 2011 og Önnu Maríu Guðmundsdóttur og Þór Oddssyni, Jórsölum 12 sbr. bréf dags. 19. september 2011.
Lagðar fram myndir sem sýna fyrirhugaða breytingu.

Frestað.

10.1110151 - Fróðaþing 30, breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Guðmundar Gunnlaugssonar, arkitekts f.h. lóðahafa að breyttu deiliskipulagi við Fróðaþing 30. Í breytingunni felst að byggt verði einbýlishús á einni hæð án kjalla í stað einbýlishús á einni hæð með kjallara. Uppdrættir í mkv. 1:100, 1:500 ásamt skýringarmyndum dags. 20. september 2011. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Fróðaþingi 28 og 32.

Þá lagður fram kynningaruppdráttur með áritun þeirra ofangreindra lóðarhafa sem gera ekki athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir við Fróðaþing 30 svo framalega sem frágangur á lóðamörkum við Fróðaþing 28 taki mið af upphaflegum hæðarkótum.

Samþykkt.

Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

11.1109132 - Akrakór 6, breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Halldórs Jónssonar, verkfræðings f.h. lóðarhafa við Akrakór 6 dags. 13. september 2011 þar sem óskað er eftir að breyta einbýli í tvíbýli og fjölga bílastæðum á lóð um 1. Uppdrættir í mkv. 1:2000 og 1:1000 dags. í september 2011.Tillaga þess efnis var grenndarkynnt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Ólafi Jónssyni og Jónu Sigrúnu Hjartardóttur, Aflakór 7 dags. 14. október 2011. Einnig barst Skipulags- og byggingardeild erindi ódags. undirritað af lóðarhöfum Akrakórs 1, 3, 7, 10, 14 og Aflakórs 5.

Athugasemdir og ábendingar kynnta.

Frestað.

12.1109078 - Fagraþing 12, breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Egils Viðarssonar, byggingarverkfræðings f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 12 við Fagraþing. Í breytingunni felst að komið er fyrir 8x8 m bílgeymslu í norðvestur hluta lóðarinnar og sólstofu 4,3x5,6 m á suðvesturhlið hússins. Uppdrættir og skýringarmyndir 1:2000 og 1:1000 dags. 15. september 2011. Tillagan var grenndarkynnt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Samþykkt.

Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

13.1108286 - Vesturvör 12, umsókn um byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa.
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar Traðar dags. 15. ágúst 2011. Í tillögunni flest að gert er ráð fyrir nýjum byggingarreit fyrir gufuketil og spennistöð á lóðinni. Uppdráttur í mkv. 1:500 og 1:100 ásamt skýringarmyndum. Tillagan var grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Lögð fram umsögn HHK dags. 25. október 2011.

Samþykkt.

Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

14.1109119 - Jötunsalir 2, breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Kristínar S. Jónsdóttur, arkitekts f.h. lóðarhafa íbúðar 0101 að Jötunsölum 2 verði breytt í tvær íbúðir. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 30. ágúst 2011. Tillagan var grenndarkynnt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Samþykkt.

Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

15.1110159 - Austurkór 104 (áður 92), breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi Einars Ólafssonar fh. Eignarhaldsfélags Akralindar ehf. dags. 10 október 2011 þar sem óskað er eftir nýrri grenndarkynningu fyrir Austurkór 104 (áður 92).
Enn fremur greint frá fundi sem haldinn var 14. nóvember 2011 að ósk lóðarhafa Austurkórs 104 með formanni skipulagsnefndar. Fundinn sat jafnfram skipulagsstjóri og sviðsstjóri umhverfissviðs að hluta. Á fundinum lögðu lóðarhafar Austurkórs 104 fram eftirtalin gögn: Minnispunktar á þremur blöðum A4 varðandi fund með Guðnýju Dóru Gestsdóttur 3. nóvember 2011 vegna Austurkórs 104 (92).
Þá lagt fram minnisblöð skipulagsstjóra dags. 15. nóvember 2011 um feril málins og 15. nóvember 2011 "Drög að svari við bréfi Einar Ólafssonar dags. 3. nóvember 2011 sem varðar aðkomu Skipulags- og byggingardeildar að málinu."

Skipulagsnefnd vísar í 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um grenndarkynningu á óverulegri breytingu á deiliskipulagi en þar segir m.a. að skipulagsnefnd skuli láta fara fram grenndarkynningu. Skipulagsnefnd hefur ítrekað fjallað um og kynnt breytingar á deiliskipulagi við Austurkór 104 (92) þar sem tekið var m.a. á mögulegum snúningi á byggingarreit lóðarinnar (51° og 35°). Neikvæð afstaða hagsmunaaðila, í næsta nágrenni lóðarinnar, til óskar lóðarhafa Austurkórs 104 (92) um að snúa téðum byggingarreit, hefur ítrekað komið fram. Skipulagsnefnd telur fullreynt að sætta sjónarmið varðandi það atriði að snúa byggingarreit lóðarinnar við Austurkór 104 og hafnar því ósk lóðarhafa um nýja grenndarkynningu.

Vísað til bæjarstjórnar.

16.1106529 - Lindasmári 20, breytt notkun húsnæðis

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Lex lögmannsstofu f.h. lóðarhafa Lindasmára 20 dags. 12. júlí 2011. Erindið varðar umsókn um starfsleyfi fyrir hársnyrtistofu. Erindinu fylgja ljósmyndir af umræddu íbúðarhúsi og næsta nágrenni; yfirlitsuppdráttur af íbúðarreitnum Lindasmára 2-54; grunnmynd af neðrihæð hússins þar sem sýnd er hársnyrtistofa inn af anddyri. Auk þess fylgdu erindinu ljósrit af lögum og reglugerðum er málið varðar. Lagt fram erindi Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis dags. 31. maí 2010 til byggingarfulltrúa Kópavogs þar sem óskað er eftir upplýsingum hvort umræddur rekstur sé í samræmi samþykkta notkun fasteingar. Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 29. júní 2011 til Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis þar sem m.a. kemur fram að hársnyrtistofa samrýmist ekki skipulagi svæðisins.
Erindið var kynnt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum á reitnum Lindasmári 2-54. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Unnsteini Jónssyni, f.h. lóðarhafa Lindasmára 22, dags. 2. september 2011. Einnig lagt fram erindi frá Gísla Rúnari Gíslasyni og Sylvíu Hlín Matthíasdóttur dags. 1. september 2011 og Finnboga Jóhannssyni og Hrönn Birgisdóttur, sbr. bréf dags. 1. september 2011.

Þá lagt fram erindi Lilju Jónasdóttur hrl. Lex f.h. lóðarhafa dags. 19. september 2011: "Frekari sjónarmið umsækjenda vegna umsóknar um starfsleyfi fyrir hársnyrtistofu - Lindasmára 20."

Lögð fram umsögn Skipulags- og byggingardeildar um innsendar athugasemdir. Er umsögnin dags. 17. október 2011.

Samþykkt enda munu lóðarhafar Lindarsmára 20 skuldbinda sig til að gera eitt viðbótarbílastæði innan sinnar lóðar fyrir fyrirhugaðar atvinnustarfsemi í húsinu, þannig að þau verði samtals þrjú.

Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt að fela byggingarfulltrúa að fylgja eftir að framkvæmdir á lóðum við Lindasmára 2 til 54 sé í samræmi við samþykktar byggingarnefndarteikningar hvað varðar fjölda bílastæða.

17.1109251 - Áhættumat vegna vatnsverndar á Bláfjallasvæðinu

Lögð fram greinargerð Mannvits dags. 19. september 2011 sem unnin var fyrir SSH: Áhættumat vegna vatsverndar á Bláfjallasvæðinu. Einnig greint frá kynningarfundi með málsaðilum sem haldinn var 31. október 2011 í félagsheimili HK. við Furugrund.

Lagt fram. Skipulagsnefnd ítrekar þá skoðun sína og leggur áherslu á að hraðað verði eins og kostur er endurskoðun á skipulagi vatnsverndar fyrir höfuðborgarsvæðið.

18.1005063 - Þríhnúkagígur. Ákvörðun um tillögu að matsáætlun.

Lagt fram til kynningar erindi Skipulagsstofnunar: Þríhnúkagígur, Kópavogsbæ. Ákvörðun um tillögu að matsáætlun, dags. 7. október 2011.

Lagt fram og kynnt.

19.1110193 - Hagasmári 2, breytingar á húsnæði og útfærsla lóðar.

Lagt fram erindi Ásmundar Hilmarssonar, Eyktarsmára 1, Einars Ólafssonar, Engjasmára 9, Guðrúnar Benediktsdóttur, Brekkusmára 2 og Jóhannesar Birgis jenssonar, Arnarsmára 28, dags. 27. október 2011 varðandi afgreiðslu skipulagsnefndar á fundi nefndarinnar 17. október 2011 og varðar Hagasmára 2.

Þá lögð fram fundargerð frá samráðfundi með fulltrúum íbúasamtaka Betri Nónhæð 2. nóvbember 2011 þar sem fyrirhugaðar framkvæmdir við húsnæði og lóð Hagasmára 2 voru kynntar. Þá var lagt fram dreifibréf til næsta nágrenni óbyggðasvæðisins sunnan Smáralindar.

Lagt fram og kynnt.

20.1110418 - Nöfn á hringtorg ofan Reykjanesbrautar

Lögð fram tillaga Guðmundar Freys Sveinssonar, aðstoðarskólastjóra Vatnsendaskóla, dags. 21. september 2011 að nafngiftum á hringtorgum ofan Reykjanesbrautar þ.e. í Lindum, Sölum, Kórum, Hvörfum og Þingum.

Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leiti tillöguna og vísar henni til bæjarstjórnar.

21.1110148 - Byggingaráform fyrir 3-7 einingarhús úr stáli fyrir eldriborgara.

Lagt fram erindi Ásmundar Ásmundssonar, verkfræðings og Óla Jóhanns Ásmundssonar, arkitekts dags. 29. september 2011 þar sem kynnt er hugmynd að byggingu litilla tveggja hæða húsa á 250-300 m2 lóðum ætluð eldri borgurum. Í erindinu kemur jafnframt fram ósk um að nefndin sjái sér fært að unnið verði skipulag svo hugmyndin geti orðið að veruleika.
Skipulagsnefnd óskaði eftir umsögn Skipulags- og byggingardeildar.

Staða málsins kynnt.

22.704037 - Waldorfskólinn Lækjarbotnum. Umhverfisáætlun.

Lögð fram drög að umhverfisskýrslu Sjálfseignastofnunarinnar Ásmegins fyrir Waldorfskólann Lækjarbotnum, nóvember 2011.

Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd vísar erindinu til umsagnar Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.

23.1111136 - Skipulagsreglugerð ósk um umsögn.

Frá Umhverfisráðuneyti:
Lögð fram drög að nýrri skipulagsreglugerð dags. 27. október 2011. Óskað er umsagnar fyrir 1. desember 2011.

Frestað.

Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn skipulags- og byggingardeildar við framkomin drög að reglugerð.

24.1111016 - Landsskipulagsstefna 2012-2024

Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar dags. 25. október 2011 varðandi tilnefningu fulltrúa Kópavogsbæjar í gerð landsskipulagsstefnu. Á fundi bæjarráðs 10. október 2011 var samþykkt að formaður skipulagsnefndar og skipulagsstjóri yrðu fulltrúar bæjarins.

Lagt fram og kynnt.

25.1007118 - Skráning gamalla húsa.

Staða vinnunar kynnt.

26.1111196 - Svæðisskipulag. Fyrirkomulag samstarfs aðildarsveitarfélaga SSH.

Lagt fram erindi framkvæmdastjóra SSH dags. 21. september 2011 varðandi störf rýnihóps sem var falið að vinna úr tillögum sem fram komu á Hugmyndasmiðju SSH hinn 2. apríl 2011, ásamt því að greina og meta reynslu af samstarfi sveitarfélaganna um svæðisskipulag fram til þessa og setja fram ábendingar og tillögur til úrbóta.

Frestað.

27.811420 - Starfsáætlun skipulags- og byggingardeildar 2012.

Lögð fram drög skipulagsstjóra að starfsáætlun Skipulags- og byggingardeildar fyrir árið 2012.

Lagt fram og kynnt.

Frestað.

28.701100 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2000-2012

Greint frá stöðu mála.

 

Fundi slitið - kl. 18:30.