Skipulagsnefnd

1249. fundur 17. nóvember 2014 kl. 16:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Anna María Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Sigríður Kristjánsdóttir aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
  • Andrés Pétursson varafulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður nefndar
  • Þóra Jóhannesdóttir Kjarval starfsmaður nefndar
  • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval arkitekt
Dagskrá
Andrés Pétursson sat fundinn í stað Sverris Óskarssonar.

1.1411001 - Bæjarráð - 2749. Fundur haldinn 6. nóvember 2014.

1408131 - Arakór 5. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1408132 - Arakór 7. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1410079 - Þverbrekka 8. Breytt notkun húsnæðis.
Lögð fram í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lýsing á skipulagsverkefninu: Lýsing fyrir breytingu á verslunar- og þjónustusvæði við Þverbrekku 8, dags. 3.11.2014.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða lýsingu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1304237 - Smárinn. Endurskoðun deiliskipulags.
Lögð fram í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lýsing á skipulagsverkefninu: "Deiliskipulag. Smárinn vestan Reykjanesbrautar. Ný vistvæn borgarbyggð" dags. 20.10.2014.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða lýsingu með áorðnum breytingum dags. 3.11.2014. Skipulagsnefnd samþykkti jafnframt með tilvísan í 38. grein skipulagslaga nr. 123/2010 heimild til að hefja vinnu við endurskoðun deiliskipulags á svæðinu sem afmarkast af Smárahvammsvegi, Fífuhvammsvegi, Reykjanesbraut og Hagasmára. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

2.1411007 - Bæjarstjórn - 1105. Fundur haldinn 11. nóvember 2014.

1408131 - Arakór 5. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 11 atkvæðum.

1408132 - Arakór 7. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 11 atkvæðum.

1410079 - Þverbrekka 8. Breytt notkun húsnæðis.
Lögð fram í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lýsing á skipulagsverkefninu: Lýsing fyrir breytingu á verslunar- og þjónustusvæði við Þverbrekku 8, dags. 3.11.2014.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða lýsingu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir framlagt erindi með 10 atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi greiddi ekki atkvæði. Tillöguna samþykktu Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Gísli Geirdal, Theódóra S Þorsteinsdóttir, Sverrir Óskarsson, Pétur Hrafn Sigurðsson, Sigríður Ása Richardsdóttir og Birkir Jón Jónsson. Ólafur Þór Gunnarsson greiddi ekki atkvæði.

1304237 - Smárinn. Endurskoðun deiliskipulags.
Lögð fram í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lýsing á skipulagsverkefninu: "Deiliskipulag. Smárinn vestan Reykjanesbrautar. Ný vistvæn borgarbyggð" dags. 20.10.2014.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða lýsingu með áorðnum breytingum dags. 3.11.2014. Skipulagsnefnd samþykkti jafnframt með tilvísan í 38. grein skipulagslaga nr. 123/2010 heimild til að hefja vinnu við endurskoðun deiliskipulags á svæðinu sem afmarkast af Smárahvammsvegi, Fífuhvammsvegi, Reykjanesbraut og Hagasmára. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

3.1410481 - Engihjalli - Þróunarverkefni

Greint frá íbúaþingi sem haldið var í Álfhólsskóla laugardaginn 8. nóvember 2014 á vegum Engihjallasamtakanna.
Kynnt.

4.1312123 - Hverfisskipulag

Greint frá íbúafundi sem haldinn var í Smáraskóla fimmtudaginn 13. nóvember 2014.
Kynnt.

5.1410259 - Hreinsunarátak á atvinnusvæðum í Kópavogi

Frá umhverfis- og samgöngunefnd:
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 4.11.2014 var samþykkt að fela Umhverfissviði að gera drög að aðgerðaráætlun vegna hreinsunarátaks á atvinnusvæðum í Kópavogi og vísaði hreinsunarátaki á Kársnesi til umsagnar skipulagsnefndar.
Lagt fram og kynnt.

6.1409176 - Austurkór 153. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Haralds Valbergssonar, byggingarfræðings, dags. 10.10.2014, f.h. lóðarhafa vegna breytts deiliskipulags Austurkórs 153. Í breytingunni felst að í stað einbýlishúss á einni hæð og kjallara (þremur pöllum) komi einbýlishús á einni hæð. Aðkomukóti íbúðarhússins verður 119,50 og bílgeymsla 10cm neðar sbr. uppdráttum dags. 10.10.2014.

Þá lagt fram samþykki þeirra lóðarhafa sem fengu kynninguna senda dags. 4.11.2014.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

7.1411115 - Álfhólsvegur 111. Fjölgun íbúða.

Lagt fram erindi Rúm Teiknistofu, dags. 31.9.2014, f.h. lóðarhafa. Óskað er eftir því að breyta 204m2 íbúð á efstu hæð hússins í tvær 102m2 íbúðir. Inngangi verði bætt við vestan megin á 3. hæð hússins og svölum bætt við á norðurhlið sbr. uppdráttum dags. 31.9.2014.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Álfhólsveg 94, 96, 98, 109 og 113 ásamt Selbrekku 28, 30, 32, 34 og 36.

8.1411116 - Fagrabrekka 39. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Sigurðar Hafsteinssonar, byggingartæknifræðings, dags. 6.11.2014 f.h. lóðarhafa Fögrubrekku 39. Óskað er eftir að taka í notkun ónýtt rými í kjallara hússins. Heildarbyggingarmagn hækkar úr 208,8m2 í 233,6m2 og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,25 í 0,28. Einn gluggi bætist við á austurhlið hússins sbr. uppdráttum dags. 23.10.2014.
Skipulagsnefnd taldi framlagða tillögu ekki varða hagsmuni annarra en lóðarhafa og/eða sveitarfélagsins og samþykkti tillöguna með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

9.1411117 - Hlíðarvegur 4. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Teiknistofunnar Arko, dags. 24.10.2014, f.h lóðarhafa Hlíðarvegar 4. Óskað er eftir að stækka kjallara um 22,9m2 til suðurs og endurbyggja timbursvalir á 1. hæð á þaki stækkunar. Heildarbyggingarmagn eftir stækkun verður 380,7m2 og nýtingarhlutfall 0,39 sbr. uppdráttum dags. 24.10.2014.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hlíðarvegs 2 og 6 ásamt Hlíðarhvammi 12.

10.1411142 - Dimmuhvarf 11. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi GINGI Teiknistofu, dags. 15.10.2014, f.h. lóðarhafa Dimmuhvarfs 11. Óskað er eftir að í stað einnar lóðar með einbýlishúsi og mökuleika á hesthúsi verði lóðinni skipt í tvær einbýlishúsalóðir, annars vegar 769m2 að stærð og 647m2 annars vegar. Á lóðunum verði tvö einbýlishús, 130-140m2 að stærð á 1-1,5 hæð með 32m2 sambyggðum bílgeymslum. Hámarkshæð bygginga verður 5,2 m og nýtingarhlutfall 0,4 sbr. uppdráttum dags. í október 2014.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

11.1409146 - Vesturvör 12. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju erindi Einars V. Tryggvasonar arkiteks dags. 12.9.2014 f.h. lóðarhafa vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar að Vesturvör 12. Á fundi skipulagsnefndar 15.9.2014 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Vesturvarar 7, 9, 11A, 11B, 13 og 14; Kársnesbraut 82, 82a, 86, 88, 90, 92, 94 og 96 ásamt lóðahöfum norðan Vesturvarar 12. Kynningu lauk 27.10.2014. Athugasemdir bárust frá; Þórði Inga Guðjónssyni, Kársnesbraut 82a, dags. 27.10.2014; Héðni Sveinbjörnssyni og Sigríði Tryggvadóttur, Kársnesbraut 82, dags. 27.10.2014; Halldóri Svanssyni, dags. 27.10.2014. Á fundi skipulagsnefndar 3.11.2014 var málinu frestað og skipulags- og byggingardeild falið að taka saman umsögn um framkomnar athugasemdir.

Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 17.11.2014.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 framlagða tillögu ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 17.11.2014. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

12.1409148 - Auðnukór 7. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Ívars Ragnarssonar, byggingafræðings, f.h. lóðarhafa vegna breytt deiliskipulags Auðnukórs 7. Í breytingunni felst að svalir fara út fyrir byggingarreit á norðurhlið hússins sbr. uppdráttum dags. 08.03.2014 í mkv. 1:100. Á fundi skipulagsnefndar 15.9.2014 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Auðnukórs 5 og 9. Kynningu lauk 27.10.2014. Athugasemd barst frá Illuga Fanndal Bjarkarsyni, Auðnukór 5, dags. 17.10.2014. Á fundi skipulagsnefndar 3.11.2014 var málinu frestað og skipulags- og byggingardeild falið að taka saman umsögn um framkomnar athugasemdir.

Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 17.11.2014.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 framlagða breytingartillögu ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 17.11.2014. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

13.1411143 - Auðbrekka. Þróunarsvæði.

Kynningar á hugmyndavinnu fyrir Auðbrekkusvæðið frá H3 arkitektum, KRark, Apparat ehf, T.ark, Yrki arkitektum og ASK arkitektum.
Kynnt.
Önnur mál:

Skipulagsefnd og skipulags- og byggingardeild var fært sitt hvort eintakið af bókinni "Scarcity in Excess" að gjöf. Gefandi er ritstjóri bókarinnar Arna Mathiesen.

Fundi slitið.