Skipulagsnefnd

1244. fundur 15. september 2014 kl. 16:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Anna María Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigríður Kristjánsdóttir aðalfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörn T Vilhjálmsson varafulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður nefndar
  • Þóra Jóhannesdóttir Kjarval starfsmaður nefndar
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval arkitekt
Dagskrá

1.1408012 - Bæjarráð - 2740. Fundur haldinn 28. ágúst 2014.

1408004F - Skipulagsnefnd, 18. ágúst
1243. fundargerð í 16 liðum. Lagt fram.

1408128 - Austurkór 58. Breytt deiliskipulag. Skipulagsnefnd telur umrædda breytingu ekki varða hagsmuni annarra en umsækjenda og þeirra sem ljáð hafa breytingunni samþykki sitt. Skipulagsnefnd samþykkir því tillöguna með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir erindið með fimm greiddum akvæðum.

1408127 - Austurkór 98. Breytt deiliskipulag.
Hafnað með sex atkvæðum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Skipulagsnefnd bendir á að lóðarhafi óskaði í lok árs 2012 eftir breytingu á deiliskipulagi umræddrar lóðar sem m.a. fól í sér sambærilega lækkun á aðkomuhæð lóðarinnar til samræmis við Austurkór 94 og 96.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar erindinu með fimm greiddum atkvæðum.

1402523 - Grænatún 20. Byggingarleyfi. Grenndarkynning.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum dags. 18. ágúst 2014. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir erindið með fimm atkvæðum.

1405432 - Ísalind 5. Breytt deiliskipulag.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir erindið með fjórum atkvæðum. Einn bæjarráðsfulltrúi greiddi ekki atkvæði.

1408171 - Kársnesbraut 19. Nýbygging.
Hafnað með sex atkvæðum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar erindinu með fimm atkvæðum.

1404352 - Vallakór 1-3 og 6-8 (áður nr. 10). Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og ofangreinda umsögn. Álögð lóðagjöld taka mið af breyttu deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Skipulagsnefnd beinir þeim tilmælum til bæjarráðs að teknar verði upp sem fyrst viðræður við lóðarhafa Vallakórs 6-8 um gerð samnýtanlegra bílastæða við Vallakór 8.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir erindið með fjórum atkvæðum. Einn bæjarráðsfulltrúi greiddi ekki atkvæði.

2.1312123 - Hverfisskipulag

Kynning a hverfisskipulagi og hverfisáætlun Kópavogs.
Kynnt.

3.1405447 - Faxahvarf 10. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Sigurðar Hafsteinssonar, byggingartæknifræðings, dags. 20.5.2014, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Faxahvarfs 10. Í breytingunni felst að byggja þak yfir geymsluport þannig að þak íbúðarhúss verði framlengt yfir núverandi geymsluport sbr. uppdráttum í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 20.5.2014. Á fundi skipulagsnefndar 20. maí 2014 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Faxahvarfs 1, 3, 12, Fákahvarfs 9, 11 og 13. Kynningu lauk 29. ágúst 2014. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

4.1405260 - Sunnubraut 30. Kynning á byggingarleyfi.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Péturs Björnssonar, arkitekts, dags. 26.4.2014 f.h. lóðarhafa að breytingum að Sunnubraut 30. Á fundi skipulagsnefndar 20.5.2014 var málinu frestað og óskað eftir frekari gögnum frá hönnuði. Í breytingunni felst að núverandi íbúðarhús byggt úr timbri 1939, 102,0 m2 að flatarmáli ásamt bílskúr byggður úr holsteini 1966 verði rifin og þess í stað reist tveggja hæða parhús. Heildarbyggingarmagn eftir breytingu verður 385,2m2 eða 192,6m2 pr. einingu. Nýtingarhlutfall verður 0,49 eftir breytingu. Mænishæð fyrirhugaðrar nýbyggingar verður sú sama og er á núverandi íbúðarhúsi sbr. uppdráttum dags. 16.7.2014. Á fundi skipulagsnefndar 28.7.2014 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum 25, 26, 27, 28, 29, 31, 32, 33, 34, 35, 36, Þinghólsbrautar 25, 27, 29, 31. Kynningu lauk 10.9.2014. Athugasemdir bárust á kynningartíma frá Kristjáni Orra Helgasyni og Ingibjörgu Jónu Guðmundsdóttur, Sunnubraut 35, dags. 28.8.2014; frá Guðjóni Ingjólfssyni og Huldu Jónsdóttur, Sunnubraut 31 dags. 9.9.2014; frá Ormari Skeggjasyni, Sunnubraut 32, dags. 9.9.2014; frá Guðrúnu Andrésdóttur, Sunnubraut 28, dags. 9.9.2014; frá Sigríði Ingvarsdóttur, Sunnubraut 32, dags. 9.9.2014.
Lagt fram. Skipulagsnefnd felur skipulags- og byggingardeild að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.

5.1405257 - Taðlosun á Kjóavöllum

Lagt fram erindi dags. 7. maí 2014 frá Félagi hesthúsaeigenda á nýbyggingarsvæði Spretts um að koma fyrir kerjum í hesthúsahverfinu sem ætluð eru fyrir hrossatað sem fellur utan hesthúsa á svæðinu.
Eftirfarandi fært til bókar: Í skipulagsskilmálum fyrir hesthúsahverfi Spretts að Kjóavöllum er tekið fram í kafla 2.11 varðandi taðlosun að heimilt sé "..að koma fyrir smærri gámum eða kerjum á völdum stöðum við hesthúsin, sem ætluð eru fyrir hrossatað sem til fellur utan hesthúsa; í hestagerðum, reiðgerðum og jafnvel meðfram reiðstígum." Skipulagsnefnd óskar eftir tillögu frá Félagi hesthúsaeiganda og stjórn Spretts um staðsetningu ofangreindra kerja. Tillagan verði unnin í samráði við lóðarhafa á svæðinu.

6.1407257 - Glaðheimar gatnagerð. Framkvæmdaleyfi.

Lögð fram tillaga að framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð á reit 2 í Glaðheimum dags. 12.9.2014.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

7.1409123 - Kársnesbraut 7. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Freys Frostasonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa um uppbyggingu á lóðinni við Kársnesbraut 7. Í breytingunni felst að rífa einbýlishús sem stendur á lóðinni í dag og þess í stað að reisa tvö fjölbýli með níu íbúðum alls. Efra húsið verður 2 hæðir + inndregin þakhæð með fimm íbúðum. Neðra húsið er 2 hæðir með fjórum íbúðum. Íbúðir eru allar u.þ.b. 85m2 og heildarbyggingarmagn verður því ca. 765m2 og nýtingarhlutfall þá 0,44 sbr. erindi dags. 20.8.2014.
Frestað.

8.1409146 - Vesturvör 12. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Einars V. Tryggvasonar arkiteks dags. 12.9.2014 f.h. lóðarhafa vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar að Vesturvör 12. Í breytingunni felst að reist verði ný 604m2 verksmiðjuskemma á vesturenda lóðarinnar og 225m2 viðbygging sem þar stendur í dag verður rifin. Heildarstækkun nemur því 379m2 og heildarbyggingarmagn eftir stækkun verður 4835m2. Mænishæð verður 12m og vegghæð langhliða 9m sbr. uppdráttum dags. í september 2014.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Vesturvarar 7, 9, 11A, 11B, 13 og 14; Kársnesbraut 82, 82a, 86, 88, 90, 92, 94 og 96 ásamt lóðahöfum norðan Vesturvarar 12.

9.1409148 - Auðnukór 7. Breytt deiliskipulag.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi Ívars Ragnarssonar, byggingafræðings, f.h. lóðarhafa vegna breytt deiliskipulags Auðnukórs 7. Í breytingunni felst að svalir fara út fyrir byggingarreit á norðurhlið hússins sbr. uppdráttum dags. 08.03.2014 í mkv. 1:100.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Auðnukórs 5 og 9.

10.1409155 - Álmakór 17. Hækkun götukóta.

Lagt fram erindi Ingvars Hreinssonar dags. 28. ágúst 2014 þar sem óskað er eftir því að endi götunnar verði hækkaður um 30-40cm. Ástæða hækkunar er sú að húsið við Álmakór 17 stendur hátt í lóðinni sbr. erindi.
Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

11.1409240 - Hlíðarvegur 57. Fjórbýli.

Lagt fram erindi frá Arkþing, f.h. lóðarhafa, vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni við Hlíðarveg 57. Í breytingunni felst að einbýlishús frá árinu 1943 sem stendur á lóðinni í dag verði rifið og þess í stað reist fjórbýli. Áætluð stærð hverrar íbúðar verður 122m2 og heildarbyggingarmagn á lóð um 550m2 með nýtingarhlutfall 0,55. Nýtingarhlutfall á lóð í dag er 0,22. Bílastæði á lóð verða samtals átta eða tvö fyrir hverja íbúð sbr. erindi, uppdráttum og skýringarmyndum dags. 10.8.2014.
Frestað.

12.1409191 - Þinghólsbraut 55. Nýbygging á lóð og stækkun bílskúrs

Lagt fram erindi Davíðs Kristjáns Pitt, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 10.9.2014. Í breytingunni felst: 1. Bílskúr á lóðamörkum á norð-vestur horni lóðar stækkar 3m til norðurs eða 23m2. Á þaki verða tvær þakgluggar, annar 1m á hæð en hinn 1,4m á hæð.
2. Kjallari aðalbyggingar stækkar um 4x5m eða 20m2 á suð-vestur horni hússins. Á þaki viðbyggingar verða svalir.
3. Á suð-vestur hluta lóðarinnar verður reist 90m2 vinnustofa. Gólfkóti nýbyggingar verður 2,5m lægri en kjallari íbúðarhússins. Vegghæð nýbyggingar, sem er með flötu þaki, verður 3,4m og þakgluggi á norðurhluta þaksins verður 1,6m á hæð sbr. uppdráttum dags. 10.9.2014.
Frestað.

13.1403302 - Furugrund 3. Breytt skipulag.

Lögð fram að nýju tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi á lóðinni nr. 3 við Furugrund. Á lóðinni er verslunar- og þjónustuhúsnæði hæð og kjallari samtals um 1,030 m2 að flatarmáli byggt 1984. Í framlagðri tillögu er gert ráð fyrir að núverandi byggingu verði breytt þá þann hátt að risþak er fjarlægt og þess í stað verði byggð hæð ofan á núverandi hús með útbyggingum samtals um 1,700 m2 að samanlögðum gólffleti. Á fyrstu og annarri hæð verða samkvæmt tillögunni alls 14 íbúðir þ.e. 7 íbúðir á hvorri hæð. Í kjallara er gert ráð fyrir geymslum fyrir íbúðirnar svo og rými fyrir verslun og þjónustu. Samkvæmt tillögunni yrði nýtingarhlutfall lóðarinnar 0,66 í stað 0,41 eins og nú er. Fyrirkomulag bílastaða við húsið breytist. gert er ráð fyrir alls 20 bílastæðum á lóð. Á fundi skipulagsnefndar 18.8.2014 var erindinu frestað.
"Furugrund 3 er á reit sem skv. aðalskipulagi Kópavogs er skilgreindur sem verslun og þjónusta, sá eini í hverfinu. Því þarf að breyta nýsamþykktu aðlskipulagi ef þarna á að vera íbúðarhús. Reiturinn er við hliðina á Snælandsskóla og leikskólanum Furugrund. Fulltrúar Vinstri grænna og félagshyggjufólks, Samfylkingar og Framsóknarmanna, leggja því til að málinu verði frestað og viðeigandi embættismönnum verði falið að kanna formlega hjá skólastjórnendum og íbúum Grundarhverfisins hvort umræddur reitur geti nýstst til einhverrar starfsemi í þeirra þágu."
Margrét Júlía Rafnsdóttir, Ása Richardsdóttir og Sigurbjörn T. Vilhjálmsson.

Gert var hlé á fundi kl. 19:29.

Fundi var haldið áfram kl. 19:35.

"Starfsmönnum skipulags- og byggingardeildar er falið að fá umsögn frá menntasviði og Markaðsstofu Kópavogs um mögulega nýtingu húsnæðis við Furugrund 3."
Sverrir Óskarsson, Guðmundur Geirdal, Anna María Bjarnadóttir og Sigríður Kristjánsdóttir.

Tillögu Margrétar Júlíu Rafnsdóttur, Ásu Richardsdóttur og Sigurbjarnar T. Vilhjálmsson er hafnað með fjórum atkvæðum, þrír greiða atkvæði með tillögunni.

Tillaga Sverris Óskarssonar, Guðmundar Geirdal, Önnu Maríu Bjarnadóttur og Sigríðar Kristjánsdóttur er samþykkt með
fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá.

"Mikilvægt er að kanna vilja skólanna og íbúanna í upphafi máls og að hafa samráð við þá. Slíkt er í samræmi við þá stjórnarhætti sem margir stjórnmálaflokkar boðuðu í kosningarbaráttu í Kópavogi í vor og ætti því að vera auðsótt."
Margrét Júlía Rafnsdóttir og Ása Richardsdóttir.

"Tryggt verður að fullt samráð verður haft við íbúa."
Sverrir Óskarsson og Anna María Bjarnadóttir.

14.1210126 - Breiðahvarf 4 /Funahvarf 3 - breytt deiliskipulag

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulag fyrir Breiðahvarf 4 og Funahvarf 3. Í breytingunni felst að á lóðinni við Breiðahvarf 4 veða afmarkaðar nýjar lóðir fyrir tvö parhús og eitt sérbýli. Á lóðinni við Funahvarf 3 er lagt fram nýtt deiliskipulag fyrir íbúðabyggð, blöndu af rað- og parhúsum 160-190m2 að stærð sbr. uppdráttum dags. 15.9.2014.
Frestað til næsta fundar.

15.1409209 - Vesturhluti Kársness. Nýtt deiliskipulag

Lagt fram erindi skipulagsstjóra dags. 15. september 2014 þar sem óskað er heimildar skipulagsnefndar til að hefja vinnu við gerð deiliskipulags af vesturhluta Kársness. Nánar tiltekið mun deiliskipulagssvæðið ná til svæðisins umhverfis Kópavogshöfn og hluta athafnasvæðisins norðan og austan þess meðfram Vesturvör og norðan og vestan Kársnesbrautar.
Frestað til næsta fundar.

16.1202610 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Aðgerðaráætlun.

Lagt fram erindi skipulagsstjóra þar sem óskað er eftir heimild skipulagsnefndar til að hefja vinnu við aðgerðaráætlun í kjölfar nýs aðalskipulags. Í aðgerðaráætlun komi m.a. fram markmið aðalskipulagsins, nánari útfærsla leiða, forgangsröðun þeirra, tilgreina ábyrgðaraðila, og til að tryggja að fyrirliggjandi verkefni séu sett tímanlega á fjárhags- og framkvæmdaáætlun. Aðgerðaráætlunin verður unnin þvert á deildir og svið bæjarins og stefnt að því að hún verði uppfærð árlega.
Frestað til næsta fundar.

17.1409252 - Bryggjuhverfi á Kársnesi. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Byggingarfélags Gylfa og Gunnars dags. 12.9.2014 varðandi breytt deiliskipulag Bryggjuhverfisins á Kársnesi. Í breytingunni felst að byggingarreitir húsa sem standa við grjótgarðinn færast 3m til suðurs. Einnig er óskað eftir því að hækka botnkóta húsa um 30cm vegna hækkandi stöðu sjávar sbr. uppdráttum dags. 5.9.2014.
Frestað til næsta fundar.

Fundi slitið.