Skipulagsnefnd

1250. fundur 15. desember 2014 kl. 16:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Anna María Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Sigríður Kristjánsdóttir aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Helga Elínborg Jónsdóttir varafulltrúi
  • Sigurbjörn T Vilhjálmsson varafulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður nefndar
  • Þóra Jóhannesdóttir Kjarval starfsmaður nefndar
  • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval arkitekt
Dagskrá
Helga Jónsdóttir sat fundinn í stað Sigríðar Ásu Richardsdóttur.

Sigurbjörn T. Vilhjálmsson sat fundinn í stað Kristins Dags Gissurarsonar.

1.1411013 - Bæjarráð - 2751. Fundur haldinn 20. nóvember 2014.

1411008F - Skipulagsnefnd, 17. nóvember, 1249. fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.

1409176 - Austurkór 153. Breytt deiliskipulag.
Þá lagt fram samþykki þeirra lóðarhafa sem fengu kynninguna senda dags. 4.11.2014.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

1411116 - Fagrabrekka 39. Kynning á
Skipulagsnefnd taldi framlagða tillögu ekki varða hagsmuni annarra en lóðarhafa og/eða sveitarfélagsins og samþykkti tillöguna með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

1411142 - Dimmuhvarf 11. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

1409146 - Vesturvör 12. Kynning á byggingarleyfi.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 framlagða tillögu ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 17.11.2014. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

1409148 - Auðnukór 7. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 framlagða breytingartillögu ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 17.11.2014. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

2.1411017 - Bæjarstjórn - 1106. Fundur haldinn 25. nóvember 2014.

1409176 - Austurkór 153. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 11 atkvæðum.

1411116 - Fagrabrekka 39. Kynning á byggingarleyfi.
Skipulagsnefnd taldi framlagða tillögu ekki varða hagsmuni annarra en lóðarhafa og/eða sveitarfélagsins og samþykkti tillöguna með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 11 atkvæðum.

1411142 - Dimmuhvarf 11. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 11 atkvæðum.

1409146 - Vesturvör 12. Kynning á byggingarleyfi.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 framlagða tillögu ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 17.11.2014. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 10 atkvæðum en einn bæjarfulltrúi, Hreiðar Oddson, greiddi ekki atkvæði.

1409148 - Auðnukór 7. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 framlagða breytingartillögu ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 17.11.2014. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 11 atkvæðum.

3.1411143 - Auðbrekka. Þróunarsvæði.

Greint frá stöðu mála.
Kynnt. Vísað til kynningar í bæjarráði og bæjarstjórn.

4.1402319 - Dalaþing 4. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Stefáns Þ. Ingólfssonar, arkitekts, dags. 13.2.2014 f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Dalaþings 4. Þak hússins er í dag 70cm hærra en skilmálar leyfa. Í breytingunni felst að þak lækkar um 48cm og fer því 22cm upp fyrir samþykktan byggingarreit sbr. uppdrætti dags. 13.2.2014. Á fundi skipulagsnefndar 18.2.2014 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Dalaþings 1, 2, 3, 5, 6, 7, 8, 9, Hafnaþing 5, 6, 8, 7, 8, 9, 10, 11, 12. Kynningu lauk 5.5.2014. Athugsemd barst frá Ófeigi Fanndal Birkissyni, Dalaþingi 2 dags. 5.5.2014. Á fundi skipulagsnefndar 20.5.2014 var málinu frestað og vísað til umsagnar bæjarlögmanns.

Lagt fram ásamt minnisblaði bæjarlögmanns dags. 27.8.2014. Enn fremur lagt fram erindi Ívars Pálssonar, hl. f.h. lóðarhafa Dalaþingi 4 dags. 15. desember 2014.
Frestað. Starfsmönnum falið að vinna áfram að málinu.

Pálmi Þór Másson, bæjarlögmaður, sat fundinn undir þessum lið.

5.1312123 - Hverfisskipulag

Greint frá íbúafundi sem haldinn var í Smáraskóla 13.11.2014 og niðurstöður fundarins kynntar.
Sólveig H. Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri hverfisskipulags, fór yfir stöðu mála.

Lagt fram og kynnt.

6.1410082 - Auðbrekka 16. Kynning á byggingarleyfi.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Örns Þórs Halldórssonar, arkitekts, dags. 17.9.2014, f.h. lóðarhafa vegna breytingu á Auðbrekku 16. Á fundi skipulagsnefndar 20.10.2014 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Auðbrekku 16, 18, 20, 22, 24, 26, 28, 30 og 32. Kynningu lauk 5.12.2014. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

7.1410278 - Mánalind 4. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Sigurðar Hallgrímssonar, arkitekts, dags. 14.10.2014, f.h. lóðarhafa vegna breytts deiliskipulags Mánalindar 4. Á fundi skipulagsnefndar 20.10.2014 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Mánalindar 1, 2, 3 og 6, Múlalindar 5, 7, 9 og 11; Laxalindar 1, 3 og 5. Kynningu lauk 15.12.2014. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

8.1410090 - Dalaþing 36. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Sigurðar Hallgrímssonar dags. 2.10.2014 f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Dalaþings 36. Á fundi skipulagsnefndar 20.10.2014 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Dalaþings 26, 27, 28 og 34. Kynningu lauk 12.12.2014. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingu með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

9.1410241 - Marbakkabraut 10. Bílastæði á lóð.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Sólveigar Guðmundsdóttur, Marbakkabraut 10, þar sem óskað er eftir að bæta einu bílastæði við á NV horni lóðarinnar. Á fundi skipulagsnefndar 20.10.2014 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Marbakkabrautar 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24, 26, 28 og 30. Kynningu lauk 8.12.2014. Athugasemdir bárust frá Kristni Sigurbergssyni og Helgu Guðrúnu Jónasdóttur, Marbakkabraut 24, dags. 8.12.2014; frá Eggerti V. Valmundssyni og Fjólu Guðrúnu Sigrtryggsdóttur, Marbakkabraut 20, dags. 9.12.2014.
Frestað. Skipulagsnefnd fól skipulags- og byggingardeild að vinna umsögn um innkomnar athugasemdir.

10.1212132 - Ný rétt fyrir afrétt Seltjarnarneshrepps hins forna í lögsagnarumdæmi Kópavogs

Óskað er eftir að Lögbergsrétt verði flutt norður fyrir Suðurlandsveg við Heiðbrúnarkvísl sbr. uppdrátt dags. 20.5.2014. Lögð fram bréf frá Landsneti dags. 15.9.2014; frá Umhverfisstofnun dags. 24.9.2014; frá Mosfellsbæ dags. 16.9.2014; frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis dags. 1.10.2014; frá Forsætisráðuneytinu dags. 12.11.2014; frá Árna Þór Sigmundssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni lögreglustöð 4, dags 9.10.2014. Engar athugasemdir koma fram í fyrrnefndum bréfum um nýja staðsetningu Heiðarbrúnarréttar.
Skipulagsnefnd samþykkti á grundvelli ofangreindra umsagna að leita heimildar Skipulagsstofnunnar á grundvelli 1. tl. ákvæða til bráðabirgðar í skipulagslögum nr. 123/2010 fyrir ofangreindri framkvæmd þar sem ekki liggur fyrir aðal- eða deiliskipulag af umræddu svæði.

11.1410207 - Askalind 1. Breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Jóns Hrafns Hlöðverssonar, byggingafræðings, dags. 14.10.2014 þar sem óskað er eftir að reisa þriggja hæða viðbyggingu við austurhlið Askalindar 1. Mesta hæð viðbyggingar verður 11,3m og heildarbyggingarmagn viðbyggingar er áætlað 555m2. Einnig verður kjallari stækkaður 12,7m til suðurs um á suðaustur horni lóðarinnar að lóðamörkum Akralindar 2. Stækkun kjallara verður 300m2 og heildaraukning á byggingarmagni því 855m2. Á lóðinni verða 49 bílastæði eftir breytingu og nýtingarhlutfall verður 0,80 sbr. uppdráttum frá Vektor dags. 20.6.2014. Á fundi skipulagsnefndar 20.10.2014 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Akralindar 2a og 3; Askalindar 2 og 4; Fitjalindar 14, 16 og 18; Fjallalindar 20 og 22; Fjallalindar 52 og 54. Kynningu lauk 8.12.2014. Athugasemdir bárust frá íbúum Fjallalindar 14, 16, 20, 22, 52 og 54, alls 12 undirskriftir, dags. 1.12.2014; frá Þóri Lárussyni og Oddi Th. Guðnasyni, Akralind 2, dags. 5.12.2014.
Frestað. Skipulagsnefnd fól skipulags- og byggingardeild að vinna umsögn um innkomnar athugasemdir.

12.1403171 - Settjörn við Fornahvarf

Á fundi skipulagsnefndar 18.8.2014 var afgreiðslu erindis um breytta staðsetningu settjarna við Fornahvarf frestað og óskað eftir umsögn skipulags- og byggingardeildar um framkomnar athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartíma.
Lagt fram að nýju breytt erindi sbr. uppdrátt í mkv. 1:2000 um legu tjarna dags. 9.12.2014 þar sem komið er til móts við innsenda athugasemd lóðarhafa Fornahvarfs 3, umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 15.12.2014 ásamt samkomulagi milli lóðarhafa Fornahvarfs 3 og bæjaryfirvalda dags. 15.12.2014.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 15.12.2014. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

13.1412144 - Álfhólsvegur 29. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi KRark f.h. lóðarhafa dags. 16.10.2014 þar sem óskað er eftir að reisa þriggja hæða hús með sex íbúðum á lóðinni við Álfhólsveg 29. Íbúðir verða 56,6m2 og 86,7m2 að stærð, heildarbyggingarmagn verður 460m2, nýtingarhlutfall 0,41 og átta bílastæði verða á lóð sbr. uppdráttum dags. 16.10.2014.
Frestað.

14.1410307 - Kársnesbraut 19. Nýbygging.

Lagt fram erindi KRark, dags.15.10.2014, þar sem óskað er eftir að reisa tveggja hæða fjórbýli á lóðinni við Kársnesbraut 19. Á lóðinni í dags er einlyft einbýlishús úr timbri sem verður rifið. Heildargrunnflötur nýbyggingar verður 392m2, nýtingarhlutfall verður 0,43 og á lóð verða fimm bílastæði sbr. uppdráttum dags. 15.10.2014.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kársnesbrautar 13, 15, 17, 21, 23 og 25; Huldubrautar 1 og 3; Marbakkabrautar 13, 15 og 17; Hraunbrautar 8, 10 og 12.

15.1409191 - Þinghólsbraut 55. Nýbygging á lóð og stækkun bílskúrs

Lagt fram erindi Davíðs Kristjáns Pitt, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 1.12.2014. Í breytingunni felst:
1. Tveggja hæða bílskúr á lóðamörkum á norðvesturhorni lóðar er lengdur um 3m til suðurs og stækkar um 20m2. Á þaki verða tvær þakgluggar, annar 0,8m á hæð en hinn 1,3m á hæð.
2. Kjallari íbúðarshússins stækkar um 4 til suðurs á suðvesturhorni hússins.Byggingarreitur verður 4x5m og viðbygging því 20m2 að stærð. Á þaki viðbyggingar verða svalir.
3. Á suðvesturhluta lóðarinnar verður reist 90m2 vinnustofa. Gólfkóti vinnustofu verður 2,5m lægri en kjallari íbúðarhússins. Vegghæð vinnustofu, sem er með flötu þaki, verður 3,4m og þakgluggi á norðurhluta þaksins verður 1,6m á hæð sbr. uppdráttum dags. 10.9.2014 og 1.12.2014.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Þinghólsbrautar 51, 53a, 53b, 54, 56, 58, 57, og 59; Sunnubrautar 54, 56 og 58.

16.1412240 - Hlíðarvegur 29. Fyrirkomulag bílastæða.

Lagt fram erindi Jóhanns T. Steinssonar dags. 11.12.2014 vegna staðsetningu sorpstunna og bílastæða á lóð. Í erindi er lagt til að sorptunnur verði staðsettar á suðvesturhluta lóðar sbr. bókun skipulagsnefndar 5.2.2013. Tvö bílastæði verði við lóðamörk vestan megin, átta bílastæði fyrir framan hús og eitt bílastæði við lóðamörk austan megin sbr. uppdráttum frá KJ Hönnun dags. 4.12.2014. Á uppdráttinn dags. 4.12.2014 hafa lóðarhafar Hlíðarvegar 29, Hlíðarvegar 27, Grænutungu 8 og Hrauntungu 48 ritað samþykki sitt fyrir breytingunni.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hlíðarvegar 26, 28, 27, 29a, 30; Grænutungu 8; Hrauntungu 42.

17.1411101 - Bakkabraut 3, 5 og 7. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar fyrir hönd lóðarhafa að Bakkabraut nr. 5a-e og 7a-d að breyttu deiliskipulagi fyrir Bakkabraut nr. 3, 5 og 7. Í tillögunni felst að breyta landnotkun á lóðunum að Bakkabraut nr. 5a-e og 7a-d úr atvinnuhúsnæði í blandaða landnotkun íbúða og atvinnustarfsemi og heimila þar með eina íbúð á hverri lóð. Bílastæðum á hverri lóð er fjölgað um eitt stæði. Tillagan er í samræmi við stefnu Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024.
Einnig lögð fram tillaga að breyttu fyrirkomulagi klúbbhússins (þjónustuhúss) á suðurhluta skipulagssvæðisins. Í tillögunni er gert ráð fyrir að stofnuð verði ný lóð, Bakkabraut nr. 3 sem verði um 3.700 m2 að stærð. Gert er ráð fyrir landfyllingu að núverandi bryggju og að núverandi rampi verði lagður niður og í hans stað komi nýr rampi í norðvesturhluta lóðarinnar. Byggingarreitur klúbbhússins breytist og snýst um 90°. Hann stækkar og verður eftir breytingu 60x23 metrar. Atvinnustarfsemi og /eða klúbbhús verður á 1. hæð hússins en á efri hæð þess er gert ráð fyrir íbúðum. Heildarbyggingarmagn eykst og verður eftir breytingu um 3.400 m2. Hámarksvegghæð verður 8 metrar og hámarks þakhæð 13 metrar. Fjöldi bílastæða á lóð verður 38 sbr. uppdrætti dags. 15.12.2014.
Frestað.

18.1412151 - Austurkór 64. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi KRark, dags. 16.11.2014, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Austurkórs 64. Í breytingunni felst að farið er 2,5m út fyrir byggingarreit á norður- og suðurhlið parhússins og 1m til vesturs sbr. uppdráttum dags. 16.11.2014.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Austurkórs 26, 28, 62, 66, 68, 70, 81, 103 og 105.

19.1412225 - Austurkór 89. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Steinars Jónssonar dags. 9.12.2014 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Austurkórs 89. Í breytingunni felst að í stað 290m2 einbýlishúss á einni hæð (eins og heimilt er skv. gildandi skipulagsskilmálum) verði reist 290m2 parhús á einni hæð, hvor eining 145m2, fjögur bílastæði verða á lóð. Byggingarreitur breytist lítillega sbr. uppdráttum dags. 9.12.2014.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Austurkórs 81, 83, 85, 87, 91, 93, 95, 97, 99, 101 og 103.

20.1412150 - Austurkór 104. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Einars Ólafssonar, dags. 1.12.2014 þar sem óskað er eftir að færa suðvesturhorn lóðamarka og þ.m. suðvesturhorn veggs á lóðamörkum, um á 123 cm til vesturs. Við tilfærslu stækkar lóðin um 4,4 m2 sbr. uppdráttum dags. 1.12.2014.
Skipulagsnefnd taldi umrædda breytingu ekki varða hagsmuni annarra en lóðarhafa og sveitarfélagsins og samþykkti því framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

21.1307121 - Dalsmári 13. Stækkun Tennishallar. Breytt deiliskipulag.

Frá bæjarráði:
Lagðar fram umsagnir frá sviðsstjóra menntasviðs dags. 11.11.2014, Markaðsstofu Kópavogs dags. 11.11.2014 og sviðsstjóra umhverfissviðs dags. 25.10.2014 sem óskað var eftir í bæjarráði 23. október sl. Á fundi bæjarráðs 27.11.2014 var málinu vísað til umsagnar skipulagsnefndar.
"Afstaða skipulagsnefndar til viðbyggingar við Tennishöllina er óbreytt frá fundi nefndarinnar 20. október 2014."
Sverrir Óskarsson, Helga Jónsdóttir, Margrét Júlía Rafnsdóttir og Guðmundur Geirdal.

Sigríður Kristjánsdóttir og Anna María Bjarnadóttir: Eru áfram hlynntar stækkun til austurs.

Sigurbjörn T. Vilhjálmsson sat hjá.

"Ég þakka menntasviði og Markaðsstofu Kópavogs fyrir þeirra innlegg í málið. Sem gerir þó ekki annað en að staðfesta það sem allir voru sammála um þ.e. að stækkun tennishallarinnar muni efla tennisíþróttina og bæta aðstöðu íþróttarinnar. Um þetta hefur ekki verið neinn ágreiningur, ágreiningurinn hefur eingöngu verið um staðsetningu viðbyggingarinnar og það að senda skipulagsnefnd málið aftur er að mínu mati tóm tímasóun, þar sem nefndin hefur þegar skilað áliti sínu."
Guðmundur Geirdal.
Sverrir Óskarsson, Helga Jónsdóttir og Sigurbjörn T. Vilhjálmsson taka undir bókun Guðmundar.

"Bókun ítrekuð frá fundi skipulagsnefndar 20. október 2014; Áður en frekari bygging mannvirkja verður leyfð í Kópavogsdal er mikilvægt að bæjaryfirvöld vinni heildarsýn um framtíðarnotkun dalsins."
Margrét Júlía Rafnsdóttir og Helga Jónsdóttir.

Sverrir Óskarsson, Sigríður Kristjánsdóttir, Anna María Bjarnadóttir, Helga Jónsdóttir og Sigurbjörn T. Vilhjálmsson fela formanni/starfsmönnum að ræða við hlutaðeigandi aðila um möguleika þess að stækkun fari til vesturs.

Guðmundur Geirdal og Margrét Júlía Rafnsdóttir sitja hjá.

Fundi slitið.