Skipulagsnefnd

1209. fundur 16. maí 2012 kl. 16:30 - 18:45 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Smári Magnús Smárason embættismaður
  • Guðný Dóra Gestsdóttir aðalfulltrúi
  • Vilhjálmur Einarsson aðalfulltrúi
  • Jóhann Ísberg aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Magnús Þór Bjarnason varafulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Tryggvi Magnús Þórðarson varafulltrúi
  • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Birgir H. Sigurðsson skipulagsstjóri
Dagskrá

1.1205001 - Bæjarráð - 2640. fundur frá 3. maí 2012.

1204009F - Skipulagsnefnd 1208. fundur 26. apríl 2012
Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1006175 - Víghólastígur 24, umsókn um byggingarleyfi.
Guðríður Arnardóttir lagði til að afgreiðslu yrði vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Var það samþykkt með tveimur samhljóða atkvæðum. Ómar Stefánsson, Rannveig Ásgeirsdóttir og Gunnar Ingi Birgisson óskuðu fært til bókar að þau styddu ekki tillögu um að vísa málinu til bæjarstjórnar.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Undirrituð bendir á að nú sem fyrr eigi bæjarstjórn að taka afstöðu til fundargerða nefnda.
Guðríður Arnardóttir"

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ég vek athygli á að um 5 mál er að ræða sem öll hafa fengið kynningu í sveitarfélaginu og íbúar ekki gert athugasemd varðandi og samþykkt samhljóða í skipulagsnefnd. Einungis geðþótta ákvörðun oddvita Samfylkingarinnar er að tefja afgreiðslu þessara mála.
Ómar Stefánsson"

1201090 - Þorrasalir 37, breytt deiliskipulag.
Guðríður Arnardóttir lagði til að afgreiðslu yrði vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Var það samþykkt með tveimur samhljóða atkvæðum. Ómar Stefánsson, Rannveig Ásgeirsdóttir og Gunnar Ingi Birgisson óskuðu fært til bókar að þau styddu ekki tillögu um að vísa málinu til bæjarstjórnar.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Undirrituð bendir á að nú sem fyrr eigi bæjarstjórn að taka afstöðu til fundargerða nefnda.
Guðríður Arnardóttir"

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ég vek athygli á að um 5 mál er að ræða sem öll hafa fengið kynningu í sveitarfélaginu og íbúar ekki gert athugasemd varðandi og samþykkt samhljóða í skipulagsnefnd. Einungis geðþótta ákvörðun oddvita Samfylkingarinnar er að tefja afgreiðslu þessara mála.
Ómar Stefánsson"

1202235 - Austurkór 7-13. Breytt deiliskipulag.
Guðríður Arnardóttir lagði til að afgreiðslu yrði vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Var það samþykkt með tveimur samhljóða atkvæðum. Ómar Stefánsson, Rannveig Ásgeirsdóttir og Gunnar Ingi Birgisson óskuðu fært til bókar að þau styddu ekki tillögu um að vísa málinu til bæjarstjórnar.
Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Undirrituð bendir á að nú sem fyrr eigi bæjarstjórn að taka afstöðu til fundargerða nefnda.
Guðríður Arnardóttir"

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ég vek athygli á að um 5 mál er að ræða sem öll hafa fengið kynningu í sveitarfélaginu og íbúar ekki gert athugasemd varðandi og samþykkt samhljóða í skipulagsnefnd. Einungis geðþótta ákvörðun oddvita Samfylkingarinnar er að tefja afgreiðslu þessara mála.
Ómar Stefánsson"

1204081 - Kópavogsbrún 1, breytt deiliskipulag
Guðríður Arnardóttir lagði til að afgreiðslu yrði vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Var það samþykkt með tveimur samhljóða atkvæðum. Ómar Stefánsson, Rannveig Ásgeirsdóttir og Gunnar Ingi Birgisson óskuðu fært til bókar að þau styddu ekki tillögu um að vísa málinu til bæjarstjórnar.
Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Undirrituð bendir á að nú sem fyrr eigi bæjarstjórn að taka afstöðu til fundargerða nefnda.
Guðríður Arnardóttir"

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ég vek athygli á að um 5 mál er að ræða sem öll hafa fengið kynningu í sveitarfélaginu og íbúar ekki gert athugasemd varðandi og samþykkt samhljóða í skipulagsnefnd. Einungis geðþótta ákvörðun oddvita Samfylkingarinnar er að tefja afgreiðslu þessara mála.
Ómar Stefánsson"

0801003 - Skotfélag Kópavogs, ósk um æfingasvæði
Guðríður Arnardóttir lagði til að afgreiðslu yrði vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Var það samþykkt með tveimur samhljóða atkvæðum. Ómar Stefánsson, Rannveig Ásgeirsdóttir og Gunnar Ingi Birgisson óskuðu fært til bókar að þau styddu ekki tillögu um að vísa málinu til bæjarstjórnar.
Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Undirrituð bendir á að nú sem fyrr eigi bæjarstjórn að taka afstöðu til fundargerða nefnda.
Guðríður Arnardóttir"

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ég vek athygli á að um 5 mál er að ræða sem öll hafa fengið kynningu í sveitarfélaginu og íbúar ekki gert athugasemd varðandi og samþykkt samhljóða í skipulagsnefnd. Einungis geðþótta ákvörðun oddvita Samfylkingarinnar er að tefja afgreiðslu þessara mála.
Ómar Stefánsson"

1011193 - Kópavogstún - Kópavogsgerði. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

2.1205005 - Bæjarstjórn - 1058. fundur frá 8. maí 2012

1006175 - Víghólastígur 24, umsókn um byggingarleyfi.
Guðríður Arnardóttir lagði til að afgreiðslu yrði vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Var það samþykkt með tveimur samhljóða atkvæðum, sbr. lið 7 í fundargerð bæjarráðs 3/5.
Forseti óskaði eftir heimild fundarins til að veita Birgi Sigurðssyni skipulagsstjóra orðið og var það samþykkt einróma. Birgir Sigurðsson tók til máls og fór yfir þau sex mál sem þurfa staðfestingu bæjarstjórnar, þessi liður og næstu fimm liðir í fundargerð bæjarstjórnar. Til máls tók Ólafur Þór Gunnarsson um lið 15 (1011193) hér að neðan, Hjálmar Hjálmarsson um sama lið, Margrét Björnsdóttir um sama lið, Hjálmar Hjálmarsson um sama lið, Margrét Björnsdóttir til að svara spurningu Hjálmars, Ólafur Þór Gunnarsson um lið 15 hér að neðan, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um lið 15, Guðríður Arnardóttir um lið 15 og lagði fram svohljóðandi bókun:
"Nú hefur verið skipaður starfshópur sem hefur það hlutverk að fjalla um skipulag, umhverfi og nýtingu Kópavogstúns og bygginga á svæðinu. Tillögur frá hópnum liggja ekki fyrir og er því ótímabært að reka í gegn breytingar á skipulagi á svæðinu.
Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson, Pétur Ólafsson og Ólafur Þór Gunnarsson."
Þá tók Ómar Stefánsson til máls um lið 15, og óskaði eftir nafnakalli um þann lið. Þá tók til máls Guðríður Arnardóttir til að bregðast við ræðu Ómars, Ómar Stefánsson til að bera af sér sakir, Pétur Ólafsson til að tala um tillöguna um nafnakall, Ómar Stefánsson til að ræða um tillöguna um nafnakall og draga hana til baka, Pétur Ólafsson til að bera af sér sakir, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, til að ræða lið 15.

Til atkvæða var borin umsókn um byggingarleyfi að Víghólastíg 24 (1006175). Bæjarstjórn staðfesti það með tíu atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi var fjarverandi.

1201090 - Þorrasalir 37, breytt deiliskipulag.
Guðríður Arnardóttir lagði til að afgreiðslu yrði vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Var það samþykkt með tveimur samhljóða atkvæðum, sbr. lið 8 í fundargerð bæjarráðs 3/5. Bæjarstjórn staðfesti breytt deiliskipulag með tíu atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi var fjarverandi.

1202235 - Austurkór 7-13. Breytt deiliskipulag.
Guðríður Arnardóttir lagði til að afgreiðslu yrði vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Var það samþykkt með tveimur samhljóða atkvæðum, sbr. lið 9 í fundargerð bæjarráðs 3/5. Bæjarstjórn samþykkti breytt deiliskipulag með níu atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá og einn bæjarfulltrúi var fjarverandi.

1204081 - Kópavogsbrún 1, breytt deiliskipulag
Guðríður Arnardóttir lagði til að afgreiðslu yrði vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Var það samþykkt með tveimur samhljóða atkvæðum, sbr. lið 10 í fundargerð bæjarráðs 3/5. Bæjarstjórn samþykkti breytt deiliskipulag með tíu atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi var fjarverandi.

0801003 - Skotfélag Kópavogs, ósk um æfingasvæði
Guðríður Arnardóttir lagði til að afgreiðslu yrði vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Var það samþykkt með tveimur samhljóða atkvæðum, sbr. lið 11 í fundargerð bæjarráðs 3/5. Bæjarstjórn staðfesti synjun skipulagsnefndar með ellefu atkvæðum.

1011193 - Kópavogstún - Kópavogsgerði. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar, sbr. lið 12 í fundargerð bæjarráðs 3/5. Ólafur Þór Gunnarsson óskaði eftir því að þessari tillögu yrði frestað. Sú tillaga var borin upp til atkvæða. Fimm bæjarfulltrúar sögðu já, sex bæjarfulltrúar sögðu nei. Tillagan var felld. Bæjarstjórn samþykkti að auglýsa breytingu á skipulagi með sex atkvæðum. Fimm bæjarfulltrúar voru á móti.

3.1205196 - Íbúðir í atvinnuhúsnæði

Lagt fram yfirlit SHS um óleyfisíbúðir í Kópavogi. Bjarni Kjartansson sviðsstjóri hjá Slökkviliði höbuðborgarsvæðisins mætti á fundinn.

Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd óskar eftir því að skipulagsstjóri, byggingarfulltrúi og fulltrúi frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hlutist til um að framlagt yfirlit SHS frá árinu 2008 verði endurmetið fyrir næsta fund nefndarinnar.

4.1112145 - Arakór 9, breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi lóðarhafa Arakórs 9 dags. 8. desember 2011 þar sem óskað er eftir að bílgeymsla í fyrirhuguðu húsi verði í norðaustur hluta hússins sbr. uppdrætti ABS teiknistofu í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 11. nóvember 2011. Skipulagsnefnd samþykkti 17. janúar 2012, með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Arakórs 6, 7, 8, Auðnukór 10 og Álmakór 17, 19 og 23. Kynningartíma lauk 16. apríl 2012. Athugasemdir bárust frá Anný Berglindi Thorstensen og Halldóri Ásgrími Elvarssyni lóðarhöfum Arakórs 8 sbr. bréf dags. 14. apríl 2012. Tillagan var lögð fram að nýju á fundi skipulagsnefndar 26. apríl 2012 ásamt framkomnum athugasemdum og ábendingum. Var afgreiðslu frestað og óskað eftir umsögn Skipulags- og byggingardeildar.

Lögð fram tillaga ABS teiknistofu að breyttri útfærslu fyrirhugaðs einbýlishúss þar sem komið er til móts við framkomnar athugasemdir og ábendingar.
Enn fremur lögð fram umsögn Skipulags- og byggingardeildar dags. 16. maí 2012.

Samþykkt með tilvísan í nýja tillögu ABS teiknistofu og ofangreinda umsögn Skipulags- og byggingardeildar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

5.1204082 - Hólmaþing 16, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 26. apríl 2012 var lagt fram erindi Ómars Hafliðasonar og Elísabetu B. Ólafsdóttur, Hólmaþingi 16 dags. 15. mars 2012 og varðar staðsetningu hestagerðis á lóðinni. Meðfylgjandi ljósmyndir og loftmynd. Var afgreiðslu frestað.

Lagt fram að nýju ásamt tillögu skipulagsstjóra að breyttum austurmörkum lóðarinnar.

Skipulagsnefnd samþykkir tillögu skipulagsstjóra að afmörkun lóðarinnar nr. 16 við Hólmaþing til austurs. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

6.1204083 - Kleifakór 1, framkvæmdir án leyfis.

Á fundi skipulagsnefndar 26. apríl 2012 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 10. apríl 2012 varðandi stöðvun framkvæmda á lóðinni Kleifakór 1. Erindinu fylgir uppdráttur ásamt ljósmyndum. Enn fremur lagt fram erindi byggingarfulltrúa til lóðarhafa að Keifakór 1, dags. 11. apríl varðandi framkvæmdir án leyfi á lóðinni. Þá lagt fram erindi lóðarhafa að Kleifakór 1 ódags. þar sem fram kemur ósk um að gerð verði skipulagsbreyting á umræddri lóð vegna kaldra geymsla á lóð og leyfi fyrir frágangi á lóð. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu málsins.

Lagt fram að nýju.

Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

 

7.1107107 - Laxalind 15, framkvæmdir á lóð.

Lagt fram erindi lóðarhafa Laxalindar 8, 10, 17 og 19 dags. 4. maí 2012 ásamt ljósmyndum. Í erindinu er óskað er eftir upplýsingum um hvort framkvæmdir á lóðinni nr. 15 við Laxalind séu í samræmi við teikningar og hvort þær hafi verið samþykktar af þar til bærum aðilum.
Þá lagt fram erindi byggingarfulltrúa til lóðarhafa Laxalindar 15 dags. 7. maí 2012: "Varðar framkvæmdir á leyfir á lóðinni að Laxalinnd 15 í Kópavogi." Enn fremur lögð fram greinargerð lögmanns Umhverfissviðs: "Greinargerð um viðurlög við óleyfisbyggingum", dags. 31. janúar 2012.

Vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Framkvæmdir hafa þegar verið stöðvaðar. 

8.1102314 - Holtsgöng. Nýr Landspítali. Lýsing. Breyting á aðalskipulagi.

Lagt fram erindi Skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar dags. 23. apríl 2012 og varðar "Uppbyggingu við Landspítala-Háskólasjúkarahús. Holtsgöng, breyting á gatnaskipulagi". Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur ásamt umhverfismati. Kynning sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin er þríþætt: a) að fella út áform um stofnbraut (Holtsgöng)sem ætlað var að tengja Sæbraut og Hringbraut, b) auka byggingarmagn á svæði Landspítala-Háskólasjúkarahúss við hringbraut, til samræmis við tillögu að deiliskipulagi, og c) að breyta legu stofn- og tengistíga á svæðinu milli gömlu og nýju Hringbrautar.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við framlagða lýsingu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

9.1204268 - Hlíðarvegur 14, umsókn um byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúar:
Lögð fram tillaga Helga Þórs Snæbjörnssonar, byggingarfræðings f.h. lóðarhafa dags. 15. mars 2012 þar sem óskað er heimildar til að byggja 29,1 m2 við bílskúr á lóðinni sbr. uppdrætti í mkv. 1:500 og 1:100.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Hlíðarvegi 13, 14, 16 og Reynihvammi 1.

10.1203310 - Digranesvegur 1. Óskað eftir viðræðum við Kópavogsbæ um lausnir á bílastæðavanda

Lagt fram erindi Guðna Dags Kristinssonar fh. eiganda áð húseigninni Digranesvegi 1 dags. 20. mars 2012 og varðar bílastæðamál við húsið. Enn fremur greint frá fundi sem haldinn var 26. apríl 2012 á Umhverfissviði með forsvarsmönnum fyrirtækja á Digranesvegi 1 þar sem fram kom þörf á að yfirfara og endurskipuleggja bílastæða mál í miðbænum.

Skipulagsnefnd felur skipulagstjóra að skoða hugsanlegar lausnir og leggja fram fyrir næsta fund.

11.1205201 - Kársnesbraut 114 - Umgengni á lóð

Lagt fram erindi Rannveigar Tryggvadóttur,eiganda hluta húseignarinnar að Kársnesbraut 114 dags. 5. maí 2012 varðandi umgengni og notkunar á sameigninlegri lóð. Erindinu fylgja myndir.

Vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa og Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis.

12.1205200 - Vatnsendablettur 4, Fagrabrekka - Ný íbúðarlóð

Lagt fram erindi Auðbjargar Bergsveinsdóttur og Jóns B. Þorbjörnssonar, Fögrubrekku, Vatnsendabletti 4 dags. 8. maí 2012 varðandi heimild skipulagsnefndar til að breyta deiliskipulagi lóðarinnar. Í breytingunni fellst að gerð er ný íbúðarlóð austan við núverandi byggingu fyrir einbýlishús á stað þar sem ráðgerður er bílskúr skv. gildandi deiliskipulagi frá 14. júlí 2005.

Frestað.

13.1205197 - Öldusalir 3-5, Stígur

Lögð fram tillaga Skipulags- og byggingardeildar dags. í maí 2012 þar sem lagt er til að fella út úr deiliskipulagi stíg milli Öldusala 3 og 5.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Öldursali og Örvasali.

14.1205195 - Þorrasalir 29, einbýli á einni hæð.

Lögð fram tillaga ES teiknistofu f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi við Þorrasali 29 sbr. uppdrátt í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 16. apríl 2012. Í tillögunni fellst að gert er ráð fyrir einbýlishúsi á einni hæð í stað þess að á lóðinni rísi einbýli á tveimur hæðum.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Þorrasala 27, 31, Þrúðsala 10, 12 og 14.

15.1205205 - Heimalind 24 - Viðbygging

Lagt fram erindi Kristins Ragnarssonar, arkitekts dags. 10. maí 2012 f.h. lóðarhafa að viðbyggingu við Heimalind 24. Í breytingunni fellst heimild til að byggja glerskála með kjallara um 33 m2 að grunnfleti við suðausturhluta hússins. Nýtingarhlutfall lóðarinnar breytist úr 0,34 í 0,42. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. í maí 2012.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Heimalindar 7, 9, 11, 18, 20, 22, 26 og 28.

16.1008087 - Nýbyggingarsvæði í Kópavogi, endurskoðun deiliskipulags. Vatnsendahlíð.

Skipulagsnefnd felur Skipulags- og byggingardeild að hefja endurskoðun deiliskipulags í Vatnsendahlíð.

Samþykkt.

17.1205198 - Skipulagsgjald

Lögð fram skipulagslög nr. 123/2010. Í 2. mgr. 17. gr. er fjallað um skipulagsgjald.

Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn skipulagsstjóra og fjármálastjóra fyrir næsta fund.

18.1011238 - Erindisbréf skipulagsnefndar.

Lagt fram erindisbréf skipulagsnefndar samþykkt í bæjarráði 12. janúar 2012.

Skipulagsnefnd óskar eftir tillögu skipulagsstjóra og lögmanns umhverfissviðs sem miði að því að auka hagræðingu, skilvirkni og hraðari málsmeðferð í skipulagsmálum innan stjórnsýslu bæjarins.

Fundi slitið - kl. 18:45.