Skipulagsnefnd

1270. fundur 14. desember 2015 kl. 16:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Anna María Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Sigríður Kristjánsdóttir aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður umhverfissviðs
  • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Þóra Jóhannesdóttir Kjarval starfsmaður nefndar
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval arkitekt
Dagskrá

1.1511024 - Bæjarráð - 2799. Fundur haldinn 3. desember 2015.

15082227 - Austurkór 42 og 44. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lagt fram að nýju erindi Byggvír ehf., f.h. lóðarhafa, dags. 17.8.2015 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Austurkórs 42 og 44. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu dags. 27.11.2015 með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1511074 - Álalind 1-3. Byggingaráform og breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lögð fram að nýju tillaga ASK arkitekta f.h. lóðarhafa að byggingaráformum fyrir Álalind 1-3. Lóðarhafi óskaði jafnframt eftir breytingu á samþykktu deiliskipulagi. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1510547 - Álalind 2. Byggingaráform og breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lögð fram að nýju tillaga KRADS arkitekta f.h. lóðarhafa að byggingaráformum fyrir Álalind 2. Lóðarhafi óskaði jafnframt eftir breytingu á samþykktu deiliskipulagi. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1511076 - Álalind 4, 6 og 8. Byggingaráform og breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lagt fram erindi Zeppelin arkitekta f.h. lóðarhafa að byggingaráformumum fyrir Álalind 4, 6 og 8 dags. 27.11.2015. Lóðarhafi óskaði jafnframt eftir breytingu á samþykktu deiliskipulagi. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1511077 - Álalind 10. Byggingaráform og breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lögð fram tillaga KRark dags. 25.11.2015 f.h. lóðarhafa að byggingaráformum fyrir Álalind 10. Lóðarhafi óskaði jafnframt eftir breytingu á samþykktu deiliskipulagi. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1508150 - Álalind 14. Byggingaráform og breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lögð fram að nýju tillaga Tvíhorf arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 17.8.2015 að byggingaráformum fyrir Álalind 14. Lóðarhafi óskaði jafnframt eftir breytingu á samþykktu deiliskipulagi. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
1511749 - Álalind 16. Byggingaráform og breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lögð fram tillaga KRark dags. 5.11.2015 f.h. lóðarhafa að byggingaráformum fyrir Álalind 16. Uppdrættir í mkv. 1:300 og 1:200 ásamt skýringarmyndum. Lóðarhafi óskaði jafnframt eftir breytingu á samþykktu deiliskipulagi. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1511688 - Bæjarlind 5. Breytt deiliskipulag
Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lagt fram erindi lóðarhafa mótt. 24.11.2015 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Bæjarlindar 5. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

15062180 - Bæjarlind 7-9. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lögð fram tillaga Atelier arkitekta dags. 23.11.2015, f.h. lóðarhafa, að breyttu deiliskipulagi Bæjarlindar 7-9. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1511789 - Glaðheimar - austurhluti. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi Glaðheima - austurhluta dags. 27.11.2015. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1509372 - Hafnarbraut 9, 13-15 og Bakkabraut 10.
Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lögð fram tillaga Teiknistofunnar Tröð fh. lóðarhafa, dags. 25.9.2015, að breyttu deiliskipulagi Hafnarbrautar 9 og 13-15 og Bakkabrautar 10. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

15082892 - Skógarlind 2. Sjálfsafgreiðslustöð / fjölorkustöð.
Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lagt fram erindi VA Arkitekta dags. 18.11.2015 f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að koma fyrir sjálfsafgreiðslustöð við suðurenda byggingar. Skipulagsnefnd hafnaði erindinu og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1510008 - Þorrasalir 31. Breytt deiliskipulag
Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga lóðarhafa dags. 1.10.2015 að breyttu deiliskipulagi Þorrasala 31. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

2.1509325 - Birkihvammur 21. Grenndarkynning.

Frá byggingarfulltrúa:
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Vífils Magnússonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 1.9.2015. Óskað er eftir leyfi til að byggja 45 m2 bílskúr á norðausturhluta lóðarinnar við Birkihvamm 21. Hæð bílskúrs verður 3,2 metrar sbr. uppdráttum dags. 1.9. 2015. Á fundi skipulagsnefndar 14.9.2015 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Birkihvamms 22; Eskihvamms 2 og 2a; Reynihvamms 24; Víðihvamms 23. Að auki verði leitað álits lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu með tilliti til umferðaröryggis. Kynningu lauk 7.12.2015. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Lagt fram ásamt umsögn frá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu dags. 27.11.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar

3.1510036 - Lyngbrekka 18. Grenndarkynning.

Frá byggingarfulltrúa:
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Ártúns ehf, f.h. lóðarhafa dags. 28.9.2015. Í erindi er óskað eftir að setja handrið úr gleri ofan á bílskúrsþak og timburpall ásamt tröppum sunnan- og vestanmegin við bílskúrinn sbr. uppdráttum dags. 28.9.2015. Á fundi skipulagsnefndar 5.10.2015 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Lyngbrekku 15, 16 og 20; Álfhólsvegar 77, 79a, 79b, 79c og 79d. Kynningu lauk 14.12.2015. Athugasemd barst frá Vilborgu Guðmundsdóttur og Gísla Óskarssyni, Lyngbrekku 16, dags. 9.12.2015.
Frestað. Vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

4.1510546 - Breiðahvarf 15. Breytt deiliskipulag.

Frá bæjarráði:
Lagt fram erindi lóðarhafa Breiðahvarfs 15 dags. 22.11.2015 þar sem óskað er eftir að breyta deiliskipulagi Breiðahvarfs 15. Í breytingunni felst að breyta hesthúsi í gistirými.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Breiðahvarfs 4, 4a, 6, 13 og 17.

5.1512150 - Hlíðarendi 19. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Sveins Ívarssonar, arkitekts, f.h. lóðarahafa dags. 26.8.2015 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Hlíðarenda 19. Í breytingunni felst að byggingarreitur og lóð stækka um 4 metra til suðurs sbr. uppdráttum dags. 26.8.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hlíðarenda 17, 18, 20 og 22.

6.1511136 - Glaðheimar - austurhluti. Hönnun bæjarlands.

Fyrstu drög að hönnun bæjarlandsins í Glaðheimum - austurhluta kynnt.
Kynnt.

7.1512432 - Smiðjuvegur 48. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn frá ES Teiknistofu dags. 24.11.2015 f.h. lóðarhafa þar sem sótt er um stækkun iðnaðarhússins að Smiðjuvegi 48. Bil 01-0101 stækkar um 10 metra í austur sem er 6,5 metrar út fyrir núverandi lóðamörk. Viðbygging verður á tveimur hæðum og heildarbyggingarmagn 183,5 m2. Auk þess stækkar lóð til austurs vegna aðkeyrslu neðri hæðar sbr. uppdrætti dags. 24.11.2015.
Skipulagsnefnd hafnaði framlagðri hugmynd og vísar í fyrri bókun vegna Smiðjuhverfis frá fundi skipulagsnefndar 4.5.2015.

8.1410207 - Askalind 1. Breytt deiliskipulag

Lagt fram að nýju erindi Jóns Hrafns Hlöðverssonar, byggingafræðings, f.h. lóðarhafa dags. 14.10.2014 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Askalindar 1. Tillagan var grenndarkynnt og athugasemdir bárust við kynnta tillögu. Á fundi skipulagsnefndar 15.12.2014 var málinu frestað og vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

Lögð fram breytt tillaga dags. 24.11.2015 þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir sem bárust við fyrri tillögu með því að lækka viðbyggingu um eina hæð.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Akralindar 2a og 3; Askalindar 2 og 4; Fitjalindar 14, 16 og 18; Fjallalindar 20 og 22; Fjallalindar 52 og 54.

9.1509910 - Brekkuhvarf 20. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga ES Teiknistofu f.h. lóðarhafa dags. 28.9.2015 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Brekkuhvarfs 20. Í breytingunni felst að lóðinni verður skipt í tvær lóðir, Brekkuhvarf 20 og 20a. Nýja lóðin, Brekkuhvarf 20a, verður 937,7 m2 að stærð. Á lóðinni verður byggingarreitur fyrir einbýlishús á einni til tveimur hæðum með hámarksnýtingarhlutfall 0,3. Heildarbyggingarmagn yrði um 280 m2, hámarkshæð suðvesturhliðar (að götu) verður 5 m en hámarkshæð norðausturhliðar (bakhlið) verður 8 m. Nýbygging rúmast að öllu leyti innan núverandi byggingarreits Brekkuhvarfs 20 sbr. uppdrætti dags. 28.9.2015.

Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 14.1.2015.
Frestað. Vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

10.1409123 - Kársnesbraut 7 (Ásbraut 1-1a). Kynning á byggingarleyfi.

Lagðar fram tillögur THG arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 26.11.2015 að uppbyggingu að Kársnesbraut 7. Settar eru fram þrjár tillögur með 1-2 húsum á lóðinni, allar tillögur gera ráð fyrir 6 íbúðum á lóð. Tillögur gera ráð fyrir nýtingarhlutfalli upp á 0,38 - 0,46 sbr. uppdráttum dags. 26.11.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti að boðað verði til samráðsfundar með íbúum í næsta nágrenni Kársnesbrautar 7.

11.1411143 - Auðbrekka þróunarsvæði

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingardeildar Kópavogs að deiliskipulagi fyrir hluta þróunarsvæðis Auðbrekku, svæði 1, 2 og 3. Tillaga er sett fram í skipulagsskilmálum og á deiliskipulagsuppdrætti ásamt greinargerð dags. 10. ágúst 2015 í mkv. 1:1000. Á fundi skipulagsnefndar 5.10.2015 var samþykkt með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Tillagan var auglýst í Fréttablaðinu 22.10.2015 og í Lögbirtingarblaðinu 23.10.2015. Tillagan var send Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirlti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis, Umhverffisstofnun, Isavia ohf. og Orkuveitu Reykjavíkur til umsagnar. Kynningu lauk 7.12.2015. Athugasemd barst frá Vegagerðinni, dags. 13.11.2015; frá félagasamtökum Sukyo Mahikari, Nýbýlavegi 6, dags. 7.12.2015; frá Teiti Má Sveinssyni, hdl., f.h. lóðarhafa Auðbrekku 7, dags. 7.12.2015.

Þá lögð fram umsögn Isavia, dags. 9.12.2015.
Frestað. Vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

12.1512135 - Aðalskipulag Garðabæjar 2004-2016. Breyting á aðalskipulagi. Heiðmörk í Garðabæ og Sandahlíð.

Frá Garðabæ:
Tillaga að deiliskipulagi og breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2004-2016, forkynning. Breytingin nær til Heiðmerkur í Garðabæ og Sandahlíðar. Lagt fram erindi frá Garðabæ dags. 3.12.2015 ásamt aðalskipulagsuppdrætti, deiliskipulagsuppdrætti, skýringaruppdrætti og umhverfisskýrslu. Óskað eftir umsögn fyrir 15.1.2016.
Skipulagsnefnd Kópavogs bendir á mikilvægi þess að unnin verði tillaga að heildarskipulagi Heiðmerkur bæði í lögsögu Reykjavíkur og Garðabæjar. Nefndin telur jafnframt mikilvægt að sveitarfélög sem eiga lögsögu að Heiðmörk komi að þeirri vinnu.

13.15083425 - Fundargerðir skipulagsnefndar

Á fundi skipulagsnefndar 24.8.2015 var eftirfarandi bókað:
Sverrir Óskarsson óskar eftir að starfsmenn skipulags- og byggingardeildar athugi hvort hægt sé að gera gögn sem lögð eru fyrir skipulagsnefnd Kópavogs aðgengileg almenningi á heimasíðu bæjarins.

Skipulagsnefnd leggur til að unnið verði áfram að málinu og endanleg útfærsla lögð fyrir nefndina.
Vísað til úrvinnslu stjórnsýslusviðs.

14.1512396 - Kópavogur um langa framtíð.

Fundi slitið.