Skipulagsnefnd

1216. fundur 18. september 2012 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Birgir Hlynur Sigurðsson sviðsstjóri
  • Guðmundur Örn Jónsson aðalfulltrúi
  • Vilhjálmur Einarsson aðalfulltrúi
  • Jóhann Ísberg aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Hreggviður Norðdahl varafulltrúi
  • Einar Ingvarsson aðalfulltrúi
  • Þóra Hrönn Ólafsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval
Dagskrá

1.1209009 - Bæjarráð - 2653

1208018F - Skipulagsnefnd, 5. september 1215. fundur

Lagt fram.

2.1205200 - Vatnsendablettur 4, Fagrabrekka - Ný íbúðarlóð

Lagt er fram að nýju erindi Auðbjargar Bergsveinsdóttur og Jóns B. Þorbjörnssonar, Fögrubrekku, Vatnsendabletti 4 dags. 8. maí 2012 varðandi heimild skipulagsnefndar til að breyta deiliskipulagi lóðarinnar. Í breytingunni felst að gerð er ný íbúðarlóð austan við núverandi byggingu fyrir einbýlishús á stað þar sem ráðgerður er bílskúr skv. gildandi deiliskipulagi frá 14. júlí 2005. Málinu var frestað á fundi skipulagsnefndar 16.5.2012. Á fundi skipulagsnefndar 19.6.2012 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Kynningartíma lauk 4. september 2012. Athugasemd barst frá Teiti Guðmundssyni og Lilju Þórey Guðmundsdóttur, Fróðaþingi 31; Tryggva Leóssyni og Arnþrúði Soffíu Ólafsdóttur, Fróðaþingi 48; Einari Guðjónssyni og Iðu Brá Benediktsdóttur, Fróðaþingi 46.

Lagt fram að nýju ásamt framkomnum athugasemdum og umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 7. september 2012.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu ásamt ofangreindri umsögn að því gefnu að aðkoma sé tryggð og frárennslismál séu í lagi. Vísað til bæjarstjórnar og bæjarráðs til staðfestingar.

3.1204242 - Engjaþing 1, 3 og 5. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga Árna Friðrikssonar dags. 20.4.2012 um breytingu á deiliskipulagi á lóðununum 1-5 við Engjaþing. Lagt er til að fella út fjórbýlishúsið á lóð nr. 5; á lóðunum 1-3 er gerð tillaga að tveimur fjölbýlishúsum með 15 íbúðum á lóð 1 og 12 íbúðum á lóð 3. Uppdrættir í mkv. 1:1000 dags. 19.4.2012. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Kynningu lauk 4. september 2012. Athugasemd barst frá frá Valbirni Höskuldssyni, Frostaþingi 2, dags. 8. ágúst 2012.

Lagt fram að nýju ásamt framkomnum athugasemdum og umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 18. september 2012.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu ásamt ofangreindri umsögn. Vísað til bæjarstjórnar og bæjarráðs til staðfestingar.

4.1208332 - Þríhnúkagígur - aðgengi, aðkoma og þjónustubygging.

Lagt fram að nýju erindi Skipulagsstofnunar dags. 3. ágúst 2012 og skýrslu um mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðra framkvæmda við Þríhnúkagíg - aðgengi, aðkomu og þjónustubyggingu.
Á fundi nefndarinnar 21. ágúst 2012 var málinu frestað og skipulagsstjóra falið að óska eftir lengri fresti til athugasemda. lagt fram erindi Skipulagsstofnunar dags. 27. ágúst 2012 þar sem fram kemur að umbeðinn frestur sé veittur til loka september 2012.

Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingardeildar dags. 18. september 2012 varðandi skýrslu um mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðra framkvæmda við Þríhnúkagíg - aðgengi, aðkomu og þjónustubyggingu.

Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

5.1008137 - Heiðmörk, Reykjavík. Deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Reykjavíkurborgar dags. 31. júlí 2012 varðandi nýtt deiliskipulag í Heiðmörk. Á fundi skipulagsráðs Reykjavíkur 11. júlí 2012 var lagt fram erindi Landmótunar að deiliskipulagi fyrir Heiðmörk ásamt fylgigögnum. Skipulagsráð samþykkti að auglýsa tillöguna til athugasemda og ábendinga.

Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingardeildar dags. 18. september 2012 varðandi framlagt deiliskipulag.

Samþykkt. Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að fylgja eftir fyrri athugasemdum og ábendingum skipulagsnefndar við kynnta tillögu að deiliskipulagi Heiðmerkur.

6.1208124 - Austurkór 79 - breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi Pálmars Kristmundssonar, arkitekts, fyrir hönd lóðarhafa, dags. 30.7. 2012 þar sem óskað er eftir breytingu á áður samþykktu deiliskipulagi. Í breytingunni felst lóðarstækkun og að á lóðinni verði byggt fjölbýlishús á 2 hæðum með 18 íbúðum í stað fjölbýlishúss á 2 og 3 hæðum auk kjallara með 12 íbúðum. Lóð og byggingareitur stækka, hámarksbyggingarmagn minnkar og nýtingarhlutfall lækkar.
Frestað. Skipulags- og byggingasviði falið að fá fleiri útfærslur á skipulagi lóðarinnar.

Lagt fram að nýju ásamt nýrri útfærslu fyrirhugaðs fjölbýlishúss á lóðinni, dags. 14. september 2012 þar sem gert er ráð fyrir 16 íbúðum (fækkað um 2 frá fyrri tillögu), húsið er stallað í hæð og stytt og fært til á lóð.

Skipulagsnefnd samþykkir í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Austurkór 2, 4, 24, 75, 77, 81, 83 og 85.

Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri Grænna benda á að tillagan rífur tengsl á milli opinna svæða og skerðir þar með gildi leiksvæðisins og sitja hjá við afgreiðslu málsins.

7.1111541 - Kópavogsbraut 98, umsókn um byggingarleyfi.

Lóðarhafar Kópavogsbrautar 96 óska eftir frekari rökstuðningi frá skipulagsdeild vegna umsagnar dags. 19. júlí 2012.

Lagt fram að nýju ásamt ítarlegri rökstuðningi dags. 18. september 2012.

Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

8.1208050 - Álfatún 16, umsókn um byggingaleyfi

Lagt fram erindi Sigurðar Hafsteinssonar, byggingatæknifræðings, f.h. lóðarhafa um að bæta við íbúð á 1. hæð hússins þar sem áður var frístundarými og geymsla. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 8.6.2012. Þá lagt fram samþykki húseigenda að Álfatúni 14 og Álfatúni 18 dags. 10.9.2012.

Skipulagsnefnd samþykkir með vísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Álfatúns 14, 15, 17 og 18.

9.1209186 - Markavegur - fyrirspurn

Lagt fram erindi Gunnars M. Zóphaníssonar varðandi skipulag hesthúsalóða við Markaveg dags. 16.ágúst 2012. Spurt er hvort hægt sé að koma bílastæðum fyrir norðan við húsið; Hvort hægt sé að snúa bílastæðum langsum; Er hægt að lengja lóð 4m til vesturs til að vega upp landmissi vegna vatnslagnar og rafmagnskassa.

Frestað. Vísað til skipulags- og byggingardeildar.

10.1201100 - Hundaleikvöllur í Kópavogi

Lagðar fram að nýju hugmyndir um hundaleikvöll í Kópavogi sem kynnt var í skipulagsnefnd 17. janúar 2012.

Skipulagsnefnd felur skipulags- og byggingardeild að kannað verði hvort og þá hvernig væri hægt að starfrækja í tilraunaskyni hundaleikvöll á hluta skeiðvallarins við Glaðheima þegar athafnasvæði hestamannafélagsins Gusts hefur verið aflagt á svæðinu.

11.1203144 - Dalvegur - hringtorg, breytt deiliskipulag

Lögð fram drög að útfærslu deiliskipulags á Dalvegi þar sem gert er ráð fyrir tveimur nýjum hringtorgum annars vegar á móts við við Dalveg 14 og 16 og hins vegar Dalveg 18 og 26.

Lagt fram bréf skipulagsstjóra til Skipulagsstofnunar dags. 18. september 2012 með fyrirspurn um matsskyldu fyrirhugaðrar breytingar sbr. lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.b.

Lagt fram og kynnt. Skipulags- og byggingardeild falið að vinna málið áfram.

12.1103073 - Kársneshöfn. Athafnasvæði. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga
Skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi athafnasvæðsins við Vesturvör. Tillagan, sem er breyting á deiliskipulagi, Kársnes - hafnarsvæði, Vesturvör 32-38, samþykkt í bæjarráði 25. ágúst 2011 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 5. október 2011, nær til lóðarinnar við Vesturvör 38 og bæjarlandsins norðan og vestan umræddrar lóðar.

Í tillögunni er gert ráð fyrir að skipta upp lóðinni að Vesturvör 38 í tvær lóðir ca. 5.000 m2 að flatarmáli hvor fyrir sig og breyta núverandi byggingarreit þannig að gerðir verði tveir byggingarreitir 32 x 65 metrar að stærð. Mænishæð þeirra lækkar úr 12 í 10 metra og vegghæð verður 8 metrar í stað 10 metra. Heildarbyggingarmagn hvers byggingarreits er áætlað 3.000 m2 að stærð og hámarks grunnflötur er áætlaður 2.000 m2.

Á bæjarlandi vestan við hús nr. 32 til 38 við Vesturvör, sem er skilgreint í aðalskipulagi sem hafnsækið svæði, er gert ráð fyrir að stofnaðar verði þrjár nýjar athafnalóðir með möguleika á allt að 6 nýjum húsum.

Ný lóð að Vesturvör 40 er áætluð 11.700 m2 að flatarmáli og rúmar byggingarreit fyrir athafnahús með mænishæð allt að 13.5 metrar á þremur hæðum með 11.5 metra vegghæð. Hámarks flatarmál þess er 6000 m2 og grunnflötur 4500 m2.

Ný lóð að Vesturvör 42 til 48 er áætluð um 11.700 m2 að stærð og byggingarreitir hennar rúmar 2 til 4 byggingarreiti sem eru allt að 12 metrar að hæð á þremur hæðum með 10 metra vegghæð. Gert er ráð fyrir 2-4 innri byggingarreitum með mænisstefnur í austur - vestur. Samanlagt byggingarmagn á lóðinni er áætlað er 6000 m2 og hámarksgrunnflötur allra innri byggingarreita er 4000 m2.

Ný lóð að Vesturvör 50 er áætluð um 2000 m2 að flatarmáli og byggingarreitur hennar rúmar hús sem er með hámarks mænishæð 9 metrar. Fjöldi hæða 1-2. Vegghæð er óbundin og ekki er gerð krafa um mænisstefnu en mælst er til þess að þak sé flatt. Hámarks flatarmál fyrirhugaðs húss er áætlað um 1500 m2 og grunnflötur 1000 m2.

Á bæjarlandi sunna lóðarinnar nr. 40 er gert ráð fyrir aðstöðu til að sjósetja báta og viðlegukannt. Reiknað er með stálþili á um 50 m kafla og verður hæð á landi og útfærslu hafnarmannvirkis og varnargarðs ákveðin í samvinnu við Siglingastofnun. Kvöð er gerð um umferðarrétt með báta frá lóðamörkum Vesturvarar 40 að sjósetningarsvæði.

Tillagan sem er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 6. júní 2012 var kynnt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 18. júní með athugasemdafresti til 2. ágúst 2012. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Örnu Harðardóttur f.h. stjórn Betri byggðar á Kársnesi sbr. bréf dags. 2. ágúst 2012.

Lagt fram að nýju ásamt ofangreindum athugasemdum og ábendingu. Enn fremur lögð tillaga að umsögn við framkomnar athugasemdir og ábendingar. Er umsögnin dags. í september 2012.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og ofangreinda umsögn. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Eftirfarandi bókun samþykkt:

 

Vegna krafna og áskorana sem fram koma í niðurlagi athugasemdabréfs Betri Byggðar bókar  skipulagnefndar eftirfarandi:
Engin ástæða er til að fresta afgreiðslu tillögunnar þar sem hún er í samræmi við gildandi aðalskipulag og þau drög sem liggja fyrir að endurskoðuðu aðalskipulagi. Auglýsing tillögunnar og kynning var í samræmi við ákvæði skipulagslaga og því ekki ástæða til að auglýsa hana að nýju. Mat okkar er að ekki sé þörf á sérstakri hagrænni úttekt skipulags fyrir þrjár nýjar lóðir í samræmi við aðalskipulag. Athugasemdir vegna annarra skipulagsmála á Kársnesi eru ekki til umfjöllunar í þessu máli en þær hafa hlotið meðferð í samræmi við ákvæði laga um skipulags- og byggingarmál. Hvað varðar samráð við íbúa mun nefndin hér eftir sem hingað til leita eftir góðu samstarfi við íbúa og hagsmunaaðila. Þá hyggst nefndin nýta sér nýstofnuð hverfisráð til enn frekara samráðs í framtíðinni. Nefndarmenn hafa kynnt sér skipulagsmál á Kársnesi og þau sjónarmið sem fram hafa komið varðandi skipulag á svæðinu síðustu ár.

Guðmundur Örn situr hjá.

13.1209226 - Kópavogstún 10-12. Stjórnsýslukæra vegna breytinga á deiliskipulagi

Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 11. september 2012 og varðar kæru dags. 9. september 2012, þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi Kópavogstúns 10-12 og Kópavogsgerðis sem tók gildi í B-deild Stjórnartíðinda 15. ágúst 2012.

Lagt fram.

14.1011193 - Kópavogstún - Kópavogsgerði. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að breytingu á deiliskipulagi Kópavogstúns og Kópavogsgerðis. Í breytingunni felst að inn og útakstur að bílastæðum við Kópavogsgerði 10-12 er færður frá Kópavogsgerði og verður frá Kópavogstúni. Uppdráttur í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 18. september 2012.

Ennfremur lagt fram erindi Birnu Bjarnadóttur f.h. stjórnar Húsfélagsins Kópavogstúni 6-8 dags. 17. september 2012.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem umrædd breyting hefur að mati nefndarinnar ekki grenndaráhrif.

Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar.

15.1209154 - Almannakór 5. Breyting á deiliskipulagi.

Lagt fram erindi KRark f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi fyrir Almannakór 5. Í breytingunni felst að hluti þaks fer upp úr byggingarreit. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 3. september 2012.

Með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er að mat skipulagsnefndar að umrædd breyting hafi ekki grenndaráhrif og samþykkir því erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

16.911897 - Langabrekka 5, umsókn um byggingarleyfi.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Vilhjálms Þorlákssonar f.h. lóðarhafa þar sem óskað er heimildar skipulagsnefndar til að byggja geymslu og svalir að Löngubrekku 5 sbr. uppdrætti í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 10. febrúar 2012. Á fundi skipulagsnefndar 21. febrúar 2012 var samþykkt með tilvísan í gr. 44. skipulagslaga nr. 123/2012 að kynna erindið fyrir lóðarhöfum Löngubrekku 3, 7 og Álfhólsvegi 59, 61.

Lagt hefur verið inn til byggingarfulltrúa erindi Vilhjálms Þorkelssonar f.h. lóðarhafa samanber bréf dags. 22. mars 2012 þar sem óskað er heimildar að byggja við bílskúr til suðurs að lóðinni Álfhólsvegur 61. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. í mars 2012.

Þá lagt fram erindi lóðarhafa Kristjáns Kristjánssonar dags. 22. mars 2012 þar sem m.a. er óskað eftir að ofangreindar breytingar verði kynntar samtímis svo framalega að skipulagsnefnd heimili kynningu á lengingu á bílskúr lóðarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í gr. 44. skipulagslaga nr. 123/2012 að kynna erindið fyrir lóðarhöfum Löngubrekku 3, 7 og Álfhólsvegi 59, 61. Kynningu lauk 20. júlí 2012. Athugsemd barst frá Jóni Guðmundssyni og Ernu Jónsdóttur, Álfhólsvegi 61 dags. 18. júlí 2012, mótt. 19. júlí 2012.

Lagt fram að nýju ásamt ofangreindum athugasemdum og ábendingu.

Vettvangsferð.

Fundi slitið - kl. 18:30.