Skipulagsnefnd

1199. fundur 14. desember 2011 kl. 16:30 - 18:45 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Guðný Dóra Gestsdóttir formaður
  • Guðmundur Örn Jónsson aðalfulltrúi
  • Vilhjálmur Einarsson aðalfulltrúi
  • Jóhann Ísberg aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson áheyrnarfulltrúi
  • Margrét Björnsdóttir aðalfulltrúi
  • Vífill Björnsson skipulagssvið
  • Sigurjón Ingvason lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Birgir H. Sigurðsson skipulagsstjóri
Dagskrá

1.1111017 - Bæjarstjórn - 1046

22. nóvember 2011.
0804120 - Vatnsendablettur 25a, (nú við Fornahvarf) deiliskipulag.
Lið 5 í fundargerð skipulagsnefndar 15/11 vísað til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með tíu samhljóða atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.



1110151 - Fróðaþing 30, breytt deiliskipulag.
Lið 10 í fundargerð skipulagsnefndar 15/11 vísað til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með tíu samhljóða atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.



1109078 - Fagraþing 12, breytt deiliskipulag
Lið 12 í fundargerð skipulagsnefndar 15/11 vísað til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með tíu samhljóða atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.



1108286 - Vesturvör 12, umsókn um byggingarleyfi.
Lið 13 í fundargerð skipulagsnefndar 15/11 vísað til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með tíu samhljóða atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.



1109119 - Jötunsalir 2, breytt deiliskipulag
Lið 14 í fundargerð skipulagsnefndar 15/11 vísað til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með tíu samhljóða atkvæðum. Tveir bæjarfulltrúar sátu hjá.

1110159 - Austurkór 104 (áður 92), breytt deiliskipulag
Lið 15 í fundargerð skipulagsnefndar 15/11 vísað til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með átta atkvæðum gegn einu. Tveir bæjarfulltrúar sátu hjá.



1106529 - Lindasmári 20, breytt notkun húsnæðis
Skipulagsnefnd samþykkir erindið, sbr. lið 16 í fundargerð skipulagsnefndar 15/11, enda munu lóðarhafar Lindarsmára 20 skuldbinda sig til að gera eitt viðbótarbílastæði innan sinnar lóðar fyrir fyrirhugaða atvinnustarfsemi í húsinu, þannig að þau verði samtals þrjú.Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt að fela byggingarfulltrúa að fylgja eftir að framkvæmdir á lóðum við Lindasmára 2 til 54 sé í samræmi við samþykktar byggingarnefndarteikningar hvað varðar fjölda bílastæða.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með tíu samhljóða atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.



1110418 - Nöfn á hringtorg ofan Reykjanesbrautar
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarstjórnar, sbr. lið 20 í fundargerð skipulagsnefndar 15/11.
Bæjarstjórn vísar tillögunni til bæjarráðs til frekari úrvinnslu. Samþykkt með tíu samhljóða atkvæðum en einn bæjarfulltrúi sat hjá.

2.1111215 - Vesturvör 32b, breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Vektors - hönnunar og ráðgjafar að breyttri aðkomu húss og lóðar að Vesturvör 32B. Í tillögunni er jafnframt gert ráð fyrir að lóð hússins verði að hluta girt af með 2 m hárri girðingu. Uppdrættir í mkv. 1:200 og 1:500 dags. 8. nóvember 2011.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Vesturvarar 30a, 30b, 30c, 32a, 32b, 34 og 36.
Þá lagður fram kynningaruppdráttur með áritun þeirra ofangreindra lóðarhafa sem gera ekki athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir við Vesturvör 32B.

Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

3.1106116 - Þinghólsbraut 76, viðbygging

Frá byggingarfulltrúa.
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Baark - arkitekta að viðbyggingu við Þinghólsbraut 76. Uppdrættir í mkv. 1:100 ásamt skýringarmyndum. Á fundi skipulagsnefndar 14. júní var óskað eftir ítarlegri gögnum í málinu m.a. ljósmyndum af húsinu og næst nágrenni og samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar þ.e. Þinghólsbrautar 78.

Tillagan var grenndarkynnt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Kópavogsbrautar 107, 109 og 111 og Þinghólsbrautar 73, 74, 75, 77 og 78. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

4.912323 - Litlavör 11, umsókn um byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa.
Að lokinni kynningu er lögð fram tillaga Vektors hönnun og ráðgjöf f.h. lóðarhafa að byggingu bílskúrs við Litluvör 11 og gerð svala á suðurhlið hússins. Uppdrætti í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 25. september 2011.
Tillagan var kynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Litluvarar 9 og 13.
Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.

Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

5.1109242 - Gnitaheiði 3, umsókn um byggingarleyfi.

Að lokinni kynningu er lögð fram tillaga Vektors hönnun og ráðgjöf f.h. lóðarhafa að byggingu sólskála við Gnitaheiði 3. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 16. september 2011.
Tillagan var kynnt í samræmi við 43. gr. fyrir lóðarhöfum Gnitaheiðar 1, 4, 5, 6, 8, 8a, 10, 10a, 12, 12a, 14, 14a og Digranesheiði 20 og 22.
Engar ábendingar eða athugsemdir bárust á kynningartíma.

Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

6.1011214 - Nýbýlavegur 28, umsókn um byggingarleyfi. Kynning.

Frá byggingarfulltrúa.
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Óla G. H. Þórðarsonar arkitekts f.h. lóðarhafa að viðbyggingu við 1 hæð hússins að Nýbýlavegi 28 sbr. uppdrætti í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 6. október 2011.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Nýbýlavegi 26 og 30. Engar athugaemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma.

Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

7.1111218 - Nónhæð. Erindi varðandi skipulag

Á fundi bæjarráðs 17. nóvember 2011 var lagt fram erindi KS verktaka hf. dags. 27. nóvember 2011 þar sem óskað er eftir að gengið verði frá aðalskipulagi í Nónhæð þannig að unnt verði að reisa þar íbúðarbyggð. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar til úrvinnslu.

Lagt fram.

Vísað til endurskoðunar aðalskipulags.

8.1111561 - Mánabraut 9, umsókn um byggingarleyfi. Kynning.

Frá byggingarfulltrúa.
Lögð fram tillaga Jóns Ólafs Ólafssonar, arkitekt Batteríinu fh. lóðarhafa að byggingu sólstofu að Mánabraut 9. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 25. nóvember 2011.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna erindið fyrir lóðarhöfum Mánabraut 7, 11 og Sunnubraut 8, 10.

9.1111541 - Kópavogsbraut 98, umsókn um byggingarleyfi. Kynning.

Frá byggingarfulltrúa:
Lögð fram tillaga Hildar Bjarnadóttur, arkitekts fh. lóðarhafa þar sem óskað er heimildar til að byggja góðurhús annað úr gleri og hitt úr plasti að Þinghólsbraut 98. Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:100 dags. 15. nóvember 2011.

Lagt fram og kynnt.

Afgreiðslu frestað.

10.1111285 - Hvannhólmi 4, umsókn um byggingarleyfi. Kynning.

Frá byggingarfulltrúa:
Lögð fram tillaga Einars V. Tryggvasonar, arkitekts fh. lóðarhafa þar sem óskað er heimildar til að byggja sólstofu, stækka kjallara og anddyri að Hvannhólma 4. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 4. nóvember 2011.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna erindið fyrir lóðarhöfum Hvannhólma 2, 6, 8, 10, 12, 14 og Vallhólma 4, 6, 8, 10.

11.1111452 - Huldubraut 15, umsókn um byggingarleyfi. Kynning.

Frá byggingarfulltrúa:
Lögð fram tillaga Jakobs E. Líndal, ALARK - arkitektum fh. lóðarhafa þar sem óskað er heimildar til að rífa 116,7 m2 einbýlishús byggt úr holsteini 1951 og byggja í þess stað tveggja hæða parhús samtals 491 m2 að flatarmáli. Nh. lóðar verður 0,47 í stað 0,11. Uppdættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 1 nóvember 2011.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna erindið fyrir lóðarhöfum Huldubrautar 1-52.

12.1112026 - Hlégerði 11, umsókn um byggingarleyfi. Kynning.

Lögð fram tillaga Þorleifs Eggertssonar, arkitekts fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir heimild til að reisa viðbyggingu við húsið að Hlégerði 11. Uppdrættir í mkv. 1: 500 og 1:100 dags. 11. nóvember 2011.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna erindið fyrir lóðarhöfum Hélgerði 8, 9, 13, Kópavogsbraut 87, 80, 82 og Suðurbraut 1, 3.

13.1006175 - Víghólastígur 24, umsókn um byggingarleyfi. Kynning.

Lögð fram tillaga Hauks Ásgeirssonar, verkfræðings fh. lóðarhafa þar sem fram kemur ósk um viðbyggingu við húsið að Víghólastíg 24. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 18. nóvember 2011.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna erindið fyrir lóðarhöfum Víghólastíg 21, 22 og Digranesheiði 7, 9, 11.

14.1110195 - Flugferlar yfir Kársnesi

Lagt fram að nýju erindi Garðars H. Guðjónssonar, Hlégerði 14 dags. 13. október 2011 varðandi Reykjavíkurflugvöll - áhrif á skipulag og umhverfi í Kópavogi. Á fundi skipulagsnefndar 17. október sl. óskaði eftir umsögn Skipulags- og byggingardeildar og að leitað verði leiða til að kalla hagsmunaaðila til samráðs með það að markmiði að finna ásættanlega lausn á vandamálinu.

Skipulagsnefnd telur það varða hagsmuni og lífsgæði íbúanna á Kársnesi að lausn verði fundin á hljóðmengun sem hlýst að notkun norður/suðurbrautar Reykjavíkurflugvallar svo að nábýið við flugvöllinn verði ásættanlegt á meðan hann er enn í Vatnsmýrinni.

Þá lagðir fram minnispunktar frá fundi sem skipulagsstjóri átti með fulltrúum Isavia ohf. 22 nóvember 2011 þar sem rætt var m.a. um hávaðavarnir frá flugumferð yfir byggð á Kársnesi.

Skipulagsnefnd fagnar því að flugmannastjórn muni fylgja eftir reglum um flugumferð að og frá flugvellinum.

15.1109132 - Akrakór 6, breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lagt fram erindi Halldórs Jónssonar, verkfræðings f.h. lóðarhafa við Akrakór 6 dags. 13. september 2011 þar sem óskað er eftir að breyta einbýli í tvíbýli og fjölga bílastæðum á lóð um 1. Uppdrættir í mkv. 1:2000 og 1:1000 dags. í september 2011.
Tillagan var kynnt samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum við Akrakór 1-3, 2-4, 5, 7, 8, 10, 12, 14 og við Aflakór 1-3 og 5-7.
Athugasemdir og ábendingar bárust frá Ólafi Jónssyni og Jónu Sigrúnu Hjartardóttur, Aflakór 7 dags. 14. október 2011. Einnig barst Skipulags- og byggingardeild erindi ódags. undirritað af lóðarhöfum Akrakórs 1, 3, 7, 10, 14 og Aflakórs 5.
Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 14. nóvember 2011 um framkomnar athugasemdir og ábendingar.

Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

16.1110145 - Hlíðarhjalli 2a, breytt aðalskipulag

Lögð fram hugmynd Sigþórs Aðalsteinssonar, arkitekts að staðsetningu nýs íbúðarhúss á lóðinni.

Lagt fram.

Vísað til endurskoðunar aðalskipulags.

17.1106097 - Tjaldstæði í Kópavogi

Lögð fram umsögn umhverfis- og samgöngunefndar um tjaldstæði í Kópavogi sem samþykkt var 22. ágúst 2011. Erindi dags. 17. nóvember 2011.
Vísað til vinnu við gerð ferðamálastefnu fyrir bæinn.

18.1111553 - Þrúðsalir 1, heimild fyrir hús á einni hæð

Lagt fram erindi lóðarhafa nr. 1 við Þrúðsali. Í erindinu er óskað eftir afstöðu skipulagsnefndar við því að byggt verði einbýlishús á einni hæð í stað tveggja. Í skipulagsskilmálum er kveðið á um að hægt sé að koma fyrir húsi á einni hæð, en af slíku tilefni þarf samþykki skipulagsnefndar.

Með tilvísan í 5. gr. skipulags- og byggingarskilmála fyrir Þrúðsali 1, 3, 5 og 7 samþykkir skipulagsnefnd að fyrirhugað einbýlishús að Þrúðsölum 1 verði byggt á einni hæð án kjallara.

Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

19.1110159 - Austurkór 104 (áður 92), breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi Einars Ólafssonar fh. Einarfélagsins Akralindar ehf. dags. 7. desember 2011 þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsnefndar um hvort meðfylgjandi tillaga að óverulegri breytingu fáist samþykkt. Í tillögunni felst að fyrirhugað fjölbýlishús er byggt út úr reit sem menur 0.8 m á hvorri hlið.

Hafnað. Vísað til afgeiðslu bæjarstjórnar.

20.1001088 - Hávaðakort og kort yfir stóra vegi.

Lagt fram erindi Umhverfisstofnunar dags. 17. nóvember 2011 og varðar kortlagningu hávaða og gerð aðgerðaráætlana skv. reglugerð 1000/2005.

Lagt fram.

Skipulagsnefnd bendir á að til er yfirlit yfir útreikninga á hljóðstigi (kortlagning hávaða) 1996 - 2006 unnið af Almennu verkfræðistofunni. Í kjölfarið var gerð aðgerðaráætlun 2002 og er unnið samkvæmt henni.

21.1112048 - Hörðuvellir - Miðsvæði. Tillaga að færslu götu að Kórnum.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardildar að breyttu fyrirkomulagi umferðar við Vallakór. Uppdráttur í mkv. 1:1000 dags. 14. desember 2011.

Frestað.

22.1112108 - Digranesvegur 1, skipulag bílastæða á lóð

Lagt fram erindi Sigrúnar Bjargar Þorgrímsdóttur, forstöðum. Fullnustueigna dags. 29. nóvember 2011 og varðar möguleika á breyttu fyrirkomulagi bílastæða við Digranesveg 1.

Samþykkt. Framkvæmdin verið unnin í samráði við Umhverfissvið og verði bænum að kostnaðarlausu.

Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

23.1106527 - Breiðahvarf 6. Stækkun lóðar.

Lagt fram erindi Einars V. Tryggvasonar, arkitekts fh. lóðarhafa að lóðin Ennishvarf 6 stækki um 300 m2 til austurs.

Frestað.

Skipulagsstjóra falið að funda með hluteigandi aðilum.

24.1112120 - Færsla marka fjar- og grannsvæða í landi Vatnsenda, ósk um upplýsingar.

Lagt fram erindi Sigurbjörns Þorbergssonar hrl. dags. 26. nóvember 2011 þar sem óskað er upplýsinga um færslu marka fjarsvæða og grannsvæða í landi Vatnsenda.

Eins og kunnugt er þá eru málefni vatnsverndar innan lands Vatnsenda til umfjöllunar í dómsmáli nr. E-971/2011 fyrir Héraðsdómi Reykjaness, Þorsteinn Hjaltested gegn Kópavogsbæ. Í greinargerð Kópavogsbæjar í dómsmálinu er farið ítarlega yfir framvindu málsins síðustu ár. Vísast til umræddrar greinargerðar og ítrekað að hagsmunagæsla í málinu er í höndum lögmanna bæjarins. Mun skipulagsnefnd ekki tjá sig efnislega um málið meðan það er rekið fyrir dómstólum.

25.1110148 - Byggingaráform fyrir 3-7 einingarhús úr stáli fyrir eldriborgara.

Lagt fram að nýju erindi Ásmundar Ásmundssonar, verkfræðings og Óla Jóhanns Ásmundssonar, arkitekts dags. 29. september 2011 þar sem kynnt er hugmynd að byggingu litilla tveggja hæða húsa á 250-300 m2 lóðum ætluð eldri borgurum. Í erindinu kemur jafnframt fram ósk um að nefndin sjái sér fært að unnið verði skipulag svo hugmyndin geti orðið að veruleika.
Skipulagsnefnd óskaði eftir umsögn Skipulags- og byggingardeildar.

Frestað.

26.1104204 - Jórsalir 2, breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi lóðarhafa Jórsala 2 þar sem óskað er heimildar skipulagsnefndar til að setja skyggni yfir bílastæði við húsið sbr. uppdrætti Krark dags. 15. apríl 2011.
Athugasemdir og ábendingar bárust frá Óskari H. Valtýssyni og G. Rannveigu Jónsdóttur Jórsölum 18, sbr. bréf 5. október 2011 og Önnu Maríu Guðmundsdóttur og Þór Oddssyni, Jórsölum 12 sbr. bréf dags. 19. september 2011.
Lagðar fram myndir sem sýna fyrirhugaða breytingu. Greint frá samráðsfundum 9. og 12. desember 2011.
Enn fremur lögð fram greinargerð skipulags- og byggingardeildar dags. 14. desember 2011 þar sem fram koma m.a. athugasemdir og ábendingar ásamt umsögn og fylgiskjölum.

Frestað.

27.701100 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2000-2012

Greint frá stöðu mála.

Lagðar fram athugasemdir og ábendingar nefndarmanna.

28.1101196 - Fjallalind 108, breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd ítrekar samþykkt á fundi nefndarinnar 23. ágúst 2011 þar sem óskað er eftir umsögn lögmanns Umhverfissviðs um málið m.a. með tilliti til fordæmis.

Frestað til næsta fundar.

29.1108364 - Skipulag á Kársnesi, fyrirspurn

Á fundi skipulagsnefndar 23. ágúst 2011 fól skipulagsnefnd skipulagsstjóra að ræða við handhafa byggingarréttar á nýlegum skipulögðum svæðum í vesturbæ Kópavogs þ.e.a.s. bryggjuhverfið við Vesturvör, Bakkabraut og Hafnarbraut/Vesturvör (reiti 4 og 7) um að dregið verði úr byggingarmagni á umræddum svæðum. Á fundi bæjarráðs 8. september 2011 var samþykkt að fela bæjarstjóra og sviðsstjóra umhverfissviðs "að ræða við handhafa byggingarréttar á nýlega skipulögðum svæðum í vesturbæ Kópavogs um byggingarmagn á þeim svæðum."

Skipulagsnefnd óskar eftir samantekt á stöðu viðræðna bæjarins og handhafa byggingarréttar samanber ofangreint.

Fundi slitið - kl. 18:45.