Skipulagsnefnd

1205. fundur 21. febrúar 2012 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Birgir Hlynur Sigurðsson embættismaður
  • Smári Magnús Smárason embættismaður
  • Guðný Dóra Gestsdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Örn Jónsson aðalfulltrúi
  • Vilhjálmur Einarsson aðalfulltrúi
  • Jóhann Ísberg aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson formaður
  • Steingrímur Hauksson embættismaður
Fundargerð ritaði: Birgir H. Sigurðsson skipulagsstjóri
Dagskrá

1.1202009 - Bæjarstjórn - 1052 14. febrúar 2012.

1201013F - Skipulagsnefnd 23/1
1203. fundur

1111285 - Hvannhólmi 4, umsókn um byggingarleyfi.
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Einars V. Tryggvasonar, arkitekts fh. lóðarhafa þar sem óskað er heimildar til að byggja sólstofu, stækka kjallara og anddyri að Hvannhólma 4. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 4. nóvember 2011. Tillagan var grenndarkynnt með tilvísan í 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Hvannhólma 2, 6, 8, 10, 12, 14 og Vallhólma 4, 6, 8, 10. Kynningartíma lauk 23. janúar 2012. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir erindið með tíu samhljóða atkvæðum.

1111561 - Mánabraut 9, umsókn um byggingarleyfi.
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Jóns Ólafs Ólafssonar, arkitekt Batteríinu fh. lóðarhafa að byggingu sólstofu að Mánabraut 9. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 25. nóvember 2011. Tillagan var grenndarkynnt með tilvísan í 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Mánabraut 7, 11 og Sunnubraut 8, 10. Kynningartíma lauk 23. janúar 2012. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir erindið með tíu samhljóða atkvæðum.

1112026 - Hlégerði 11, umsókn um byggingarleyfi.
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Þorleifs Eggertssonar, arkitekts fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir heimild til að reisa viðbyggingu við húsið að Hlégerði 11. Uppdrættir í mkv. 1: 500 og 1:100 dags. 11. nóvember 2011. Tillagan var grenndarkynnt með tilvísan í 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Hélgerði 8, 9, 13, Kópavogsbraut 87, 80, 82 og Suðurbraut 1, 3. Kynningartíma lauk 23. janúar 2012. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir erindið með tíu samhljóða atkvæðum.

1006175 - Víghólastígur 24, umsókn um byggingarleyfi.
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Hauks Ásgeirssonar, verkfræðings fh. lóðarhafa þar sem fram kemur ósk um viðbyggingu við húsið að Víghólastíg 24. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 18. nóvember 2011. Tillagan var grenndarkynnt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Víghólastíg 21, 22 og Digranesheiði 7, 9, 11. Kynningartíma lauk 23. janúar 2012. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir erindið með tíu samhljóða atkvæðum.

1201023F - Skipulagsnefnd 30/1
1204. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

1008104 - Kosningar í samvinnunefnd um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.
Kosning tveggja aðalmanna og jafnmargra til vara.

Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Af A-lista:
Kristinn Dagur Gissurarson
Af B-lista:
Guðný Dóra Gestsdóttir

Kjöri varamanna var frestað.

1006252 - Kosningar í skipulagsnefnd 2010 - 2014
Kosning fimm aðalmanna og jafnmargra til vara.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Af A-lista:
Jóhann Ísberg
Kristinn Dagur Gissurarson
Vilhjálmur Einarsson
Af B-lista:
Guðný Dóra Gestsdóttir
Guðmundur Örn Jónsson

Kjöri varamanna var frestað.

2.1202248 - Kosningar í skipulagsnefnd 2012-2014

Á fundi skipulagsnefndar 21. febrúar 2012 er kosinn formaður og varaformaður skipulagsnefndar.

Fulltrúar D, B, og Y - lista lögðu fram svohljóðandi tillögu: "Formaður skipulagsnefndar verði Kristinn Dagur Gissurarson og Jóhann Ísberg varaformaður."

Samþykkt.

Guðmundur Örn Jónsson og Guðný Dóra Gestsdóttir sátu hjá.

3.1201109 - Austurkór 74, breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lagt fram erindi Gunnars Páls Kristinssonar, arkitekts f.h. lóðarhafa þar sem óskað er heimildar skipulagsnefndar til að hækka gólfkóta fyrirhugaðs húss að Austurkór 74 um 0,6 m þannig að aðkomukótinn verði 106,1. Enn fremur er óskað eftir hækkun útveggja á framhlið og bakhlið hússins. Uppdrættir í mkv. 1:200 ásamt greinargerð dags. 10. janúar 2012. Tillagan var grenndarkynnt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Austurkórs 54, 56, 58, 60, 62, 64, 72, 76 og 78. Þá lagður fram kynningaruppdráttur með áritun þeirra ofangreindra lóðarhafa sem ekki gera athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd.

Samþykkt.

Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

4.1202464 - Breiðahvarf 15, breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi lóðarhafa Brekkuhvarfs 15 dags.19. febrúar 2012 þar sem ókað er heimildar til að breyta deiliskipulagi lóðarinnar á þann hátt að hægt verði að starfrækja litið gistiheimili í hluta af núverandi húsnæði. Uppdrættir ES teiknistofu í mkv. 1:100 og 1:500 ódags.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 43/2010 að kynna framlagt erindi fyrir lóðarhöfum Breiðahvarfs 4, 6, 13 og 17.

5.1111452 - Huldubraut 15, umsókn um byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa:
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Jakobs E. Líndal, ALARK - arkitektum fh. lóðarhafa þar sem óskað er heimildar til að rífa 116,7 m2 einbýlishús byggt úr holsteini 1951 og byggja í þess stað tveggja hæða parhús samtals 491 m2 að flatarmáli. Nh. lóðar verður 0,47 í stað 0,11. Uppdættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 1 nóvember 2011. Tillagan var grenndarkynnt með tilvísan í 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Huldubrautar 1-52. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Rögnu Karlsdóttur, Huldubraut 38 sbr. bréf dags. 23. janúar 2012 og Eddu Ríkharðsdóttur, Huldubraut 14, sbr. bréf dags. 23. janúar 2012.

Þá lögð fram umsögn skipulagsstjóra um framkomnar athugasemdir og ábendingar. Er umsögnin dags. 21. febrúar 2012.

Samþykkt. Enda verði fyrirhuguð bygging færð a.m.k. 1 m fjær lóðarmörkum við götu samanber niðurstöðu ofangreindrar umsagnar.

Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

6.1110148 - Byggingaráform fyrir 3-7 einingarhús úr stáli fyrir eldriborgara.

Lagt fram að nýju erindi Ásmundar Ásmundssonar, verkfræðings og Óla Jóhanns Ásmundssonar, arkitekts dags. 29. september 2011 þar sem kynnt er hugmynd að byggingu litilla tveggja hæða húsa á 250-300 m2 lóðum ætluð eldri borgurum. Í erindinu kemur jafnframt fram ósk um að nefndin sjái sér fært að unnið verði skipulag svo hugmyndin geti orðið að veruleika.

Skipulagsnefnd felur skipulags- og byggingardeild að afla frekari ganga.

7.704037 - Waldorfskólinn Lækjarbotnum. Óskar eftir samvinnu við Kópavogsbæ um myndun rammaskipulags

Lögð fram að nýju drög að umhverfisskýrslu Sjálfseignastofnunarinnar Ásmegins fyrir Waldorfskólann Lækjarbotnum, nóvember 2011.
Ofangreind drög voru kynnt á fundi skipulagsnefndar 15. nóvember 2011 þar sem óskað var eftir umsögn Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.

Þá lögð fram umsögn heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis dags. 31. janúar 2012.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að ræða við forsvarsmenn skólans.

8.1011337 - Ennishvarf 9, breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi Jóhanns Alberts Sævarssonar, hrl f.h. Jóhönnu Erlu Guðmundsdóttur Ennishvarfi 9 dags. 25. janúar 2012 er varðar breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar.

Vísað til umsagnar lögmanns Umhverfissvið.

9.1201100 - Hundaleikvöllur í Kópavogi

Lagt fram minnisblað Skipulags- og byggingardeildar dags. 21. febrúar 2012.

Kynnt.

10.1202235 - Austurkór 7-13. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Kjartans Sigurðssonar f.h. lóðarhafa dags. 19. janúar 2012 þar sem óskað er heimildar skipulagsnefndar til að fjölga íbúðum við Austurkór 7-13 út 8 í 12; stækka byggingarreit til suðurs og breyta fyrirkomulagi bílastæða. Uppdrættir í mkv. 1:200 og 1:500 dags. 19. janúar 2012.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna erindið fyrir lóðarhöfum Austurkórs 3 og 5.

11.1202321 - Austurkór 78. Rými í kjallara.

Lagt fram erindi Valdimars Harðarsonar, arkitekt f.h. lóðarhafa dags. 15. febrúar 2012 þar sem óskað er eftir því að nýta rými í kjallara sem herbergi. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 30. mars 2011.

Með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er það mat skipulagsnefndar að nýting á umræddu rými í kjallara hússins hafi ekki grenndaráhrif og samþykkir því erindið.

12.1202318 - Austurkór 88-92. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Guðrúar Ingvarsdóttur, arkitekts f.h. lóðarhafa að mögulegri útfærslu bílskýla og bílastæða við Austurkór 88-92. Uppdráttur í mkv. 1:500 dags. 15. febrúar 2012.

Skipulagsnefnd bendir á að samkvæmt skipulagsskilmálum fyrir Rjúpnahæð vesturhluta dags. 19. október 2010 og breytt 15. mars 2011 svæði 14 lið 8 um bílgeymslur og fjölda bílastæða þá er hönnuðum "heimilt að gera tillögu að annarri staðsetningu" bílastæða og aðkomu að bílageymslum en fram kemur í gildandi deiliskipulagi.

Skipulagsnefnd telur það rýra gæði íbúða á ofangreindum lóðum ef aðeins verður gert ráð fyrir opnum bílskýlum á lóðunum í stað bílgeymslna.

Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

13.1006175 - Víghólastígur 24, umsókn um byggingarleyfi.

Lögð fram tillaga Hauks Ásgeirssonar, verkfræðings f.h. lóðarhafa þar sem óskað er heimildar skipulagsnefndar til að gera eftirfarandi breytingar á áður grenndarkynntri tillögu að byggingarnefndarteikningum fyrir Víghólastíg 24. Breyting frá fyrri kynningu felur í sér að þakhalla á sólstofu er breytt; þakskyggni á sólstofu er stækkað og gert er ráð fyrir léttbyggðu hálfopnu skýli yfir heitan pott á suðaustur hluta lóðarinnar við lóðamörk Digrnesheiði 9 og 11.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í gr. 44. í skipulagslaga nr. 123/2012 að kynna erindið fyrir lóðarhöfum við Víghólastíg 21, 22 og Digranesheiði 7, 9, 11.

14.911897 - Langabrekka 5, umsókn um byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa.
Lagt fram erindi Vilhjálms Þorlákssonar f.h. lóðarhafa þar sem óskað er heimildar skipulagsnefndar til að byggja geymslu og svalir að Löngubrekku 5 sbr. uppdrætti í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 10. febrúar 2012.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í gr. 44. skipulagslaga nr. 123/2012 að kynna erindið fyrir lóðarhöfum  Löngubrekku 3, 7 og Álfhólsvegi 59, 61.

15.1103343 - Lausar lóðir.

Lagður fram listi yfir lausar lóðir í febrúar 2012.

Lagt fram og kynnt.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarráð að kynna lausar lóðir í bænum.

16.1011193 - Kópavogstún - Kópavogsgerði. Breytt deiliskipulag.

Tillaga Skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi við Kópavogstún og Kópavogsgerði lögð fram að nýju, til kynningar og umræðu.

Frestað.

17.1202417 - Svæðisskipulag 2001-24, vinnuskjal rýnihóps

Skipulagsstjóri gerði grein fyrir vinnu rýnihóps um endurskoðun Svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins.

Lagt fram.

 

18.1202408 - Byggðaþróun á stór- höfuðborgarsvæðinu

Lögð fram greinargerð Háskólans í Reykjavík: "Veðjað á vöxt. Byggðaþróun á stór-höfuðborgarsvæðinu." Rannsóknarhópur um umferð og skipulag 2012.

Lagt fram.

19.701100 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2000-2012.

Lögð fram uppfærð tímaáætlun. Enn fremur lögð fram drög að texta greinargerðar aðalskipulagsins.

Fundi slitið - kl. 18:30.