Skipulagsnefnd

1224. fundur 16. apríl 2013 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Jóhann Ísberg aðalfulltrúi
  • Vilhjálmur Einarsson aðalfulltrúi
  • Hreggviður Norðdahl aðalfulltrúi
  • Einar Ingvarsson aðalfulltrúi
  • Þóra Hrönn Ólafsdóttir varafulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður nefndar
  • Steingrímur Hauksson starfsmaður nefndar
  • Helga Elínborg Jónsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval
Dagskrá

1.1303004 - Bæjarráð - 2677. Fundur haldinn 7. mars 2013.

1302017F - Skipulagsnefnd, 5. mars, 1223. fundur. Lagt fram.

1301184 - Bergsmári 10. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

1212038 - Þinghólsbraut 17, byggingarleyfi.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

1301310 - Austurkór 43-47. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

1011193 - Kópavogstún - Kópavogsgerði. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd telur umrædda breytingu ekki hafa grenndaráhrif og samþykkir hana með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

1106529 - Lindasmári 20, breytt notkun húsnæðis
Skipulagsnefnd samþykkir á grundvelli ofangreindra gagna að afturkalla breytingu á deiliskipulagi Lindasmára 20, dags. 22. nóvember 2011 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda 21. desember 2011. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

1203144 - Dalvegur - hringtorg, breytt deiliskipulag
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

1202610 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024
Skipulagsnefnd samþykkir í samræmi við 1. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010, 32. mgr. 6. gr. laga nr 105/2006 og í samræmi við nýja skipulagsreglugerð nr. 90/2013 að kynna að nýju verkefnislýsingu endurskoðaðs Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024 dags. 25. febrúar 2013. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar.

2.1303006 - Bæjarstjórn - 1073. Fundur haldinn 12. mars 2013.

1301184 - Bergsmári 10. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð samþykkti afgreiðslu skipulagsnefndar og vísaði málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs og samþykkir tillöguna með 9 atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi situr hjá. Einn bæjarfulltrúi var fjarverandi.

1212038 - Þinghólsbraut 17, byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkti afgreiðslu skipulagsnefndar og vísaði málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs og samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum. Fjórir bæjarfulltrúar sitja hjá. Einn bæjarfulltrúi var fjarverandi.

1301310 - Austurkór 43-47. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð samþykkti afgreiðslu skipulagsnefndar og vísaði málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs og samþykkir tillöguna með 7 atkvæðum. Fjórir bæjarfulltrúar sitja hjá.

1011193 - Kópavogstún - Kópavogsgerði. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð samþykkti afgreiðslu skipulagsnefndar og vísaði málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs og samþykkir tillöguna með 8 atkvæðum. Þrír bæjarfulltrúar sitja hjá.

1106529 - Lindasmári 20, breytt notkun húsnæðis
Bæjarráð samþykkti afgreiðslu skipulagsnefndar og vísaði málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs og afturkallar breytingu á deiliskipulagi Lindasmára 20 með 8 atkvæðum. Þrír bæjarfulltrúar sitja hjá.

1203144 - Dalvegur - hringtorg, breytt deiliskipulag
Bæjarráð samþykkti afgreiðslu skipulagsnefndar og vísaði málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs og samþykkir að auglýsa framlagða tillögu með tilvísun til 43. gr. skipulagslaga með 6 atkvæðum. Þrír bæjarfulltrúar eru á móti tillögunni og sitja tveir bæjarfulltrúar hjá.

1202610 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024
Skipulagsnefnd samþykkir í samræmi við 1. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010, 32. mgr. 6. gr. laga nr 105/2006 og í samræmi við nýja skipulagsreglugerð nr. 90/2013 að kynna að nýju verkefnislýsingu endurskoðaðs Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024 dags. 25. febrúar 2013. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs og samþykkir að kynna að nýju verkefnislýsingu endurskoðaðs Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024 dags. 25. febrúar 2013 með 9 atkvæðum. Tveir bæjarfulltrúar sitja hjá.

3.1303006 - Bæjarstjórn - 1073

1006252 - Kosningar í skipulagsnefnd
Kosning varamanna í skipulagsnefnd í stað Magnúsar Bjarnasonar (X-S) og Hreggviðs Norðdahl (X-V). Helga Jónsdóttir er kjörin í stað Magnúsar Bjarnasonar. Arnþór Sigurðsson er kjörinn í stað Hreggviðs Norðdahl sem situr nú sem aðalmaður í skipulagsnefnd.

4.1301684 - Álmakór 1, 3 og 5. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Ríkharðs Oddssonar dags. 2. febrúar 2013 f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að breyta deiliskipulagi við Álmakór 1, 3 og 5. Í breytingunni felst að á lóðunum verði byggð einbýlishús á einni hæð í stað einbýlishúsa á tveimur hæðum. Hámarksgrunnflötur stækkar úr 250m2 í 270m2 sbr. uppdrætti dags. 4.2.2013. Á fundi skipulagsnefndar 5. febrúar 2013 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Álmakórs 2, 4, 6, 7, 8, 9, 10 og 11. Kynningu lauk 14. mars 2013. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

5.1301183 - Vatnsendahlíð. Tillaga að breyttu deiliskipulagi.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi skipulags- og byggingardeildar dags. 15. janúar 2013 um breytt deiliskipulag fyrir Vatnsendahlíð.

Á fundi skipulagsnefndar 5.2.2013 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 12. febrúar 2013 var afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest. Tillagan var auglýst í Fréttablaðinu 18. febrúar 2013 og í Lögbirtingarblaðinu 26. febrúar 2013. Á kynningartíma var tillagan jafnframt til sýnis á skrifstofu skipulags- og byggingardeildar Kópavogs og á heimasíðu bæjarins. Kynningu lauk 12. apríl 2013. Athugasemd barst frá Sigurbirni Þorbergssyni, f.h. Þorsteins Hjaltested dags. 12.4.2013.

Frestað. Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn um framkomnar athugasemdir og ábendingar.

6.1206417 - Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030

Lagt fram bréf skipulagsstjóra Kópavogs til skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar dags. 27. mars 2013 vegna tillögu að aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030. Gerðar eru athugasemdir við auglýst aðalskipulag dags. 15. janúar 2013.Frestur til að skila inn athugasemdum og ábendingum rann út 2. apríl 2013.

Lagt fram. Skipulagsnefnd staðfestir umsögn skipulagsstjóra.

Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

7.1304030 - Aðalskipulag Garðabæjar 2004-2016. Breyting. Heiðmörk.

Skipulagsstjóri Garðabæjar boðaði til samráðsfundar með umsagnaraðilum og samráðsaðilum þann 9. apríl 2013 vegna tillögu að skipulagslýsingu að breytingu aðalskipulags Garðabæjar.
Skipulagsstjóri greinir frá fundinum.

Lagt fram og kynnt.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við tillögu að skipulagslýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar í Heiðmörk.

8.1212238 - Oddfellowblettur við Hólmsárbrú, deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Konráðs Adolphssonar fh. Miklabæjar ehf dags. 4. desmeber 2012 þar sem óskað er eftir heimild til að reisa tvær vöruskemmur á sk. Oddfellowreit við Hólmsárbrú. Á fundi skipulagsnefnd 18. desember 2012 var erindinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra, Vegagerðarinnar og heilbrigðiseftirlits hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.
Lagt fram bréf með umsögn Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis vegna deiliskipulags á Oddfellowbletti við Hólmsárbrú dags. 7.2.2013. Einnig lagt fram bréf frá Vegagerðinni dags. 16.1.2013. Enn fremur lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 16.4.2013.

Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

9.1302683 - Gnitakór 5. Breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga frá Teiknistofunni Óðinstorgi að breyttu deiliskipulagi fyrir Gnitakór 5. Í breytingunni felst að hluti af neðri hæð hússins verður breytt í sjálfstæða íbúð þannig að tvær íbúðir verða í húsinu. Eitt bílastæði bætist við á lóðinni sbr. uppdráttum í mkv. 1:100 dags. í febúrar 2013. Á fundi skipulagsnefndar 5. mars 2013 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Gnitakór 1, 1a, 2, 3, 4, 6 og 7 ásamt Fjallakór 4 og 6. Kynningu lauk 11. apríl 2013. Athugasemd barst frá Sverri H. Guðmundssyni og Bylgju Guðlaugsdóttur, Gnitakór 3, dags. 3.4.2013.

Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 11.4.2013.

Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

10.1304209 - Þrúðsalir 2. Grindverk á lóðamörkum.

Lagt fram erindi Ágústs Ólafssonar, lóðarhafa Þrúðsala 2, þar sem óskað er eftir að reisa steyptan garðvegg á lóðamörkum Þrúðsala 2 á landi Kópavogsbæjar. Veggurinn yrði 1,2m að hæð sbr. teikningu dags. 10.4.2013.

Hafnað.

Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

11.1303299 - Hlaðbrekka 4. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Jeannot A. Tsirenge, arkitekts, f.h. lóðarhafa. Sótt er um að að stækka íbúðarhúsið um 34,5 m2 á norður- og vesturhlið þess sbr. uppdráttum í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 20.2.2013.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Hlaðbrekku 1, 2, 3, 5 og 6 ásamt Nýbýlavegi 102 og 104.

12.1304186 - Fróðaþing 14. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Guðmunds Gunnlaugssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa um breytt deiliskipulag að Fróðaþingi 14. Í breytingunni felst að byggt verði einbýlishús á einni hæð og farið er 1m út fyrir byggingarreit á norðurhlið þess sbr. uppdráttum í mkv. 1:100 og 1:200 dags. 11.4.2013. Þá lagt fram samþykki frá lóðarhöfum Fróðaþings 9, 11, 12, 13 og 16, ásamt Frostaþing 13 og 15.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Fróðaþings 9, 11, 12, 13 og 16 ásamt Frostaþingi 13 og 15.

13.1304187 - Gnitaheiði 4-6. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Sveins Ívarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi fyrir Gnitaheiði 4-6. Í breytingunni felst að fyrirhuguð bygging fer út úr byggingarreit sbr. framlagðar teikningar í mkv. 1:100 dags. í apríl 2013.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Gnitaheiði 1, 2, 3, 8, 8a, 10, 10a, 12, 12a, 14, 14a, Heiðarhjalla 9, 13, 15, og 17, Hólahjalla 11 og 12.

14.1302688 - Ennishvarf 27. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Haralds Ingvarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa. Í breytingunni felst að lóðinni við Ennishvarf 27 er skipt í tvær sjálfstæðar lóðir. Lóð nr. 27a verður 844m2, lóð nr. 27b verður 792m2 og byggingarmagn á hvorri lóð fyrir sig verður 250m2 auk möguleika á 50m2 innbyggðri bílageymslu. Þrjú bílastæði verða á hvorri lóð sbr. uppdráttum dags. 4.3.2012. Á fundi skipulagsnefndar 5. mars 2013 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Ennishvarf 14, 16, 18, 20, 21, 23, 25 og 29. Kynningu lauk 5. apríl 2013. Athugasemd barst frá Kristni Kristinssyni, Ennishvarfi 23, dags. 5.4.2013.

Lagt fram að nýju ásamt umsögn skiplags- og byggingardeildar dags. 11.4.2013.

Frestað.

15.1104204 - Jórsalir 2, breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Kristins Ragnarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa að breytti deiliskipulagi fyrir Jórsali 2.

Á fundi skipulagsnefndar 5.2.2013 var lögð fram að nýju tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts f.h. lóðarhafa að Jórsölum 2 dags. 31.5.2012. Í breytingunni felst ósk um að setja skyggni yfir bílastæði við húsið.

Tillaga að skyggni við húsið að Jórsölum 2 var grenndarkynnt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 síðla árs 2011 með athugasemdafresti til 13. nóvember 2011. Athugasemdir og ábendingar bárust. Á fundi skipulagsnefndar 17.6.2012 var umrædd tillaga lögð fram, ásamt framkomnum athugasemdum, ábendingum og umsögn skipulags- og byggingardeildar sem er dagsett 14.12.2011 og yfirfarin 17.6.2012. Skipulagsnefnd samþykki tillöguna ásamt ofangreinda umsögn skipulags- og byggingardeildar. Á fundi bæjarráðs Kópavogs 26.7.2012 var framangreind afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest.

Til að breytingar á deiliskipulagi taki gildi þarf að birta auglýsingu um samþykkt sveitarstjórnar í B-deild Stjórnartíðinda innan ákveðinna tímamarka. Í ferli málsins að Jórsölum 2 láðist að birta í B-deild samþykkt sveitarstjórnar á umræddri breytingu eins og tilskilið var í skipulagslögum 123/2010 fyrir síðustu áramót en fresturinn var þrír mánuðir. Rétt þykir að benda á að þessu ákvæði var breytt með lögum nr. 135/2012 sem tók gildi 31.12.2012 en þar kemur m.a. fram að auglýsingu um óverulega breytingu á deiliskipulagi skal birta í B-deild innan árs frá samþykki sveitarstjórnar annars telst samþykktin ógild.

Á fundi skipulagsnefndar 5.2.2013 lagði skipulagsstjóri til að umrædd tillaga yrði kynnt að nýju. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Jórsala 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 10, 12, 14, 16 og 18. Kynningu lauk 8.3.2013. Athugasemd barst frá Önnu Maríu Guðmundsdóttur og Þóri Oddssyni, Jórsölum 12, dags. 24.2.2013 og Óskari H. Valtýssyni og G. Rannveigu Jónsdóttur, Jórsölum 18, dags. 8.3.2013.

Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 16.4.2013.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

16.1304233 - Skipulagsskilmálar grunnskóla í deiliskipulagi

Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dags. 8.4.2013 varðandi skipulagsskilmála fyrir grunnskóla í deiliskipulagi. Bent er á að skv. bréfi frá umhverfis-og auðlindaráðuneytinu, dags. 19.2.2013, skal koma fram í skipulagsskilmálum ef grunnskólar sveitafélags skulu aðeins þjónusta ákveðna árganga grunnskólabarna. Skipulagsstofnun beinir því til skipulagsyfirvalda að breyta skipulagsskilmálum deiliskipulags ef fyrrgreint á við.

Lagt fram. Vísað til umsagnar menntasviðs og skólanefndar.

17.1205197 - Smalaholt. Stígar.

Lögð fram tillaga Skipulags- og byggingardeildar að breyttu fyrirkomulagi stígtenginga í Smalaholti. Í tillögunni felst að í stað þriggja stígtenginga frá Öldusölum og Örvasölum við aðalstíg milli byggðarinnar og golvallarins verður um eina tenginu að ræða. Stígtenginar milli Öldusala 3-5 og Örvasala 22 og 24 verða samkvæmt tillögunni feldar út en stígtengingin úr miðju hverfinu við aðalstíginn verður óbreytt.
Uppdráttur í mkv. 1:1000 dags. í apríl 2013.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Örvasali og Öldursali.

18.1212211 - Hagasmári 1, Smáralind, auglýsingarskilti

Lögð fram að nýju fyrirspurn G. Odds Víðissonar, arkitekts fh. Eignarhaldsfélags Smáralindar ehf. dags. 13.12.2012 þar sem óskað er álits skipulagsnefndar á áformum eiganda um að staðsetja flettiskilti á lóð Smáralindar. Meðfylgjandi uppdráttur og ljósmyndir. Á fundi skipulagsnefndar 18.12.2013 var erindinu frestað og óskað eftir umsögn Vegagerðarinnar.

Lagt fram bréf frá Vegagerðinni dags. 12.2.2013 þar sem fram kemur að Vegagerðin geti ekki leyft umrætt skilti þar sem það sé staðsett innan veghelgunarsvæðis Reykjanesbrautar, sem er 60m breit eða 30m til hvorrar handar frá miðlínu vegarins. Vegargerðin gerir ekki athugasemd við mannvirki utan 30m fjarlægðar frá vegmiðju á þessu svæði. Þá lögð fram lagfærð teikning dags. 15.4.2013 þar sem skiltið er fært í 30m fjarlægð frá miðlínu Reykjanesbrautar.

Skipulagsnefnd frestar erindinu þar til heildarskipulag svæðisins liggur fyrir.

19.1106529 - Lindasmári 20, breytt notkun húsnæðis

Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dags. 27. mars 2013 þar sem bent er á að afturköllun samþykkts deiliskipulags samræmist ekki skipulagslögum nr. 123/2010. Á fundi skipulagsnefndar 5. mars 2013 samþykkti skipulagsnefnd að afturkalla deiliskipulag fyrir Lindasmára 20 sem samþykkt var í bæjarstjórn 22. nóvember 2011 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda 21. desember 2011. Í kjölfar erindis frá Skipulagsstofnun er málið lagt fram að nýju.

Skipulagsnefnd samþykkir að deiliskipulagið "Kópavogsdalur - Norðursvæði - Reitur 1-3" taki gildi á ný fyrir Lindasmára 20 í stað deiliskipulags,  "Kópavogsdalur - Norðursvæði - Reitur 1-3. Lindasmári 20,"sem samþykkt var í B-deild Stjórnartíðinda 21. desember 2011.  Með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er það mat skipulagsnefndar að umrædd breyting hafi ekki grenndaráhrif. 

Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

20.1002159 - Útikennslusvæði í Kópavogi

Lögð fram greinargerð, dagsett í febrúar 2013, um Náttúrustofur í Kópavogi, endurskoðun og kynning á nýjum svæðum. Einnig lagt fram minnisblað umhverfisfulltrúa, dags. 22.02.2013.

Umhverfisfulltrúi skýrði stöðu mála.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga að grenndarkynna tillögu að útikennslusvæðum (náttúrustofum) við:

a) Lindaskóla fyrir lóðarhöfum við Kópalind 1-12 og Jörfalind 2-16

b) Dimmu, Dimmuhvarf 6 fyrir lóðarhöfum Dimmuhvarfi 2, 4, 8, 10 og Fornahverfi 1 og 3

c) Hádegismóa fyrir lóðarhöfum Fjallalindar 129-145 og sóknarnefnd Lindakirkju

d) Álfatún fyrir lóðarhöfum Álfatúns 2-20 (sléttar tölur)

Skipulagsnefnd frestar að grenndarkynna fyrirhugað náttúrustofu á Víghólasvæði og óskar umsagnar Umhverfisstofnunnar.

21.1202610 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024

1. Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dags. 20. mars 2013 vegna lýsingar á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2013. Skipulagsstofnun telur lýsinguna gefa góða mynd af viðfangsefnum aðalskipulagsins og gerir ekki athugasemdir við lýsinguna eða umfang og áherslur í umhverfismati skipulagstillögunnar. Stofnunin bendir þó á að Veðurstofan er hefðbundinn umsagnaraðili í aðalskipulagi.

2. Lagt fram bréf frá verkefnastjóra aðalskipulags Reykjavíkurborgar, Haraldi Sigurðssyni, dags. 4. apríl 2013, þar sem ekki er gerð athugasemd við auglýsta verkefnislýsingu. Reykjavík áskilur sér rétt til að gera athugasemdir við aðalskipulagstillöguna þegar hún verður kynnt á síðari stigum.

3. Lagt fram bréf frá Skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar dags. 8. apríl 2013 þar sem bréf verkefnastjóra aðalskipulags dags. 4. apríl 2013 varðandi kynningu á verkefnislýsingu endurskoðaðs aðalskipulags var samþykkt.

4. Lögð fram samantekt skipulagsstjóra um framkomnar athugasemdir og ábendingar lögboðinna aðila og annarra hagsmunaaðila um Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024 dags. 26. mars. 2013.

5. Lagt fram bréf frá Grindavíkurbæ dags. 9.4.2013 þar sem kemur fram að skipulags- og umhverfisnefnd Grindavíkur geri ekki athugasemdir við lýsingu Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024.

6. Lögð fram fundargerð umhverfis- og samgöngunefndar frá 15. apríl 2013 fram kemur að umhverfis- og samgöngunefnd gerir ekki athugasemd við að framlögð tillaga að aðalskipulagi bæjarins, Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024 ásamt fylgigögnum verði kynnt í samræmi við 31. gr. laga nr. 123/2010 og 7. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Umhverfis- og samgöngunefnd áskilur sér rétt til að koma með athugasemdir á seinni stigum málsins.

7. Lögð fram tillaga að Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024, dags. 12. apríl 2013, greinargerð, umhverfismat, þéttbýlisuppdráttur í mkv. 1:10.000 og sveitarfélagsuppdráttur í mkv. 1:50.000.

Afgreiðslu frestað.

22.1304237 - Smárar, Glaðheimar. Endurskoðun.

Lögð fram drög að markmiðum, leiðum og hugmyndafræði vegna endurskoðunar á deiliskipulagi svæðiskjarna höfuðborgarsvæðisins í Smáranum og Glaðheimum.

Lagt fram til kynningar hugmyndir að nýjum leiðum, nýjum markmiðum og nýrri hugmyndafræði fyrir skipulag Glaðheima og sunnan við Smáralind. Starfsmenn skipulags- og byggingardeildar vinni áfram að hugmyndum sem lagðar verði fyrir skipulagsnefnd.

Fundi slitið - kl. 18:30.