Skipulagsráð

3. fundur 20. febrúar 2017 kl. 16:30 - 19:05 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Andrés Pétursson aðalmaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal varaformaður
  • Sigríður Kristjánsdóttir aðalmaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Ása Richardsdóttir aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Arnþór Sigurðsson vara áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Berglind Ósk Kjartansdóttir
  • Smári Magnús Smárason
  • Steingrímur Hauksson
  • Salvör Þórisdóttir
  • Valdimar Gunnarsson
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

1.1702009 - Bæjarráð - 2857. fundur - 9. febrúar 2017

1702044 Smárinn. Reitur A01. Byggingaráform
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2.1702014 - Bæjarstjórn - 1151. fundur - 14.febrúar 2017

1702044 Smárinn. Reitur A01. Byggingaráform
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu Skipulagsráðs.

3.1702284 - Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040. Breyting. Verklýsing. Hágæðakerfi almenningasamgangna á hö

Með tilvísan í 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er lögð fram tillaga að verkefnalýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2040. Lýsingin, sem dags. er í febrúar 2017 nær til hágæðakerfis almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu - Borgarlínu. Fyrirsjáanleg er mikil fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu á gildistíma svæðisskipulagsins. Ein megin áhersla skipulagsins er að sá vöxtur verði hagkvæmur og að ekki verði gengið á umhverfisgæði þeirra sem á svæðinu búa. Markmiðið er að þessari aukningu verði mætt án þess að bílaumferð aukist í sama hlutfalli og án þess að óbyggt land verði brotið í sama mæli og síðustu áratugi. Nýtt hágæðakerfi almenningssamgangna, Borgarlína, getur gengt þar lykilhlutverki og tengt kjarna allra sveitarfélaganna saman með samgöngu- og þróunarásum. Með Borgarlínu verður til skilvirkur valkostur í samgöngum, þar sem íbúar geta nýtt hágæða almenningssamgöngukerfi og ferðast fljótt um höfuðborgarsvæðið. Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri gerir grein fyrir málinu.
Eftirfarandi fært til bókar:
Skipulagsráð Kópavogs leggur ofurkapp á að fyrsti áfangi Borgarlínuverkefnisins fari um svæðiskjarna höfuðborgarsvæðisins,- Smárann. Smárinn er í miðju höfuðborgarsvæðisins og er nú þegar gríðarlega öflugt verslunar- og þjónustusvæði þar sem starfa um 6000 manns með þúsundir heimila allt um kring bæði í Kópavogi, Reykjavík, Garðabæ og Hafnarfirði. Áhrifasvæði Smárans nær ekki aðeins langt út fyrir bæjarmörk Kópavogs og höfuðborgarsvæðisins heldur nær það til landsins alls. Í Smáranum er nú þegar hafin þétting byggðar í samræmi við stefnu svæðisskipulagsins sem gildir til ársins 2040. Fá svæði á höfuðborgarsvæðinu, ef nokkurt eru jafn vel í sveit sett og Smárinn sem samgöngumiðað þróunarsvæði (sbr. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðins). Smárinn er því lykilsvæði fyrir enn frekari uppbyggingu, blöndun byggðar og miðstöð verslunar og þjónustu í tenglum við Borgarlínuverkefnið.

Það er afstaða skipulagsráðs að ekki sé hægt að fara í fyrsta áfanga Borgarlínunnar nema hún liggi um svæðiskjarna höfuðborgarsvæðisins Smárann með skiptistöð/biðstöð við Smáralind,- stærstu verslunarmiðstöð landsins.

Í Smáralind koma um 20 þúsund gestir á dag þegar best lætur. Fyrirhugaðar eru róttækar breytingar á verslunarmiðstöðinni og enn frekari uppbygging í verslun og þjónustu í tengslum við hana. Nú þegar er hafin vinna við staðsetningu biðstöðvar Borgarlínunnar við Smáralind.

Eitt mikilvægasta stefnumið svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins er að fjölga þeim sem nýta almenningasamgöngur. Til að svo verði þarf Borgarlínan að fara um þar sem fólkið erog verður.
Smárinn er og verður eitt fjölmennasta og þéttasta svæðið sem við eigum og lykilsvæð í því að Borgarlínan verði að veruleika.

Skipulagsráð samþykkir framlagða verklýsingu og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

4.1702285 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Breyting. Verklýsing. Borgarlína og auknar byggingarheimildir innan

Með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 er lögð fram verkefnalýsing vegna fyrirhugaðra breytinga á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024. Í lýsingunni felst að gert verður ráð fyrir Borgarlínu og auknum byggingarheimildum innan áhrifasvða hennar í aðalskipulagi bæjarins. Lýsingin sem er samhljóða lýsingum fyrir breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar, Gaðabæjar, Seltjarnarness, Reykjavíkur og Morfellsbæjar er dags. í febrúar 2017. Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri gerir grein fyrir málinu.
Skipulagsráð samþykkir framlagða verklýsingu og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

5.1412128 - Lýðheilsustefna í Kópavogi

Frá sviðsstjóra menntasviðs.
Lögð fram drög að lýðheilsustefnu Kópavogsbæjar ásamt drögum að greiningarskýrslu og aðgerðaráætlun. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagna fastra nefnda bæjarins.
Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, verkefnastjóri lýðheilsustefnu Kópavogsbæjar gerir grein fyrir málinu.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsráð fagnar þessari vinnu en bendir á að nú er unnið að Samgöngustefnu fyrir Kópavogsbæ auk þess sem endurskoðun á aðgerðaráætlun Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024 stendur yfir. Í þessum verkefnum er m.a. lögð áhersla á að skapa aðstæður til bættrar lýðheilsu.

Bókun frá Guðmundi Geirdal:
"Ég vil leggja áherslu á að til þess að þéttingaráform þau sem fyrirhuguð eru í Kópavogi takist vel er mikilvægt að vernda opnu svæðin sem ætluð eru almenningi. Ég legg því til að farið verði í þá vinnu að deiliskipuleggja dalina okkar hið fyrsta þ.e. Kópavogsdal og Fossvogsdal.
Ég legg til að Kópavogur stefni að því að almenningssamgöngur í Kópavogi verði knúnar mengunarlitlum orkugjöfum svosem rafmagni eða metani. Það vill svo til að í Smáranum og Kópavogsdal er mjög skjólsælt og því er mjög mikilvægt að samhliða þéttingaráformum verði dregið úr mengun eins og kostur er."

Ása Richarsdóttir og Arnþór Sigurðsson taka undir bókun Guðmundar Geirdal.

6.1701497 - Skráning menningarminja, fornleifa, húsa og mannvirkja - skil á gögnum

Frá bæjarráði.
Lagt fram erindi Minjastofnunar Íslands dags. 10. janúar 2017 og varðar skráningu menningarminja; formminja, húsa og mannvirkja. Í erindinu kemur m.a. fram að stofnuninn er að kalla eftir skilaskildum gögnum sem orðið hafa til við skráningu menningarminja eftir 1. janúar 2013. Sólveig H. Jóhannsdóttir, skipulags- og byggingardeild gerir grein fyrir málinu.
Lagt fram og kynnt. Fram kom að frá árinu 2013 hafa engar breytingar verið á skráningu menningarminja í bæjarfélaginu.

7.1611451 - Digranesvegur 1. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að viðbyggingu við Digranesveg 1. Í tillögunni felst að byggt er við húsið til austurs og suðurs 1-3 hæða bygging samtalst 1.800 m2. Fyrirkomulag bílastæða breytist. Í tillögunni er gert ráð fyrir samnýtingu bílastæða. Uppdráttur í mkv. 1:1000 og 1:2000 og greinargerð ásamt skýringarmyndum dags. 18. nóvember 2016.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði kynni í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bókun frá Ásu Richardsdóttur:
"Mikilvægt er að fá kostnaðaráætlun sem fylgir verkefninu".

8.1610185 - Auðbrekka 16. Kynning á byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram að nýju erindi Jóns Davíðs Ásgeirssonar, arkitekts, dags. 2.9.2016, f.h. lóðarhafa vegna breytingu á Auðbrekku 16. Í breytingunni felst að annari hæð hússins verður breytt í tvær íbúðir og settar verði svalir á norðurhlið hússins og pallur með skjólveggi á suðurhlið sbr. uppdrætti dags. 2.9.2016.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Auðbrekku 16, 18, 20, 22, 24, 26, 28, 30 og 32; Löngubrekku 45 og 47. Kynningartíma lauk 12. desember 2016. Athugasemd barst frá Gunnari Árnasyni eiganda 2. hæðar í Auðbrekku 16 sbr. erindi dags. 12. nóvember 2016. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 17. febrúar 2017.
Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Kristinn Dagur Gissurarson situr hjá við afgreiðslu málsins.

9.1610189 - Langabrekka 5. Kynning á byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram að nýju erindi Verkfræðistofu Ívars Haukssonar f.h. lóðarhafa dags. 27.9.2016 þar sem óskað er eftir að byggja bílgeymslu sem verður áföst vesturhlið hússins að Löngubrekku 5 sbr. framlagða uppdrætti í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 27.9.2016.
Skipulagsnefnd samþykkti að grenndarkynna framlagða tillögu með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Löngubrekku 3, 7, Álfhólsvegi 59 og 61. Kynningartíma lauk 2. janúar 2017. Athugasemdir bárust frá Jóni Guðmundssyni og Ernu Jónsdóttur, Álfhólsvegi 61 sbr. bréf dags. 21. desember 2016 og Gunnari Haraldssyni fh. húseiganda Lögnubrekku 7 sbr. bréf dags. 7. desember 2016. Þá lagt fram erindi Kristjáns Kristjánssonar, Lögnubrekku 5 dags. 2. janúar 2017 og umboð dags. 18. janúar 2017 eiganda Löngubrekku 7, Ástvalda Viðari Benediktssyni og Maríu Kristinsdóttir til handa Gunnari Haraldssyni.
Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar um framkomnar athugasemdir. Umsögnin er dags. 15. febrúar 2017.
Skipulagsráð hafnar framlagðri tillögu og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

10.1610270 - Grænatunga 3. Kynning á byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa:
Lögð fram að nýju tillaga Albínu Thordarson, arkitekts fh. lóðarhafa að 50,4 m2 viðbyggingu auk 26,8 m2 tengibyggingu við Grænutungu 3, samtals 77,2 m2 sbr. uppdrætti í mkv. 1:100 dags. 5. október 2016.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Grænutunngu 1, 5, Digranesvegi 40, 42 og 44. Kynningartíma lauk 28. desember 2016. Athugasemd barst frá lóðarhafa Grænutungu 1. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar um framkomna athugasemd. Er umsögnin dags. 15. febrúar 2017.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu ásamt umsögn og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

11.1702040 - Breiðahvarf 4a. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Ragnheiðar Sverrisdóttur, arkitekts og Eyjólfs Valgarðssonar, byggingartæknifræðings fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að breyta deiliskipulagi lóðarinnar nr. 4a við Breiðahvarf. Í breytingunni felst að byggingarreitur 1. hæðar stækkar til suðurs. Eftir breytingu verður grunnflötur hússins 170 m2 í stað 150 m2. Lengd byggingarreitar eykst úr 13 m í 17 m auk þess sem svalir fara 1,3 m út úr byggingarreit á suðurgafli og vesturhlið. Gert er ráð fyrir svölum á þaki bílgeymslu og að þak hússins verði einhalla í stað þess að vera flatt. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 13. febrúar 2017.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna framlagða tillögu í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Breiðahvarfs 4, 6, 11, 13, 15, 17, Faldarhvarfs 11, 13, 15, 17 og Faxahvarfs 1 og 3.

12.1702250 - Fornahvarf 1. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi lóðarhafa Fornahvarfs 1 dags. 13. febrúar 2017 þar sem óskað er eftir að gera breytinga á íbúðarhúsnæði auk þess að byggja hesthús á vesturhluta lóðarinnar. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 8. febrúar 2017.
Skipulagsráð samþykkir að grenndakynna framlagða tillögu í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Dimmuhvarfs 2, 4, 6 og Fornahvarfs 3.

13.1702353 - Austurkór 157, 159, 161. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Ríkharðs Oddssonar, byggingartæknifræðings, dags. 25. janúar 2017 fh. Gráhyrnu ehf. lóðarhafa Austurkórs 157, 159 og 161 um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að þremur einbýlishúsalóðum er skipt upp í tvær parhúsalóðir. Jafnframt er óskað eftir því að parhúsin verði á einni hæð með innbyggðri bílgeymslu og hver eining verði 177 m2 að grunnfleti. Hámarkshæð verði 4,8 m í stað 7,5 m sbr. gildandi skipulagsskilmálar og tvö bílastæði á lóð. Uppdrættir í mkv. 1:200 ásamt skýringarmyndum ódags.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

14.1702406 - Víghólastígur 14. Kynning á byggingaleyfi.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi Sigurðar Hafsteinssonar byggingatæknifræðings dags. 11. janúar 2017 fyrir hönd lóðarhafa að Víghólastíg 14 þar sem óskað er eftir breytingum á þaki bílskúrs. Uppdráttur í mælikvarða 1:100. Samþykki meðeiganda liggur fyrir.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Víghólastígs 11a, 11b, 12, 13 og Digranesvegi 75 og 77.

15.1702247 - Markavegur 9. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Arnar Þorvaldssonar lóðarhafa um breytt deiliskipulag á lóðinni Markavegi 9. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit og lóð um 5 m. til austurs. Uppdráttur í mælikvarða 1:100 dags. 1. febrúar 2017 ásamt erindi.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Heimsenda 16 og 18.

16.1609771 - Álfhólsvegur 52. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju erindi byggingarfulltrúa um tillögu Páls V. Bjarnasonar dags. 31. ágúst 2016 þar sem óskað er eftir að breyta bílskúr við Álfhólsveg 52 í vinnustofu. Afgreiðslu erindisins var frestað á fundi skipulagsnefndar 19. september 2016 og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Einnig lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 16. febrúar 2017.
Skipulagsráð hafnar framlögðu erindi og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

17.1702400 - Naustavör 36-42, 44-50 og 52-58. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Archus arkítekta og Landmark dags. 14. febrúar 2017 fyrir hönd lóðarhafa Naustavarar 36-42, 44-50 og 52-58 (áður 52-74). Í breytingunni felst eftirfarandi:
Tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Naustavör 36 til 42.
Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað úr 42 í 44 íbúðir. Heildarbyggingarmagn eykst um 295 m2. Hámarshæð húss hækkar um 0.45 metra og hluti byggingarreitar sem skilgreindur er 3 hæðir og kjallari verður 4 hæðir og kjallari. Aðkoma og fjöldi bílastæða breytist og verða 46 stæði á lóð og 44 stæði í kjallara. Að öðru leyti er vísað í gildandi skilmála og deiliskipulagsuppdrátt m.s.br. 14. apríl og í september 2015.
Tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Naustavör 44 til 50.
Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað úr 42 í 44 íbúðir. Heildarbyggingarmagn eykst um 295 m2. Hámarshæð húss hækkar um 0.45 metra og hluti byggingarreitar sem skilgreindur er 3 hæðir og kjallari verður 4 hæðir og kjallari. Aðkoma og fjöldi bílastæða breytist og verða 46 stæði á lóð og 44 stæði í kjallara. Að öðru leyti er vísað í gildandi skilmála og deiliskipulagsuppdrátt m.s.br. 14. apríl og í september 2015.
Tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Naustavör 52 til 58.
Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað úr 42 í 44 íbúðir. Heildarbyggingarmagn eykst um 295 m2. Hámarshæð húss hækkar um 0.45 metra og hluti byggingarreitar sem skilgreindur er 3 hæðir og kjallari verður 4 hæðir og kjallari. Aðkoma og fjöldi bílastæða breytist og verða 46 stæði á lóð og 44 stæði í kjallara. Að öðru leyti er vísað í gildandi skilmála og deiliskipulagsuppdrátt m.s.br. 14. apríl og í september 2015.
Skipulagsráð samþykkir ofangreindar breytingar með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

18.1612052 - Þverbrekka 2. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Birgis Þórissonar fh. húsfélags Þverbrekku 2 dags. 24. nóvember 2016 þar sem óskað er eftir að fjölga íbúðum úr 30 í 32. Húsfélagið hefur í huga að breyta notkun á rými í sameign þannig að til verði tvær litlar íbúðir (ca 40 fm hvor) verði útbúnar á jarðhæð í rýmum sem á teikningu voru ætlaðar fyrir gang, kerru- og hjólageymslu, leikherbergi og skrifstofu húsvarðar.
Á fundi skipulagsnefndar 5. desember 2016 var afgreiðslu erindisins frestað og óskað umsagnar byggingarfulltrúa.
Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa dags. 11. janúar 2017.
Skipulagsráð samþykkir að unnar verði breytingar á aðalteikningum Þverbrekku 2 þar sem gert er ráð fyrir tveimur íbúðum í samseign hússins sbr. ofangreint erindi húsfélagsins og þær lagðar fyrir byggingarfulltrúa til afgreiðslu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

19.1612047 - Skemmuvegur 50. Kynninga á byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa.
Lögð fram að nýju tillaga Jóns Davíðs Ásgeirssonar, arkitekts fh. Steinsmiðju S. Helgasonar að nýbyggingu á lóðinni nr. 50 við Skemmuveg. Í tillögunni felst að á lóðinni sem er liðlega 2,000m2 að flatarmáli verði byggt atvinnuhúsnæði á tveimur hæðum auk kjallara að samanlögðum gólffleti um 2,800 m2. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. í nóvember 2016.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna ofangreinda byggingarleyfisumsókn fyrir lóðarhöfum Smiðjuvegi 24, 26, 28, 48, 50, 54, 56, 58, 60, 62, 64,66 og 50A. Kynningartíma lauk 20. febrúar 2017. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Ása Richardsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.

20.17011004 - Lækjasmári 11-17. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi húsfélagsins Lækjasmára 11-17 dags. 23. janúar 2017 þar sem óskað er eftir að sameina lóðir húsanna nr. 11, 13, 15 og 17 við Lækjasmára þannig að um eina lóð sé að ræða í stað fjögurra lóða.
Frestað.

21.1611458 - Nónhæð. Breyting á aðalskipulagi. Skipulagslýsing.

Lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingardeildar að skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024. Lýsingin er lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og fjallar um breytingu á landnotkun og talnagrunni í Nónhæð, sem skv. núgildandi aðalskipulagi er áætlað fyrir samfélagsþjónustu og opin svæði en breytist skv. ofangreindri lýsingu í íbúðarbyggð og opin svæði.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða lýsingu og að hún verði kynnt í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 10. janúar 2017 var afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest. Ofangreind lýsing var kynnt frá 21. janúar til 20. febrúar 2017. Með auglýsingu sem birtist í Fréttablaðinu 21. janúar 2017 var vakin athygli á því að kynning lýsingarinnar stæði yfir og að efni hennar mætti nálgast á heimasíðu bæjarins og í afgreiðslu skipulags- og byggingardeildar umhverfissviðs. Lýsingin var kynnt á almennum fundi í Smáraskóla 9. febrúar 2017. Lýsingin var jafnframt send umsagnaraðilum til umsagnar. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun sbr. bréf dags. 2. febrúar 2017; frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis sbr. bréf dags. 1. febrúar 2017; frá Mosfellsbæ sbr. bréf dags. 1. febrúarar 2017; frá Samtökum sveitarfélags á höfuðborgarsvæðinu sbr. bréf dags. 7. febrúar 2017. Auk þess bárust athugasemdir og ábendingar frá íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.

Eftirfarandi lagt fram:
1.
Nónhæð. Breytingar á aðalskipulagi. Lýsing á skipulagsverkefni. Breyting nr. 3. Október 2016.

2.
Samantekt með athugasemdum, ábendingum og umsögnum er bárust skipulags- og byggingardeild er aðalskipulags-lýsingin var kynnt.
Með tilvísan til ofangreindrar aðalskipulagslýsingar samþykkir skipulagsráð að hefja megi vinnu við gerð aðalskipulagsbreytingar fyrir koll Nónhæðar nánar tiltekið á svæði sem afmarkast af Arnarnesvegi í suður, Smárahvammvegi í austur, lóðamörkum húsa sunnan Foldarsmára í norður og húsagötu að Arnarsmára 32 og 43 í vestur.

Bókun frá Ásu Richardsdóttur:
"Ása Richardsdóttir greiðir atkvæði á móti tillögunni. Ég leggst gegn þvi að afgreiða málið á næsta stig áður án kjörnum fulltrúum gefst ráðrúm til að kynna sér innkomnar athugasemdir".

22.1310068 - Breyting á Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022.

Lögð fram verklýsing vegna fyrirhugaðrar aðalskipulagsbreytingar sveitarfélagsins Ölfuss vegna afþreyingar- og ferðamannasvæðis á Hellisheiði. Greinargerð og uppdrættir dags. 4. janúar 2017.
Lagt fram.

23.1702351 - Hamraborg 1a til 11. Endurskoðun skipulags. Deiliskipulag.

Lagt fram erindi skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs þar sem óskað er heimildar skipulagsráðs til að hefja skipulagsvinnu við Hamraborg sem gerir ráð fyrir þéttingu byggðar og betri nýtingu á opnum svæðum og lóðum. Nánar tiltekið nær svæðið til Hamraborgar 1, 1a, 3, 5, 7, 9 og 11.
Skipulagssvæðið er skilgreint sem það svæði sem nær frá húshliðum Hamrabogar 10 til 24, til norðurs, lóðarmörkum Álfhólsvegar 2 og 15 til austurs, Auðbrekku 2 og 4 til suðurs og Hamraborgar 1a til vesturs.
Skipulagsráð samþykkir ofangreint erindi.

24.1702415 - Auðbrekka þróunarsvæði, svæði 4, 5 og 6. Deiliskipulag.

Í kjölfar hugmyndasamkeppni um skipulag athafnasvæðisins við Nýbýlaveg og Auðbrekku var unnin skipulagslýsing, Auðbrekka deiliskipulag, Nýjar leiðir - ný markmið - nýtt hlutverk dags. 4. maí 2015 fyrir þróunarsvæði Auðbrekku. Lýsingin var kynnt og auglýst og bárust athugasemdir við lýsinguna sem hafðar voru til hliðsjónar þegar unnin var deiliskipulag fyrir hluta þróunarsvæðisins, svæði 1, 2 og 3, nánar tiltekið ná þau svæði til Nýbýlavegar 2-12, Skeljabrekku 4, Dalbrekku 2, 4, og 6, Auðbrekku 1-13 (oddatölur) og Auðbrekku 29. Deiliskipulag fyrir ofangreinda reiti hefur þegar tekið gildi.

Lagt fram erindi skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs um að hefja aðal- og deiliskipulagsvinnu við svæði 4, 5 og 6 á þróunarsvæði Auðbrekku, nánar til tekið ná þau svæði til Auðbrekku 2 til 32 (jafnar tölur og 15 til 25 (oddatölur).
Skipulagsráð samþykkir ofangreint erindi.

Fundi slitið - kl. 19:05.