Umhverfis- og samgöngunefnd

56. fundur 04. nóvember 2014 kl. 16:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Jón Kristinn Snæhólm aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Sigurður M Grétarsson aðalmaður
  • Einar Baldursson aðalmaður
  • Hreggviður Norðdahl áheyrnarfulltrúi
  • Gylfi Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Bjarki Þórir Valberg
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.1410633 - Uppsetning funda og framsetning gagna.

Kynning á reglum um uppsetningu fund og framsetningu gagna samkvæmt leiðbeiningum um ritun fundargerða sveitarstjórna nr. 22/2013.
Lagt fram og kynnt.

2.1409258 - Umhverfis- og samgöngunefnd - Umferðamál - Erindi 2014

Lagður fram listi af erindum varðandi umferðamál og tillaga af afgreiðslu erinda dags. 16.10.2014.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma tillögur að afgreiðslu mála.

3.1404272 - Tillaga og ósk um stuðning frá Reykjavíkurborg og sveitarfélögum

Lagt fram erindi Ólafs Páls Torfasonar, frkv.stj. Snark ehf, varðandi ósk um stuðning við gerð tónlistarmyndbands til þess að auka við umhverfisvitund ungs fólks á aldrinum 15-25 ára dags. 4.4.2014 ásamt afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar á erindinu dags 14.4.2014 og 19.5.2014 og úrvinnslu Menntasviðs dags. 16.9.2014.
Umhverfis- og samgöngunefnd fagnar framtakinu en telur að gerð tónlistarmyndbands falli betur að öðru fagsviði en því sem umhverfis- og samgöngunefnd hefur umsjón með og hafnar beiðni um styrkveitingu einróma.

4.1401783 - Múlalind 3. Erindi frá íbúa.

Lögð fram umsögn frá heilbrigðiseftirliti Hafnafjarðar- og Kópavogssvæðis um erindi varðandi Múlalind 3 dags 6.10.2014 ásamt erindi frá Erni Gunnlaugssyni dags. 20.1.2014, 14.2.2014, 3.4.2014, 9.6.2014, 19.6.2014, 20.6.2014, 22.6.2014, 27.7.2014, 10.8.2014 ásamt minnisblaði um feril málsins dags. 25.3.2014.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma að fela Umhverfisfulltrúa að senda erindishafa niðurstöður Heilbrigðiseftirlits- Hafnafjarðar og Kópavogssvæðis.

5.1410257 - Kópavogsbraut 68 - Umhverfi - Gróður

Lagt fram erindi Jóhönnu Þorvaldsdóttur varðandi gróður við Kópavogsbraut dags. 14.10.2014 ásamt umsögn garðyrkjustjóra dags. 30.10.2014.
Umhverfis- og samgöngunefnd frestar afgreiðslu málsins. Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir tillögu á nánari útfærslu aðgerðaáætlunar frá garðyrkjustjóra.

6.1410480 - Dalsmári - Umferðavakning - Íbúaframtak

Lagt fram erindi frá íbúum í Dalsmára varðandi umferðamál dags 30.9.2014.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma að fela Umhverfissviði að gera úttekt á svæðinu í samræmi við erindi og leggja fram drög að aðgerðaáætlun.

7.1409004 - Samantekt á aðliggjandi götum að þjónustustofnunum miðbæjarins skv. umferðaáætlun Kópavogsbæjar 2012

Kynning á samantekt á umferðamerkingum Dalsmára dags. 16.9.2014.
Lagt fram og kynnt.

8.1303358 - Mælingar á loftgæðum í Kópavogi

Lagðar fram upplýsingar frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins varðandi fyrirspurn um upplýsingar um undanþágu til tveggja ára sem Umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitti Orkuveitu Reykjavíkur frá kröfum í reglugerð um styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti sem tóku gildi 1.7.2014 að uppfylltum ákveðnum skilyrðum tilkynning dags. 6.6.2014 ásamt erindi til Umhverfis- og auðlindaráðuneytis frá bæjarstjóra varðandi beiðni um upplýsingar og rökstuðning dags. 18.9.2014.
Umhverfis- og samgöngunefnd hefur borist umsókn Orkuveitu Reykjavíkur um undanþágu frá reglugerð um styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti til umhverfis- og auðlindaráðuneytis ásamt umsögn Orkustofnunar dags. 17.3.2014, umsögn Heilbrigðiseftirlits Hafnafjarðar- og Kópavogssvæðis dags. 5.3.2014, ásamt umsögn Heilbrigðisnefndar Kjósasvæðis dags. 21.3.2014, ásamt umsögn Waldorfskólanna dags. 18.3.2014, Heilbrigðisnefndar Suðurlands dags. 11.3.2014, umsögn Embættis landlæknis dags 13.3.2014, umsögn Umhverfisstofnunar dags. 2.4.2014 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 1.4.2014.
Umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogsbæjar harmar hinsvegar og furðar sig á að svar við erindi til Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu hafi ekki borist nefndinni varðandi undanþágu og skilyrði Orkuveitu Reykjavíkur fá kröfum um styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti. Umhverfis- og samgöngunefnd ítrekar beiðni um svör til Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins hvers vegna Orkuveita Reykjavíkur sinni ekki upplýsingaskyldu um mælingar sbr. 6. grein reglugerðar 514/2010 í Lækjarbotnum í samræmi við skilyrði í undanþágu. Hver framfylgi skilyrðum og eftir hvaða verklagsreglum sé unnið.

9.1410481 - Engihjalli - Þróunarverkefni

Kynnt hugmyndarvinna að þróunarverkefni í Engihjalla og fyrirhugað íbúaþing þann 8.11.2014.
Lagt fram og kynnt. Umhverfis- og samgöngunefnd fagnar einróma framtaki íbúasamtaka Engihjalla.

10.1211189 - Bláfáninn - Fossvogshöfn

Lögð fram niðurstaða Bláfánaeftirlits sumarið 2014 frá Landvernd dags 7.10.2014.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma að fela Umhverfissviði að gera viðeigandi úrbætur sem fyrst.

11.1309039 - Ferðamátakannanir grunnskóla Kópavogs

Lögð fram ferðamátakönnun dags 22.10.2014 og leiðarvalskönnun dags. 22.10.2014 frá Álfhólsskóla, Hörðuvallaskóla, Salaskóla, Lindaskóla, Kársnesskóla Vatnsendaskóla og Kópavogsskóla. Gögn bárust ekki til baka frá Snælandsskóla.
Lagt fram og kynnt.

12.1405636 - Kópavogsbraut 19,Heilsuleikskólinn Urðarhóll - Samgöngumál

Lagt fram erindi frá Kristín H. Þórarinsdóttir f.h. foreldraráðs Urðarhóls varðandi samgöngumál við Heilsuleikskólanum Urðarhól dags. 17.9.2014 með tilvísan í erindi Jóhönnu Kristrúnar Birgisdóttur f.h. foreldrafélags og foreldraráðs á leikskólanum Urðarhóli dags 28.5.2014 og afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar á erindi Jóhönnu Kristrúnar Birgisdóttur f.h. foreldrafélags og foreldraráðs á leikskólanum Urðarhóli dags. 2.6.2014
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma tillögu að hraðatakmarkandi aðgerðum á umræddum stað og breytta akstursstefnu um bílastæði við Heilsuleikskólann Urðarhól. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma að fela Umhverfissviði málið til úrvinnslu.

13.1406593 - Smiðjuhverfi - Smiðjuvegur og Skemmuvegur - Skilti um að bifreiðarstöður séu bannaðar í götunum

Lagt fram minnisblað frá fundi með Hagsmunasamtökum - Smiðjuhverfis - Smiðjuvegur - Skemmuvegur dags. 29.10.2014.
Lagt fram og kynnt.

14.1410259 - Hreinsunarátak á atvinnusvæðum í Kópavogi

Lögð fram minnisblað varðandi hreinsunarátak í Smiðjuhverfi - Smiðjuvegur - Skemmuvegur dags. og hreinsunarátak á atvinnusvæðum í Kópavogi dags. 30.10.2014.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma að fela Umhverfissviði að gera drög að aðgerðaáætlun og vísar hreinsunarátaki á Kársnesi til skipulagsnefndar til umsagnar.

15.1410243 - Íbúafundur - Smárahverfi

Lögð fram kynning um íbúafund sem haldin verður 13.11.2014 í Smárahverfi.
Lagt fram og kynnt.

16.1410610 - Umferðagarður - Skipulag svæðis

Umhverfissvið leggur fram tillögu að staðsetningu og skipulagi á umferðagarði dags 31.10.2014 í samræmi við 4 ára áætlun um hjólreiðar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir einróma að fela umhverfissviði að koma með tillögu að svæði og útfærslu ásamt kostnaðargreiningu.

17.1410609 - Grænir dagar í Kópavogi - Skipulag svæða

Lagt fram erindi Umhverfissviðs varðandi endurupptöku á átaki "Grænir dagar" í Kópavogi og skipulagningu svæða.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma að fela umhverfisfulltrúa að afmarka aðgerðarsvæði "Grænna daga" í samræmi við Aðalskipulag Kópavogsbæjar 2012-2024 og samþykkt deiliskipulög þar sem þau eru til staðar og gera drög að aðgerðaráætlun í samráði við garðyrkjustjóra Kópavogsbæjar. Kostnaðarliðum erindisins er vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

18.1006097 - Úttekt á stöðu friðlýstra náttúrulegra svæða

Lögð fram ástandskýrsla friðlýstra svæða 2014.
Lagt fram og kynnt. Samþykkt.

19.1410647 - Salavegur - Gangbraut - Breyting á aðkomu

Lögð fram tillaga frá umhverfissviði að breyttri aðkomu að gangbraut við Salaveg dags. 31.10.2014.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma framlagða tillögu.

Fundi slitið.