Umhverfis- og samgöngunefnd

40. fundur 23. september 2013 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Margrét Björnsdóttir aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Helgi Jóhannesson aðalmaður
  • Steingrímur Hauksson
  • Kristján Matthíasson aðalfulltrúi
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Tryggvi Magnús Þórðarson áheyrnarfulltrúi
  • Gylfi Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Sólveig Helga Jóhannsdóttir starfsmaður nefndar
  • Birgir Hlynur Sigurðsson
Fundargerð ritaði: Sólveig Helga Jóhannsdóttir umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.1309007 - Gulaþing, hraðahindrun

Borist hefur erindi frá íbúa, dags. 28.08.2013, þar sem óskað er eftir hraðahindrun við Gulaþing.

Samkvæmt umferðarskipulagi Kópavogs er gert ráð fyrir tveimur hraðahindrunum í Gulaþingi. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir aðra hraðahindrun.

2.1308613 - Fífulind, hraðahindrun

Erindi hefur borist þar sem óskað er eftir hraðahindrun við Fífulind.

Samkvæmt umferðarskipulagi Kópavogs er gert ráð fyrir hraðahindrun í götunni. Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að skoða staðsetningu hraðahindrunar nánar.

3.1306675 - Kársnesskóli, umferðaröryggi

Umhverfissvið leggur fram tillögu að hraðahindrun við Kársnesskóla eftir að erindi barst frá skólastjóra Kársnesskóla dags. 21.05.2013.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu og vill með þessu bæta umferðaröryggi á gönguleiðum skólabarna.

4.1308612 - Sólarsalir, gangbraut

Erindi hefur borist frá íbúa í Sólarsölum þar sem óskað er eftir hraðahindrun í götunni.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að sett verði gangbraut í Sólarsali þar sem um er að ræða fjölfarna gönguleið skólabarna og vill með þessu bæta umferðaröryggi á gönguleiðum skólabarna.

5.1309001 - Kambavegur, umferðaröryggi

Borist hefur erindi frá íbúa, dags. 30.08.2013, þar sem óskað er eftir gangbraut yfir Kambaveg.

Umhverfissviði er falið að vinna áfram í málinu.

6.1308191 - Smárahvammsvegur, umferðarljós.

Borist hefur erindi frá íbúa, dags. 11.08.2013, þar sem óskað er eftir að beygju umferðarljós við Smárahvammsveg verði endurskoðuð. Einnig er lagt fram erindi frá Arkverk, dags. 22.08.2013

Erindinu er hafnað út frá öryggi gangandi vegfarenda.

7.1309086 - Nýbýlavegur, umferðaröryggi

Erindi barst frá íbúa, dags. 3.09.2013, þar sem óskað er eftir aðgerðum á Nýbýlavegi vegna umferðahraða.

Úttekt á umferðaröryggisþáttum Nýbýlavegar, í samvinnu við Vegagerðina sem er veghaldari vegarins, stendur yfir. Erindinu verður vísað til Vegagerðarinnar.

8.1307245 - Skólagerði, bílastæði

Lögð er fram kostnaðaráætlun vegna tveggja útfærsla á fyrirhuguðum framkvæmdum við Skólagerði og tölvupóstur frá íbúa, dags. 27.08.2013.

Frestað.

9.1309346 - Grenndargámastöðvar í Kópavogi

Lögð er fram skýrsla um úttekt á grenndargámastöðvum í Kópavogi og minnisblað frá umhverfisfulltrúa.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að pappírsgámar verði fjarlægðir á grenndargámastöðvum í bænum þar sem bláar pappírstunnur eru komnar við öll heimili bæjarins.

10.1306785 - Viðbragðsáætlun vegna mengunar. Tillaga frá Margréti Björnsdóttur, Ómari Stefánssyni og Rannveigu Ás

Umhverfisfulltrúi leggur fram viðbragðsáætlun fyrir Kópavogslæk. Einnig er lögð fram skýrslan Frumathugun á Kópavogslæk sem unnin var af Náttúrufræðistofu Kópavogs í september 2013.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða viðbragðsáætlun og vísar málinu til bæjarráðs til afgreiðslu.

11.1304041 - Samgöngusamningur við starfsmenn. Tillaga frá Guðríði Arnardóttur.

Lögð eru fram drög að samgöngusamningi við starfsmenn.

Samgöngusamningur kynntur og umhverfisfulltrúa falið að vinna áfram að málinu.

12.1309338 - Breytingar á heimasíðu varðandi umhverfismál

Kynntar eru fyrirhugaðar breytingar og uppfærsla á heimasíðu sem varðar umhverfismál.

Kynnt.

13.1301027 - Fundargerðir stjórnar Reykjanesfólkvangs 2013

Lagðar eru fram fundargerðir stjórnar Reykjanesfólkvangs sem af er árið 2013.

Kynnt.

Fundi slitið - kl. 18:30.