Umhverfis- og samgöngunefnd

68. fundur 01. september 2015 kl. 16:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Jón Kristinn Snæhólm aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Sigurður M Grétarsson aðalmaður
  • Einar Baldursson aðalmaður
  • Hreggviður Norðdahl áheyrnarfulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson
  • Karl Eðvaldsson
  • Bjarki Þórir Valberg
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.1411143 - Auðbrekka þróunarsvæði

Greint frá stöðu mála.
Lagt fram og kynnt.

2.1409617 - Kópavogsbraut 19, Umferðaröryggi við leikskólann Urðarhóll.

Lögð fram tillaga að breyttu umferðarskipulagi við Kópavogsbraut 19.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma að framlögð tillögu og að auki að gangbraut verði upphækkuð.

3.1111596 - Kríunes (Vatnsendabl./Kríunes)

Lagt fram erindi Björns I. Stefánssonar dags. 28.8.2015 varðandi skilti og umferðaröryggi.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma að sett verði upp skilti til vegvísunar í samráði við umhverfissvið Kópavogsbæjar.
Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir að unnin verði heildræn stefna um útlit, uppsetningu og umsóknarferli um skilti og vegvísanir í Kópavogi.

4.1404265 - Kóravegur - Hraðatakmarkanir

Lagt fram erindi Björns Ásbjörnssonar varðandi umferðaröryggi á Kóravegi dags. 21.8.2015.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma að fela umhverfissviði að leggja fram tillögur að útfærslu á umræddu svæði í samræmi við erindi fyrir næsta fund nefndarinnar.

5.1505243 - Umhverfisviðurkenningar 2015

Greint frá stöðu mála.
Lagt fram og kynnt.

Fundi slitið.