Umhverfis- og samgöngunefnd

61. fundur 09. febrúar 2015 kl. 16:30 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Jón Kristinn Snæhólm aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Sigurður M Grétarsson aðalmaður
  • Einar Baldursson aðalmaður
  • Hreggviður Norðdahl áheyrnarfulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson
  • Bjarki Þórir Valberg
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.1502164 - Kópavogstún. Heilsugarður.

Kynning á nemendaverkefni "Heilsugarður fyrir almenning á Kópavogstúni".
Lagt fram og kynnt. Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar Kristjáni Sigurgeirssyni fyrir kynninguna.

2.1502158 - Fossvogsdalur. Skipulag.

Lögð fram drög að skipulagslýsingu deiliskipulags Fossvogsdals sem unnin er sem samstarfsverkefni Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar dags. 3.2.2015.
Yngvi Þór Loftsson frá Landmótun kynnti drög að skipulagslýsingu. Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar fyrir kynninguna. Lagt fram og kynnt.

3.1502159 - Kópavogsdalur. Skipulag.

Farið yfir skipulag Kópavogsdals og lagðar fram hugmyndir um að unnið verði heildarskipulag fyrir svæðið.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma fyrir sitt leiti að skipulags- og byggingardeild hefji vinnu við heildarskipulagningu svæðisins.

4.1502167 - Rjúpnahæð, opin svæði og stígar.

Lögð fram og kynnt drög að stígakerfi og staðsetningu leiksvæða í Rjúpnahæð dags. 16.1.2015.
Lagt fram og kynnt.

5.1411143 - Auðbrekka þróunarsvæði

Kynntar niðurstöður samráðsfundar í Auðbrekku sem haldinn var 29.1.2015.
Lögð fram samantekt samráðsfundar dags. 29.1.2015.

6.1410481 - Engihjalli - Þróunarverkefni

Gert grein fyrir stöðu mála.
Gert grein fyrir stöðu mála.

7.1410501 - Fjárhagsáætlun Kópavogs 2015

Stefán L. Stefánsson deildarstjóri framkvæmdadeildar umhverfissviðs kynnir fjárhagsáætlun umhverfissvið 2015.
Lagt fram og kynnt.

Fundi slitið.