Umhverfis- og samgöngunefnd

38. fundur 12. ágúst 2013 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Margrét Björnsdóttir formaður
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir
  • Svava Hrönn Guðmundsdóttir
  • Tryggvi Magnús Þórðarson
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Gylfi Sigurðsson
  • Kristján Matthíasson
  • Hreiðar Oddsson
  • Sólveig Helga Jóhannsdóttir starfsmaður nefndar
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
Fundargerð ritaði: Sólveig Helga Jóhannsdóttir umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.1307314 - Digranesvegur 34-36, athugasemd við biðstöð Strætó

Bæjarráð vísaði erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs dags. 25. júlí 2013.

Samþykkt.

2.1307245 - Skólagerði, bílastæði

Lagðar eru fram teikningar af útfærslu bílastæða í Skólagerði.

Frestað.

3.1308002 - Bergsmári, umferðaröryggi

Borist hefur erindi frá íbúa, dags. 8. júlí 2013, þar sem óskað er eftir skilti um hámarkshraða í götunni og öðru skilti þar sem stendur "Börn að leik".

Umhverfis- og samgöngunefnd bendir á að hámarkshraði í götunni er 30 km. Ákveðið var að senda dreifibréf á íbúa hverfisins þar sem íbúar eru hvattir til að virða hámarkshraða.

4.1308006 - Skilti - Akralind/Lindarvegur

Óskað hefur verið eftir að setja upp skilti við Lindarveg fyrir fyrirtæki við Akralind.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir og felur umhverfissviði að vinna málið í samræmi við fyrri samþykktir.

5.1307150 - Reiðhjól fyrir starfsfólk bæjarskrifstofu Kópavogs.

Umhverfisfulltrúi kynnir útfærslu á hugmyndinni ,,reiðhjól fyrir starfsfólk bæjarskrifstofu Kópavogs".

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða útfærslu og samþykkir að 2 reiðhjól verði keypt.

6.1307418 - Merkingar reiðstíga í Garðabæ og Kópavogi

Bæjarráð vísaði málinu til umhverfis- og samgöngunefndar til úrvinnslu þann 25.07.2013. Lagt er fram erindi frá Hestamannafélaginu Spretti, dags. 18.07.2013. Þar er lögð fram fjárhagsáætlun um fyrirhugaðar merkingar á reiðstígum og óskað eftir stuðningi Kópavogs við verkefnið og árlegt framlag til viðhalds og uppbyggingar reiðstíga.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að samrýmdum merkingum á reiðstígum og vísar kostnaði til viðhalds og uppbyggingar reiðstíga til fjárhagsáætlunar 2014.

7.1308003 - Talning á hjóla- og göngustígum 2013.

Lögð er fram skýrsla um talningu á hjólandi og gangandi vegfarendum.

Kynnt. 

8.1106016 - Kanínur

Lagt er fram erindi frá skrifstofu umhverfisgæða á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur, dags. 24.07.2013.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að svara erindinu og hvetur til umræðu milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

9.1308005 - Fyrirhuguð friðlýsing Brennisteinsfjalla skv. rammaáætlun og endurskoðun friðlýsingarskilmála Reykja

Lagt fram afrit af erindi frá Umhverfisstofnun, dags. 16.07.2013, um fyrirhugaða friðlýsingu Brennisteinsfjalla skv. rammaáætlun og endurskoðun friðlýsingarskilmála Reykjanesfólkvangs.

Kynnt.

10.1005063 - Þríhnúkagígur

Lagt er fram afrit frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis til Orkuveitur Reykjavíkur, dags. 30.07.2013.

Kynnt.

11.1308102 - Aðgerðir og þróun aðgerðarramma í loftslagsmálum með sveitarfélögum.

Kynntur er fyrirhugaður fundur hjá Landvernd vegna fyrirhugaðs verkefnis um Loftslagsverkefni Landverndar.

Kynnt.

12.1308129 - Síðssumarsganga 2013

Hugmyndir ræddar um dagsetningu og leið síðsumarsgöngu.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að árleg síðsumarsganga verði 5. september næstkomandi.

Fundi slitið - kl. 18:30.