Umhverfis- og samgöngunefnd

2. fundur 11. apríl 2011 kl. 17:00 - 19:00 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundargerð ritaði: Hólmfríður Þorsteinsdóttir umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.1103014 - Bæjarráð - 2588

Fundargerða Bæjarráðs 24. mars 2011:
1103256 - Skólagarðar 2011
Bæjarráð frestar afgreiðslu á liðnum.
1101841 - Umsókn um æfingasvæði
Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka málið upp á vettvangi SSH.

 

 

 

2.1104049 - Umferðarskipulag Kópavogsbæjar

Umferðarskipulag Kópavogsbæjar er lagt fram og kynnt. Gunnar Ingi Ragnarsson og Nils Svhwarzkopp frá vinnustofunni Þverá ehf. kynntu skipulagið og greindu frá endurskoðun á því.

Umhverfis- og samgöngunefnd leggur áherslu á að haldið verði áfram að vinna að umferðarskipulaginu.

3.1104053 - Kársnesbraut 123, hraðahindrun

Lagt er fram erindi lóðarhafa að Kársnesbraut 123 dags. 27. janúar 2011. Í erindinu er óskað eftir hraðahindrun við göngubraut við húsið.

Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að mældur verði umferðarhraði í götunni áður en endanleg ákvörðun verður tekin.

4.1012212 - Snælandsskóli. Umferðarmál. Öryggi gangandi vegfarenda.

Lagt er fram erindi dags. 1. mars 2011 f.h. skólaráðs Snælandsskóla. Í erindinu er óskað eftir því að Kópavogsbær fari yfir umhverfi skólans, umferðaröryggi og lýsingu.

Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar ábendinguna og felur umhverfissviði að gera tillögu að heildrænu skipulagi umferðarmála í kring um grunnskóla bæjarins. 

5.1104043 - Slysaskráning 2011

Lagt er fram minnisblað dags. 1. apríl 2011 frá Eflu, verkfræðistofu. Í minnisblaðinu er tekið saman yfirlit yfir umferðaróhöpp í Kópavogsbæ á fimm ára tímabili.

Lagt fram og kynnt.

6.1104046 - Hjólreiðaáætlun Kópavogsbæjar

Á fundi umferðarnefndar 21. september 2010 var nefndarmanni falið að leiða vinnuhóp við skipulagningu hjólaleiða í Kópavogi. Fyrstu niðurstöður voru lagðar fram á fundi 1. febrúar 2011 og málinu vísað til nýrrar umhverfis- og samgöngunefndar.

Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að óskað verði eftir tillögum frá hjólreiðasamtökum og íbúum varðandi hentuga stofnstíga fyrir hjólreiðar innan Kópavogsbæjar og tengingar við önnur sveitarfélög.

7.1103134 - Umhverfisviðurkenningar 2011

Frá árinu 1964 hafa verið veittar viðurkenningar vegna umhverfismála í Kópavogi með breyttu sniði í gegnum árin. Síðustu árin voru veittar viðurkenningar fyrir: endurgerð húsnæðis, hönnun, frágang húss og lóðar á nýbyggingasvæðum, framlag til ræktunarmála, framlag til umhverfismála og framlag til umhverfis og samfélags. Á fundi umhverfisráðs 21. mars 2011 fól umhverfis- og samgöngunefnd umhverfissviði að annast undirbúning málsins.
Kynntar eru viðurkenningar frá síðasta ári.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að vinna áfram að málinu samkvæmt því sem fram kom á fundinum.

8.1104068 - Fróðleiksskilti 2011

Lagðar eru fram tillögur að næstu fróðleiksskiltum í Kópavogi.

Málið rætt og verður afgreitt á næsta fundi.

9.1104054 - Grænn apríl, 2011

Samþykkt var að Kópavogsbær styrki verkefnið Grænn apríl. Verkefninu var hrint í framkvæmd af áhugafólki um umhverfismál og er allur mánuðurinn helgaður því málefni.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillögu að viðburðum í tengslum við Grænan apríl.

10.1103135 - Dagur umhverfisins, 2011

Dagur umhverfisins er haldinn árlega þann 25. apríl en þann dag árið 1762 fæddist Sveinn Pálsson, fyrsti íslenski náttúrufræðingurinn. Í ár verður dagurinn tileinkaður skógum. Lagt er fram minnisblað með tillögum að viðburðum vegna dagsins.
Á fundi Umhverfis- og samgöngunefndar 21. mars 2011 var samþykkt að halda áfram vinnu við skipulagningu á Degi umhverfisins.
Lögð var fram dagskrá vegna Dags umhverfisins í Kópavogi og bréf sem sent var til skóla bæjarins.

Lagt fram og samþykkt.

11.701100 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2010-2022.

Hafin er á ný vinna við endurskoðun á Aðalskipulagi Kópavogs og Staðardagskrá 21. Farið verður yfir tímaáætlunina og verksvið nefndarinnar. Samþykkt hefur verið að halda kynningarfund fyrir íbúa og hagsmunaaðila þann 28. apríl 2011 í Hörðuvallaskóla kl. 17.00- 18.30.

Umhverfisfulltrúi fór yfir stöðu vinnu við endurskoðun aðalskipulags og Staðardagskrá 21.

Önnur mál:
Formaður umhverfis- og samgöngunefndar vill vekja athygli á kynningarfundi um friðlýsingu Skerjafjarðar þann 29. apríl. Allir nefndarmenn eru hvattir til að mæta.

Formaður umhverfis- og samgöngunefndar greinir frá hugmyndasmiðju Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem haldin var 2

Fundi slitið - kl. 19:00.