Umhverfis- og samgöngunefnd

60. fundur 20. janúar 2015 kl. 16:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Jón Kristinn Snæhólm aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Sigurður M Grétarsson aðalmaður
  • Hreggviður Norðdahl áheyrnarfulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson
  • Karl Eðvaldsson
  • Bjarki Þórir Valberg
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.1312123 - Hverfisáætlun

Lögð fram greinagerð Smárinn hverfisáætlun.
Lagt fram og kynnt. Samþykkt einróma.

2.1303358 - Loftgæði í Kópavogi, mælingar.

Frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 12. desember, svar við upplýsingabeiðni Kópavogsbæjar frá 27. ágúst sl., ásamt umsögn sviðsstjóra umhverfissviðs dags. 15. desember, um loftgæðamælingar vegna brennisteinsmengunar frá Hellisheiðarvirkjun.
Lagt fram og vísað til umhverfis- og samgöngunefndar til kynningar.
Lagt fram og kynnt. Umhverfis- og samgöngunefnd harmar einróma að Orkuveita Reykjavíkur sinni ekki lögboðinni upplýsingaskyldu um mælingar sbr. 6.grein reglugerðar 514/2010 í Lækjabotnum. En samkvæmt skilyrðum undanþágu til tveggja ára er Orkuveitu Reykjavíkur gert að birta loftgæðisupplýsingar á aðgengilegan og skiljanlegan hátt að höfðu samráði við Umhverfisstofnun. Þannig er betur tryggt að almenningur sé ætíð upplýstur um loftgæði á áhrifasvæði Hellisheiðavirkjunar hvort sem um er að ræða almennar upplýsingar fyrir íbúa, viðkvæma hópa eða þá sem stunda útivist á svæðinu. Enn fremur kemur fram í undanþágu að upplýsa skal almenning um líklega útbreiðslu brennisteinsvetnis á áhrifasvæði Hellisheiðavirkjunar þegar útlit er fyrir að styrkur þess fari yfir tilkynningarmörk. Umhverfis- og samgöngunefnd harmar einróma jafnframt að ekki skuli fylgst með því að Orkuveita Reykjavíkur uppfylli þau skilyrði sem sett voru fyrir undanþágunni. Nefndin telur fulla ástæðu til að mælingum sé haldið áfram þrátt fyrir jarðeld í hálendi landsins.

3.1501274 - Fróðleiksskilti - Tillaga að fróðleiksskiltum 2015.

Lögð fram tillaga að fróðleiksskiltum fyrir 2015 af Friðriki Baldurssyni, garðyrkjustjóra.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma fyrirlagða tillögu.

4.1401118 - Fundargerðir stjórnar Strætó 2014

Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. fyrir árið 2014.
Lagt fram og kynnt.

5.801287 - Grjótnám í Lækjarbotnum

Lagður fram ferill málsins dags. 3.5.2012 ásamt afgreiðslu bæjarstjórnar 22.5.2012 og umhverfis- og samgöngunefndar 14.5.2012.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma að fela umhverfissviði að framkvæma úttekt á svæðinu.

6.1405446 - Umhverfisvöktun á vatni og sjó 2014.

Lagðar fram mælingar heilbrigðiseftirlits Hafnafjarðar- og Kópavogssvæðis frá árinu 2014.
Lagt fram og kynnt.

7.1304003 - Fuglavöktun í Kópavogi

Lögð fram samantekt á fuglavöktun í Kópavogi síðan 2012.
Lagt fram og kynnt. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma að fela umhverfissviði að funda með forsvarsmönnum Náttúrufræðistofu Kópavogs um vöktun og rannsóknir á náttúru Kópavogs.

8.1410257 - Kópavogsbraut 68 - Umhverfi - Gróður

Lögð fram tillaga að útfærslu frá garðyrkjustjóra dags. 13.1.2015.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir samhljóða tillögur að útfærslu og felur umhverfissviði að tilkynna íbúum við Kópavogsbraut fyrirhugaðar framkvæmdir. Hjördís Ýr Johnson, Hreiðar Oddsson og Sigurður Grétarsson samþykktu framlagða tillögu. Jón Kristinn Snæhólm sat hjá við atkvæðagreiðslu.

9.1405569 - Dalsmári 1 - Smáraskóli - Umferðamál

Frá foreldrafélagi Smáraskóla, dags. 22. maí, óskað eftir úrbótum á aðgengi fatlaðra og öryggi barna vegna aukinnar bifreiðaumferðar við skólann tengda íþróttastarfsemi.
Bæjarráð vísar erindinu til skólanefndar og umhverfis- og samgöngunefndar til umsagnar.
Á fundi Umhverfis- og samgöngunefndar 3.6.2014 leggur nefndin til að bílastæði austan Kópavogsvallar verðir aðskilið umferð að Smáraskóla með lokun og að bæta verði aðgengi og bílastæðamál fyrir fatlaða og vísar öðrum liðum erindisins til sviðstjóra umhverfissviðs.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 3.12.2014 er lögð fram tillaga að útfærslu á aðskilnað á umferð að Smáraskóla og bílastæðum austan Kópavogsvallar í samræmi við samþykkt umhverfis- og samgöngunefndar 2.6.2014.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma framlagða tillögu og vísar henni sem umsögn nefndarinnar til bæjarráðs.

Fundi slitið.