Umhverfis- og samgöngunefnd

1. fundur 21. mars 2011 kl. 17:00 - 19:00 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundargerð ritaði: Hólmfríður Þorsteinsdóttir umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.1103002 - Bæjarstjórn - 1033

Fundargerð Bæjarstjórnar 8. mars 2011:
1102012 - Hafnarstjórn
Bæjarstjórn samþykkir að Kópavogshafnirnar tvær sæki um Bláfánann fyrir árið 2012 og felur umhverfis- og samgöngunefnd að vinna að málinu.

2.1103104 - Kosningar í umhverfis- og samgöngunefnd 2011

Á fundi bæjarstjórnar 8. mars 2011 voru eftirtalin kosin sem aðalmenn í umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs kjörtímabilið 2010- 2014.

Aðalmenn
Margrét Júlía Rafnsdóttir
Helgi Jóhannesson
Tryggvi Magnús Þórðarson
Hákon R. Jónsson
Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir

Kjöri varamanna var frestað

Margrét Júlía Rafnsdóttir er kjörinn formaður nefndarinnar og Tryggvi M. Þórðarsson varaformaður.

3.1103089 - Garðlönd 2011

Garðyrkjustjóri kynnir rekstur garðlanda á vegum Kópavogsbæjar fyrir sumarið 2011.

Lagt fram.

4.1101916 - Vinnuskóli 2011

Garðyrkjustjóri kynnir fyrirkomulag við vinnuskóla Kópavogsbæjar fyrir sumarið 2011.

Lagt fram.

5.1103256 - Skólagarðar 2011

Garðyrkjustjóri kynnir fyrirkomulag við skólagarða Kópavogsbæjar fyrir sumarið 2011.

Lagt fram.

6.1011283 - Framkvæmdir á opnum svæðum

Garðyrkjustjóri kynnir drög að áætlun um framkvæmdir á opnum svæðum fyrir árið 2011.

Lagt fram.

7.811286 - Skógrækt og uppgræðsla í Selfjalli í Lækjarbotnalandi

Lagt er fram bréf frá Skógræktarfélagi Kópavogs og Skógræktarfélag Íslands dags. í febrúar 2011. Í erindinu er vakin athygli á því að ekki hefur verið gerð athugasemd við það að félögin gróðursetji barrtré á skógræktarsvæðinu og hefur SK hug á því að stunda þar blandaða skógrækt í samræmi við ræktunarskýrslu..

Umhverfis- og samgöngunefnd vísar í ræktunaráætlunina sem vísað er til í samningi um landgræðsluskógarsvæðið í Selfjalli dags. 16. júní 2009 ásamt athugasemdum Skipulagsstofnunar. 

8.1103135 - Dagur umhverfisins, 2011

Dagur umhverfisins er haldinn árlega þann 25. apríl en þann dag árið 1762 fæddist Sveinn Pálsson, fyrsti íslenski náttúrufræðingurinn. Í ár verður dagurinn tileinkaður skógum. Lagt er fram minnisblað með tillögum að viðburðum vegna dagsins.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að haldið verði áfram vinnu við skipulagningu á Degi umhverfisins.

9.1003231 - Hraðahindranir í Fróðþing

Lagt er fram erindi lóðarhafa að Fróðaþingi 11, Magnús Jens Hjaltested, vegna hraðaksturs í götunni. Einnig eru lagðar fram hraðamælingar sem gerðar voru.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðsstjóra að senda bréf um niðurstöður hraðamælinga á alla íbúa Fróða- og Frostaþings.

10.1102564 - Umferðarhraði á Kópavogsbraut

Lagt er fram erindi lóðarhafa að Kópavogsbraut 47 dags. 18. febrúar 2011. Í erindinu er óskað eftir aðgerðum vegna hraðaaksturs í götunni.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að gera umferðarmælingu í götunni.

11.1103124 - Strætó: Skýrsla umbótahóps vagnstjóra

Lagt er fram erindi frá Strætó bs. dags. 9. mars 2011. Í erindinu er óskað eftir úrvinnslu á athugasemdum umbótahóps vagnstjóra. Meðfylgjandi er skýrsla hópsins.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðsstjóra að koma með verkáætlun vegna endurbóta á stoppistöðvum Strætó bs. í samræmi við skýrslu umbótahóps.

12.1103154 - Merking göngu- og hjólastíga

Lögð er fram ábending frá íbúa Kópavogs, Hermanni Guðjónssyni dags. 22. febrúar. Í ábendingunni felst hvort hægt sé að skipta upp hjólreiða- og göngustígum og setja upp salerni á völdum stöðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd vísar málinu áfram til vinnu við hjólreiðaáætlun. Nefndin felur umhverfissviði einnig að vinna í hjólreiðatengingum á milli sveitarfélaga í samstarfi við nágrannasveitarfélög.

13.905237 - Borgarholtsbraut 15. Ósk um breytt aðgengi.

Lagt er fram erindi skipulagsnefndar dags. 18. febrúar 2011 þar sem óskað er eftir umsögn nefndarinnar vegna aðkomu að lóð við Borgarholtsbraut 15.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðsstjóra að vinna umsögn í samræmi við niðurstöður nefndarinnar.

14.1101923 - Sjósund í Fossvoginum

Lagt er fram erindi frá Sjósunds- og sjóbaðsfélagi Reykjavíkur dags. 21. janúar 2011. Erindið varðar dælustöðina við Hafnarbraut á Kársnesi og útivist og sjósund í Fossvoginum. Einnig eru lögð fram drög að svarbréfi

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir drög að bréfi og felur sviðsstjóra að senda það til stjórn Sjór.

15.1101841 - Umsókn um æfingasvæði

Lagt er fram erindi frá bæjarráði dags. 4. febrúar 2011 þar sem óskað er eftir umsögn frá nefndinni. Erindið varðar ósk Skotfélags Kópavogs um æfingasvæði sunnan Lyklafells.

Málið rætt og sviðsstjóra falið að vinna umsögn í samræmi við niðurstöður nefndarinnar.

16.1011345 - Friðlýsing Skerjafjarðar

Mál er varðar friðlýsingu Álftaness - Skerjafjarðar í samræmi við náttúruverndaráætlun 2004-2008 hefur verið til umfjöllunar í umhverfisráði.
Á fundi umhverfisráðs 29. nóvember 2010 var málið lagt fram á ný.
Guðríður Þorvarðardóttir frá Umhverfisstofnun og Sigurður Ármann Þráinsson kynntu verkefnið um friðlýsingu Skerjafjarðar, reglur og næstu skref við friðlýsingu svæðisins og Hilmar Malmquist forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs kynnti svæðið út frá náttúru og hvaða áhrif friðlýsing hefur á það. Umhverfisráð þakkar þeim komuna og felur skipulags- og umhverfissviði áframhaldandi vinnu við friðlýsingu svæðisins og að fundað verði með þeim sveitarfélögum sem hlut eiga að máli.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 21. mars 2011 er lögð fram fundargerð frá fundi aðila nærliggjandi sveitarfélaga dags. 13. janúar 2011 og greint er frá fundi með nefndarmönnum umhverfis- og skipulagsnefnda á höfuðborgarsvæðinu 11. mars 2011.

Staða málsins kynnt og nefndin látin vita af kynningarfundi um svæðið sem haldinn verður fljótlega.

17.1011166 - Umgengni á atvinnusvæðum Kársnesi.

Á fundi umhverfisráðs 15. nóvember 2010 var lagt fram erindi Skipulags- og umhverfissviðs dags. 11. nóvember 2010. Erindið fjallar um umgengni á atvinnusvæðum á Kársnesi.
Umhverfisráð felur Skipulags- og umhverfissviði að fylgja eftir bréfi Heilbrigðiseftirlits, með áskorun til lóðarhafa um bætta umgengni.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 21. mars 2011 var lögð fram úttekt á Kársnesinu og minnisblað um framvindu verkefnisins.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðsstjóra að vinna að málinu.

18.1103134 - Umhverfisviðurkenningar 2011

Frá árinu 1964 hafa verið veittar viðurkenningar vegna umhverfismála í Kópavogi með breyttu sniði í gegnum árin. Síðustu árin voru veittar viðurkenningar fyrir: endurgerð húsnæðis, hönnun, frágang húss og lóðar á nýbyggingasvæðum, framlag til ræktunarmála, framlag til umhverfismála og framlag til umhverfis og samfélags.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að annast undirbúning vegna veitingu umhverfisviðurkenninga ársins 2011.

19.1103195 - Kópavogshafnir: umsókn um Bláfánann

Á fundi bæjarstjórnar 8. mars 2011 var samþykkt að Kópavogshafnirnar tvær sæki um alþjóðlegu umhverfisviðurkenninguna Bláfánann, fyrir árið 2012. Bæjarstjórn vísaði málinu til úrvinnslu í umhverfis- og samgöngunefnd.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfisfulltrúa að vinna að málinu.

Önnur mál:
Vakin er athygli á ársfundi Umhverfisstofnunar, 25. mars kl. 13.00 á Grand Hótel.

Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að í byrjun apríl verði birt frétt þar sem íbúar eru hvattir til að klippa tré og runna sem standa út fyrir lóðarmörk og leiðbeiningar hvað þetta varðar á heimasíðu Kó

Fundi slitið - kl. 19:00.