Umhverfis- og samgöngunefnd

51. fundur 22. júlí 2014 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Jón Kristinn Snæhólm aðalfulltrúi
  • Sigurður M Grétarsson aðalfulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Bjarki Þórir Valberg
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá
Hreiðar Oddsson boðaði forföll.
Varamaður Hreiðars Oddssonar, Sturla Gunnar Eðvarðsson boðaði einnig forföll.

1.1406268 - Kosningar í umhverfis- og samgöngunefnd 2014

Kosning formanns og varaformanns umhverfis- og samgöngunefndar.
Tillögur að formanni og varaformanni umhverfis- og samgöngunefndar:
Samhljóða voru kjörinn formaður Hjördís Ýr Johnson og varaformaður Hreiðar Oddsson.

2.14021104 - Umhverfisviðurkenningar 2014

Lagðar fram tillögur að tilnefningum til Umhverfisviðurkenninga 2014.
Lagðar fram tilnefningar umhverfisviðurkenninga 2014. Samþykkt.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að umhverfisviðurkenningar verði veittar 21.ágúst 2014.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar tillögu að götu ársins til bæjarráðs og bæjarstjórnar til afgreiðslu.

3.1406314 - Háalind - Umferðamál - Ósk um hraðahindrun

Lagt fram erindi Silju Huldar Árnadóttur varðandi ósk um hraðahindrun dags 5.6.2014.
Samkvæmt umferðaskipulagi Kópvogsbæjar 2012 er gert ráð fyrir upphækkun og gangbraut í götunni.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til gerðar næstu fjárhagsáætlunar.

4.1302226 - Lindasmári 26, hávaðamengun

Lagt fram erindi Guðrúnar Guðlaugsdóttur varðandi Lindasmára dags. 11.6.2014.
Umhverfis- og samgöngunefnd hafnar erindinu þar sem mældur umferðahávaði dags 21.6.2013 á svæðinu er undir viðmiðunarmörkum aðgerða hjá sveitarfélaginu.

5.1406375 - Umferðamál - Perlukór - Ósk um hraðahindrun - Ólöglegar bifbreiðastöður

Lagt fram erindi Knúts Loga Lárussonar varðandi umferðamál við Perlukór dags. 16.6.2014.
Samkvæmt umferðaráætlun Kópavogsbæjar 2012 er gert ráð fyrir einni hraðahindrun í götunni þar sem nú er bráðabirgða hraðahindrun. Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfisfulltrúa að senda bréf í umrædda götu þar sem íbúar eru hvattir til að huga að hraðatakmörkum í götunni.
Ólöglegum bifreiðastöðum hefur verið vísað til lögreglu.

6.1406593 - Smiðjuhverfi - Smiðjuvegur og Skemmuvegur - Skilti um að bifreiðarstöður séu bannaðar í götunum

Lagt fram minnisblað varðandi uppsetningu á skiltum varðandi bann á bifreiðastöðum í Smiðjuvegi og Skemmuvegi dags. 26.6.2014.
Umhverfis- og samgöngunefnd lítur jákvætt á erindið og vísar því til umhverfissviðs til nánari útfærslu og gerðar nánari fjárhagsáætlunar.

7.1407239 - Umferðamál - Austurgerði

Lagt fram erindi Unnar Þóru Högnadóttur varðandi umferðamál í Austurgerði og Hraunbraut dags. 11.7.2014.
Samkvæmt umferðaskipulagi Kópavogsbæjar 2012 er gert ráð fyrir 30 km hliði í Austurgerði og hraðahindrun í Hraunbraut. Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að framkvæmda samantekt á þeim götum sem liggja að þjónustustofnunum miðbæjarins í samræmi við umferðaáætlun 2012.
Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir að tekin verði saman listi um óskir um hraðahindranir 2014 fyrir gerð næstu fjárhagsáætlunar.

Fundi slitið - kl. 18:30.