Umhverfis- og samgöngunefnd

24. fundur 27. ágúst 2012 kl. 16:30 - 19:00 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Helgi Jóhannesson aðalmaður
  • Steingrímur Hauksson
  • Kristján Matthíasson aðalfulltrúi
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Margrét Björnsdóttir aðalfulltrúi
  • Gylfi Sigurðsson
Fundargerð ritaði: Hólmfríður Þorsteinsdóttir umhverfisfulltrúi
Dagskrá
Tryggvi Magnús Þórðarson tilkynnti forföll.

1.1208332 - Þríhnúkagígur - aðgengi, aðkoma og þjónustubygging.

Frummatsskýrsla um aðgengi að Þríhnúkagíg lögð fram. Frestur til athugasemda rennur út 21. september 2012. Einnig óskar bæjarráð á fundi 23. ágúst eftir umsögn nefndarinnar varðandi erindi dags. 20. ágúst um afmörkun gönguleiða.

Björn Ólafsson frá Þríhnúkum ehf. og Björn H. Barkarson frá VSÓ kynntu frummatsskýrsluna. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu Þríhnúka dags. 20. ágúst 2012 um afmörkun gönguleiða.

2.1011346 - Digranesvegur. Götuhönnun

Lögð fram tillaga að umferðarskipulagi á Digranesvegi.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að unnið verði eftir fyrirliggjandi tillögu umhverfissviðs.

3.707101 - Borgarholtsbraut, hraðahindranir

Lögð fram erindi frá íbúum við Borgarholtsbraut um viðbótar hraðahindranir.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að settar verði tvær bráðabirgða hraðahindranir sitt hvoru megin við gönguleiðina yfir Borgarholtsbraut að Skólagerði þar til nýtt umferðarskipulag verður tilbúið.

4.1204280 - Baugakór, hraðahindrun

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 14. maí 2012 var lagt fram erindi frá íbúum í Baugakór um fleiri hraðahindranir í götuna. Lögð er fram talning á ökutækjum og mæling á umferðarhraða ásamt tillögu að umferðarskipulagi í götunni.

Umhverfis- og samgöngunefnd frestar afgreiðslu málsins.

5.1207653 - Vegmerkingar á hringtorginu Hamraborg - Hafnarfjarðarvegur

Lagt fram erindi dags. 31. júlí 2012 varðandi vegmerkingar frá aðrein frá Hafnarfjarðarvegi að hringtorgi í Hamraborg.

Umhverfis- og samgöngunefnd frestar afgreiðslu málsins.

6.1206473 - Reiðhjólastæði við skiptistöð í Hamraborg. Tillaga frá Pétri Ólafssyni

Á fundi bæjarráðs 21. júní 2012 óskaði Pétur Ólafsson eftir að kannað verði hvort hægt sé að koma upp reiðhjólastæðum við aðalskiptistöð Strætó í Hamraborg.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að vinna tillögu að reiðhjólastæðum við Hamraborgina.

7.1207125 - Talning á hjólandi og gangandi

Lögð fram skýrsla um talningu á hjólandi og gangandi vegfarendum í Kópavogi í júní 2012.

Kynnt.

8.1207458 - Staðarval fyrir nýjan urðunarstað

Lagt fram bréf dags. 18. júlí 2012 frá SORPU bs, Sorpurðun Vesturlands, Sorpeyðingarstöð Suðurnesja og Sorpstöð Suðurlands varðandi undirbúning að staðarvali fyrir nýjan urðunarstað.

Kynnt.

9.1208438 - Evrópsk samgönguvika 2012

Evrópsk samgönguvika er haldin árlega 16.- 22. september og er þema vikunnar árið 2012 "Moving in the right direction" Lögð fram tillaga að dagskrá vikunnar.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að taka þátt í Evrópskri samgönguviku eins og síðastliðin ár.

10.1205596 - Samgöngustefna Kópavogs

Lögð fram drög að samgöngustefnu Kópavogs.

Lagt fram til kynningar.

11.1109278 - Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013-2024 og innleiðing á rammatilskipun Evrópusambandsins um úrga

Lögð fram drög að Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs. Frestur til athugasemda er til 10. september 2012.

Umhverfis- og samgöngunefnd frestar afgreiðslu málsins.

12.1204017 - Staðardagskrá 21, endurskoðun

Lögð fram drög að endurskoðaðri Staðardagskrá 21 fyrir Kópavogsbæ.

Umhverfis- og samgöngunefnd frestar afgreiðslu málsins.

Fundi slitið - kl. 19:00.