Menntaráð

Menntaráð fer með málefni grunnskólanna í umboði bæjarstjórnar og með málefni Skólahljómsveitar Kópavogs, Tónsala og Tónlistarskóla Kópavogs. 

Nefndin er skipuð sjö fulltrúum auk áheyrnarfulltrúa og jafnmörgum til vara. Ráðið fer einnig með forvarna- og frístundamál.
Menntaráð hefur eftirtalin verkefni: Tryggja að öll skólaskyld börn sem skólavist eiga njóti lögboðinnar fræðslu og að nemendur fái þjónustu sem þeir eiga rétt á. Staðfesta starfsáætlun og skólanámskrá hvers skóla. Móta skólastefnu fyrir sveitarfélagið. Fylgjast með framkvæmd frístunda, náms og kennslu í bæjarfélaginu. Fylgjast með og stuðla að því að nemendum og skólum sé tryggður aðgangur að sérfræðiþjónustu. 

Tryggja að fyrir hendi sé viðeigandi húsnæði og annar aðbúnaður fyrir kennslu og starfsemi frístundastofnana. Hafa eftirlit með að ákvæði laga og reglulgerða séu uppfyllt. Hafa eftirlit með gæslu sem veitt er eftir skólatíma fyrir 1.-4. bekk. 

Menntaráð stuðlar að tengslum og samstarfi leikskóla og grunnskóla annars vegar og grunnskóla og framhaldsskóla hins vegar. Láta mennta- og menningarmálaráðuneyti í té upplýsingar um eftirlit menntaráðs með skólahaldi. 

Menntaráð stuðlar að ávallt liggi fyrir sem gleggstar upplýsingar um forvarna- og frístundamál þannig að veita megi íbúum upplýsingar um þá þjónustu sem í boði er á vegum bæjarfélagsins og annarra aðila. Ráðið tekur þátt í mótun áætlunar um forvarnamál og mótar og viðheldur reglum um veitingu forvarnastyrkja bæjarins. Þá samþykkir menntaráð tillögur um úthlutanir styrkja vegna tónlistarnáms utan sveitarfélags. 

Síðast uppfært 10. janúar 2024