Laus störf

Vinsamlega fyllið út upplýsingar á því umsóknarformi sem birtist þegar sótt er um starf. Það er yfirleitt beðið um að a.m.k. starfsferilskrá fylgi útfylltri umsókn.

Forstöðumaður í Örva starfsþjálfunUmsóknarfrestur til: 21. janúar 2017

Forstöðumaður óskast til starfa í Örva starfsþjálfun

Velferðarsvið Kópavogsbæjar leitar að einstaklingi sem vill þróa og leiða starfsemi Örva starfsþjálfun fyrir fatlað fólk. Örvi starfsþjálfun býður upp á tímabundna starfsþjálfun og starfsprófun fyrir fatlað fólk. Meginmarkmið Örva er að efla og styðja einstaklinga til starfa á almennum vinnumarkaði. Í Örva er unnið eftir þeim meginhugmyndum sem birtast í lögum um málefni fatlaðs fólks, lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og mannréttindasáttmálum sem Ísland er aðili að.

Starfshlutfall og ráðningartími
Um er að ræða 100% starfshlutfall í dagvinnu.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Háskólamenntun á sviði þroskaþjálfunar eða mennta- og félagsvísinda

· Starfs og stjórnunarreynsla í málefnum fatlaðs fólks skilyrði

· Góð hæfni í mannlegum samskiptum, ábyrgðarkennd og frumkvæði

Helstu verkefni og ábyrgð

· Stýrir faglegu starfi og þróar innra starf í samræmi við stefnu bæjarins.

· Ber ábyrgð á rekstri Örva í samræmi við fjárhagsáætlun

· Skipuleggur verkefnaleit, vöruþróun, framleiðslu og markaðssetningu.

· Sér um starfsmannamál

· Ber ábyrð á að þjálfunaráætlunum og annast samskipti við stofnanir um vinnumál fatlaðra

· Vinnur eftir starfsmannastefnu Kópavogsbæjar.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Launanefndar sveitarfélaga.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá velferðarsviði Kópavogs þurfa að skila sakavottorði eða veita heimild til að leitað sé upplýsinga úr sakaskrá.

Umsóknarfrestur er til og með 21. janúar 2017

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri í þjónustudeild fatlaðra, í síma 441-0000 og einnig er hægt að senda fyrirspurn á gudlaugo@kopavogur.is

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Sækja um starf

Forfallakennari í LindaskólaUmsóknarfrestur til: 21. janúar 2017

Lindaskóli óskar eftir forfallakennara

Lindaskóli er heildstæður grunnskóli í Kópavogi. Í skólanum um 480 nemendur í 1. -10. bekk og 70 starfsmenn. Þar ríkir góður starfsandi og vinnuaðstæður eru góðar. Lindaskóli leggur rækt við listir og menningu í skólastarfinu. Hann leggur jafnframt áherslu á umhverfismennt og tekur þátt í Grænfánaverkefninu. Virk heilsuefling er eitt einkenna skólans og hefur til margra ára verið í forystusveitskóla sem hafa tekið þátt í Skólahreysti. Mikil og góð samvinna hefur verið milli skólans og heimila í nærumhverfinu.

Ráðningartími.

Um er að ræða tilfallandi kennslu í 1.-7. bekk í öllum greinum vegna skammtímaforfalla meðal kennara skólaárið 2016-2017.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Kennsluréttindi í grunnskóla

· Góð þekking á tölvum og upplýsingatækni

· Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

· Stundvísi og samviskusemi

Frekari upplýsingar

Greitt er fyrir hvern kenndan kennslutíma samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Félagi grunnskólakennara

Umsóknarfrestur er til ogmeð 21. janúar 2017.

Nánari upplýsingar um starfið gefur Guðrún G. Halldórsdóttir, gudrungh@lindaskoli.is í síma

862-8778.

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www. kopavogur.is

Sækja um starf

Skólaliði í dægradvölina Drekaheima í SmáraskólaUmsóknarfrestur til: 22. janúar 2017

Smáraskóli óskar eftir starfsmönnum í dægradvölina Drekaheima

Smáraskóli er heildstæður grunnskóli með um 400 nemendur. Skólinn er staðsettur neðst í Kópavogsdal í fallegu umhverfi nálægt íþróttavelli Kópavogs, Fífunni og Kópavogslæk. Skólinn leggur áherslu á Uppeldi til ábyrgðar, heilsueflingu og umhverfismennt. Skólinn er einnig þekktur fyrir útivistarátak sitt, blómlegt tónlistarlíf og öflugt skákstarf. Einkunnarorð skólans eru; virðing, vöxtur, viska og víðsýni.


Ráðningartími og starfshlutfall
Óskum eftir að ráða starfsfólk í dægradvöl skólans, Drekaheima. Um er að ræða 30 til 50% starfshlutfall skólaárið 2016 til 2017. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
Starfsmaður í Drekaheimum tekur virkan þátt í öllum þeim störfum sem til falla á vinnustaðnum undir stjórn forstöðumanns.

· Skráning barnanna, umsjón með móttöku og brottför og eftirlit með staðsetningu þeirra, skipulagningu leikja, tómstundastarfs og útiveru.

· Fylgjast vel með líðan barnanna og hvernig þeim farnast í samskiptum við önnur börn

· Samskipti og samvinna við foreldra barnanna um velferð þeirra

Að öðru leyti sinnir starfsmaður Drekaheima þeim verkefnum sem yfirmaður hans felur honum og samræmast ráðningasamningi og kjarasamningi hans.


Hæfniskröfur

Starfsmaður í Dægradvöl þarf að hafa áhuga á að vinna með börnum, búa að haldgóðri almennri menntun, helst tómstunda- eða uppeldismenntun og hafa einhverja reynslu á sviði uppeldis-, umönnunar- og tómstundastarfs með börnum.
Starfsmaðurinn þarf að hafa skapandi hæfileika sem nýtast við skipulagningu tómstundastarfs með börnunum og góðir samstarfshæfileikar eru mjög mikilvægir.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Starfsmannafélags Kópavogs.

Umsóknarfrestur er til og með 22. janúar 2017.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ellen Ýr Jónsdóttir, sett forstöðukona Drekaheima í síma 825-5955 og ellenyr@kopavogur.is. Eftir 16. janúar veitir Jónína Sveinbjarnardóttir, forstöðukona Drekaheima upplýsingar um starfið í síma 825-5955 og joninas@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Þroskaþjálfi á hæfingarstöð í KópavogirUmsóknarfrestur til: 23. janúar 2017

Óskað er eftir þroskaþjálfa á hæfingarstöð í Kópavogi

Hæfingarstöðin býður uppá dagþjónustu, starfs- og vinnuþjálfun fyrir fatlaða einstaklinga. Meginmarkmið stöðvarinnar er að efla og styðja notendur í starfi og öðrum verkefnum.

Einnig er unnið eftir þeim meginhugmyndum sem birtast í lögum um málefni fatlaðs fólks, lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og mannréttindasáttmálum sem Ísland er aðili að.

Starfshlutfall og ráðningartími
Um er að ræða 100% framtíðarstarf í dagvinnu. Unnið frá 8:30 til 16:30 eða 8:00 til 16:00.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Þroskaþjálfamenntun eða önnur fagmenntun sem nýtist í starfi

· Hæfni í mannlegum samskiptum

· Reynsla af vinnu með fötluðu fólki

· Frumkvæði og skipulagshæfileikar

· Hugmyndaauðgi og jákvæðni

· Góð tölvukunnátta

Helstu verkefni og ábyrgð

· Faglegt starf með fötluðum einstaklingum

· Einstaklingsmiðaður persónulegur stuðningur við notendur

· Þátttaka í þjálfun fatlaðs fólks

· Miðla þekkingu sinni til annarra starfsmanna

· Ber ábyrgð á uppsetningu einstaklings- og þjálfunaráætlana

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Þroskaþjálfafélags Íslands og Launanefndar sveitarfélaga .

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá velferðarsviði Kópavogs þurfa að skila sakavottorði eða veita heimild til að leitað sé upplýsinga af sakaskrá.

Umsóknarfrestur er til og með 23. Janúar 2017.

Nánari upplýsingar um starfið veitir forstöðumaður Líney Óladóttir í síma 4419821/554-7575 og einnig er hægt að senda fyrirspurn á netafangið lineyo@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Aðstoðarmatráður í leikskólann AusturkórUmsóknarfrestur til: 23. janúar 2017

Leikskólinn Austurkór óskar eftir að ráða aðstoðarmatráð

Leikskólinn Austurkór er nýlegur sex deilda leikskóli í Kórahverfinu í Kópavogi sem býr yfir fyrirmyndar vinnuumhverfi.

Leitað er að jákvæðum og sveigjanlegum starfsmanni með drifkraft í 100% stöðu aðstoðarmatráðs. Aðstoðarmatráður starfar við matargerð, þrif, þvotta og vinnur sjálfstætt eftir fyrirmælum matráðs við bakstur og matargerð. Í fjarveru matráðs er aðstoðarmatráður staðgengill hans.

Ráðningartími.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst

Menntunar- og hæfniskröfur

· Reynsla af vinnu í eldhúsi, matseld og bakstri

· Snyrtimennska og stundvísi

· Frumkvæði og sjálfstæði í starfi

· Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Sfk eða Matvís

Þeir sem ráðnir eru til starfa á leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 23. Janúar 2017

Nánari upplýsingar veita Guðný Anna Þóreyjardóttir leikskólastjóri og Steinunn Jónsdóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 4415100 eða í netfangið: austurkor@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Sækja um starf

Leikskólakennari í leikskólann ArnarsmáraUmsóknarfrestur til: 24. janúar 2017

Leikskólinn Arnarsmári óskar eftir leikskólakennara

Leikskólinn Arnarsmári tók til starfa í janúar 1998. Arnarsmári er 5 deilda skóli fyrir 90 börn. Hann stendur á Nónhæð, þaðan sem er mjög fallegt útsýni í allar áttir. Markmiðið er að laða fram í fari barnanna frumkvæði, vináttu og gleði, með sérstaka áherslu á iðkun dyggða.
Útikennsla er ríkur þáttur í námi barnanna. Skólinn hefur flaggað grænfána frá 2010 og umhverfisvernd er í hávegum höfð í Arnarsmára.

Ráðningartími og starfshlutfall

Við óskum eftir kennara í fullt starf. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Leikskólakennaramenntun

· Leitað er að ábyrgum og jákvæðum einstaklingi sem á auðvelt með mannleg samskipti og vill taka þátt í uppbyggingu starfsins

· Ef ekki fæst starfsmaður með tilgreinda menntun verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun og/eða reynslu af því að vinna með börnum

Frekari upplýsingar

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingar má finna á http://ki.is

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ

Upplýsingar um leikskólann má finna hér: http://arnarsmari.kopavogur.is

Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 15. janúar 2017

Upplýsingar gefa Brynja Björk Kristjánsdóttir leikskólastjóri og Rannveig Jónsdóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 441 5300.
Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið arnarsmari@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur er hvattir tilað sækja um starfið.

Sækja um starf

Stuðningsfulltrúi í dægradvöl í kársnesskólaUmsóknarfrestur til: 25. janúar 2017

Kársnesskóli óskar eftir stuðningsfulltrúa í dægradvöl

Kársnesskóli er heildstæður grunnskóli í vesturbæ Kópavogs. Í skólanum eru um 580 nemendur í 1. til 10. bekk og 80 starfsmenn og þar ríki góður starfsandi og vinnuaðstæður eru góðar. Við skólann er starfrækt dægradvöl fyrir börn í 1. til 4. bekk sem staðsett er í íþróttahúsi skólans við Holtagerði. Dægradvölin starfar í anda nýrrar stefnu Kópavogsbæjar um málefni dægradvala og klúbbastarfs en þar er lögð áhersla á að hver einstaklingur fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu. Gildi skólans eru virðing, þekking, ábyrgð og ánægja. Vinnutími getur hentað fólki sem er í námi.

Ráðningarhlutfall og tími

Viðkomandi þyrfti að geta byrjað sem fyrst.

40% - 50% starf eftir hádegi. Um framtíðarstarf getur orðið að ræða.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Reynsla og áhugi á starfi með börnum
 • þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Viðkomandi þarf að vera skipulagður, sýna sjálfstæði og frumkvæði í starfi
 • Stundvísi og áreiðanleiki er skilyrði
 • Framhaldskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi æskileg

Frekari upplýsingar

Umsóknarfrestur er til. 25.janúar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags

Upplýsingar gefur skólastjóri, Björg Baldursdóttir skólastjóri í síma 441-4600 og gsm 699-4181

Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is .

Sækja um starf

Skólaliði í HörðuvallaskólaUmsóknarfrestur til: 27. janúar 2017

Hörðuvallaskóli óskar eftir að ráða skólaliða

Hörðuvallaskóli var stofnaður árið 2006 og hefur því starfað í rúm10 ár undir einkunnarorðunum ?það er gaman í skólanum?. Í skólanum fer fram metnaðarfullt starf með framangreind einkunnarorð að leiðarljósi. Skólaárið 2016-2017 starfa við skólann um 870 nemendur og 130 starfsmenn. Skólinn einkennist af góðum starfsanda og vinalegu viðmóti.

Ráðningartími og starfshlutfall

Um er að ræða 80-100% starf frá 1. febrúar 2017.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Einlægur áhugi á að vinna með börnum

 • Hæfni í mannlegum samskiptum, þolinmæði og umburðarlyndi
 • Frumkvæði og jákvæðni
 • Stundvísi og áreiðanleiki er skilyrði

Frekari upplýsingar

Laun eru skv. kjarasamningum Sambands ísl. sveitarfélaga og Eflingar.

Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.

Nánari upplýsingar um Hörðuvallaskóla má finna á heimasíðu skólans www.horduvallaskoli.is

Umsóknarfrestur er til og með 27. janúar 2017

Upplýsingar gefur Ágúst Jakobsson skólastjóri í síma 441 3600 eða gsm. 8478812. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið agustj@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið.

Einungis er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Forfallakennari í VatnsendaskólaUmsóknarfrestur til: 27. janúar 2017

Vatnsendaskóli óskar eftir að ráða forfallakennara

Vatnsendaskóli er heildstæður grunnskóli með 560 nemendur og 85 starfsmenn. Skólinn er staðsettur í fallegu umhverfi við Elliðavatn. Áhersla er lögð á náttúrufræði og umhverfismennt í skólastarfinu, útikennslu og fjölbreytta kennsluhætti. Unnið er samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Einkunnarorð skólans eru virðing, vinátta, samvinna og skapandi starf. Hafin er innleiðing á notkun spjaldtölva í kennslu með markvissum hætti og öflugum stuðningi kennsluráðgjafa. Góður starfsandi er í skólanum og vinnuaðstæður góðar.

Ráðningarhlutfall og tími

Kennari óskast til að sinna tilfallandi forfallakennslu út skólaárið 2016 til 2017.

Um er að ræða 80 til 100% stöðuhlutfall.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Kennsluréttindi í grunnskóla

· Áhugi á að starfa með börnum

 • Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
 • Mjög góð þekking á tölvum og upplýsingatækni
 • Stundvísi og áreiðanleiki skilyrði

Helstu verkefni og ábyrgð

· Annast almenna kennslu í samráði við skólastjórnendur, aðra kennara og foreldra

· Vinnur að þróun skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk

· Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk

· Vinnur samkvæmt uppeldisstefnu skólans, Uppeldi til ábyrgðar, sem ætlað er að skapa góðan skólabrag og tryggja öryggi og velferð nemenda og starfsfólks

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ. Viðamiklar upplýsingar um Vatnsendaskóla og skólastarfið er að finna á www.vatnsendaskoli.is. Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 27. janúar 2017

Upplýsingar gefa Guðrún Soffía Jónasdóttir skólastjóri eða María Jónsdóttir aðstoðarskólastjóri í síma 441 4000. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið gudrunj@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur er hvattir til að sækja um starfið.

Einungis er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar

Sækja um starf

Leikskólakennari í leikskólann UrðarhólUmsóknarfrestur til: 27. janúar 2017

Leikskólakennari í Heilsuleikskólann Urðarhól

Urðarhóll er heilsuleikskóli í vesturbæ Kópavogs og var opnaður árið 2000. Leikskólanum tilheyra tvö lítil hús sem eru reknar sem sjálfstæðar deildar: Skólatröð og Stubbasel. Starf leikskólans byggir á Heilsustefnu Unnar Stefánsdóttur.

Markmið skólans er að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á næringu, hreyfingu og sköpun.

Á Urðarhóli er samheldinn hópur starfmanna sem hefur unnið lengi saman og leitar að jákvæðum einstaklingi í hópinn. Starfsmannahópurinn er fjölbreyttur og skemmtilegur þar sem 50% þeirra eru leikskólakennarar, 20% háskólamenntaðir og 30% leiðbeinendur.
Sjá nánar á
www.urdarholl.kopavogur.is

Starfið

Um er að ræða starf á Stubbaseli sem er 19 barna deild á lóð leikskólans fyrir börn á aldrinum 3 til 5 ára. Á deildinni er öflugur hópur fagfólks.

Menntunar og hæfniskröfur

 • Leikskólakennaramenntun
 • Við leitum að einstaklingi sem hefur mikinn áhuga á að starfa samkvæmt markmiðum skólans með áherslu á útinám og umhverfismennt
 • Viðkomandi þarf að vera ábyrgur, jákvæður og skapandi einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Fullt vald á íslenskri tungu skilyrði

Ráðningartími og starfshlutafall

 • Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Starfshlutfall er 100% tímabundið en miklar líkur á framtíðarstarfi
 • Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og FL.
 • Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingar má finna á http://ki.is
 • Þeir sem ráðnir eru til starfa á leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði
 • Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið

Umsóknarfrestur er til og með 27. janúar 2017.

Upplýsingar gefur Sigrún Hulda Jónsdóttir, leikskólastjóri, í síma 840-2686/570-0490 og Ásta Kristín Valgarðsdóttir, aðstoðrarleikskólastjóri, í síma 570-0490/895-0885. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið urdarholl@kopavogur.is

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Þroskaþjálfi í íbúðakjarna fyrir fatlað fólkUmsóknarfrestur til: 29. janúar 2017

Óskað er eftir þroskaþjálfa í íbúðakjarna fyrir fatlað fólk


Velferðarsvið Kópavogs óskar eftir þroskaþjálfa til starfa í íbúðarkjarna fyrir fatlað fólk í Kópavogi. Starfið felst í þátttöku faglegs starfs innan kjarnans ásamt því að veita persónulegan stuðning.

Starfshlutfall og ráðningartími

Um er að ræða allt að 100% starfshlutfall í vaktavinnu og er starfið laust nú þegar.

Um framtíðarstarf er að ræða.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Háskólamenntun á sviði þroskaþjálfunar

· Reynsla og þekking á starfi með fötluðu fólki nauðsynleg

· Hæfni í mannlegum samskiptum

· Framtakssemi og jákvæðni í starfi

· Starfið getur verið líkamlega krefjandi

Helstu verkefni og ábyrgð

· Ábyrgð á faglegu starfi í samvinnu við forstöðumann og deildarstjóra

· Einstaklingsmiðaður persónulegur stuðningur við íbúa í þeirra daglega lífi, jafnt innan sem utan heimilis

· Samvinna við starfsfólk, aðstandendur og aðra þjónustuaðila

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Þroskaþjálfafélags Íslands eða viðeigandi stéttarfélags.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá Velferðarsviði Kópavogs þurfa að skila sakavottorði eða veita heimild til að leitað sé upplýsinga af sakaskrá. Umsækjandi þarf að hafa náð 20 ára aldri.

Umsóknarfrestur er til og með 22. janúar 2017

Nánari upplýsingar veitir Bryngerður Bryngeirsdóttir, forstöðumaður í síma 441-9560 eða í tölvupósti binna@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Forfallakennari í SalaskólaUmsóknarfrestur til: 29. janúar 2017

Forfallakennari óskast í Salaskóla

Salaskóli var stofnaður árið 2001. Í Salaskóla eru nú um 590 nemendur í 1. ? 10. bekk og starfsmenn eru um rúmlega 80. Í skólanum eru góður andi og starfsumhverfi er gott.

Salaskóli óskar eftir forfallakennara í tilfallandi forföll. Þarf að geta hafið störf strax.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Kennsluréttindi í grunnskóla

· Reynsla af kennslu á öllum stigum grunnskóla og í ólíkum námsgreinum

· Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

· Hæfni í mannlegum samskiptum, þolinmæði og umburðarlyndi

· Samstarfshæfni og stundvísi

Nánari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá grunnskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 29. janúar 2017.

Upplýsingar gefur Hafsteinn Karlsson skólastjóri í síma 441 3200, hafsteinn@salaskoli.is

Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Aðstoðarmatráður í leikskólann MarbakkaUmsóknarfrestur til: 31. janúar 2017

Leikskólinn Marbakki óskar eftir aðstoðarmanni í eldhús

Um 25% starf er að ræða þar sem unnið er tvo daga í viku, 5 tíma í senn.

Leikskólinn Marbakki tók til starfa 1986 og er 5 deilda leikskóli fyrir 104 börn. Hann er staðsettur í Sæbólshverfi og er í nálægð við hafið, eins og nafnið gefur til kynna. Megináhersla er lögð á skapandi starf í öllum listgreinum, þar sem hugmyndafræði sem kennd er við borgina Reggio Emilia á Ítalíu er höfð að leiðarljósi. Hugmyndafræðin er aðlöguð að íslenskum aðstæðum og menningu. Til að börnin verði skapandi, virk og gagnrýnin er þeim kennt að skilgreina hlutina og skoða frá öllum hliðum, skynja margbreytileika þeirra, ígrunda og taka afstöðu. Mikilvægt er að börnin fái að vinna verkefnin út frá eigin forsendum. Starfsfólk leikskólans hefur mikilvægu hlutverki að gegna í öllu námi barnanna.

Einkunnarorð skólans eru sjálfstæð, glöð og skapandi börn.

Ráðningartími og starfshlutfall
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Starfshlutfall er 25%, sem vinnist tvisvar sinnum fimm tíma í viku eða eftir samkomulagi.

Menntunar og hæfniskröfur

· Snyrtimennska

· Góðir samskiptahæfileikar.

· Áhugasamur einstaklingur með ríka ábyrgðarkennd

Starfið felst í að aðstoða matráð í þeim verkefnum sem tilheyra eldhúsi og þrif. Við leitum að einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt og hefur frumkvæði, er með skipulagshæfileika, er ábyrgur og með færni í mannlegum samskiptum.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Kópavogs.

Nánari upplýsingar um leikskólann og starfið þar má finna á heimasíðu skólans http://marbakki.kopavogur.is/

Þeir sem ráðnir eru til starfa á leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til 31.janúar 2017 og eru karlar jafnt sem konur hvattir til þess að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Leikskólakennari í leikskólann MarbakkaUmsóknarfrestur til: 31. janúar 2017

Leikskólinn Marbakki óskar eftir leikskólakennara

Leikskólinn Marbakki tók til starfa 1986 og er 5 deilda leikskóli fyrir 104 börn. Hann er staðsettur í Sæbólshverfi og er í nálægð við hafið, eins og nafnið gefur til kynna. Megináhersla er lögð á skapandi starf í öllum listgreinum, þar sem hugmyndafræði sem kennd er við borgina Reggio Emilia á Ítalíu er höfð að leiðarljósi. Hugmyndafræðin er aðlöguð að íslenskum aðstæðum og menningu. Til að börnin verði skapandi, virk og gagnrýnin er þeim kennt að skilgreina hlutina og skoða frá öllum hliðum, skynja margbreytileika þeirra, ígrunda og taka afstöðu. Mikilvægt er að börnin fái að vinna verkefnin út frá eigin forsendum. Starfsfólk leikskólans hefur mikilvægu hlutverki að gegna í öllu námi barnanna.

Einkunnarorð skólans eru sjálfstæð, glöð og skapandi börn.

Ráðningartími og starfshlutfall

Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst og um tímabundna ráðningu í c.a þrjá mánuði er að ræða.

Starfshlutfall er 100%

Menntunar- og hæfniskröfur

· Leikskólakennaramenntun

· Reynsla af starfi með börnum

· Frumkvæði og jákvæðni í starfi

 • Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður, skapandi og drífandi
 • Stundvísi og áreiðanleiki skilyrði
 • Góð íslenskukunnátta

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félagi leikskólakennara.

Nánari upplýsingar um leikskólann og starfið þar má finna á heimasíðu skólans http://marbakki.kopavogur.is/

Þeir sem ráðnir eru til starfa á leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til 31.janúar og eru karlar jafnt sem konur hvattir til þess að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Nánari upplýsingar veita Hólmfríður Sigmarsdóttir Leikskólastjóri og Irpa Sjöfn Gestsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, í síma 4415800 eða 4415801. Einnig má senda fyrirspurnir á marbakki@kopavogur.is

Sækja um starf

Starfsmenn á heimili fyrir fatlað fólkUmsóknarfrestur til: 01. febrúar 2017

Starfsmenn óskast á heimili fyrir fatlað fólk í Kópavogi
Velferðarsvið Kópavogs óskar eftir starfsmönnum 20. ára eða eldri, til starfa á heimili og hæfingarstað fyrir fatlað fólk í Kópavogi. Um er að ræða störf með ungum mönnum með einhverfu.

Starfshlutfall og ráðningartími
Um er að ræða annars vegar fullt starf í dagvinnu frá kl. 8-16 fram til 1. apríl en breytist eftir það í vaktavinnu. Jafnframt vantar starfsmenn í vaktavinnu sem fyrst.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Stúdentspróf eða önnur sambærileg menntun æskileg

· Íslenskukunnátta

· Hæfni í mannlegum samskiptum

· Framtakssemi og jákvæðni í starfi

· Starfið getur verið líkamlega krefjandi

Helstu verkefni og ábyrgð

· Einstaklingsmiðaður, persónulegur stuðningur við íbúa í þeirra daglega lífi, jafnt innan sem utan heimilis

· Fylgja íbúum til vinnu á hæfingarstöð og taka virkan þátt í starfi þar

· Taka þátt í meðferð sem miðar að því að minnka ögrandi hegðun íbúa

· Almenn heimilisstörf

· Akstur til og frá vinnu og/eða tómstundum

· Samvinna við starfsfólk, aðstandendur og aðra þjónustuaðila íbúa

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Starfsmannafélags Kópavogs.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá Velferðarsviði Kópavogs þurfa að skila sakavottorði eða veita heimild til að leitað sé upplýsinga af sakaskrá. Umsækjandi þarf að hafa náð 20 ára aldri.

Umsóknarfrestur er til 1. Febrúar 2017.

Æskilegt er að viðkomandi geti byrjað sem fyrst.

Nánari upplýsingar veitir Sigsteinn Sigurbergsson, forstöðumaður Dimmuhvarfs 2 í síma 441 - 9581 eða í tölvupósti sigsteinn@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Matráður í tímabundið starf í leikskólann UrðarhólUmsóknarfrestur til: 05. febrúar 2017

Matráður við Heilsuleikskólann Urðarhól

Urðarhóll er heilsuleikskóli í vesturbæ Kópavogs og var opnaður árið 2000. Leikskólanum tilheyra tvö lítil hús sem eru reknar sem sjálfstæðar deildar: Skólatröð og Stubbasel. Starf leikskólans byggir á Heilsustefnu Unnar Stefánsdóttur.

Markmið skólans er að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun.

Á Urðarhóli er samheldinn hópur starfmanna sem hefur unnið lengi saman og leitar að jákvæðum einstaklingi í hópinn. Starfsmannahópurinn er fjölbreyttur og skemmtilegur þar sem um 50% þeirra eru leikskólakennarar, 20% háskólamenntaðir og 30 % leiðbeinendur.
Sjá nánar á
www.urdarholl.kopavogur.is

Starfið

Um er að ræða tímabundið starf frá 20. mars ? 13. maí 2017 . Starfið felur í sér almenn eldhússtörf, innkaup auk þess að sjá um þvotta.

Ráðningartími og starfshlutfall

Tímabundið starf frá 20. mars til 13. maí 2017. Starfshlutfall er 100%

Menntunar- og hæfniskröfur

· Snyrtimennska

· Góðir samskiptahæfileikar.

· Áhugasamur einstaklingur með ríka ábyrgðarkennd

· Íslenskukunnátta skilyrði.

Frekari upplýsingar
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og SFK

Þeir sem ráðnir eru tilstarfa í leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til 5. Febrúar 2017

Upplýsingar gefur Sigrún Hulda Jónsdóttir, leikskólastjóri, í síma 840-2686/570-0490 og Ágústa Kristleifsdóttir, aðstoðrarleikskólastjóri, í síma 570-0490/869-2411. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið urdarholl@kopavogur.is

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf