nbcc

Nordic Built Cities Challenge

 

Kársneshöfn - Sjálfbær Líftaug

 

 

Kársnes Harbour - Sustainable Lifeline

Nordic Built Cities Challenge er alþjóðleg hugmyndasamkeppni þar sem fjölbreyttar áskoranir á sex þéttbýlissvæðum á Norðurlöndum eru tæklaðar. Kársnes í Kópavogi var eitt af þeim svæðuum sem valin voru til þátttöku í keppninni undir vinnuheitinu Kársnes Harbour – Sustainable Lifeline eða Kársneshöfn – Sjálfbær líftaug. Þar sem um alþjóðlega samkeppni er að ræða eru öll keppnisgögn á ensku. Vinnuheiti Kársnes keppninnar vísar í að helsta viðfangsefni keppenda var að bæta tengingar milli Kársness og annarra hluta höfuðborgarsvæðisins og auka þannig sjálfbærni byggðarinnar. Með bættum tengingum inn og út af Kársnesinu er hægt að skapa fjölbreyttari tækifæri í búsetu og atvinnu bæði fyrir íbúa Kópavogs og á höfuðborgarsvæðinu öllu. Keppnistillögur voru einnig metnar út frá öðrum þáttum, s.s. hvort tilllagan yrði til þess að auka lífsgæði á Kársnesi til framtíðar, hvort tengsl við náttúruna aukist og út frá umhverfisvænum lausnum. Lögð er áhersla á að tillögurnar stuðli að nýsköpun, séu framsæknar og raunhæfar í þeim skilningi að hægt verði að framkvæma þeir að einhverjum hluta innan fárra ára. Tillögurnar voru einnig metnar út frá því hversu vel þær sýna fram á þverfagleg vinnubrögð. Alls bárust 19 tillögur í keppningar og þann 3. febrúar var tilkynnt um hvaða fjórar tillögur halda áfram á 2. stig keppninnar. Niðurstöðu dómnefndar má sjá hér á íslensku og ensku.   Nordic Built Cities Challenge is an international competition in which diverse urban challenges in six urban spaces in the Nordic countries are tackled.  Kársnes in Kópavogur was one of the spaces that was chosen for participation in the competition under the working title Kársnes Harbour – Sustainable Lifeline. As this is an international competition, all the competition material is in English.  The working title of the competition refers to the main challenge facing the competitors which was to improve connections between Kársnes and other parts of the capital region, and thus to increase the sustainability of the neighbourhood.  By improving connectivity to and from Kársnes, more diverse opportunities for occupation and work can be created for the inhabitants of Kópavogur and the whole capital region.  Submitted proposals were also judged on the basis of other criteria such as whether the proposal would improve the quality of life in Kársnes going forward, whether connections to nature are improved and also on the basis of whether the solutions are environmentally friendly.  Strong emphasis is placed on the proposals promoting innovation, being progressive, and being realistic in the sense that they can be implemented swiftly, i.e. within the next few years. The proposals were also assessed on the basis of how well they demonstrate interdisciplinary cooperation. Nineteen proposals were submitted and on the 3rd of February it was announced which four proposals would continue on to the next phase of the competition. The jury's conclusion can be seen here in Icelandic and English.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica