Fréttir & tilkynningar

Páskahelgin er frá 28.mars til 1.apríl árið 2024.

Páskaopnun í sundlaugum og menningarhúsum

Opnunartímar í sundlaugar Kópavogs og menningarhúsanna í Kópavogi um páskana er sem hér segir:
Hábraut 2

Bilun í streymisbúnaði Bæjarstjórnarfundi

Bæjarstjórnarfundi verður ekki streymt vegna bilunar í streymisbúnaði.
Vegir í Kópavogi.

Breytingar á hámarkshraða

Hámarkshraða á götum í Kópavogi hefur verið breytt þannig að umferðarhraði tekur mið af umhverfi og virkni gatna. Þá er það haft að markmiði að draga úr líkum á slysum.
Salurinn er meðal menningarhúsa Kópavogsbæjar.

Verður þú bæjarlistamaður Kópavogs 2024?

Lista- og menningarráð Kópavogs auglýsir eftir umsóknum eða ábendingum um næsta bæjarlistamann og koma einungis þeir einstaklingar til greina sem eiga lögheimili í Kópavogi. Sá sem verður fyrir valinu tekur þátt í að efla áhuga á list og listsköpun meðal bæjarbúa m.a með viðburði þar sem hans listsköpun er höfð í heiðri.
Forvarnarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki.

Forvarnarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrk

Forvarnarsjóður Kópavogs auglýsir eftir umsóknum um styrki. Markmið Forvarnarsjóðs er að veita einstaklingum, félaga-samtökum, fyrirtækjum og stofnunum styrki til verkefna sem hafa það að leiðarljósi að efla forvarnir, heilsu og vellíðan Kópavogsbúa.
Þingmenn Barnaþings í Kópavogi og starfsfólk.

Barnaþing í Kópavogi

Börn úr öllum skólum í Kópavogi komu saman á árlegu Barnaþingi í dag. Hver skóli sendi tvo fulltrúa auk fulltrúa ungmennaráðs þannig að um 30 börn voru saman komin til að ræða tillögur barna í Kópavogi.
Boðið var upp á ýmis konar fræðslu á starfsdegi dagforeldra.

Starfsdagur dagforeldra

Árlegur starfsdagur dagforeldra í Kópavogi fór fram í vikunni og var skipulögð fræðsludagskrá af því tilefni.
Steinunn Þóra Thorlacius, Eiður Fannar Gapunay og Tómas Pétursson.

Eiður Fannar sigurvegari Stóru upplestrarkeppninnar.

Eiður Fannar Gapunay frá Smáraskóla sigraði Stóru upplestrarkeppnina í Kópavogi 2024. Í öðru sæti var Tómas Pétursson frá Salaskóla og í þriðja sæti var Steinunn Þóra Thorlacius úr Snælandsskóla.
Hörður Svavarsson, Heiðdís Hauksdóttir, Ásdís Kristjánsdóttir, Agnes Gústafsdóttir og Ester Alda Hr…

Fyrsta skólaeldhúsið sem er Svansvottað

Eldhús Aðalþings fékk í dag fyrst íslenskra skólaeldhúsa Svansvottun. Hörður Svavarsson leikskólastjóri, Agnes Gústafsdóttir aðstoðarleikskólastjóri og Heiðdís Hauksdóttir matreiðslumaður Aðalþings tóku við viðurkenningunni frá Ester Öldu Hrafnhildar Bragadóttur sérfræðings hjá Umhverfisstofnun að viðstöddum Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra Kópavogsbæjar, starfsfólki Aðalþings og góðum gestum.
Jóhannes Þorleiksson, forstöðumaður rafveitu hjá Veitum, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs…

Kópavogsbær og Veitur í samstarf um uppbyggingu hleðsluinnviða fyrir rafbíla

Kópavogsbær hefur undirritað samkomulag við Veitur um umfangsmikla uppbyggingu á hleðsluinnviðum fyrir rafbíla innan bæjarlandsins.