Tilkynningar

Aðventuhátíð í Kópavogi

23.11.2011 11:01

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin, laugardaginn 26. nóvember, á Hálsatorgi og í nærliggjandi menningarstofnunum. Kópavogsbúum og öðrum gestum er meðal annars boðið að taka þátt í laufabrauðsgerð, hlusta á jólasöngva, fræðast um jólaköttinn og tendra á jólaljósunum á vinarbæjarjólatré Kópavogsbúa.

Undanfarin ár hefur myndast sannkölluð fjölskyldustemning þennan dag enda höfðar dagskráin til allra aldurshópa.

Molinn –ungmennahús

Kl. 14-18

Kaffihúsið opið, jólastemning, tónlist og myndlist.

Street-Art: Opin vinnustofa, afrakstur vinnunnar sýndur og gestir hvattir til að taka þátt.

Tónlistarsafn Íslands

Kl. 12-16.

Sýning um höfund þjóðsöngsins, Sveinbjörn Sveinbjörnsson.

Gerðarsafn

Kl. 11-17

Sýningin: ENDEMIS (Ó)SÝN

Verk eftir 14 listamenn af báðum kynjum með áherslu kvenlæga sýn og listir kvenna.

Aðventustemning í kaffistofu.

Hálsatorg

Kl. 16-17

Tendrað á ljósum vinabæjarjólatrés.

Skólahljómsveit Kópavogs spilar jólalög.

Sendiherra Svíþjóðar, Anders Ljunggren, afhendir vinabæjartréð frá Norrköpping.

Forseti bæjarstjórnar, Hjálmar Hjálmarsson, tekur á móti jólatrénu fyrir hönd Kópavogsbæjar.

Samkór Kópavogs syngur jólalög.

Jólasveinar koma í heimsókn.

Laufabrauðsdagurinn á Gjábakka

Kl. 13.00  Handverksmarkaður opnar

Kl. 13.00  Laufabrauðsgerðin hefst.

Kl. 14.00 Tríóið Friends4ever

Kl. 15.00 Samkór Kópavogs

Kl. 16.15 Skólahljómsveit Kópavogs

Veitingar, kaffi og súkkulaði verður afgreitt í kaffiteríu frá kl. 14.00 til 16.30 

Bókasafn Kópavogs og Náttúrufræðistofa

Jólakötturinn verður á kreiki í Safnahúsinu milli kl. 15 og 16 og heilsar upp á krakka.
Skemmti- og fræðsluerindi um jólaköttinn í máli og myndum fyrir 4-6 ára börn. Slóð kattarins rakin um húsið og lesin skemmtileg jólasaga.

Dýrin í Náttúrufræðistofunni skrýðast jólabúningi.

Nýjar og gamlar jólabækur eru til útláns í bókasafninu.

Myndlistarmenn 

Listamenn í miðbæ Kópavogs hafa tekið sig saman og opna vinnustofur sínar helgina 26. og 27. nóvember kl. 13-17.

Komið og skoðið listamenninguna í Kópavogi, heitt á könnunni og allir velkomnir í jólastemningu og smitandi gott jólaskap!

Glergallerí: Jónas Bragi og Catherine Dodd, Auðbrekku 7.

Listamenn Art-11, Auðbrekku 4, 3. hæð.

Listamenn í Norm-X húsinu Auðbrekku 6, 2. og 3. hæð. Ath. aðeins opið 26. nóv. Kl. 13-17.

 Listhúsið, Auðbrekku 2

 Skruggusteinn, vinnustofa fimm listamanna, Auðbrekku 4, 2. hæð.

 Stúdíó Subba, Hamraborg 1-3

Jólabasar Rauða krossins í Kópavogi

Kl. 14-18

Rauðakrosshúsið Hamraborg 11, 2. hæð. Allur ágóði rennur til verkefna innanlands.

Selt verður ýmiskonar eftir handverk sjálfboðaliða, sauma-og prjónavörur, handgert jólaskraut ásamt öðru föndri.

Bæjarbúar eru hvattir til að koma og njóta jólahátíðar Kópavogsbæjar.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica