Tilkynningar

Kópavogsdagar í næstu viku

26.4.2012 11:58

Hin árlega menningarhátíð Kópavogs, Kópavogsdagar, hefst í lok næstu viku. Viðburðarsíða þar sem hægt er að skrá inn viðburði verður tilbúin á morgun föstudag. Nánari upplýsingar verða þá settar hér inn fyrir þá sem vilja taka þátt. Búast má við líflegri hátíð í ár eins og árin á undan.

Kópavogsbær hefur um árabil stutt vel við menningu og listir í bænum. Markmið hátíðarinnar er ekki síst að gefa bæjarbúum kost á því að sjá afrakstur menningarstarfsins í bænum og hefur stundum verið talað um hátiðina sem uppskeruhátíð.

Menningarstofnanirnar á Torfunni munu leika lykilhlutverk á hátíðinni og í ár verður þar sérstaklega reynt að höfða til barna og ungmenna.

Nánari upplýsingar fást hjá Örnu Schram í netfanginu: arnaschram(hjá)kopavogur.is


Þetta vefsvæði byggir á Eplica