Spurt og svarað

Hvernig sæki ég um leikskólavist?

Hanna Sigurðardóttir er innritunarfulltrúi, hún sér um skráningu á biðlista, annast innritun barna og skráningu vegna innheimtu dvalargjalda. Netfang hennar er: hannasig(hjá)kopavogur.is

Skilyrði fyrir leikskóladvöl er að barn eigi lögheimili í Kópavogi, en barnið getur verið á biðlista þó lögheimili sé annars staðar.

Foreldrum er sent bréf þegar barn fær leikskóladvöl. Dvöl er háð því skilyrði að foreldri skuldi ekki leikskólagjöld vegna eldra systkinis.

Símatímar eru alla virka daga kl. 11:00-12:00 nema miðvikudaga

Umsókn um leikskóla

Hvað þarf að gera ef óskað er eftir flutningi milli skóla?

Hver grunnskóli tilheyrir ákveðnu skólahverfi. Að öllu jöfnu er gert ráð fyrir að nemendur sæki skóla í því hverfi sem þeir eiga lögheimili í. Ef forráðamenn óska eftir að barnið skipti um skóla þarf að sækja sérstaklega um það til viðkomandi skóla. Skólastjóri viðtökuskólans getur tekið ákvörðun um móttöku nemanda úr öðru skólahverfi. Í slíkum tilvikum ber foreldrum að tilkynna flutninginn til þess skóla sem barnið hverfur úr.

Ósk um flutning á milli skólahverfa.

Nánari upplýsingar um flutning milli skóla.

Hvernig sæki ég um í Dægradvöl?

Dægradvöl starfar við alla grunnskóla bæjarins og stendur til boða fyrir öll börn í 1. - 4. bekk. Börnin eru skráð inn í Dægradvöl og fylgst vel með hvar þau eru að leik og starfi uns þau eru skráð út við brottför.

Skólastjóri hvers skóla ber rekstrarlega og faglega ábyrgð á starfsemi Dægradvalar.

Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um vist í Dægradvöl fást hjá viðkomandi skólum.

Nánari upplýsingar um Dægradvöl.

Hvaða þjónusta er veitt fötluðu fólki?

Umfang þjónustu við fatlað fólk tók miklum breytingum árið 2011 þegar Kópavogsbær tók við framkvæmd þjónustu ríkisins. Stuðningsúrræði, búsetuúrræði og dagþjónusta sem áður voru á vegum Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi eru nú á hendi velferðarsviðs auk þeirrar þjónustu sem þegar var til staðar eins og búsetuþjónusta, liðveisla og ferðaþjónusta.

Kópavogsbær leggur mikla áherslu á að sinna þessari þjónustu eins vel og kostur er.

Nánari upplýsingar um þjónustu við fatlað fólk.

Hvernig sæki ég um húsaleigubætur?

Þeir leigjendur eiga rétt á húsaleigubótum sem leigja íbúðarhúsnæði til búsetu í Kópavogi og eiga þar lögheimili. Sækja þarf um húsaleigubætur fyrir hvert almanaksár og gildir umsóknin til ársloka. Umsækjendur þurfa að endurnýja umsókn sína fyrir 16. janúar ár hvert til þess að greiðslur falli ekki niður.

Sótt er um húsaleigubætur á íbúagátt Kópavogsbæjar. Einnig er hægt að fá umsóknareyðublað í þjónustuveri okkar, Fannborg 2.

Umsókn um húsaleigubætur á íbúagátt.

Reikniforrit er að finna á heimasíðu Velferðarráðuneytisins.

Nánari upplýsingar veitir Hrefna Hilmisdóttir, rekstrarfulltrúi, sími 570–1500.

Hvernig sæki ég um fjárhagsaðstoð?

Í 19. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga segir m.a. að hverjum manni sé skylt að framfæra sjálfan sig, maka sinn og börn yngri en 18 ára. Verði einstaklingur að leita eftir aðstoð sveitarfélagsins um þetta þarf hann að vera fjárráða og eiga lögheimili í bænum.

Panta þarf símaviðtal hjá ráðgjafa þegar sótt er um fjárhagsaðstoð. Tímapantanir eru í síma 570-1500.

Það flýtir afgreiðslu umsóknar að hafa tiltæk eftirtalin gögn þegar komið er í viðtal:
1. Tekjuseðlar (laun/bætur) fyrir síðustu 2 mánuði.
2. Staðfest afrit af nýjasta skattframtali og álagningarseðli eða veflykil frá RSK.

3. Útprentun á staðgreiðsluskrá eða veflykill frá RSK.
3. Staðfesting um skráningu hjá Vinnumálastofnun eða læknisvottorð ef um óvinnufærni er að ræða.
4. Önnur gögn eða gjöld sem við geta átt, s.s. yfirlit yfir greiðsluþjónustu.
5. Dvalarleyfisskírteini frá Útlendingastofnun hafi umsækjandi erlent ríkisfang.

Hvernig sæki ég um félagslega heimaþjónustu?

Samkvæmt lögum um málefni aldraðra og lögum um félagslega þjónustu sveitarfélaga eiga þeir rétt á félagslegri heimaþjónustu sem búa í heimahúsum og geta ekki vegna skertrar getu, fjölskylduaðstæðna, álags, veikinda, barnsburðar eða fötlunar sinnt heimilishaldi eða öðru hjálparlaust.

Sækja þarf um félagslega heimaþjónustu rafrænt á íbúagátt eða skriflega á þar til gerðu umsóknareyðublaði.

Umsókn um félagslega heimaþjónustu á íbúagátt.

Umsóknareyðublað.

Eftir að umsókn hefur borist velferðarsviði hefur þjónustustjóri heimaþjónustu samband og ákveður heimsókn til að meta í samráði við umsækjanda þörfina fyrir þjónustu. Þegar mat liggur fyrir er gengið frá þjónustusamningi þar sem nánar er tilekið hvaða gjald er tekið fyrir þjónustuna og hvaða verkefni starfsmaður skuli inna af hendi.

Þjónustustjórar veita allar nánari upplýsingar í síma 570-1500 eða í tölvupósti:

Guðrún Mogensen
Halldóra Hauksdóttir
Rakel Pálsdóttir

Símatímar þjónustustjóra eru alla virka daga kl. 10:00 - 11:00. Utan símatíma má skilja eftir skilaboð í Þjónustuveri Kópavogsbæjar.

Hvernig sæki ég um byggingarleyfi?

Sá sem óskar byggingarleyfis skal senda um það skriflega umsókn til byggingarnefndar ásamt nauðsynlegum hönnunargögnum og skilríkjum.

Byggingarleyfi er gefið út þegar bæjarstjórn hefur staðfest samþykkt byggingarnefndar og álögð gjöld hafa verið greidd eða samið um greiðslu þeirra.

Byggingarleyfi fellur úr gildi hafi byggingarframkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá útgáfu þess eða innan 12 mánaða frá staðfestingu bæjarstjórnar.

Nánari upplýsingar um byggingarleyfi

Hvernig sæki ég um vinnu hjá Kópavogsbæ?

Til þess að sækja um starf þarf að fylla út rafræna umsókn. Kópavogsbær heldur utan um allar umsóknir í tölvukerfi bæjarins og þurfa umsóknir að berast á því umsóknarformi sem hér er boðið upp á.

Mikilvægt er að umsóknin sé fyllt út samviskusamlega, því upplýsingarnar eru notaðar til ráðningar. Vinsamlega athugið að hægt er að setja starfsferilskrá, prófskírteini auk annarra gagna í viðhengi.

Þegar umsókn hefur verið send fær umsækjandi tilkynningu á skjáinn og tölvupóst um að umsókn hafi borist Kópavogsbæ.

Kópavogsbær er opinber stofnun og vinnur í samræmi við lög og reglur sem slík. Umsóknir vistast í skjalasafni bæjarins. Ekki er hægt að óska nafnleyndar. Heimilt er að óska eftir rökstuðningi í 14 daga eftir að ráðning hefur verið tilkynnt.

Athygli skal vakin á því að sumarstörf hjá bænum eru auglýst sérstaklega á vormánuðum og eru þau auglýst rækilega á forsíðu vefjar Kópavogsbæjar.

Skoða störf í boði


Þetta vefsvæði byggir á Eplica